Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976 13 Vilmundur Gylfason: Blaðamennska — starf eða skítverk? DAGBLAÐIÐ Timinn hefur öðru hvoru undanfarin tvö ár gert blaðamennsku mina, I rikisfjöl- miðlum eða i hinum ýmsu dag- blöðum, að umræðuefni. Blaðið hefur yfirleitt verið mótfallið henni. Blaðinu hefur siðan með timanum aukizt ásmegin og eins og kunnugt er hefur blaðið smám saman gerzt skipulegur varnar- aðili þeirrar skipulegu glæpa- starfsemi, sem mönnum i vaxandi mæli er að verða ljóst að til er í larrdinu. Dagblaðið Tíminn, þar sem dómsmálaráðherra landsins situr i-forsæti blaðstjórnar, hefur grip- ið til hinna ýmsu vopna í varnar- baráttu sinni fyrir spillingu og glæpastarfsemi, svo sem kunnugt er. Þjóðin verður vonandi seint svo endanlega afsiðuð að hún gleymi persónuherferð blaðsins á hendur þeim Hauki Guðmunds- syni og Kristjáni Péturssyni, sem blaðið rak i vetur sem leið. Frek- ari sögur af blaðinu er óþarft að segja að sinni. Dagblaðið Timinn snerist fljót- lega gegn þeim aðferðum blaða- manns, sem ég beiti. Sú brezka meginregla hefur samt reynzt mér vel: Að staðreyndir eru heilagar en skoðanir eru frjálsar. Og enda hætti blaðið fljótlega að fjalla um staðreyndir minar, af- skipti ráðherra af veitingahúsum, lán til ráðherra, dóma og dóms- kerfi. 1 staðinn hefur blaðið öðru hvoru hafið hrið að persónu minni. Þegar ekki varð um staðreyndir mínar deilt var blaðinu snúið við. Þá urðu ástæðar aðrar. Sá sem svo fjallaði um staðreyndir var leigu- penni. Auðvitað á að láta sér slíkt í léttu rúmi liggja — þangað til þar er komið að varnarblað skipu- legrar glæpastarfsemi gerir rit- launamál mín að umræðuefni dag eftir dag. Ég játa að ég er við- kvæmur í slíkum efnum og þess vegna er þessi grein rituð. Ég fellst á það meginsjónarmið að gera megi meiri kröfur til min en annarra í slíkum efnum. Ég hefi sjálfur gefið upp boltann. Á síðast liðnu ári ritaði ég vikulegar greinar fyrir dagblaðið Visi. Ég fékk í laun fyrir þær greinar 5000 krónur fyrir hverja grein. Dag- blaðið Tíminn hélt þvi fram að þegar ég skrifaði um Klúbbmálið svokallaða og afskipti dómsmála- ráðherra hefði Vísir hækkað laun sin til min. Þetta var rangt, ég fékk 5000 krónur fyrir fyrstu greinina, 5000 fyrir síðustu grein- ina i vetrarlok; 5000 krónur fyrir hverja grein. Þetta staðfesti fram- kvæmdastjóri Vísis í blaðaviðtali. Timinn lét ekki segjast, heldur fullyrti, að mér væri greitt fé und- ir borðið fyrir þær greinar sem ég skrifaði, sem þar með væri svikið undan skatti, svo meira sé ekki sagt. Menn verða að meta það sjálfir hvort 5000 krónur sé mikið eða lítið fyrir blaðagreinar af þessu tagi. Dagblaðið Timinn lét ekki þar við sitja. Formaður blaðstjórnar blaðsins, dómsmálaráðherra, sagði I frægri ræðu, að Vilmund- ur væri vart sjálfráður skrifa sinna. Heldur væri það glæpa- hringurinn, Visismafian, sem að baki honum stæði. Hvað dóms- málaráðherra átti við veit enginn ennþá. En á þessu hamraði mál- gagnið. Glæpahringur var það, og sá sem reglulega ritaði í blað glæpahringsins var mútuþegi og skattsvikari að auki. Allt þetta hefi ég látið mér í léttu rúmi liggja. Ég vann fjögur sumur á fréttastofu útvarps, starfaði I tvo vetur við fréttaþátt i sjónvarpi. Þá þurfti ég örfáum sinnum — eða þóttist þurfa — að koma athugasemdum á framfæri. Það gerði ég i Morgunblaðinu, og átti óaðfinnanleg samskipti við ritstjóra þess blaðs að þvi er birt- ingu greina minna varðaði. Þegar mér var sparkað frá sjónvarpinu — eða svo gott sem — fór ég til ritstjóra VIsis, og óskaði eftir þvi að fá að skrifa fasta reglulega dálka í blaðið. Það var góðfúslega þegið. I sumar ritstýrði ég Alþýðublaðinu um þriggja vikna skeið í sumarleyfum ritstjóra. Það er kjarni blaðamennsku minnar — við hlið þess að fara rétt