Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 31 Minning: Gísli Ragnar Gísla- son varðstjóri F. 31. jan. 1922 D. 10. okt. 1976 Að morgni 10. okt. s.l. andaðist i Borgarspítalanum í Reykjavík Gísli Ragnar Gíslason, varðstjóri, Austurvelli, Eyrarbakka. Þar er genginn drengur góður, sannur fslendingur. Gísli Ragnar fæddist að Nesi I Selvogi þ. 31. jan. 1922. Hann var sonur hjónanna Gisla Pálssonar, formanns í Nesi, Grimssonar, óðalsbónda og ferju- manns í Óseyrarnesi, sem stund- um var kallaður ríki, Gíslasonar og Ragnhildar Ólafsdóttur, bónda að Hreiðurborg í Flóa, Jóhannes- sonar bónda I Votmúla og síðar i Hreiðurborg. Auk Gísla Ragnars eignuðust þau hjón annan dreng, Ólaf Gisla- son vegaverkstjóra, f. 4. sept. 1919. Hann býr nú á Eyrarbakka, g. Guðrúnu Jónsdóttur. Ekki naut Gísli Ragnar föður sins lengi, þvi að Gisli Pálsson andaðist að heimili sínu, Nesi, 4. febr. 1922, aðeins 3 dögum eftir að sonurinn fæddist. Nesmenn sóttu verslun sína á Eyrarbakka og gátu það oft verið kaisamar ferðir og voru menn oft blautir og hraktir I þeim, en farið var yfir Ölfusá á ferju við Óseyrarnes. Það var i einni slikri ferð sem Gísli Páisson ofkældist og veiktist svo að dró hann til bana. Það má rétt geta sér í hugar- lund hver raun það hefir verið Ragnhildi að vera nú orðin einstæð móðir með tvö börn á framfæri, annað þriggja daga gamalt og hitt á þriðja ári. Hún lét þó ekki bugast, heldur tók hún sig upp þegar heilsa hennar leyfði, og flutti sig með drengina sina tvo til Eyrarbakka og þar réðst hún I að byggja yfir sig hús, sem hún gaf nafn, svo sem síður er á 'Eyrarbakka, og kallaði „Hreggvið". 1 Hreggvið býr Ragn- hildur enn á 84. aldursári. Þarna i litla húsinu á Eyrar- bakka bjó svo þessi litla fjöl- skylda uns drengirnir voru full- tíðamenn. Það er reyndar ofvaxið skilningi flestra manna hvernig slíkt gat orðið án utanaðkomandi hjálpar, en þaó sýnir þó að móðir- in hefir verið afburða dugnaðar- og kjarkkona, sem með nýtni sinni og sparsemi tókst að gera kraftaverk. Það gefur þvi auga leið, að eftir því sem aldur og geta leyfði urðu bræðurnir að fara að vinna og leggja sitt af mörkum til að fram- fleyta heimilinu og létta ögn á móðurinni og auðvitað var ekki um skólagöngur að ræða umfram það sem nauðsyn krafði. Ut frá þessum aðstæðum mótuðust lifsviðhorf Gísla Ragnars Gíslasonar. Hann var ætíð reiðubúinn til hjálpar þeim sem I erfiðleikum voru eftir þvi sem hann framast gat og hann lagði metnað sinn í að búa fjöl- skyldu sinni öryggi og þægindi. Hann var með afbirgðum iðinn og vinnusamur, svo segja mátti að honum félli aldrei verk úr hendi og þegar saman fór handlagni hans og útsjónarsemi ásamt einstakri snyrtimennsku í öllu sem hann umgekkst, þá verður ljóst að bragur sem unglingar venjast á æskuheimilum sinum fylgir þeim ævina út og gott vega- nesti er hægt að fá, þótt ekki sé það I seðlabúntum. A unglingsárum vann Gísli Ragnar að ýmsum störfum, aðal- lega 'sveitastörf ýmiss konar og ungur fór hann að stunda sjó- mennsku frá Þorlákshöfn. Það var ekki svo á þeim árum að hægt væri að velja um störf og urðu unglingar að taka því sem bauðst og skila sínu verki óaðfinnanlega ef framhald átti að vera á. Þetta tókst Gísla Ragnari enda varð hann fljótt burðarmaður i besta lagi. Þegar landið var hernumið 1940 breyttist atvinnuástand mjög hér austanfjalls eins og annars staðar á landinu. Herinn vantaði vinnu- afl. Margir fóru I hernámsvinn- una og einn af þeim var Gisli Ragnar. Hann vann hjá hernum um tima sem bifreiðarstjóri, en til þess starfa munu hafa verið vald- ir hinir traustari menn. Árið 1943, þ. 16. okt., urðu þáttaskil i lífi Gísla Ragnars