Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 17 ? i HALLGRÍMS- ÍARÐARFUNDI má á mikilvægi þess að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins og í útlánum bankanna í peningamálum lands- manna. A árinu 1974 juku bankarnir útlán sín mun meira en vexti innlánsfjár nam, og það sama ár var einnig mikill halli á greiðslustöðu ríkissjóðs. Ásíðasta ári náðist jöfnuður í útlánaaukn- ingu bankanna miðað við vöxt innlánsfjár, en ekki hjá ríkissjóði. Þar var enn halli, en skýringin er m.a. sú að á undangengnum upp- gangstíma, er viðskiptakjör fóru batnandi, bundu menn ríkissjóði þá bagga og undirgengust þær skuldbindingar, sem enn er verið að standa skil á. Við vonumst samt til þess að á þessu ári takist að ná jöfnuði i peningamálum, útlánum bankanna og i greiðslu- stöðu ríkissjóðs. Svo verður þó ekki nema fast verði um aðhald sinnt. Það fjárlagafrumvarp, sem lagt var fram á Alþingi í gær, miðar að hinu sama, að jöfnuður verði á ríkisfjármálum á næsta ári og kapp verður lagt á það, að þannig verði einnig í bankakerf- inu. Ýmis viðfangsefni Siðan ræddi forsætisráðherra um endurskoðun sjóðakerfis sjávarútvegs, sem stuðað hafi að einföldum þess og hagkvæmari rekstri fiskiskipaflotans, endur- skoðun skattalaga, sem m.a. muni leiða til þess að senn verði bornar fram á Alþingi breytingar á þeim, sem miði að réttlátari skattálagn- ingu. Ennfremur um endurskoð- un á verðlagskerfi búvara og út- flutningsbótum á landbúnaðaraf- urðir. Þá ræddi hann um lífeyris- kerfi almannatrygginga og líf- eyrissjóðakerfi, tekjuskiptingu, valddreifingu o.fl. Hann sagði endurskoðun framangreindra málaflokka miða að því að koma á réttlátari tekjuskiþtingu i þjóð- félaginu, sem stuðli að aukinni framleiðsiu og minnkandi út- gjöldum. Að tryggja atvinnuöryggi Eina ráðið til að tryggja atvinnu i landinu er hallalaus rekstur at- vinnuveganna sjálfra, atvinnu- fyrirtækjanna. Að þvi hefur stefna ríkisstjórnarinnar miðað. Það hefur og tekizt í höfuðatrið- um, þó að játa verði, að tæpt hef- ur verið í þeim efnum oft á tíðum. Það stendur t.d. svo tæpt ’um þess- ar mundír, þrátt fyrir betra út- flutningsverðlag, að ríkisstjórnin hefur þurft við síðustu fiskverðs- ákvörðun að taka ábyrgð á greiðsluget u V erðjöf nunarsjóðs allt að 400 m. kr. til áramóta. Á ársgrundvelli getur þetta þýtt ábyrgð er nemur 2200—2500 m. kr. Við höfum sem sagt tekið for- skot á sæluna. Viðskiptakjörin, sem við njótum í ár, eru ekki orðin jafn góð og við nutum á árinu 1972, hvað þá heldur á árinu 1973, þegar þau bötnuðu um 15% frá árinu áður. Við höfum heyrt það, að ríkis- stjórnin hafi ekki gert nægilega rótta'kar ráðstafanir, væri ekki nógu ákveðin í gerðum sínum í baráttunni gegn verðbólgunni. Sömu gagnrýnendur segja gjarn- an, að ráðstafanir ríkisstjórnar- innar hafi leitt til meiri kjara- skerðingar en nauðsynlegt var. Hér stangast staðhæfingar á. Þeir, sem óska eftir róttækari ráð- stöfunum eru i raun að óska eftir meiri kjaraskerðingu, jafnvel aðgeröum, sem bjóða upp á at- vinnuleysi. Ríkisst jórnin hefur vitandi vits ásett sér hægfara að- lögun að breyttum kringumstæð- um og skilyrðum út á við, og gerir sér grein fyrir því, að halda þarf friðinn í þjóðfélaginu ef verð- mætasköpun þjóðarbúsins á að geta risið undir lifskjörum okkar með samfelldri framleiðslu. Ég hygg að við höfum með margvíslegum aðgerðum, sem ég hefi sumpart tiundað, skapað grundvöll að auknum þjóðartekj- um í framtíðinni. Yfirráðin yfir fiskimiðum okkar skipta þar meginmáli. Þverrandi þorsk- gengd og minnkandi stofnstærð nytjafiska valda því hins vegar, að fara verður sér hægt í veiði- sókn, fyrst um sinn, meðan fisk- stofnarnir eru að rétta við, enda hafa verið gerðár ráðstafanir til að beina sókn i aðra fiskstofna, með fiskleit og tilraunavinnslu. I því efni má m.a. minna á sumar- loðnuveiðina. Hins vegar er ljóst að hinir fornu atvinnuvegir landsmanna geta ekki einir staðið undir batn- andi lifskjörum, sem við öll vænt- um og viljum vinna að. Nýjar atvinnugreinar þurfa þar til að koma, einkum á sviði almenns iðnaðar, þjónustustarfsemi, þ.á m. verzlunar og samgangna, og á fleiri sviðum. Þjóðhagsáætlun — Samstarfsnefnd Að lokum sagði forsætisráð- herra: Við vonumst til þess, að á næsta ári hafi stjórnarstefnan borið þann árangur, ásamt með batn- andi viðskiptakjörum, eins og gerðist eftir áföllin 1967 og 1968, að við getum með hóflegri fjár- festingu, þ.