Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976
29
VELVAKAIMDI
Velvakandi svarar f slma 10-
100 kl. 10—11 f.h. frá mánu-
degi til föstudags.
# Góð lið-
veizla
Eins og kunnugt mun vera
af fréttum hefur Krabbameins-
félag Islands ásamt Krabbameins-
félagi Reykjavíkur nýlega hafið
útgáfu blaðs, sem heitir Takmark.
Fjallar það um reykingar og þá
hættu sem þær hafa í för með sér
og segir þar í forystugrein Þor-
varðs Örnólfssonar að takmarkið
sé reyklaust land.
Nokkrir lesendur þess blaðs
hafa haft samband við Velvak-
anda út af þessu blaði og viljað
koma á framfæri þökkum sínum
fyrir það. Hafa sumir þeirra sagt
að þetta væri það sem þurft hefði
að koma fyrir löngu og það væri
gott til þess að vita að þetta ætti
upptök sín að nokkru leyti í
barnaskólunum, hjá þeim sem
eru i efri bekkjunum.
— Það er mjög nauðsynlegt,
sagði einn af viðmælendum Vel-
vakanda, að börnin' viti það fljótt
að það að reykja er ekki eins
saklaust og margir vilja vera láta.
Það getur á margan hátt verið
heilsuspillandi og af þeim stafar
margvíslegur óþrifnaður, ólykt,
sem getur verið erfitt að losna
við, ólykt sem sezt i föt og hús-
muni og fer ekki svo auðveldlega
þaðan. Ég styð heilshugar þetta
framtak með útkomu þessa blaðs
og það má eflaust gera meira til
að vekja athygli á þessum óþæg-
indum, að ég kveði nú ekki fastar
að orði, sem fylgja reykingum.
Ýmislegt fleira hafa menn haft
að segja um reykingar og eitt og
annað í sambandi við þær, en hér
verður látið staðar numið í bili.
Til gamans mætti þó gefa örlítið
sýnishorn úr blaðinu Takmark,
sem áður er nefnt. Það eru vísur,
sem nemandi i einum 6. bekkn-
um, hefur sett saman og voru þær
notaðar á sameiginlegum fundi 6.
bekkinga í Vogaskóla þar sem
fjallað var vítt og breitt um reyk-
ingar. Vísurnar eru eftir
Guðmund Atla Pálmason, sem er i
6 E.E.
Að reykja er bæði rangt og ljótt,
reykur heilsu eyðir.
Miklar fúlgur fljúga skjótt,
fara vondar leiðir.
SAGAN
Nokkur ruglingur hefur orðið
1 sambandi við birtingu fram-
haldssögunnar — en nú er hún
aftur komin í rétta númeraröð.
— Lesendur eru beðnir afsök-
unar á þessu.
miðaði stöðugt byssunni á hann.
það var töluverð fjariægð á milli
þeirra svo að það var óhugsandi
áð reyna að stökkva á hann. Dan
Bayles setti vörubflinn f gang á
ný og þeir höktu af stað út f
eyðimörkina.
Nú var ekki lengur eftir vegi að
fara. En það olli engum erfiðleik-
um, þar sem vörubfllinn hafði
drif á öllum hjólum. Jack reyndi
að hlusta og horfa svo að hann
gæti sfðar ratað til baka. Hann
var ekki viss um hann gæti fylgt
hjólförunum þar sem þau myndu
■ fljótlega hverfa f rykið.
E4ns og Art Whelock hafði sagt
daginn áður óku þeir f átt til
fjalla. Jack braut heilann um
hversu lengi þeir hefðu verið á
ferðinní sfðan þeir skildu bifreið
Verns eftir. llöfðu þeir ekið f jóra
kflómetra? Erfitt var að átta sig á
fjarlægðum hér f auðninni og
birtan var ekki til að hjálpa til
heldur.
— Við erum komnir nógu langt,
hrópaði Whelock.
Vörubfllin nam staðar, Bayles
slökkti á mótornum og sté niður
og hélt á rifli f hendinni.
— Komdu.
Whelock stökk niður og skipaði
Jack að stfga niður.
