Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 32
allba' Coterpiltof. Cat, og EB eru skrósett vörumerk HEKLA hf Laugavegi 170-172, — Simi 21240 LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1976 Ný ríkisskuldabréf fyrir nær 2 mill- jarða á næsta ári REIKNA MA með að á næsta ári verði gefin út til sölu hér innan- lands ríkisskuldabréf eða spari- skírteini að fjárhæð allt að 1700 milljónir króna en slfk lántöku- heimild er fyrir hendi f fjárlaga- frumvarpi næsta árs. t ár voru hins vegar gefin út rfkisskulda- bréf eða spariskfrteini að upphæð samtals um 1200 milljónir króna. Samkvæmt sömu lántökuheim- ild er fjármálaráðherra heimilt að gefa út ný ríkisskuldabréf eða spariskirteini eftir þvi sem á þarf að halda i stað þeirra sem innleyst kunna að verða af rfkisskulda- bréfum á næsta ári, en í ár nemur þessi upphæð um 200 milljónum króna. Þá er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir að ráðstafa 530 milljónum króna til að endur- greiða spariskfrteinalán, sem gef- in voru út 1965. Þetta er nokkru Jötunn að byrja á 11. holunni Allt var með kyrrum kjörum við Kröflu i gær. Ákveðið hefur verið að flytja stóra borinn frá níundu holunni og á nýtt bor- stæði, þar sem ellefta holan verð- ur boruð. Tekur nokkra daga að taka Jötun í sundur og flytja hann til en reiknað er með að á þriðjudaginn verði hægt að byrja að bora þessa holu. Gufuborinn Dofri byrjaði aftur á móti að bora að nýju tiundu holuna. lægri fjárhæð en var á fjárlögum þessa áfs, enda spariskírteina- flokkurinn 1965 lægri að upphæð en sá sem gefinn vai út árið á undan. Fékk 160 kr. fyrir kg í Grirasby ÞRJtl skip frá Siglufirði hafa selt ísfisk í Bretlandi það sem af er þessu hausti, og hafa öll fengið mjög gott verð, eða í kringum 160 kr. fyrir hvert kíló ' Vélbáturinn Pétur Jóhanns- son frá Siglufirði seldi 42.6 lestir í Grimsby í gær fyrir 22 sterlingspund eða 6.8 milljónir króna. Meðalverð pr. kíló var kr. 160, sem er lítið eitt lægra en Sigiuvík fékk fyrr í vik- unni. í gærmorgun var pundið skráð heldur lægra en fyrr í vikunni, þannig að ef miðað er við skráningu þess þá má bú- ast við að meðalverð það, sem Pétur Jóhannsson fékk, sé heldur hærra ef miðað er við gengið eins og það var skráð Þá. í söluskeyti frá Grimsby í gær segir, að um 60% aflans hafi verið stórþorskur og milli- þorskur, en um 40% hafi farið í smátt. Myndin þessi var tekin á Höfn í Hornafirði á fimmtudag þegar háhyrningnum var lyft úr sjó til þess að unnt væri að taka úr honum blóðsýni. (Ljósm. Mbl. Elías) 11 Neyðarástand 1 oryggis- málum okkar ísfirðinga” — segir Bolli Kjartansson bæjarstjóri, en símastúlkur sjá ekki lengur um boðun slökkviliðsmanna við útköll Karlsefni boðinn B.U.R. til kaups TOGARINN Karlsenfni hefur verið boðinn Bæjarútgerð Reykjavfkur til kaups, en að þvf er Marteinn Jónasson fram- kvæmdastjóri B.lJ.R. tjáði Morgunblaðinu f gær, hefur eng- in ákvörðun verið tekin f þessu máli enn. Það kom fram hjá Marteini að málið hefur verið rætt á stjórnar- fundi B.Ú.R. en ekkert hefur ver- ið fjallað um söluverð togarans né annað er að kaupum lýtur. Karlsefni var byggður i V- Þýzkalandi árið 1966 og hét upp- haflega Jochen Homann. Var skipið keypt til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum af Karlsefni h.f. í Reykjavik, en togarinn er 731 tonn að stærð. Morgunblaðið reyndi að ná í Ragnar Thorsteinsson fram- kvæmdastjóra Karlsefnis í gær, en til hans náðist ekki. — Við fengum f dag skeyti frá Starfsmannafélagi Pósts og síma þar sem okkur er tjáð að frá og með miðnætti munu starfsúlkur á sfmstöðinni hér ekki lengur sjá um boðun slökkviliðsmanna vegna brunaútkalla hér á Isafirði, sagði Bolli Kjartansson bæjar- stjóri á Isafirði f viðtali við Morgunblaðið f gær. Sem kunn- ugt er af fréttum telja sfmastúlk- ur á tsafirði það ekki f sfnum verkahring að sjá um boðun slökkviliðsmanna á Isafirði, eins og verið hefur f rúm 27 ár. — Það er ekki ofsagt að leggi stúlkurnar niður þessa þjónustu þá skapast neyðarástand f öryggismálum okkar tsfirðinga, sagði Bolli. Bæjarráð ísafjarðar vfsaði á fundi sinum í fyrradag frá samningsuppkasti um brunaút- kallsmál á Isafirði en í þeim samningi var fyrirhugað