Gislasonar. Hann kvæntist þá eftirlifandi konu sinni, Margréti Kristjánsdóttur, formanns í Búðarhúsum á Eyrarbakka, Guðmundssonar bónda á Iðu og sfðar f Búðarhúsum og Gýgjar- steini á Eyrarbakka. Ungu hjónin festu þegar kaup á litlum bæ á Eyrarbakka sem heit- ir Austurvöllur. Þann bæ höfðu átt öldruð hjón, foreldrar Ágústs bónda og fyrrv aiþingismanns á Brúnastöðum, en þau voru þá lát- in og því var húsið laust. Um líkt leyti hóf Gísli Ragnar störf hjá Guðmundi Eirikssyni, byggingarmeistara á Eyrarbakka. Vann hann hjá Guðmundi nokkur ár og m.a. við byggingarvinnu hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Jafnfram því hóf Gisli Ragnar að endurbæta hús sitt, Austur- völl. Stækkaði hann húsið og bætti á marga lund. Þar kom enn að góðum notum verklagni hans og útsjónarsemi og ekki mun hann hafa þurft á iðnaðarmönn- um að halda til verksins. Er hann hafði unnið hjá Guðmundi byggingarmeistara í nokkur ár, breytti Gisii Ragnar um vinnuveitanda og gerðist nú fangavörður á vinnuhælinu að Litla-Hrauni, en það stendur sem kunnugt er I útjaðri Eyrarbakka- þorps. Fangavörður var hann um nokkurra ára skeið en gerðist síð- an útibústjóri Kaupfélags Árnes- inga á Eyrarbakka. Eftir að hafa stjórnað útibúinu i nokkur ár, hvarf hann frá þvi og gerðist verkstjóri I Frystihúsi Eyrarbakka. í öllum þessum Fædd. 18. sept. 1908 Dáin 5. okt. 1976 Ég kom I nokkur skipti i heim- sókn til frænku minnar, Camillu Kristjánsdóttur, þegar hún lá banaleguna I Borgarspítalanum. Henni var áreiðanlega augljós nálægð dauðans og aðskilnaður við ástvini og vini, en aldrei heyrði ég æðruorð frá hennar vör- um. Sumum mönnum virðist I blóð borin slík hreysti og stilling hugarfarsins, og traust á guðs náð og miskunnsemi út yfir gröf og dauða. Camilla fæddist i Búðardal 18. september 1908. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jónasson kaup- maður og kona hans Friðborg Friðriksdóttir og stóðu að þeim báðum traustir breiðfirzkir ætt- stofnar. Foreldrar hennar fluttu til Borgarness er Camilla var tveggja ára gömul og ólst hún þar upp I glaðværum systkinahópi. Systkini hennar voru: Jónas kaupmaður I Borgarnesi, Elín- borg, gift i Reykjavik, nú bæði dáin, Guðmundur söngvari og söngkennar í New York og Kristján stórkaupmaður í Kópa- vogi. Camilla var I Flensborgar- skólanum 1925—1926 og aflaði sér á þessum árum góðrar al- mennar menntunar eftir því sem þá gerðist. Hún giftist 1928 ágætismanni, Ólafi 'Halidórssyni frá Varmá, en þau slitu samvist- um eftir stutta sambúð. Þau störfum reyndist Gisli Ragnar vandanum vaxinn og naut fyllsta trausts yfirboðara sinna og við- skiptamanna. Um haustið 1969 gerðist Gísli Ragnar lögreglumaður og var starfsvettvangur hans Eyrar- bakki og Stokkseyri. Gegnda hann þvi starfi á meðan vertið stóð yfir, en um vorið gerðist hann aftur fangavörður að Litla-Hrauni og gegndi því starfi æ síðan og sein- ustu árin sem vaktstjóri. Jafn- framt gegndi hann frá sama tíma störfum i varaliði lögreglunnar í Árnessýslu og starfaði að lög- gæslustörfum, aðallega á dans- leikjum og samkomum ýmiss kon- ar. Jafnframt þessu var Gisli Ragnar hin síðustu árin fulltrúi Brunabótafél. Islands á Eyrar- bakka. Flestum myndi þykja þetta næg verkefni einum manni, en á næstliðnu ári hófst GIsli Ragnar enn handa um að stækka hús sitt, Austurvöll, breyta því og bæta. Að því vann hann einn sem áður. Er nú gamli bærinn orðinn hið nýtiskulegasta hús utan sem innan og ber smekkvísi þeirra hjóna fagurt vitni. Þau Gísli Ragnar og Margrét eignuðust 3 börn sem öll eru á lífi. Þórhildi, f. 18. 3. 1943. Gift Einari Kjartanssyni frá Traðar- húsum, Eyrarbakka. Þau búa í Reykjavík. Kristján, f. 30. 