Kæri vinur, snöggur snú,
að snöru tóbaks gættu.
Ef þú reykir, rétt er nú
að reykja ei meira, hættu.
Svo mörg voru þau vísuorð og
látum við lokið spjalli um reyk-
ingar að sinni.
0 Sólarorkan nýtt
til húshitunar.
1 blaðinu Washington Post
er nýlega sagt frá hjónum sem
hafa byggt hús sitt með það í huga
að lækka hitunarkostnaðinn.
Kemur þetta fram í sérstakri út-
gáfu blaðsins, sem fjallar m.a. um
húsbúnað og tómstundir og fleira
í þeim dúr. Þau sem byggt hafa
þetta hús eru David og Kristin
Nickerson og er húsið í Chevy
Chare. Hann er frá Hawaii en
Kristín frá Islandi. Þau höfðu
áhuga á því að geta byggt sitt hús
að mestu leyti sjálf og þau teikn-
uðu það og hönnuðu, eins og sagt
er í dag, að öllu leyti sjálf, enda
hefur David Nickerson lagt stund
á tæknifræði og Kristin er lista-
maður, segir í umræddu blaði.
Eins og fyrr segir er húsið aðal-
lega teiknað með það í huga að
geta nýtt sólarorkuna eins og
hægt er og er það m.a. gert í
framhaldi af orkukreppunni. I
þvi skyni var m.a. rætt um að hafa
á þaki hússins eins konar „mót-
töku“ fyrir sólarorku, en horfið
frá því vegna þess hversu dýr slik
tæki eru. í stað þess var reynt að
hafa glugga þannig útbúna að
þeir gætu nýtt sem bezt sólarhit-
ann og snúa þeir t.d. flestir í
suður og eru nokkuð stórir.
Það hefur komið í ljós að þetta
fyrirkomulag á húsinu hefur
sparað þeim töluvert mikið i hit-
unarkostnaði. Hann er mun lægri
en í húsum af svipaðri stærð og
ekki var húsið neitt að ráði dýrara
i byggingu þrátt fyrir ýmiss konar
aukabúnað og aðra tilhögun en
almennt gerist í húsum vestra.
Það er erfitt að lýsa nokkuð að
ráði hvernig húsið er byggt og
verður það ekki gert hér en að-
eins vakin á þessu athygli, hér er
um íslenzka konu að ræða og
þetta er góð tilbreyting frá ýmsu
öðru efni sem verið hefur hér til
umræðu að undanförnu. Það eru
líka til „góðar“ fréttir og ýmis
mál sem hægt er að fjalla um, án
þess að vera sífellt að kvarta, þótt
það sé vissulega oftlega nauðsyn-
legt.
Því má bæta við, að David
Nickerson segir að í einu húsi
sem var byggt á svipaðan hátt og
hans héldu þeir sem seldu olíu í
húsið til hitunar að enginn væri i
húsinu að vetrarlagi þar sem svo
lítil olía var notuð.
HÖGNI HREKKVISI
©1976
MrNauf ht Synd., Inc.
,Jæja, þá er ræstingakonan komin!‘
Áhugamenn um bifreiða-
íþróttir
Stofnfundur Bifreiðaíþróttadeildar F.Í.B. verður
haldinn í Ráðstefnusal Hótels Loftleiða sunnu-
daginn 17. október n.k. kl. 14. Markmið
deildarinnar er: Bifreiðaíþróttir, t.d. rally, rally-
cross, ísakstur, og fl. Skýrt frá brautarlagningu.
Áhugamenn fjölmennið, vélahjólamenn vel-
komnir.
Stjornin.
0REG0N
PÆN
Ofnþurrkað — geislaskorið.
Stærðir: 21/2x5 ', 3x6", 4Vax5"
Pantanir óskast sóttar.
Timburverslun
Árna Jónssonar & Co hf.
Laugavegi 148, símar 11333 — 11420.
Ny sendíng
af loftliósum
i böð og eldhús
Ennfremur
hentug i ganga.
svefnherbergi, stof ur
og utan dyra
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL. SENDUM I PÓSTKRÖFU.
OPIÐ TILHÁDEGIS.
LJÖS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi S4488