Morgunblaðið - 30.09.1976, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.09.1976, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 Útgefandi Framkvæmdastjórí Ritstjórar Ritstjórnarf ulitrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgrei8sla Auglýsingar hf Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1000,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50,00 kr. eintakið. Neitendasamtök gegna víða um heim veigamiklu hlutverki, sem miðar að hvoru tveggja, að tryggja hinum al- menna borgara valfrelsi i kaup- um nauðþurfta og annars þess, sem í dag telst til eðlilegrar eftirspurnar heimila og einstak- linga, og á því verði, sem við- ráðanlegt er. Um allan hinn lýðfrjálsa heim hafa almanna- viðhorf af þessu tagi leitt til frjálsra viðskiptahátta, sem í senn hafa leitt til vöruúrvals og sölusamkeppni, sem þjónað hafa hagsmunum heytenda. íslendingar, sem komnir eru yfir miðjan aldur, búa að reynslu, er felur í sér lærdóms- ríkan samanburð á þessu sviði. Annars vegar alllangt hafta- tímabil, þar sem hvers konar innflutningur var háður leyfum pólitískra nefnda og kaup á nauðþurftum vóru bundin skömmtunarseðlum, sem neyt- endur þágu úr hendi hins opin- bera Þetta fyrirkomulag þótti ekki þjóna hagsmunum al- menníngs, hvorki um vöruúrval né vöruverð, en bauð hins veg- ar upp á margs konar misnotk- un í úthlutun innflutningsleyfa, smygl og svartan markað, sem hér blómstraði um langt árabil. Um og upp úr 1 960 tók frjáls- hyggja að móta íslenzka við- skiptahætti á ný, bæði í milli- ríkjaverzlun og vörudreifingu á islenzkum markaði, þó allar götur hafí viss haftatilhneiging sagt til sín í fari íslenzkrar stjórnsýslu. Hætt er þó víð að muna hina fyrri tíma skömmt- unarbiðraða og svarts markað- ar, sem vildu hverfa aftur til fyrri verzlunarhátta. Yngra fólk, sem ekki lifði þessi ár verzlun- arhafta, á ekki jafn auðvelt með að gera raunhæfan sam- anburð á þessum tveimur val- kostum Engu að síður skjóta enn í dag upp kolli dæmisögur hins daglega lífs, sem orðið geta vegvísar í þessu efni. Hér skal lítíllega fjallað um tvær þeirra, sem allir kunna skil á, annað- hvort af eigin reynslu eða af- spurn. Hin fyrri tengist svoköll- uðum ferðamannagjaldeyri, sem hefur verið skammtaður úr hnefa, enda þótt hann sé að- eins óverulegt brot af heildar- gjaldeyriseyðslu þjóðarinnar. Þessi skömmtun hefur þó ekki leitt til minni gjaldeyriseyðslu ferðamanna, nema síður sé. Sá fjöldi landsmanna, sem árlega fer utan, veit gjörla, að þorri ferðamanna hefur drjúga erlenda mynt undir höndum. Sá erlendi gjaldeyrir, sem til fellur hér innanlands, og myndi við eðlilega afgreiðslu ferða- gjaldeyris skila sér inn í banka- kerfið, eing og íög standa til, virðist að hluta til falur á svört- um markaði og yfirverði miðað við skráð gengi. Þessi skömmt- un virðist því ekki hafa náð tilætluðum árangri, sem áreið- anlega var að stefnt í góðri trú, en hins vegar hafa ýtt undir svartan markað með erlendan gjaldeyri, fram hjá gjaldeyris- bönkunum Hitt dæmið sem rétt er að hyggja að varðar litsjónvarps- tæki. Þau svart-hvítu sjón- varpstæki, sem nú eru í notkun í landinu, eru að stórum hluta komin á þann aldur, sem svar- ar eðlilegum endingartíma þeirra. Verulegur hluti heimila í landinu stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að þurfa að endurnýja sjónvarpstæki sín nú eða á næstu árum. Þar sem sjónvarpið sendir þegar að hluta til og væntanlega áður en langir tímar líða að mestu leyti efni sitt út í litum, er eðlilegt að almennt sé horft til litsjón- varpstækja, þegar þessi endur- nýjun ber að dyrum. Þá blasir við sú staðreynd að innflutn- ingshöft há því, að hægt sé að mæta eftirspurn eftir þessari vöru. Og hvað gerist? Höftin og eftirspurnin freista til ólöglegs innflutnings, sem dæmin sanna, en ríkissjóður og sjón- varpið missa af eðlilegum tekj- um