Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÖBER 1976 15 Sovézki sellóleikarinn Rostropovich: Nafn mitt var máð út London 15. október — Reuter. SOVÉZKI sellóleikarinn Mstislav Rostroprovich sagði f viðtali við BBC-sjónvarpið f Bretlandi f gærkvöld, að það væru mikil mistök hjá Sovétstjórn- inni að reyna að steypa alla þjóð sfna í sama hugmyndafræðilega mótið. Rostropovich, sem fór frá Sovétrfkjunum 1974, kom fram f sjónvarpinu ásamt eiginkonu sinni, sópransöngkonunni Galina Vishnevskaya. Rostropovich sagði að so- vézka skriffinnskan væri farin að ganga mjög nærri mörgum meiriháttar listamönnum. ,,Ég er ekki stjórnmálamaður, held- ur hljómlistarmaður, en mér finnst að hver manneskja eigi að hafa rétt til að segja það sem hún hugsar og til að hafa sínar hugsanir í friði... Það er ómögulegt fyrir 250 milljónir manna að hugsa eins og ein hljómsveit," sagði hann. Sovézka stjórnin lengdi dval- arleyfi Rostropovich erlendis í ár um 12 mánuði. Hann sagði að honum hefði ekki verið boðið á tvöhundruð ára afmæli Bolshoi- leikhússins í Moskvu í maf síð- ast liðnum, en hann starfaði i námum tengslum við leikhúsið f 20 ár. „Og eftir allt þetta sendu vin- ir mínir mér stóra ferðatösku með prentuðu efni frá afmæl- inu. öllum blöðum, öllum dag- skrám, öllum tímaritum og öll- um bókum, sem gefnar voru út af þessu tilefni. .. Þar var eng- in Vishnevskaya nefnd.. . og mitt hafn hafði algerlega verið máð út,“ sagði hann. Galina Vishnevskaya, sem var einsöngvari við Bloshoi- leikhúsið, sagðist álíta að það væri erfitt fyrir unga listamenn að vera í Sovétríkjunum. Rostropovich, sem er f Lon- don vegna tónleikahalds, sagði að hann ætlaði að biðja vini sína um allan heim að hjálpa sér ef sovézka stjórnin meinaði honum að fara heim. Hann sagði að svo virtist sem sovézk sendiráð hefðu fengið fyrirskipanir um að senda ekki fólk á tónleika hans á Vestur- löndum. ;,Ég elska landið mitt. Ég elska þjóðina mina og konuna mfna, og við söknum heim- kynna okkar. .. en það eru ekki okkar mistök og ef við reynum að hafa áhrif á stjórn okkar eða kerfið til að koma okkar málum til leiðar, þá gerum við það ekki með þvf að breyta hugarfari okkar eða einlægri ást okkar á fólki," sagði hann. íslenzk skip til aðstoðar Brest, 15. október. Reuter. AUSTUR-ÞVZKT olfuskip sökk 1 miklu fárviðri undan strönd Bre- tagne-skaga 1 nótt og 32 manna af 35 manna áhöfn skipsins er sakn- að. íslenzkt flutningaskip tók þátt i tilraunum til að finna skipsbrots- mfenn auk franskrar flotaflugvél- ar og fransks togara. Nafn fs- lenzka skipsins fékkst ekki stað- fest, en Saga, eign Sjóleiða h/f, var á svipuðum slóðum og austur- þýzka skipið. Franska ávaxtaflutningaskipið Fort Pontchartrain bjargaði loft- skeytamanni skipsins. Hann sagði að fjórum gúmbjörgunarbátum hefði verið fleygt fyrir borð þegar ákveðið var að yfargefa skipið. Hann kvaðst ekki vita hve margir skipsfélagar hans hefðu komizt f gúmbjörgunarbátana, en þeir hafa ekki fundizt. Skipið hét Böhlen og var 7.875 lestir. 