Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 3 Tvö ráduneyti med nær helm- ing ríkisútgjalda Heilbrigðisráðuneytið og menntamálaráðuneytið fá upp undir helming heildarútgjalda fjárlaganna á næsta ári f sinn hlut en fyrir utan æðstu stjórn ríkisins eru minnst útgjöld hjá utanríkisráðuneytinu, sjávarút- vegsráðuneytinu og forsætisráðu- neytinu. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið fær í sinn hlut sam- kvæmt fjárlögum næsta árs alls um 27.7 milljarða króna, þá kem- ur menntamálaráðuneytið með um 13.1 milljarð króna, sam- gönguráðuneytið fær 8,6 mill- jarða i sinn hlut, viðskiptaráðu- neytið 5.8 milljarða, dóms- og kirkjumálaráðuneytið 5 milljarða, landbúnaðarráðuneytið 4,7 milljarða, félagsmálaráðu- neytið 3.6 milljarða, iðaðarráðu- neytið 2.8 milljarða, fjárlaga- og hagsýslustofnun 2,2 milljarða, sjávarútvegsráðuneytið 1.8 mill- jarða, forsætisráðuneytið 1.7 mill- Kviknaði í vélar- rúmi Gissur- ar hvíta Skömmu eftir hádegi í gær kviknaði i vélarrúmi Gissurar hvíta SF frá Höfn í Hornafirði, þar sem verið var að vinna í vélar- rúmi bátsins í höfninni á Höfn. Eldur komst í olíublauta einangr- un og logaði mikið um tima. Slökkvilið Hafnarkauptúns kom fljótt á vettvang og tókst von bráðar að slökkva eldinn. Skemmdir á bátnum eru ekki taldar miklar. jarða, utanríkisráðuneytið 979 milljónir og æðsta stjórn ríkisins 560.7 milljónir. ÍJtgjöld við Hag- stofuna eru 69,3 milljónir en 83,4 við Ríkisendurskoðun. Miðað við fjárlög þessa árs eru útgjaldaaukningin mest hjá land- búnaðarráðuneytinu eða 64,6%, 62,2% hjá iðnaðarráðuneyti, 61,9% hjá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu og 57,9% við æðstu stjórn ríkisins. Af útgjaldaliðum einstakra ráðuneyta fara t.d. hjá heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytinu 25.5 milljarðar til tryggingamála en 7.7 milljarðar til heilbragðismála, hjá menntamálaráðuneytinu fara 14.2 milljarðar til fræðslumála en 1.4 milljarðar til safna, lista og annarra menningarmála. Hjá landbúnaðarráðuneytinu fara 5,4 milljarðar til búnaðarmála, hjá sjávarútvegsráðuneytinu 2 mill- jarðar til útvegsmála, hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fara 5.5 milljarðar til dóms- og lög- gæzlumála, hjá félagsmálaráðu- neyti 3,6 milljarðar til húsnæðis- mála, hjá samgönguráðuneyti 6,5 milljarðar til vegamála, hjá iðnaðarráðuneyti 2,7 milljarðar til orkumála og hjá viðskiptaráðu- neyti um 6,1 milljarður til niður- greiðslna, svo að eitthvað sé nefnt. Enn saknað EKKERT hefur frekar spurzt til íslenzka mannsins sem saknað er I Frankfurt. Leit er hafin að manninum, og íslenzka sendiráðið I Bonn fylgist með málinu, en ekki höfðu fréttir borizt I gær til utanríkisráðuneytisins um að neitt nýtt hefði komið fram, er gæti skýrt hvarf mannsins. EINAR Hákonarson opnar mál- verkasýningu á Kjarvalsstöð- um I dag. Hann sýnir 88 mál- verk, flest gerð á tveimur sfð- ustu árum. Einar stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1960—64 og við Valands- listaháskólann I Gautaborg 1964—67. Hann hefur haldið fjórar einkasýningar áður, þá síðustu I sýningarsal byggingar- þjónustu A.í. 1975. Auk þess hefur Einar tekið þátt I mörg- um samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Hann starf- ar nú sem kennari við Mynd- lista- og handiðaskólann. Björn Th. Björnsson listfræð- ingur ritar formála að sýningar- skrá, en þar segir m.a.: „Hljómur hins mennska heims” að Kjarvalsstöðum ,,I nýjustu og stærstu mynd- inni á sýningunni safnar hann saman hópi fólks að bronsmynd skálds, I umgerð kunnuglegs landslags, og kallar hana „Hlustið á skáldið". I myndinni rikir hátíðleg kyrrð, eftirvænt- ingafull þögn, líkt og beðið sé eftir boðskap. Er þetta eín- hvers konar þessa íslands, þar sem skáldskapinn hefur ævin- lega borið hærra en önnur mannanna verk og jafnvel hið liðna skáld hefur enn lifandi orð að segja? Hvort sem svo er, þá sýnist mér mynd þessi geta staðið sem einkunn súningar- innar og þess skilnings, sem meistari Kjarval kallaði svo ágæta vel hljóm hins mennska heims og bergmál mannfélags byggingar." „Þetta finnst mér vera bezta myndin á sýningunni," sagði Einar sjálfur um „Hlustið á skáldið" þegar blm. Morgun- blaðsins gekk með honum um salinn. „Ég er ánægður með stemninguna I henni.