af tækjunum. Hér er að vísu um gróf lögbrot að ræða, sem taka verður hart á, en engu að síður er rétt að meta orsök og afleiðingu við framtið- arskipan á þessu sviði. Samkvæmt áætlun tveggja innflytjenda sjónvarpstækja gera þeir ráð tyrir að hér seld- ust 1000 og í hæsta lagi 2000 litsjónvarpstæki á ári, miðað við eðlilegan innflutning. Sé reiknað með 1000 tækja ár- legri sölu, meðan markaðurinn þeir séu fáir, í hópi þeirra er Ferðagjaldeyrir og litsjónvörp er að mettast, áætla þeir and- virði þeirra í gjaldeyri 50—100 milljónir króna. Síð- an bætist við 75% tollur, sem rennur til sjónvarpsins, vöru- gjald og söluskattur, sem renn- ur til rikissjóðs, og er litlu minni fjárhæð en rennur til sjónvarps- ins, og annar innlendur kostn- aður. Þeir telja að æskilegra hefði verið að metta markaðinn smám saman, með frjálsum innflutningi, í stað þess að safna saman eftirspurninni, ef svo má að orði komast, sem leiðir til þess að stíflan brestur síðar meir, þegar slakað yrði á innflutningshöftunum. Þá yrði um miklu meiri gjaldeyris- eyðslu að ræða á skömmum tíma en vera þyrfti og æskilegt væri. Eftirspurn nú mætti hins vegar halda í skefjum um sinn með þeim hætti að sjónvarpið yki ekki á næstunni útsendingu efnis í lit umfram það sem nú er, en það mun vera á milli 20 og 30% útsends efnis, aðal- lega fengið erlendis frá. Ðau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, segja máske ekki alla söguna, en nægilega stór- an hluta af henni til þess að menn hugleiði i alvöru þá hættu, sem stafar af óeðlilegri skerðingu frjálsra viðskipta- hátta. Að því ættu neytenda- samtök ekki sízt að hyggja, því augljóst er hverjir eru almanna- hagsmunir i þessu efni. En Morgunblaðið vil! bæta því við í lokin, að það veit ekki til þess, að forystumenn sjálfstæðis- flokksins hafi hafi fengið það veganesti frá landsfundi sin- um, né að það sé á stefnuskrá flokksins að eiga aðild að stefnu stjórnvalda, sem skerðir innflutning eða kallar á svartan markað. Barna- og unglingabækur eftir JENNU JENSDÓTTUR Að lýsa úr sínu homi Örn Snorrason: Sagan af Dúdúdú. 0 Otgefandi: Bókaút- gáfa Þórhalls Bjarnarsonar. 0 Teikningar: Halldór Pétursson. Örn Snorrason hefur sent frá sér nógu margar bækur til þess að lesendum ætti að vera Ijóst að þar fer höfundur sem er mjög næmur á islenskt mál og fer um það mjúkum höndum. Sagan af Dúdúdú, sem kom út á siðastliðnu ári, er nýjasta bók höfundar. Þetta er nýstárleg bók, bæði að efni og framsetningu. Og mér þykir líklegt að sá sem hefur vanið sig á að lesa bækur á hundavaði, átti sig ekki á henni, leggi hana frá sér án þess að ljúka við hana og af- greiði hana þar með. Frá minu sjónarmiði er Sag- an af Dúdúdú mjög athyglis- verð bók. Hún er skrifuð á vönduðu máli, svo vönduðu að hverjum og einum er af þeim sökum hollt að lesa hana. Hún er skrifuð I léttum, gamansöm- um tón, en þó þykja mér sterkir undirtónar alvörunnar megin- þráður hennar. Að uppistöðu er hún lík ævintýrum og þjóðsög- um, með ívafi úr raunveruleik- anum og existensíalisma finnst mér oft bregða fyrir. Aðalsögu- persónan er dvergurinn Dúdú- dú. Þótt ég dragi hér fram nokkr- ar myndir úr sögunni, þykir mér rétt að benda á að eftir geta orðið aðrar eigi ómerkari. Athyglivert þykir mér þegar Dúdúðú kemur aftur heim frá því að leita sér að konu og móð- ir hans spyr: — Fórstu aldrei alla leið? Svar hans — Nei mamma, ég sneri við. — Hvers vegna? spyr móðir- in. — Ég var kominn langt upp I fjallshlfð og orðinn þreyttur, og þá datt mér allt I einu í hug að það væri líklega alveg eins létt að fara niður og ef til vill enn þá léttara, heldur en að halda áfram upp. Þegar Dúdúdú ber dyra að Dvergabyggð 27 hjá Bí kon- ungi, og forstjórinn spyr: — Hver er gesturinn? — Dúdúdú heiti ég og er af dvergaðli kom- inn ... Allir kannast við þessa rfku snobbtilhneigingu okkar fs- lendinga á ókunnum