1 Austur-Berlin var sagt að tvö austur-þýzk flutningaskip hefðu tekið þátt í leitinni að áhöfninni. Böhlen var á leið frá Venezúela til Rostock í Austur-Þýzkalandi þegar það sökk. Eiginkonur tveggja af áhöfninni voru með í ferðinni. Fjöldi annarra skipa átti í erfið- leikum á Ermarsundi í nótt og 38 manns af vestur-þýzkum skipum drukknuðu. Að minnsta kosti tveir brezkir fiskimenn fórust i fárviðrinu. Flugvélar brezka flug- hersins tóku þátt í leitinni að Böhlen. Fárviðrið olli flóðum á nokkr- um stöðum í London og vfðar, meðal annars á stóru landbúnað- arsvæði á Suðaustur-Englandi. Nefnd kannar grænapaveiki 3 pólitískir f angar í nefnd Abel Muzorewa Salisbury, 15. október. Reuter. Sá armur Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) sem fylgir Abel Muzorewa biskupi að máli skipaði í dag þrjá pólitíska fanga í sendi- nefnd sína á Genfar- ráðstefnunni um framtíð Rhódesíu. Heimildír f stjórn Rhó- Stakk konu sína sofandi London 15. október — Reuter. Félagsráðgjafi nokkur rak eiginkonu sína á hol með hnff á meðan hann dreymdi að hann væri að berjast við ólátaseggi á knattspyrnuleik, að þvf er hann bar fyrir rétti f dag. Rétturinn sýknaði félagsráðgjafann af ákæru um að hafa sært konu sína með vilja. Leiddust þau hjón inni- lega þegar þau gengu út úr rétt- inum. ______ ________ Lögreglu- stjórar þinga um flugrán Accra 15. október — Reuter LÖGREGLUSTJÓRAR frá 90 iöndum hófu í dag umræður um hvernig koma mætti i veg fyrir flugrán og svartamarkaðsbrask með gjaldeyri, á 24. þingi alþjóða lögreglusamtakanna Interpol, sem sett var í Accra, höfuðborg Ghana, í dag. Forseti Interpol, William Higg- ins, sem er kanadískur, sagði fréttamönnum að samtökin hefðu komið á nefnd, sem kanna á þær öryggisráðstafanir, sem gerðar eru gegn flugránum desíu herma að sennilega verði ekki lagzt gegn því að þeir verði látnir lausir svo framarlega sem þeir hafi ekki framið glæpi. Nefndin verður skipuð 31 manni og þar á meðal verður dr. Edson Sithole, einn kunnasti leiðtogi blökkumanna i Rhódesíu, er hvarf með dularfullum hætti fyrir einu ári. Þar með virðast stuðningsmenn Muzorewa biskups telja að stjórn Ian Smiths hafi dr. Sithole í haldi þótt hún hafi neitað því. Nefnd Muzorewa er álíka fjölmenn og nefnd þess arms ANC sem fylgir Joshua NkomQ að málum. í þeirri nefnd verður Gar- field Todd, fyrrverandi forsætisráðherra Rhó- desíu. Robert Mugabe, sem al- mennt er litið á sem leið- toga skæruliða ZANU, seg- ir að hann geti ekki skipað nefnd til að sitja ráðstefn- una þar sem gert sé ráð fyrir of stuttum fyrirvara. Ráðstefnan á að hefjast 25. október og Mugabe leggur enn fast að Bretum að fresta henni. Genf, 15. október. Reuter. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hyggst senda nefnd sér- fræðinga frá nokkrum löndum til Mið-Afrfku til að kanna dularfull- an faraldur, svokallaða grænapa- veiki, sem hefur orðið rúmlega 300 manns að bana. Tilraunir í rannsóknarstofum í Bandaríkjunum, Englandi og Bel- gfu hafa leitt í ljós að hér er á ferðinni fágæt veirusýking sem er þekkt undir nafninu Marburg- veikin. Hún kom fyrst upp 1967 og varð að bana sjö visindamönn- um sem voru að rannsaka liffæri „græns apa“ frá Uganda, Ceco- pithecus Aethiops. Ekki er kunnugt um lækningu við veikinni. Að sögn talsmanna WHO verður vandasamt að ráða niðurlögum hennar þar sem veir- an er hættuleg og erfitt er að einangra hana. Belgiski’- læknar segja að 253 sjúklingar handan landamæranna í Norðvestur- Zaire hafi einnig látizt af veik- inni. Hins vegar er haft eftir áreiðanlegum heimildum i Nai- robi að 118 hafi látizt í Súdan. ERLENT Verðbólga eykst á ný í Bretlandi London, 15. október. Reuter. VERÐBÓLGAN f Bretlandi er aftur