Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Sjálfstæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 14:00 til 16 00 Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ogábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 16. október verða til viðtals Guðmundur H. Garðarsson, alþingismaður, Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi, Sveinn Björnsson, varaborgarfulltrúi. VIÐTALSTIMI Torfi Jónsson opnar Loftinu” syningu 1 TORFI Jónsson opnar sýningu á 33 vatnslitamyndum og sjö pennateikningum og grafíkmynd- um á „Loftinu" á Skólavörðustfg 4 f dag. Sýning þessi var fyrst til húsa f húsnæði „Graffkur og hönnunar" að Skúlagötu 61, en það fyrirtæki rekur Torfi ásamt Ottó Ólafssyni. Vegna áskorana hefur Torfi nú skipt um sýningar- stað. 9* Torfi nam myndlast, grafík og teikningu í Þýzkalandi, en eftir að hann kom frá námi stundaði hann kennslu við Myndlista- og handiðaskóla íslands í 14 ár. Sýning Torfa stendur í 2 vikur og verður opin frá 9—18 virka daga og um helgar frá 14—18 Allar myndirnar eru til sölu á sýningunni. Nigeríumenn hafa óskað eftir við ræðum við okkur beint og ætti það að vera ljóst innan skamms hvort við tökum að okkur verk- efni i Nfgeriu og þá hvers konar, sagði Sigurður að lokum. Breiðholtsmenn bjartsýnir á að fá verkefni í Nígeríu FULLTROl frá byggingarfyrir- tækinu Breiðholti hf. fer um næstu helgi til Nlgeríu þar sem hann mun ræða við þarlenda að- ilja um hugsanleg verkefni sem Breiðholt tæki að sér við bygg- ingarframkvæmdir þar. Sigurður Jónsson forstjóri Breiðholts sagði í viðtali við Morgunblaðið i gær, að allt það sem fyrirtækið hefði heyrt frá Nígeríumönnum upp á síðkastið hefði verið jákvætt og því teldu þeir mikla möguleika á að fyrir- tækinu yrðu falin verkefni þar í landi. Málið er komið á það stig að Nefnd kannar vanda smásölu í dreifbýli HINN 13. þ.m. skipaði við- skiptaráðherra þriggja manna nefnd til þess að athuga sérstök vandamál smásöluverslunar í dreif- býlinu og gera tillögur til úrbóta. I nefndina voru skipaðir Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, for- maður, Kristmann Magnússon, frkvstj., eftir tilnefningu Verslunarráðs tslands, og Axel Gíslason, frkvstj., eftir til- nefningu Sambands ísl. sam- vinnufélaga. (Fréttatilk. frá Viðskiptaráðu- neytinu). 44 bátar stunda rækju- veióar við Djúp: Gífurlegt seida- magn á Húnaflóa og í Öxarfirði (Ijósm. Rax. Torfi Jónsson með pennamynd, gerð með bambusreyr I Suður- Frakklandi og vatnslitamynd, sem hann nefnir „Orminn langa". Verid ad ljúka við að þétta lón- ið við Sigöldu ÞESSA dagana er verið að Ijúka við að þétta lónið við Sigöldu, en sem kunnugt er kom I Ijós leki á nokkrum stöðum er lónið var fyllt I tilraunaskyni I ágústmánuði. Að sögn Gunnars Páis Olafssonar verkfræðings Landsvirkjunar við Sigöldu verður lónið fyllt á nýjan leik (lok þessa mánaðar. Nú er einnig verið að ljúka við steypuvinnu i aðrennslisskurði þannig að hægt verður að hleypa þangað vatni I nóvember. Áætlað er að byrjað verði að prufukeyra f nóvember og desember en fyrir áramót á fyrsta vélin til orku- framleiðslu að vera tekin til starfa. Mun hún framleiða 50 megawött og sömuleiðis hinar tvær vélarnar, sem teknar verða í notkun með fjögurra mánaða millibili á næsta ári. Nú starfa um 700 manns hjá hinum ýmsu verktökum hjá Sig- öldu og er það svipaður fjöldi og vann þar i sumar. RÆKJUVEIÐAR við Isafjarðar- djúp hófust I morgun og að þvf er Jón B. Jónsson, fulltrúi f sjávar- útvegsráðuneytinu, tjáði Morgun- blaðinu f gær, þá munu 44 bátar stunda