stað. Mat- argræðgi er lýst í bókinni á næstum óhugnanlegan hátt. Dverglffin eru ekki mikils virði. Tökum dæmi: Hirðdverg- urinn Korriró, sem Dúdúdú sporðrennir að loknu kappáti sínu við hann. Og konungur saknar eigi, sökum þess að Korriró kenndi dætrum hans mengi og kunnu þær nú tæp- lega að deila með tveim tölum. Að lokinni ljóðakeppninni, sem Dúdúdú þreytti við Hikki, tryllist Dúdúdú, greip drykkj- arhorn fullt mjaðar og tvfhenti því f höfuð hirðdvergs þess er við hlið honum sat með bros á vör. Brotnaði hvort tveggja horn og haus.' — Leitt þykir mér að horn skuli hafa brotnað, en bæta skal ég þann skaða, segir Dúdú- dú. Höfundur dregur enga dul á andúð sfna á nútímaljóðagerð. Framsetning höfundar á kafl- anum um ljóðin þykir mér bráðskemmtileg, þótt eigi sé ég honum sammála í því efni. Ár og laxveiði eiga eflaust mikinn hug höfundar. Hvort tveggja notar hann á skemmti- legan hátt til að koma Dú og dyrgju hans í nýtt umhverfi, gersamlega ókunn öllum nema syninum Dúdúdú. Lax- og silungsveiðar, mat- reiðslan úr samvisku dverg- anna og hvar höfundur lætur þá finna hina hreinu samvisku. — Hvernig finnst hvort sam- viska er góð eður ei? — Það sést, segir Dú, ef horft er f augu þess er a — , 0 Jenna Jensdóttir rlthöf- | undur mun skrifa um barna- I og unglingabækur hér ( I Morgunblaðið, en hún er I sem vitað er einn þekktasti I barnabókahöfundur lands- | ins auk annarra ritstarfa I sem hún er kunn fyrir. Eins | og kunnugt er hefur séra I Sigurður Haukur Guðjóns- | son skrifað um barna- og I unglingabækur undanfarin I ár hér í blaðið, en hann er á ' förum til útlanda þar sem I hann mun dveljast I leyfi ' fram á næsta ár. Séra Sig- I urður mun skrifa greinar í ' Morgunblaðið að utan. — I Jenna Jensdóttir hefur um ' árabil fengizt við kennslu- I störf, fyrst við smábarna- skóla Hreiðars Stefánssonar I á Akureyri og þá við barna- skólann á Akureyri og gagn- I fræðaskólann þar, en sfðan 1963 við gagnfræðadeild I Langholtsskóla hér f Reykjavfk. Hún hefur skrif- | að 26 barna- og unglinga- bækur f félagi við mann | sinn, Hreiðar Stefánsson, en sendi f fyrra frá sér Ijóða- | bók. Hún var I orlofi sfðast- liðið ár og kynnti sér þá m.a. I bókmenntir f Danmörku og , Svfþjóð. — Lít í augu mín, segir BI, ekki mun ég sjálfur undan skorast. Dú horfir fránum aug- um og sér alla leið inn í sálina. — Hann á enga samvisku, hugsar hann, en segir: Nú man ég að konungborna samvisku skal ætíð undan skilja. Hina hreinu samvisku finnur Dú hjá förudvergum illa bún- um yst við dyr. Ur henni er matreitt fyrir dvergalýð allan. Hinir þrír förudvergar verða deildarstjórar að tign. Þá bregður svo við að samviska þeirra verður lífshættuleg til fæðu fyrir hina dvergana, hún er ekki lengur hrein. Allt er þetta spaugilega sagt hjá höfundi, jafnvel hungurótti dverganna. En er ekki einmitt þarna þungur undirtónn alvör- unnar, bein lýsing á þeirri ver- öld sem við þekkjum í dag. Þar sem sýndarmenning, sam- kvæmt eðli sfnu, leitar út. Grunnskólinn og skólakerfið fara ekki varhluta af glettileg- um athugasemdum sem fram ganga af munni dverganna, á meinlausan, gamansaman hátt, fljótt á litið. Er ekki ástæða til að staldra við og verða skyggn á ýmsar ábendingar frá þaul- reyndum, frábærum skóla- manni gegnum árin, þótt vió virðum að vettugi dýrkeypta reynslu frændþjóða okkar, og látum hið þrúgaða menntakerfi æla upp f jafnrétti og lýðræði í þessum málum. Að lokum: Ef þessi dulbúna alvara f bók Arnar Snorrasonar nær að þýða lítið eitt af því frosti, er sest hefur að I þeim mannlegu tilfinningum sem samanstanda í menntakerfinu, þá er hún fyrir fleira en ég hefi nú upptalið merkileg bók, holl- ur lestur ungum sem gömlum. Myndir Halldórs Péturssonar í bókinni eru unnar af hreinni snilld, eins og hans er von og vísa. Frágangur bókarinnar er ágætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.