4. 1946. Kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur frá Selfossi. Þau búa á Eyrar- bakka. Hrafnhildi, f. 4. 10. 1959. Hún er í heimahúsum. Auk þess hafa þau alið upp frá fæðingu dótturdóttur sina, Margréti Bragadóttur, f. 21. 10. 1961. Hún er í heimahúsum. Kynni okkar Gisla Ragnars hófust þegar ég flutti hér í sýslu um haustið 1969. Ég ætlaði þá í fyrstu að vera hér um stundarsak- ir í forföllum annars, þótt svo æxlaðist að ég sit hér enn. Ég komst fljótt að raun um það, að þótt ég hefði verið tvo áratugi í lögregluliði Reykjavíkurborgar og væri þess vegna orðinn all- kunnugur framkvæmd löggæslu þar, þá var ég algjörlega reynslu- laus i störfum lögreglumanna í hinu svokallaða dreifbýli. Þá var gott að geta leitað til góðs leið- beinanda og þvi var gott að eiga Gísla Ragnar Gíslason að vini og félaga. Hann þekkti flesta sýslunga sina og ástæður þeirra. Hann gerði sér strax grein fyrir eignuðust eina dóttur, Gunnfríði, sem gift er Helga Runólfssyni starfsmanni hjá Kaupfélagi Borg- firðinga. Þau eiga fjögur börn: Særúnu, Ólaf, Hrönn og Frið- borgu. Arið 1945 giftist Camilla frænda sinum, Sigvalda Indriða- syni frá Skarði. Mikilhæfum ágætismanni. Nokkru eftir gift- inguna fluttu þau til Stykkis- hólms og keyptu sér lítið hús þar, sem einna hæst ber i kauptúninu. Vann Sigvaldi við verzlun Sigurð- ar Ágústssonar kaupmanns og al- þingismanns, en Camilla fékkst fyrstu árin við söngkennslu í barnaskólanum. Hjónaband þeirra var traust og ástúðlegt. Hún öðlaðist það hlut- skipti að vera sólin I húsi — og hjarta eiginmannsins, sem hún elskaði. 1 húsi þeirra rikti hin sanna íslenzka gestrisni og gleð- skapur, bæði afburða söngelsk og höfðu mikla og góða söngrödd, og á mannamótum voru þau hrókur alls fagnaðar. Munu margir frá Stykkishólmi og annarsstaðar frá eiga ánægjulegar endurminning- ar frá heimili þeirra. Ég og fjöl- skylda mín vorum svo lánsöm að fá tækifæri til að heimsækja þessi heiðurshjón á ferðalögum minum um Breiðafjarðarhéruð, og dvelja hjá þeim í nokkra daga, var það okkur alltaf mikil tilhlökkun að mega koma á þetta heimili. En hér eins og svo viða brá sól of snemma sumri. Sigvaldi veiktist og var burt kallaður árið 1961. Var hans sárt saknað af öllum Minning: Camilla Friðborg Kristjánsdóttir hver viðbrögð skyldi hafa I hverju viðfangsefni. Hann var traustur. Þau eru ófá mótin og dansleikirn- ir sem við höfum starfað saman á. Það er oft þreytandi að vinna á dansleikjum I yfirþyrmandi hávaða og sifellt nöldur ölvaðra manna og það þarf mikla skap- stillingu og festu til að halda uppi reglu við slíkar aðstæður. Það þarf lika þolinmæði til að sitja undir fúkyrðum óspektarmanna sem reyna hvað þeir geta til að koma illu af stað. Þetta hafði ekki áhrif á Gísla Ragnar Gíslason. Hann stóð sem klettur, rólegur i fasi og brosleit- ur á hverju sem gekk. Hann hafói róandi áhrif á umhverfið, einnig okkur sem með honum störfuðu. Samkomuhald hér um slóðir hefur hin seinni ár, að minu mati, færst i betra horf en áður var. Atök og ryskingar eru að mestu úr sögunni. Ósáttir koma með mál sín til lögreglumanna, sem svo reyna að leysa þau, svo allir megi við una. Lögreglumenn njóta meira trausts. Að þessum ánægjulegu breyt- ingum hefir GIsli Ragnar átt sinn stóra hlut. Við munum þvi um ókomin ár njóta verka hans sem lögreglumanns í héraðinu, bæði lögreglumenn og borgarar. Sem gæslumaður fanga mun honum hafa runnið það til rifja að geta ekki hjálpað þeim ólánssömu meira en hægt var. Hann gerði hvað hann gat til að gera þeim vistina bærilega, en það tak- markaóist að sjálfsögðu af reglum þeim sem hann varð að fram- fylgja. öllum þeim föngum sem hann sá um gæslu á á Litla- Hrauni mun hafa verið hlýtt til hans og segir það sína sögu. Mér er kunnugt um að sam- borgarar Gfsla Ragnars á Eyrar- bakka leituðu mjög til hans með vandamál sin og oftast þurftu þeir ekki lengra að leita. En nú er skarð fyrir skildi. Vörðurinn á ströndinni er nú fluttur yfir móðuna miklu. Megi hann taka upp varðstöðu sfna á hinni ókunnu strönd og leiðbeina þeim fþar sem á eftir honum koma. Hafi hann þökk fyrir kynn- in. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mina og fjölskyldu minnar og bið þeim blessunar guðs í þeirra miklu sorg. Sigurður Jónsson Kveðja frá lögreglumönnum 1 Árnessýslu. 1 dag verður til moldar borinn Gisli Ragnar Gíslason, fangavörð- ur og lögregluþjónn, Austurvelli á Eyrarbakka. Þar er horfinn yfir móðuna miklu góður drengur og traustur þeim, sem honum kynnt- ust bæði í starfi og utan. S.l. sex ár starfaði hann í vara- liði lögreglunnar í Árnessýslu, og er margs að minnast frá þessum tima. Hann var drengskaparmað- ur, sem ekki sist kom í ljós í erilsömu aðalstarfi hans sem fangavörður og einnig í vanda- sömu og vanþakklátu starfi lögreglumannsins. Þessum línum er ætlað að flytja kveðjur okkar lögreglumanna og þakkir til vinar, sem gott var að starfa með og ætíð var reiðubúinn til að leita mannlegustu lausnar á hverjum vanda. Störf lögreglu- manna eru vandasöm, ekki síst sá þáttur þeirra, sem Gísli starfaði helst við, en það var varsla á dansleikjum. Engan mann var betra að hafa með sér I þeim störfum sakir rólyndis hans og yfirvegaðra gjörða. Minning hans er björt og trega- blandin, því söknuóur er mikill þegar góður vinur er á braut. Við færum eftirlifandi eigin- konu og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. sem til þekktu. Camilla var kjark- mikil dugnaðarkona og vann ýmis störf þar til árið 1965, að hún tók að sér bókavarðarstarfið við Amtsbókasafnið i Stykkishólmi. Þar beió hennar mikið og vanda- samt starf bæði við flokkun og skráningu hinna ýmsu verka. Ég dáðist að þeim krafti og dugnaði, sem hún sýndi við að setja sig inn í þetta nýja starf. Hún átti hér syðra góðar vinkonur í bókavarða- stétt, sem aðstoðuðu hana meó ráð og dáð, og hún tók þátt á nám- skeiðum fyrir bókaverði. Með þessu móti tókst henni að stunda starf sitt með heiðri og sóma og svo var hún lánsöm að fá ágæta aðstoðarkonu að vinna við safnið, sem annaðist það, er Camilla vegna veikinda varð frá að hverfa. Eftir dauða manns síns hélt hún uppi þeirri reisn, sem auð- kennt hafði þeirra búskap og i húshaldinu sýndi hún þrifnað og snyrtimennsku utanhúss — og innan. Þar var unnið meðan dagur entist. Það er mikil likn- semd hins trúa eljumanns að finna fró og gleði I starfi hvers- dagsins á meðan líf og þrek endist. Megi minningin um elskulega móður, tengdamóður, ömmu og systur verða þeim ljós i húmi sorgarinnar og biðjum henni og ykkur öllum guðsblessunar um tima og eilífð. Kr. Sveinsson. ANGLIA HEFUR VETRARSTARFIÐ í FRÉTTATILKYNNINGU, sem Morgunblaðinu barst frá félaginu Anglia, segir að á aðalfundi 3. okt. síðastl. hafi verið ákveðið að veita meðlimum Félags enskukennara á islandi félagsréttindi í Anglía. Á fundi þessum var Alan Boucher kosinn formaður, Paul O’Keefe ritari, Ellen Sighvatsdóttir, gjald- keri, Erna Albertsdóttir skjala- vörður og Colin Porter formaður skemmtinefndar. Anglía heldur fyrsta skemmti- kvöld vetrarins 22. okt. kl. 21. í Síðumúla 11, með diskóteki og dansi til kl. 2. önnur félagsstarfsemi f vetur verða enskar talæfingar og kvik- myndasýningar. Auk þess verða vikuferðir til Bretlands eins og f fyrra, ef nægileg þátttaka fæst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.