þessar veiðar f vetur og eru það Iftið eitt fleiri bátar en á s.l. vetri. Þá kom fram hjá Jóni, að veiðar á rækju hafa verið bannaðar um óákveðinn tfma f Oxarfirði vegan gffurlegs seiða- magns og sömu söguna er að segja úr Húnaflóa, þar hafa veiðar ekki hafist enn vegna mikils seiða- magns. Jón sagði, að rækjuveiðarnir í öxarfirði hefðu verið stöðvaðar í fyrradag formlega, en reyndar hefðu sjómenn á rækjubátum þar verið hættir veiðum áður, þar sem þeim blöskraði seiðamagnið sem kom inn með rækjutrollinu, og létu þeir vita um þetta. Vilhjálm- ur Þorsteinsson fiskifræðingur, sem hefur aðsetur á Húsavfk, fór út með einum bátnum til að at- huga málið og fengust að jafnaði um 3500 seiði á togtfma, sem þyk- ir óheyrilega mikið, og eru rækju- veiðar jafnan stöðvaðar ef seiða- magn fer fram yfir 500 á togtfma. Þá sagði hann að við rannsóknir Diskótek” fyrir yngri kynslóðina UNGTEMPLARAFÉLAGIÐ Hrönn mun f vetur gangast fyrir „diskótekum" fyrir unglinga f Templarahöllinni á föstudögum og laugardögum. Á föstudags- kvöldum verður diskótek fyrir 13 ára og eldri, en tækjabúnaður og plötuúrval hefur verið stórbætt frá þvf sem áóur var. Hafa 200 unglingar komið f Templarahöll- ina f þau þrjú skipti sem ung- Akureyri DQnSSHðll sTunmssonnR Flokkar fyrir börn (yngst 4 ára), unglinga og fulloröna (einstaklinga og hjón). Byrjendur og hjón Byrjendur — Framhald. Innritun í Alþýðuhúsinu mánudaginn 18. október og þriðjudaginn 19. október kl. 1 —7 báða dagana og í síma 23595. Athugið. Innritun aðeins þessa tvo daga. hefði komið f ljós, að seiðamagn á Húnaflóa væri mjög mikið. Það væri reyndar misjafnt þar, en mest komizt f 3200 á togtíma. Langt væri síðan seiði hefðu sézt á Húnaflóa og myndu sjómenn vart eftir seiðum þar sfðustu 15 árin. templararnir hafa haldið diskó- tek þar f haust. Þess má geta að engin vandræði af neinu tagi hafa komið upp f sambandi við þessar skemmtanir, hvorki innan húss eða utan. A laugardagskvöldum er svo ætlun Hrannara að hafa diskótek fyrir unglinga 15 ára og eldri. Verður f hvert skipti reynt að hafa diskótekin með sérstöku sniði og þannig verður t.d. í kvöld lögð áherzla á að fólk mæti klætt samkvæmt tízkunni eins og hún var fyrir 10—15 árum. Þ.e. í þröngum gallabuxum, támjóum skóm og herrarnir jafnvel með brillantíngreiðslu. Tónlistin, sem verður leikin verður svo með köppum eins og Elvis Presley í aðalhlutverkum. Nemar í bygg- ingariðnaði mótmæla frum- varpi um nýja vinnulöggjöf FUNDUR f Félagi nema f bygg- ingariðnaði mótmælir harðlega frumvarpi að nýrri vinnulöggjöf. Segir f ályktun fundarins að það muni rýra stórlega réttarstöðu verkalýðshreyfingarinnar og skerða samnings- og verkfallsrétt hennar. Þá segir f ályktuninni að frum- varpið sé samið án samráðs við A.S.I. og geri Félag nema í bygg- ingariðnaði ráð fyrir að reynt verði að fá frumvarpið samþykkt á fyrstu vikum þingsins og á þann hátt komið í veg fyrir að þing A.S.Í. geti fjallað um það. Félag nema í byggingariðnaði hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa vörð um sjálfsögð réttindi sín og mótmæla harðlega slíku gerræði segir að lokum á ályktun fundarins. Austfirding- ar með helg- armót í skák Helgarmót á vegum Skáksam- bands Austurlands fer fram á Egilsstöðum um aðra helgi. Tefldar verða sex umferðir eft- ir Monrad-kerfi og umhugsunar- tfmi verður ein klukkudtund á mann á hverja skák. Teflt verður í barnaskólanum og hefst taflið klukkan 14 laugardaginn 23. októ- ber. Öllum er heimil þátttaka í mótinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.