á m. mir.nkandi opin- berri fjárfestingu vegna þess að ákveðnum, stórum áföngum á orkusviðinu er náð, aukið litillega einkaneysluna. Þar er ekki um að Framhald á bl's. 18 ÞYZKI leikstjórinn Rolf Hádrich er mörgum Islendingum að góðu kunnur vegna starfa sinna hér á landi. Hann var aðalleikstjóri og framleiðandi kvikmyndarinnar um Brekku- kotsannál, sem gerð var eftir sögu Halldórs Laxness. Rolf Hádrich er nú staddur hér á landi og æfir með leikurum Þjóðleikhússins verkið Vojtsek eftir Georg Buchner. Mbi. átti tal við Rolf Hádrich fyrir nokkrum dögum. Hann var fyrst spurður að því hvernig honum félli að vinna með íslenzkum leikurum: — Mér fellur það mjög vel. þeir eru samvinnuþýðir og vel agaðir. Ég þekki marga þeirra frá því að við unnum hér að Brekkukots- annál en þar voru bara islenzkir leikarar. En það er auðvitað erfitt að vera leik- stjóri á erlendri tungu. Það er ekki bara vegna þess að maður skilji ekki málið, því það er alltaf einhver sem getur túlkað og mjög margir leikaranna tala eitthvert mál Arnfinnsson, Baldvin Hall- dórsson, Jón Gunnarsson og Flosi Ólafsson. Gisli Alfreðs- son er aðstoðarleikstjóri og hann hefur veitt mér mikla hjálp og hann mun stjórna æfingum meðan ég verð í burtu i nokkra daga. Sigur- jón Jóhannsson gerir leik- myndir. Þýðinguna gerði Þorsteinn Þorsteinsson og hefur hann unnið mjög gott starf. — Þetta er eiginlega Islenzkir leikarar eru samvinnuþýðir og hér er gott andrúmsloft sem ég skil, heldur er það þreytandti að heyra alltaf erlent mál og manni finnst maður verða hálfpartinn utangátta. Þá var Rolf Hádrich næst spurður um leikritið: — Vojtsek er eftir Georg Buchner, sem var uppi á árunum 1813 til 1837 og var hann því aðeins rúmlega tvítugur er hann lézt. Hann hafði þó skrifað mikið og t.d. er Vojtsek ekki alveg fullgert leikrit hann hafði það i smíðum er hann lézt. Tvö önnur leikrit hans eru mikið leikin í Þýzkalandi, og má segja að þau séu alltaf leikin einhvers staðar í landinu. Þau eru einnig sýnd mikið í Englandi, Frakklandi og á Norðurlöndunum og Ingmar Bergman setti upp fræga sýningu á Vojtsek fyrir fáum árum. Og Rolf Hádrich heldur áfram að greina frá höfundi verksins og segir síðan hvað það fjallar um: — Leikrit Búchners eru mjög sérstæð þar sem hann notar sérstaka tækni, eigin- lega tækni Shakespeares og má segja að hann hafi þróað tækni hans áfram. Það er ekki hægt að sjá að leikritið sé svo gamalt sem það er, hann gæti alveg eins hafa skrifað það fyrir viku síðan. Leikritið gæti líka alveg eins verið skrifað sem kvikmynda- handrit, þvl hann notar stutt atriði eins og algengt er I kvikmyndum og klippir þau skemmtilega inn i leikritið og á þeim er eiginlega hvorki upphaf né endir heldur eru þetta stutt innskot. Hugmyndin að leikritinu Vojtsek er sannsöguleg og kynntist Buchner þeim at- burði I læknatimariti, sem faðir hans gaf út í þvi var fjallað um mann sem hafði myrt konu sem hann bjó með og urðu út af því málaferli sem stóðu í mörg ár. Er fjall- að um hvort maðurinn hafi verið geðveikur eða ekki. Maðurinn flosnar upp og á hvergi höfði sínu að halla, fær ekki fasta vinnu og Búchner sýnir áfram á í leik- ritinu hvernig þjóðfélagið rekur hann út í þessar raunir. Það er alls um 20 leikarar sem taka þátt i sýningunni þar af eru aðalleikendur þau Hákon Waage, sem leikur Vojtsek, Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson, Róbert gömul hugmynd Þjóðleik- hússtjóra að ég stjórni hér þessu verki, hún kom upp þegar ég var hér sumurin 1972 og '73 að vinna að Brekkukotsannál Talið barst að kvikmynda- gerð Hádrichs og kom það á daginn að Vojtsek er ekki það eina sem hann er að vinna að hér að þessu sinni: — Ég er líka að vmna að kvikmyndahandriti ásamt Halldóri Laxness að Paradisarheimt, sem við ráð- gerum að kvikmynda hér næsta sumar. Það verða að mestu leyti islenzkir leikarar sem þar koma við sögu en ekki er fullráðið enn hverjir það verða. Þess má geta að Rolf Hádrich er þekktari fyrir kvik- myndastjórn sína en leik- stjórn, en hann hefur unnið mun meira við kvikmyndir. Hann er nú einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri i Þýzka- landi og starfar nú við norður-þýzka sjónvarpið, sem á mikið samstarf við Norðurlandastöðvarnar. Brekkukotsannáll var fyrsta vestur-þýzka sjónvarpsmynd- in sem sýnd var i austur- þýzka sjónvarpinu Að lokum sagði Rolf Hádrich: Hér hefur verið ánægjulegt að starfa, það er gott andrúmsloft hér og mér likar vel við litlar borgir og litil lönd, þar sem maður hefur yfirsýn yfir allt Mér finnst íslendingar vera opin- skáir og mjög opnir fyrir öllu alþjóðlegu Rætt vid þýzka leikstjórann Rolf Hádrich

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.