Morgunblaðið - 30.09.1976, Síða 43

Morgunblaðið - 30.09.1976, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1976 43 Evrópukeppni meistaraliða Stoaua Bucharcst (Rúmeniu) — Brtlgge (Belgíu) 1 — 1 (l—0) Mark Steaua: Vigu Mark BrUgge Lamhert. Ahorfendur 15.000. BrOgge vann samtals 3—2. Trabzonspor (Tyrklandi) — f A (fslandi) 3—2 (1 — 1) Mörk Trabzonspor: Huseyin tvö og Kngin Mörk tA: Karl Þórðarson og Teitur Þóróarson Ahorfendur 25.000 Trabzonspor vann samtals 6—3. Crusaders FC (frlandi) — Liverpool (Englandi) 0—5. - Mörk Liverpool: Keegan. Johnson (tvö). McDermott og Heighway. Ahorfendur 10.000 Liverpool vann samtals 7—0. Turun Palloseura (Finnlandi) — Sliema Wanderes (Möltu) 1—0. Mark Palloseura Heikki Suhonen. Ahorfendur: 3.000 Staóan jöfn 2—2. en Turun Palloseura kemst áfram vegna marks skoraós á útivelli. Banik Ostrava (Tékkóslóvakíu) — Víking (Noregi) 2—0(1—0). Mörk Ostrava: Vojacek tvö Ahorfendur: 10.000. Banik Ostrava vann samtals 3—2. Paok Saloniki (Grikklandi) — Omonia (Kýpur) 1 — 1 (0—I). Mark Paok. Sarafis. MarkOmonia: Filippos. Ahorfendur 15.000. Paok Saloniki vann samanlagt 3—1. Partizan (Júgóslavíu) — Dínamo Kiev (Sovétríkjunum) 0—2 )0—I) Mörk Dinamo Muntiyan. Slobodian. Ahorfendur. 70.000. Dinamovann samanlagt 5—0. Borussia Mönehengladbaeh (V Þýzkal ) — WAC (Auslurríki) 3-0 (1—0). Mörk Borussía: Stielike. Bonhof. Heynckes. Ahorfendur: 32.000. Borussia vann samanlagt 3—1. Malmö (Sviþjóó) — Tonno (ftalíu) 1 — 1 (0—1). Mark Malmö: Ljungberg. Mark Torino: Sala. Ahorfendur: 16.373. Torino vann samanlagt 3—2. PSVEindhoven (Hollandi) — Dundalk (trlandi) 6—0(3—0). Mörk Eindhoven: van der Kerkhof fjögur. Postuma, van der Kuys. Ahorfendur: 12.000. Bayern MOnchen (V-Þýzkalandi) — Köge (Danmörku) 2—1 (1 — 1). Mörk Bayern: Beekenbauer og Torsteinsson. Mark Köge: Poulsen. Ahorfendur: 15.000. Bayern MUnchen vann samanlagt 7—i. ZUrich (Sviss) — Clasgow Rangers 1—0 (1—0). Mark ZOrich: Martinelli Ahorfendur: 30.000. ZOrich vann samanlagt 2—1. UEFA-bikarkeppnin Finn Harps (Irlandi) — Dcrby County (Knglandi) I— 4 (1—2) Mörk Finn Harps: McFarland — sjálfsmrk. Mtrk by: Hcetor fvö, Cíeorge tvö. Derby vann samtals 16—1. Wisla Krakow (Póllandí) — Celtic (Skotlandi) 2—0 (0—0) Mörk Wisla: Kmiecik tvö ATHORFENDUR: 45.005. W'isla Krakow vann samanlagf 4—2. Dynamo Moskvu (Sovétríkjunum) — AEK Aþenu (Crikklandi) 2—1 (1—0) Mörk Dynamo: Bubnov. Y:kubik Mörk AEK: Tassos. AEK vann samanlagt 3—2. Djurgaarden ( Kvfþjóð) — Feyenoord (Hollandi) 2—1 (I—0) Mörk Djurgaarden: K : rlsson og Stenbaek Mark Feyenoord: Jansen. Ahorfendur: 1.737. Feyenoord slgraói samanlagt 4—2. Manchester (Jnited (Englandi) — Ajax (Holiandi) 2—0 ( I—0) Mörk Manchester United: Marari Mcllroy Ahorfendur: 58.938. Manchesfer Unitcd vann samaniagt 2—1. Honved (I ngverjalandi) — Inter Milan (Italfu) 1 —I ( 1—-0) Mark Honved: Poczik Mark Infer Milan: Marini Ahorfendur: 20.000. Honved vann samanlagt 2—1. Hibernfans (Möltu) —Grasshoppers (Sviss) 0—2 (0—0) MÖrk (irasshoppers: Seeler og Cornoly (v) Ahorfendur: 3.200. Grasshoppers vann samtals 9—0. GKSTychy (Póllandi) — FC Köln (V Þýzkalandi) 1—1 (1—0) MarkTychy: Ogaza Mark Köln. MUIIer. Ahorfendur: 20.000. Köln vann samtals 3—1. Slovan Brafislava (Tékkóslóvakíu) — Fram (tslandi) $—0 (2—0) Mörk Slovan: Ondrus, Barto. Capkovic. Pekarik, sjálfsmark. Ahorfendur: 8.000. Slovan vann samtals 8—0 Juventus (Ifalfu) — Manrhestar City (Englandi) 2—0 (I—0) Mörk Juventus: Scirea og Bonninsegna Ahorfendur: $5.000. Juventus vann samanlagt 2—1. Brann (Noregi) — Queens Park Rangers (Englandi) 0—7 (0—3) Queens Park Rangers vann samanlagt 11—0. Sochaux (Frakklandi) — llibernian (Skotlandi) 0—0 Hibernian vann samanlagt 1—0. Basle (Sviss — Glentoran (N-lrlandi) 3—0 (2—0) Mörk Basle: Nielsen. Munschin og Robson (sjálfsmark) Ahorfendur: 9.600. Basle vann samanlagt 5—3. Olympiakos Piraeus (Grikklandi) —Studentes (Rúmeniu) 2—1 (0—1) Mörk Olympiakos: Galakos og Karavitis Mark Studentes: Raducanu. Ahorfendur: 35.000.Studentes vann samanlagt 4—2. DynamoRcrlfn (A-Þýzkal.) —Schachtor (Sovétríkjunum) 1 — I (I — 1) Mark Dynamo: Noack.Mark Schachtor: Rogovski Ahorfendur: 15.000. .Schachtor vann samanlag! 4—1. Oster (Svfþjód) — Kuopion Palloseura (Finnlandi) 2—0 (0—0) Mörk Ösfer: Strömberg og Svcnsson. Ahorfendur: 1.445. 0sler vann samanlagl 4—3. Ken Norton sækir að Muhammad AIi I leik kappanna á Yankee-leikvanginum I fyrrinótt, en hefur ekki árangur sem erfiði. (AP-sfmamynd). MEIRA UM FANGBRÖGÐ OG STIMP- INGAR EN HNEFALEIKA ER ALI VANN NORTON Á STIGUM MUHAMMAD Ali vann Ken Nor- ton á stigum eftir fimmtán lotna leik þeirra um heimsmeistaratit- ilinn ( hnefaleikum þungavigtar sem fram fór á Yankee leikvang- inum I New York ( fyrrinótt'. Var þetta I tuttugasta sinn sem AIi keppti titilleik og hefur hann að- eins tapað einum slfkum — fyrir Joe Frazier 1971. Fyrirfram hafði verið búist við jafnri og harðri keppni Ali og Nortons, þar sem Norton hafði sigrað AIi meðan hann var ekki heimsmeistari. Og keppnin var Kka hnffjöfn, en hins vegar fremur tilþrifalftil og skilur að mati sérfræðinga f þess- ari fþróttagrein Ktið eftir sig ann- að en rösklega 7 milljónir dollara ( vösum þeirra Ali og Nortons. Hlaut Ali 6 milljónir doilara fyrir leikinn en Norton hins vegar ekki nema 1.1 milljón dollara. Leikur þeirra Alis og Nortons var fyrsti leikurinn I tuttugu ár, sem fram fer utanhúss I Banda- rikjunum þar sem keppt er um heimsmeistaratitil. Siðast kepptu þeir Floyd Patterson og Ingemar Johansson frá Svíþjóð á Yankee — leikvanginum 20. júní 1960. Þeim sögufræga leik lauk með sigri Pattersons, sem þá endur- heimti heimsmeistaratitil sinn. Yankee-leikvangurinn tekur um 64 þúsund áhorfendur, en klukkustundu áður en keppnin átti að hefjast voru aðeins 15 þús- und áhorfendur mættir þar til leiks, mun færri en forráðamenn keppninnar höfðu búist við. Or því átti þó eftir að rætast. Miklar umferðartafir urðu við leikvang- inn fyrir keppnina, og voru sumir áhorfenda þvi mjög síðbúnir. Fór svo að lokum að um 50 þúsund áhorfendur keyptu sig inn. Leik kappanna var hins vegar sjón- varpað beint til 59 landa og á 300 stöðum I Bandaríkjunum og Kanada var komið fyrir stórum stjónvarpsskermum i leikhúsum og iþróttavöllum. Aðsókn þangað var þó miklu dræmari en fyrir- fram hafði verið búist við. Það var greinilegt hvor kepp- endanna var vinsælli er þeir mættu til leiks á Yankee- leikvanginum. Norton var á und- an inn I hringinn og fékk á sig