að síma- stúlkur gegndu áfram þeirri þjón- ustu að sjá um boðun slökkviliðs- manna, en í samningunum voru ýmis atriði sem Isfirðingar töldu sig ekki geta gengið að. Leituðu þeir í þessu sambandi umsagnar Brunamálastofnunar Islands og Sambands islenzkra sveitarfélaga og töldu þeir aðilar báðir samn- inginn óaðgengilegann. Bæjarráð isafjarðar ákvað á fundi sínum á miðvikudaginn að kæra uppsögn Pósts og síma á umræddri þjónustu til samgöngu- 465 nefndir á vegum rík- isins kostuðu 123 millj. NEFNDIR á vegum ríkisins voru f fyrra 465 að tölu. Nefnd- armenn voru 2340 að tölu og kostnaður við nefndarstörfin var rúmar 123 milljónir eða nánar tiltekið kr. 123.457.571. Nefndum hafði fækkað um 9 frá árinu 1974, en þá vur þær 474 að tölu. I árslok 1975 hafði nefndum fækkað töluvert, og voru þá 390 nefndir starfandi. Þetta kemur m.a. fram f ritinu „Stjórnir, nefndir og ráð rfkis- ins árið 1975“, sem Fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráðu- neytisins hefur sent frá sér. Af fyrrgreindum nefndar- kostnaði ríkisins árið 1975 var þóknun til nefndarmanna tæp- ar 102.7 milljónir króna en ann- ar kostnaður rúmar 20.7 milljónir. Hér fer nefndir á ráðuneyta: á eftir skrá yfir vegum einstakra Heildar- fjöldi nefnda 1975 Heildar- fjöldi nefndar- manna Kostn- aður sam- tals kr. Forsætisráðuneytið Menntamálaráðuneytið Utanríkisráðuneytið Landbúnaðarráðuneytið Sjávarútvegsráðuneytið Dóms- og kirkjumálaráðuneytið Félagsmálaráðuneytið Heilbrigðis- og tryggingamálaráðun. Fjármálaráðuneytið Samgönguráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Viðskiptaráðuneytið Hagstofa íslands Fjármálaráðun., fjárl. og hagsýsiust. Samtals 20 110 6.425.359 150 710 22.261.326 6 22 1.758.627 22 107 7.054.343 25 183 12.018.337 45 231 6.820.013 21 116 9.013.049 43 211 12.692.847 28 131 12.744.433 28 142 4.627.676 58 273 19.906.894 11 70 4.756.654 1 4 245.560 7 30 3.132.453 465 2.340 123.457.571 Reknetabát- arnir fengu 600 tunnur TÓLF reknetabátar frá Höfn I Hornafirði fengu alls um 600 tunpur af síld í reknet í gær. Saxhamar var með 100 tunnur, Arney var einnig með 100 og eins Haukafell. Nú mun vera búið að salta í um 12000 tunnur af síld á Höfn. ráðuneytisins og bíður nú úr- skurðar þess. Sagði Bolli Kjart- ansson i gær að lögð hefði verið á það áherzla að úrskurði í þessu máli yrði flýtt sem mögulegt væri til að binda enda á þetta deilumál. Ennfremur sagði Bolli í gær- kvöldi að fundir stæðu yfir hjá ráðamönnum bæjarins og sagðist reikna með að póst- og sfmamála- stjóra yrði sent hraðskeyti fyrir miðnætti þar sem þess yrði kraf- ist að neyðarþjónustan legðist ekki niður, helduryrði hún áfram með sama hætti þar til mál þessi yrðu útkljáð. I samþykkt bæjarráðs Isafjarð- ar frá því á miðvikudaginn segir m.a. svo um samningsuppkast það sem starfsmannafélag Pósts og sima lagði fram fyrir hönd slma- varða á Isafirði: „Samningsupp- kastið felur í sér að árleg heildar- greiðsla vegna þessarar neyðar- þjónustu yrði 1.8 — 2.0 milljónir króna og telur bæjarráð að slik greiðsla sé alltof há og ekki í neinu samræmi við annan kostn- að bæjarfélagsins vegna þessarar neyðarþjónustu né gjaldskrá Pósts og síma fyrir slika þjónustu. Framhald á bls. 18 Hassmálið mikla: Manni sleppt en síð- an stungið inn aftur FlKNIEFNADÓMSTÓLLINN hefur úrskurðað 24 ára gamlan mann I 30 daga gæzluvarðhald vegna rannsóknar hins umfangs- mikla ffkniefnamáls, sem dóm- stóllinn hefur nú til meðferðar og skýrt hefur verið frá áður I Mbl. Maður þessi hefur áður setið I gæzluvaðhaldi vegna þesSa sama máls. Honum var sleppt 3. októ- ber s.l. eftir að hafa setið inni I 30 daga. En nú hafa þær aðstæður skapast I málinu, að ástæða þótti til að setja manninn inn aftur. Nú sitja inni 4 ungir menn vegna rannsóknarinnar. Er þetta þegar orðið umfangsmesta fíkna- efnamál, sem Fíkniefnadómstóll- inn hefur fengið til meðferðar. Milli 60 og 70 ungmenni hafa þeg- ar tengst málinu á einhvern hátt. Eins og fram kom I Mbl. var hinn 8. október framlengt gæzlu- varðhald 19 ára pilts, sem sat inni vegna málsins. Hann kærði úr- skurðinn til Hæstaréttar, en það- an hefur engin niðurstaða borizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.