með staðreyndir — að ég skrifa ekki eftir forskriftum stjórnmálaflokka og ekki fyrir út- gefendur blaða, heldur fyrir þá sem vilja lesa greinar minar. Og þegar sá dagur kemur að enginn vill lesa þær, þá hætti ég að skrifa og fer að dunda mér við eitthvað annað. Þegar aðstandendur Dag- blaðsins nýja leituðu til mín i sumar og buðu mér að verða fast- ur dálkahöfundur við það blað í vetur, þá þáði ég það tilboð. Ég geri þá kröfu að greinarnar séu aðgengilega upp settar. Ritlaun þau sem ég þigg eru 6.500 krónur fyrir hverja grein. Aðrir verða að meta hvort það sé mikið eða lítið. Miðað við almennar launahækk- anir er það víst heldur lægra en Visir greiddi. En ég er í góðu starfi annars staðar. Dagblaðið Timinn er annarrar skoðunar. Dag eftir dag birtir það upplýsingar um það að ég hafi gengið milli blaða og kúgað þau — kúgað (!) þau — til þess að borga meiri peninga. Það er von að blaðið sé undrandi og eigi erfitt með sig. Það gæti reynzt þeim erfitt að hefja nýja herferð sem nú hlyti að beinast að því að aðstandendur Dagblaðsins væru glæpamenn. Fyrir ári voru að- standendur blaðs þess, sem ég skrifaði þá fyrir, kallaðir glæpa- hringur, en það urðu aldrei nema orðin. Nú hefur dagblaðið Timinn uppgötvað nýjar baráttuaðferðir. 1 Mánudagsblaðinu, þvi virðulega blaði, birtist fyrir nokkru siðan tignarleg forsiðugrein. Þetta var viku eftir að ég hóf syrpu mína í Dagblaðinu, og fjallaði i fyrstu grein um nær sex milljón króna lán til Einars Agústssonar, utan- rikisráðherra, til átta ára. Og um hvað skyldi greiri Mánudagsblaðs- ins hafa fjallað? Um 30 — þrjátíu- ára gamalt lán Háskóla Islands til Gylfa Þ. Gislasonar og ellefu ann- arra háskólaprófessora vegna byggingar svokallaðra prófessora- bústaða í vesturbæ Reykjavikur. Gylfa Þ. var hins vegar slegið upp I fyrirsögn blaðsins — og greinin öll tignarleg. Nú mun það lif- fræðileg staðreynd og vart um- deilanleg að ég er sonur Gylfa Þ. Gislasonar. Um þessi lán, sem voru opinber lán á sinum tima, dæmi ég ekki,. en um þau verður að falla sama dómur og um öll önnur lán. En hitt er verkefni fyrir ég veit ekki hverja: Að á skrifstofu borgarfógeta hef ég fengið þær upplýsingar að einn maður bað um veðbókarvottorð að húsi Gylfa Þ. Gislasonar: Alfreð Þorsteinsson aðstoðarritstjóri Timans! Og eitthvað eru þeir óöruggir, i Mánudagsblaðið senda þeir nafnlausa greinina. Oj. Ég er atvinnublaðamaður og þigg laun fyrir störf mín. Fram eftir þessum vetri starfa ég fyrir Dagblaðið og hef i laun 6.500 krónur fyrir vikulegar greinar. Næst fer ég kannske eitthvað annað, eða hætti, eftir atvikum og undirtektum lesenda. Ég skrifa undir nafni. Ber ábyrgð á mínum eigin skrifum en kemur að öðru leyti ekki við hvað i því blaði stendur, hvorki i forustugreinum þess eða annars staðar. Þetta er ný aðferð, ný blaðamennska á ts- landi, og þar eiga þeir jafnan heiður, Jónas Kristjánsson og Þorsteinn Pálsson, en honum hef ég starfslega kynnzt bezt is- Vilmundur Gylfason. lenzkra ritstjóra og met, kannske þess vegna, mest. Ég hefi óskað eftir að fá þessa athugasemd birta i Morgunblað- inu, þar hefi ég stundum áður fengið góðfúslega slikar athuga- semdir birtar. Af hverju þar? Af hverju ekki þar? Dagblaðið Tim- inn hefur raunar tvívegis hafið lygaherferð um ritlaun mín. í fyrravetur sendi ég stutta athuga- semd; hún var birt milli kross- gátu og dánartilkynninga aftar- lega i blaðinu og týndist flestum. Fyrir nokkrum dögum sendi ég þangað aðra athugasemd. Úr henni var fellt og hún birt i sóða- dálki blaðsins. 0, íslenzk bænda- stétt, þetta var einu sinni málgagn þitt! Ég er að vísu malar- uppalningur — og met Jón Helga- son vel — en hef gefizt upp á dagblaðinu Tímanum, og hyski þvi, sem að blaðinu stendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.