“ Þegar ljósmyndarinn bað Einar að stilla sér upp við eina myndina, valdi hann þó aðra, sú var af manni og konu, sitjandi við borð. Á borðinu fyrir fram- an konuna liggur bolti. „Svona er rauðsokkuhreyfingin," segir Einar og brosir við. „Konan á næsta leik, en hún hreyfir sig ekki.“ Sýning Einars opnar I dag og henni lýkur 25. október. Almenningsvagnakönnun á þriðjudag og miðvikudag Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur hefur staðið yfir um skeið og þess vænzt að verk- inu Ijúki á þessum vetri. Einn vegamesti þátturinn I þessari endurskoðun er að reyna að fá einhverja mynd af því hvernig umferð á höfuðborgarsvæðinu muni þróast á næstu 20 árum því af því ræðst hvernig staðið verður að umbótum á gatna- kerfi borgarinnar á næstu árum. Ein aðferðin til að fá fram þessa framtfðarsýn af umferðinni er gerð svokallaðs umferðarlfkans sem styðst við tilteknar staðreyndir og spár. Varðandi umferð einkablla er fyrir hendi könnun frá 1962, sem enn er vel nothæf 1 þessu skyni, en nú hyggjast borgar- yfirvöld ráðast I sérstaka könn- un á umferð fólks með almenn- ingsvögnum til að auka gildi umferðarspárinnar, jafnframt þvl sem hugsanlegt er að hafa beinlfnis áhrif á umferðar- þróunina með umbótum á al- menningsvagnakerfinu, að þvf er forráðamenn skipulagsmála borgarinnar segja. Almenningsvagnakönnunin fer fram á þriðjudag og mið- vikudag nk. og nær til farþega með Strætisvögnum Reykjavík- ur, Strætisvögnum Kópavogs og Landleiða. Áætlað er að um 50 þúsund manns ferðist með vögnum allra þessara fyrir- tækja á dag — um 40—42 þús- und með SVR, 4—5 þúsund með SVK og 3 þúsund manns með Landleiðum. Fyrri daginn verða starfsmenn könnunar- innar I öllum vögnum sem aka á leiðum SVR 1—9 og fá þá allir farþegar afhentan spurninga- lista þegar þeir koma inn I vagninn, sem þeir fylla síðan út og afhenda aftur þegar þeir fara úr vagninum. Börn yngri en 10 ára þurfa ekki að fylla út seðlana heldur aðeins afhenda þá við útgöngudyr. Síðari dag- inn nær könnunin til leiða 10—12 hjá SVR, og til SVK og Landleiða. Starfsmenn könn- unarinnar munu skrá hvar hvern einn einasti seðill er afhentur, við inngöngu og út- göngu, þannig að með þeim hætti einum má með aðstoð tölvu fá ýmsar hnýsilegar upp- lýsingar, að sögn starfsmanna þróunarstofnunar Reykjavikur- borgar, sem hafa yfirumsjón með þessari könnun. Á spurningablaðinu er beðið um upplýsingar hvaðan farþeg- inn kemur (gata og húsnúmer), hvert hafi verið erindið þar, hvert ferðinni sé heitið (gata og húsnúmer) og hvert sé erindið þangað, um aldur far- þegans og hvort hann kemur úr öðrum strætisvagni. Með þess- um spurningum er m.a. verið að leita eftir upplýsingum hversu langt fólk þurfi að sækja vinnu frá heimili sínu, hversu margir noti strætisvagn- ana til að komast til vinnu, á hvaða aldurskeiði það fólk sé sem mest notar strætisvagna og hversu mikið sé um það að fólk Framhald á bls. 18 MEÐFYLGJANDI sýnisnorn af útfylltum spurnarseðli sýnir, hvernig farþegi, sem býr f Hraunbæ 299 en vinnur f Austurstræti 16, hefur fyllt út seðil sinn. Hann tekur leið 10 niður á Hlemm, en tekur þar t.d. leið 2 niður á Lækjartorg. Meðfylgjandi sýnishorn er þá fyllt út f seinni vagninum. ALMtNNINGSVAGNAKONNUN 19,—20. október Eftirfarandi upplýsingor óskast um þo ferð, sem þu ferð nj 19/6 1 HVAÐAN kemur þú? 3 HVERT er ferð.nn. he.t.ð? 5 ALDUR þmr2 C&tuÁÁtL, ^99 /í> 1 10—12 orc. goto hóinumer goia ho.nom,, 2 12—20 aro (efio nofn ttolnunor efto fyrirtæku e6o nafn stofnunor eðo fyrirtælus) 3 21—30 óro 4 X 31—40 ora 2 Hvert VAR ERINDI þitt þar? 4 Hvert ER ERINDI þ.ft þor? 5 . 41—50 arc 1 m ég by þor 1 , eg by þor 2 i eg vmn þor e6o for þongoð vegno vmnu 2 X e9 ',,nn þ°' eðu þongcið vegn.) vmn« 6 51—60 cto 3 ég stundo nóm þor 3 eg slundu nom þur 7 61—70 ara 4 ég verzlofti þor 4 eg ael!a oð verzlo 5 , i unnoð 5 annoð 8 eldr: en 70 öra ^ <emur þu úr öðrum strætisvogm ? K |0, leið nr eða heiti. J.0 nei Vinsomlegast afhendið spialdið við ufgóngudyr — Beztu þakkir fyrir samstarfið ÞROUNARSTOFNUN RfYKJAVlKURBORGAR .Vr 6000« Kaupið ekki bara banana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.