mikið baul áhorfenda. Skömmu slðar kölluðu svo áhorfendurnir í kór Ali-Ali-Ali, og þá leið ekki á löngu unz kappinn birtist og fékk hann konunglegar móttökur hjá áhorfendum. AIi hafði betur I byrjun Þegar dómarinn, Arthur Mer- cante, gaf merki um að leikurinn skyldi hefjast hóf Ali þegar leift- ursókn og kom góðu höggi á Nor- ton og skömmu sfðar öðru. Virtist sem heimsmeistarinn hefði hug á því að gera út um ieikinn strax og alla fyrstu lotuna átti Norton mjög i vök að verjast og kom varla höggi á Ali. 1 annarri lotu sótti Ali meira, en mikið var um hnoð I þeirri lotu og látalæti beggja keppendanna. Það var varla hreint högg að sjá. Aðeins einu sinni slæmdi Nortón höggi á and- lit Alis, sem þá rak upp gól, hristi hausinn og þóttist vera meiddur. Kom þó brátt að þvi að hann sýndi svart á hvítu að svo var ekki og kom sæmilegum höggum á hand- leggi og skrokk Nortons. Norton hefur betur í þriðju, fjórðu og fimmtu lotu hafði Norton heldur betur, en höggin sem hann kom á Ali voru hvorki þung né mörg. Oft voru kempurnar i fangbrögðum og töl- uðust við meðan á því stóð. Aðvar- aði dómarinn Ali tvívegis, senni- lega fyrir aðgerðarleysi i leikn- um, en þegar hann tókst ekki á við Norton var hann oftast úti við kaðlana og varðist þar. Jafnar lotur Næstu lotur voru mjög jafnar, og hvorugur keppandinn náði að sýna það sem vænst hafði verið af þeim. Helzt var það í sjöundu lotu sem Ali lét að sér kveða og kom hann þá nokkrum höggurn á höf- uð Nortons, án þess að geta þó fylgt þeim vel á eftir. Vann Ali þá lotu, Norton áttundu lotu, Ali ní- undu lotu, Norton 10 lotu, Ali tólftu lotu og þrettándu lotu vann Norton. Vinhögg undir Iokin í tveimur síðustu lotunum var sem kapparnir reyndu svolitið meira en áður að sækja og gera út um leikinn. Þannig kom Ali góðu höggi á Norton 114. lotu og tviveg- is kom Norton þá einnig andlits- höggum á Ali. Að margra dómi átti lotu þessari að lykta með jafn- tefli eða sigri Nortons, en dómar- arnir voru á annarri skoðun og dæmdu Ali sigur í henni. I lokalotunni börðu kapparnir sfóan vindhögg á vixl lengi vel, en þar kom að Norton hitti Ali vel f andlitið, án þess þó að hann léti sér bregða við það. Var áskorand- inn greinilega sterkari f þessari lotu, og fékk fleiri stig hjá öllum dómurunum. Norton óánægður Eftir leikinn sagðist Norton vera mjög óánægður meó einkunnagjöf dómaranna I leikn- um. — Ég er viss um að ég vann niu lotur i þessum leik, sagði hann, — ég hitti hann oftsinnis, en honum tókst tæpast að snerta mig. Sagði Norton að Ali hefói greinilega verið hræddur við sig og lagt alla áherzlu á að verjast í leiknum. Þætti sér hart að sá skyldi fá fleiri stig sem slikt tlðk- aði. Greinilegt væri að hnefa- leikadómarar hefðu tekið upp nýja stefnu i einkunnagjöf sinni, stefnu sem væri sniðin til þess að Ali sigraði, hvernig svo sem hann stæði sig í leiknum. Ali hrósaði hins vegar Norton fyrir baráttuþrek hans, og sagði að hann hefði staðið sig það vel, að ekki hefði verið möguleiki að þjarma betur að honum. Úrslit leiksins sýndu bezt hver væri mestur og beztur. Norton hefði verið eini hnefaleikarinn sem staðið hefði í vegi fyrir sér, og nú væri einnig sá hjalli að baki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.