farin að aukast en hún hef- ur farið minnkandi á undanförn- um tólf mánuðum og við þetta aukast vandræði rfkisstjórnar Verkamannaflokksins sem á við ótal önnur efnahagsvandamál að strfða. Stjórnin ákvað i gær að gefa upp á bátinn það takmark að minnka verðbólguna niður fyrir tíu af hundraði á næsta ári og í dag voru birtar nýjar tölur sem sýna að verðlag hefur hækkað um 14.3% á 12 mánuðum. Fyrir einum mánuði var verð- bólgan 13.8% á ársgrundvelli og fyrir tveimur mánuðum minnkaði hún I 12.9%. Nú er lítil von til þess að takast megi að halda verð- bólgunni fyrir neðan 15% í vetur. Þurrkunum i sumar.er kennt um þessi siðustu áföll stjórnar- innar í baráttu hennar gegn verð- bólgunni þar sem þeir valda mikl- um hækkunum á verði matvæla. Hagræðing í norskum sardínu- iðnaði IIAGRÆÐING er nauðsyn- leg f norskum sardfnuiðnaði ef hann á að verða sam- keppnisfær segir í áliti nefndar sem hefur kannað ástandið f niðursuðuiðnaði Norðmanna. Nefndin vill færri og stærri fyrirtæki, en það hefði f för með sér fækkun starfsfólks. Rfkisstuðningur yrði nauðsynlegur til að koma þessum breytingum til leiðar. Nefndin gerir einnig tillögur um fjárfest- ingarlán og skattafvilnanír. Auk þess vill nefndin betra markaðskerfi . Meiri- hlutinn vill að stofnað verði sameiginlegt útflutningsfyr- irtæki til að selja sardfnur þannig að komast megi hjá skaðlegri og óþarfri sam- keppni innanlands um verð. Minnihlutinn vill nýtt sölu- kerfi á vegum útflutnings- nefndar lagmetisiðnaðarins. Múmía Tiye drottningar fundin Ann Arbor 15. október — AP HIN löngu týnda múmfa Tiye drottníngar, tengdamóður hinnar fögru drottningar Nef- ertiti, er nú fundin, eftir 35 aldir. Það var alþjóðlegur hópur vfsindamanna, sem skýrði frá þessu f Michigan- háskóla, og fýstu þeir fundin- um sem hinum merkasta sfðan grafhýsi Tutankhamons kon- ungs var opnað árið 1922. Dr. James Harris, forustu- maður hópsins, 9agði að fund- urinn hefði verið staðfestur með elektróniskum samanburði á hári múmíunnar og hárlokk sem geymzt hefur í 3.500 ár i litlum gullkassa, sem á var letr- að nafn Tiye drottningar. Kass- inn fannst í grafhýsi Tuts kon- ungs I Egyptalandi. Sýndi sam- anburðurinn að hárin voru af sömu manneskjunni. Frekari staðfesting fékkst með þvi að nota tölvutækni í sambandi við gegnumlýsingar á hauskúpu múmiunnar og bera hana saman við aörar konung- legar múmiur, sagði Harris á fundi með blaðamönnum. Tiye drottning var móðir Akhnaton konungs og tengdamóðir Nefer- titi, sem er álitin hafa verið ein af fegurstu konum sögunnar. Hú n var gift hinum mikla her- konungi Amenhotep 3., sem réði Egyptalandi um það bil 15 öldum fyrir Krist. Margir sagn- fræðingar álíta Tiye hafa verið harðráða konu og ákveðna og að hún hafi stjórnað á bak við tjöldin. Múmía Tiye drottningar tap- aðist sögunni þegar likræningj- ar rændu grafhýsi hennar og annarra konungborinna, og af- máðu öll kennimerki hennar. Nokkrum öldum fyrir Krists burð var mörgum múmíum faraóa og drottninga komið fyr- ir i grafhýsi Amenhoteps 2. til að koma í veg fyrir frekari eyði- leggingu ræningja. Það graf- hýsi fannst 1898, og voru þær múmíur, sem kennsl voru borin á, fluttar á safn í Kairó. En múmia Tiye og annarra óþekktra voru geymdar i inn- sigluðu fordyri grafklefans og álitnar hafa litla sagnfræðilega þýðingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.