Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 Gunnar Kvaran og Gisli Magnússon á æfingu i húsnæði Tónlistar- félagsins. gjarnan ið meira Vildum geta f ar- út á land - segja Gísli Magnússon og Gunnar Kvaran sem halda tónleika í Reykjavík á morgun ^ I dag, efnir Tónlistarfélagið í Reykjavík til tónleika með Gísla Magnússyni píanóleikara ogGunnari Kvaran sellóleikara. Verða tónleikarnir í Austurbæjarbíói og hefjast kl. 14:30. Mbl. hitti tónlistarmennina að máli í gær í húsakynnum Tónlistarfélagsins. Þar er aðstaða til æfinga og þeir sem halda tónleika á vegum félagsins geta fengið þar inni til æfinga. Gísli Magnússon stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni og Árna Kristjánssyni og fór þaðan til Zurich. Þar var kennari hans Walter F’rey og lauk Gísli einleikara- prófi frá Tónlistarháskólanum þar árið 1953. Þá hefur hann verið í Róm í nokkurn tíma og þar kenndi honum Carlo Zecchi. — Ég hef síðan verið að mestu hér heima, sagði Gfsli, og haldið nokkra tónleika sjálfstæða, einnig spilað kammermúsík og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveitinni. Fyrir tveim árum fórum við Gunnar Kvaran í tónleikaferð um Norðurlöndin. Við lékum á nokkrum stöðum, einum fimm borgum að mig minnir, og var sú ferð styrkt af NOMUS eða norræna músíksjóðnum og menntamálaráðuneytinu. Gísli hélt sfna fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlistarfélags- ins árið 1951 og hefur hann sfðan leikið á fjöldamörgum tónleikum hér á landi. Nú er hann fastráðinn tónlistarkennari við Tónlistar- skóla Garðabæjar. Gunnar Kvaran sagðist hafa hafið sitt nám í Barnamúsíkskólan- um í Reykjavík hjá aðalhvatamanni að stofnun skólans, dr, Heinz Edelstein. Þá var hann f Tóniistarskólanum hjá Einari Vigfússyni en að því loknu fór hann til Kaupmannahafnar og var nemandi Erlíngs Blöndals Bengtssonar við Tónlistarháskólann í Kaupmanna- höfn. Lauk hann einleikaraprófi vorið 1971 frá Tónlistarháskólan- um. Síðan lagði Gunnar stund á framhaldsnám hjá Gregor Piatig- orski sem nú er nýlátinn, en hann var kennari Erlings Bl. Bengts- sonar og starfaði aðallega í Bandaríkjunum. Gunnar Kvaran stund- aði einnig nám hjá próf. Reine Flachot í Basel og í París. Gunnar hefur haldið tónleika á öllum Norðurlöndunum og Frakk- landi, Þýzkalandi og Hoilandi auk tónleika hér á landi m.a. á vegum Tónlistarfélagsins. Einnig hefur hann leikið með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Þeir voru spurðir að því hvað væri helzt framundan hjá þeim og sagði Gísli og eftir þessa tónleika ætti hann að leika með Sinfóníu- hljómsveit íslands ásamt Halldóri Haraldssyni, verk fyrir hljóm- sveit og tvö pfanó og sagði hann jafnframt að þeir Halldór hygðu á frekari samvinnu i framhaldi af þvf, en ekki væri enn fullráðið hvernig henni yrði háttað. Um efnisskrána sögðu þeir félagar að hún væri mjög blönduð, þeir reyndu að gera sem flestum til hæfis og allir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Eitt fslenzkt verk er á efnis- skránni, Oft vex leikur af litlu, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er það verk tileinkað Gunnari Kvaran 1969. Þeir Gísli og Gunnar hafa leikið það verk áður, á Norðurlöndunum, en það hefur ekki verið flutt hér á landi áður. Önnur verk eru erlend, barokk og rómantfk, sögðu þeir og nútímaverk, og það eru verk þeirra Þorkels, sem áðan var nefnt og Dimitri Schostakovitsh, sónata fyrir selló og píanó. Þá má nefna verk eftir Fauré, Elegfe, op. 24 og sagði Gunnar að þetta væri það verk Faurés sem mest væri leikið, en annars hefur ekki heyrzt mikið hér á landi eftir hann. Við vonuðumst til að geta farið eitthvað út á landi með þessa tónleika, en það er óvíst hvort af því getur orðið. Það er skemmtilegt að geta flutt prógramið á fleiri stöðum, þá fyrst má segja að við séum komnir f rétt form, sagði Gunnar. Við getum borið okkur saman við leikara, þeir fá meiri og meiri æfingu við hvert skipti sem verkið er flutt og þannig getur það jafnvel orðið betra og betra. Að lokum var aðeins rætt um tónlistarmenn, sem eru búsettir erlendis, en Gunnar Kvaran er einmitt einn þeirra, kona hans er fastráðin við Konunglegu óperuna í Kaupmannahöfn. Gunnar sagði að þeir íslenzkir tónlistarmenn sem væru búsettir erlendis hlytu þar dýrmæta reynslu sem þeir gætu miðlað af þegar heim kæmi og sér fyndist því ekki óeðlilegt að þeir dveldu ytra um nokkurra ára skeið að loknu námi sínu. 0 Það var fjör í tuskunum á æfingu hjá Leikfélagi Kópa- vogs þegar við litum inn hjá þeim eitt kvöldið í vikunni, en þeir voru að æfa leikritið Glat- aðir snillingar eftir William Heinesen og frumsýning verks- ins verður í kvöld í Félagsheim- ilinu í Kópavogi. Um 30 leikar- ar leika í verkinu og feikileg vinna hefur farið f æfingar undanfarnar 6 vikur, svo að segja á hverju kvöldi fram á nótt. Það var stemmning og fjör í mannskapnum, Stefán Baldurs- son leikstjóri gaf skipanir úr brúnni, Gunnar Reynir Sveins- son tónskáld trillaði á pfanóið en hann hefur samið tónlist við verkið, Sigurjón Jóhannsson leiktjaldasmiður fylgdi sínum málum úr hlaði og Þorgeir Þor- geirsson þýðandi verksins var og mættur á staðnum. Hér er um að ræða danska leikgerð á verkinu, en bókin De fortabte spillemand hefur verið þýdd á íslenzku og heitir Slagur vind- hörpunnar. Við röbbuðum stuttlega við framkvæmdastjóra sýningar- innar, Hólmfríði Þórhallsdótt- ur, og sagði hún fólkið hafa lagt mjög hart að sér varðandi upp- færslu leikritsins. Þá var hún mjög ánægð með samvinnuna við þá sem stjóriia uppsetningu verksins. Undirleikari á sýning- unni er Þorvaldur Björnsson. Sýningin á Glötuðu snilling- unum er liður f norrænni menningarviku og munu full- trúar frá öllum Norðurlöndun- um og Grænlandi mæta á vik- una f Kópavogi, en þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem færeyskt heilskvöldsleikrit er sýnt á íslandi. Flestir leikaranna 30 hafa leikið áður bæði með Leikfélagi Kópavogs og öðrum leikfélög- um, en einnig eru nokkrir ný- liðar á ferðinni, en þegar við kvöddum var atburðarásin á fullri ferð, tekin beint úr mann- lífi Þórshafnar, mannlífi sem úir og grúir af mismunandi til- þrifum. —á.j. Glataðir snillingar Færeyinga í Kópavogi Leikrit eftir einni kunn- ustu skáldsögu Williams Heinsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.