Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 16. OKTOBER 1976 19 Sigurgeir Bjargi — F. 29. 3.1908 D. 4.10.1976 Mér verður um h jarta svo hettt og kalt f hvamminum, þar sem urðfn valt. Hér dvelur mfn sál, hér dreymir mig allt, sem drottinn oss gaf — til að unna. E. Ben. I dag verður gerð að Melstað f Húnavatnssýslu jarðarför Sigur- geirs Karlssonar Bjargi í Miðfirði. Hann var fæddur þ. 29. marz 1908 — dáinn 4. okt. 1976, eftir löng og erfið veikinda, er hann átti við að striða hin síðustu árin. Með burt- för þessa manns má sveit hans sjá á bak einum af sfnu beztu sonum, er búinn var þeim kostum, er garð hennar mátti prýða og reist hafði hús sitt um þjóðbraut þvera svo sem áður höfðu gert foreldrar hans. Heimili hans var opið hús fyrir gest og gangandi og enginn hlutur hans of góður fyrir þann, er þurfti með. A þann hátt var hugur hans, örlæti og höfðings- lund. Eðliskostum sfnum þjónaði hann með ósérplægni. Ósætti eða erjur þoldi hann ekki, sérlyndi gat hann ekki hýst. Hann var manna-sættir sem í góðum hópi dró að sér glaðværð og góðan félagsskap, enda þá tíðum tekið lagið, þvf að söng- elskur var hann og góður söng- maður og einn af máttarstólpum Karlakórs Miðfirðinga er hélt uppi sönglífi í sveitinni um margra ára skeið. Þvf er mér nú tregt um tungu að hræra, því að ég trega hann sem einn hinna beztu manna sem ég hefi kynnzt, og get tekið mér í munn orð góð- skáldsins: „Það sem góðir menn ganga, þar eru Guðs vegir. “ Karlsson Minning langa tfð verið rómað fyrir gest- risni og höfðingsbrag. Þangað sóttu menn um langan veg til samfélags og góðra funda, og mætti svo verða enn um sinn. Að endingu nú við leiðarlok vil ég kveðja þennan mág minn með innilegri þökk fyrir allt það góða er ég og mín f jölskylda nutum hjá honum heima og að heiman. Nú sfðustu tímana eftir að veikindi hans ágerðust dvaldi hann oft á heimili mfnu f hinni vonlausu bið. Þá undraðist ég æðruleysi hans og sálarró og hversu létt var að fá fram gleðiglampa á andlitið og ljúflegt andsvar ofar stríði og þraut. Blessuð sé minning hans. Öllum ástvinum hans, eigin- konu og börnum, bróður og syst- ur, sem sjá á bak kærum vini, sendi ég djúpa samúðarkveðju. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Arinbjörn Árnason. Sigurgeir á Bjargi er látinn og verður jarðsunginn frá Melstað- arkirkju í dag. Andlát hans kom ekki á óvart. En þó við vitum að þetta er leiðin allra, eigum við oftast erfitt með að sætta okkur við það er vinir og vandamenn eru fluttir yfir landamærin. Sigurgeir var fæddur að Bjargi 29. marz 1908, sonur hjónanna Karls Sigurgeirssonar og Ingi- bjargar Jóhannesdóttur er þar bjuggu allan sinn búskap. Voru þau hjón rómuð fyrir háttvísi og góða framkomu. Var þar oft gest- kvæmt, þótti öllum þar gott að koma. Bæði voru þau hjón söng- elsk, og virðist sú gáfa vera mjög rfkjandi hjá afkomendum þeirra. Er búskapartfð þeirra hjóna lauk tóku synir þeirra Páll og Sigurgeir við búi á Bjargi. Páll stofnaði nýbýlið Ytra-Bjarg af nokkrum hluta jarðarinnar og er það nú orðið stórbýli, en Sigur- geir bjó á aðaljörðinni, við þann stað batt hann tryggð og dvaldi þar til æviloka. Þann 24. ágúst 1940 gekk hann I að eiga frændkonu sfna önnu Axelsdóttur; hefur hún verið hans tryggi förunautur alla táð sfðan. Á Bjargi liggur mikið starf eftir Sigurgeir, enda fylgdist að áhugi og dugnaður. Snemma á búskaparárum sínum byggði hann stórt og vandað íbúðarhús og síðar ágæt gripahús og hlöður. Tún hefur margfaldast að stærð. Um langt skeið annaðast Sigur- geir grenjavinnslu fyrir Torfu- staðahreppa, var hann mjög hneigður fyrir alla véiðimennsku og ágætur skotmáður. Pyrir nokkrum árum fór hann að kenna sjúkdóms, sem ágerðist eftir þvf sem lengra leið og læknar fengu ekki ráðið bót á. Varð hann þá að dvelja langdvölum á sjúkra- húsum eða undir læknishendi. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga þann 4. okt. síðastl. Þetta er f stórum dráttum sú mynd er við blasir ef horft er yfir líf og starf Sigurgeirs heitins, en á bak við er maðurinn sjálfur, þau áhrif sem hann hefur haft á lff annarra með breytni sinni og framkomu og þær minningar sem hver og einn á f sambandi við kynna sín af honum. Þar hef ég sem þessar lfnur rita margs að minnast. Ég minnist hans f æsku þar sem hann ólst upp á mannmörgu heimili í stórum og glæsilegum systkinahópi. Þó mikið væri unnið, þá var einnig tfmi til að blanda geði við þá gesti sem bar að garða, stundirnar fljótar að líða við söng og gleöskap. En þarna var einnig alvara lífsins á ferðinni, þar sem þrjú af hinum efnilegu systkinum urðu að lúta valdi dauðans f blóma lífsins, með fárra ára millibili. Ég minnist hans er við vorum sessunautar og herbergisfélagar tvo vetur á Bændaskólanum á Hvanneyri þar sem hann stundaði nám sitt af alúð, en tók þó virkan þátt f öllu félagslffi og var elskaður og virtur af kennurum og skólafélögum. Ég minnist einnig „samstöðu" okkar f Karlakór Miðfirðinga þar sem við stóðum hlið við hlið yfir þrjátfru ár sem kórinn starfaði og sömuleiðis við messugjörðir f Staðarbakkakirkju. og þó við værum ekki f sömu rödd þá var traustvekjandi að vita af honum við hliðina á sér. Ég minnist hans er við vorum í hreppsnefndum Torfustaða- hreppá.^hve gott var að vinna með honum að hinum sameiginlegu málum, og sama má segja um margra ára samstarf f sóknar- nefnd Staðarbakkasóknar. öll þessi störf rækti hann af trú- mennsku, hann var frábitinn því að vilja ota sér fram og vildi um- fram allt forðast það er valdið gæti úlfúð og ósamkomulagi, Minnist ég ekki að nokkurntima kæmi upp missætti okkar á milli. Mér er heldur ekki kunnugt um Framhald á bls. 23 Brazilíukaffi írvalskaffi % ™ J Sigurgeir var góðum hæfileak- um klæddur út f lífið. Hann var alinn upp f glaðværu, menningar- rfku heimili meðal ástsælla syst- kina. Naut hann nokkurra mennta í æsku, útskrifaðist frá bændaskólanum á Hvanneyri ungur að árum og hóf síðan í samvinnu við eldri bróður sinn búnaðar- og ræktunarstörf á föðurleafð sinni, sem þeir síðar skiptu sín í milli eftir að foreldrar þeirra voru hættir búsýslu og f jöl- skyldur þeirra stækkuðu og um- svif urðu meiri. Þrátt fyrir það mun aldrei hafa slitnað sá þráður, er tengdi þá saman um afkomu hvors annars og hag. Þegar Sigurgeir stofnaði sitt eigið heimili, hafði hann fest ráð sitt og gengið að eiga systurdóttur sína, önnu Axelsdóttur, sem alla tfð hefur reynst honum vel, styrk stoð og nærfærin, einkum f hans langa veikindastrfði, enda mat hann hana mikils. Þau Anna eignuðust fjögur börn, sem öll eru uppkomin: Karl Asgeir, verzlunarstjóra á Hvammstanga, Axel sem veitir forstöðu búinu á Bjargi, Elín- borgu, tónlistarkennara, og Arin- björn, vélvirkja. Eftirlifandi systkini Sigurgeirs eru þau Margrét búsett í Reykja- vík og Páll á Bjargi. Eftir að þau Sigurgeir og Anna hófu búskap á Bjargi, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap, hafa þau byggt upp öll hús, fram- kvæmt stórfellda ræktun, þar sem áður voru holt og mýrar, en eru nú stórir töðuvellir og land allt girt. Er hér verðugt ævistarf sem að baki er og eftir skilið komandi kynslóð. Þó er ekki hægt að skiljast svo við þennan þátt, án þess að minnast um leið samstarfs þeirra bræðra, því þótt Páll, bróðir hans, hafi áður byggt yfir sig og sína f jölskyldu i sama túni, þá var það samt svo og fram eftir árum, að full samvinna var með þeim um ræktun og bústörf, og það, sem var velgengni annars, var hagur hins. Þessi sterku ættarbönd er ávallt voru milli þeirra systkin- anna, hafa mér fundist bera vitni góðum jarðvegi, sem þau eru vax- in úr, göfgi og manndómi. Heimilið á Bjargi hefur um Meó Ajox þvottaefní veróur mistití þvotturinn atveg jafn hreinn og suóuþvotturinn. Hittir nýju endurbættu efnakljúfar gera þaó kleíft aó þvo jafn vel meó öllum þvottakerfum. Ajax þvottaefni, með hinum nýju efnakljúfum sýnir ótvíraeða kosti sína, einnig á mislitum þvotti — þegar þvottatiminn er stuttur og hitastigið lágt. Hann verður alveg.hreinn og litirnir skýrast. Hreinsandi efni og nýjr. endurbættir fefriakljúfar ganga alveg inn i þyottinn og leysa strax upp óhreinindi og bletti i forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök forþvottaefni. Mjög óhreinn fatnaóur þarf mjög gott þvottaefni... Strax við lægsta hitastig leysast óhreinindi og blettir upp og viðkvæmi þvotturinn verður alveg hreinn og blettalaus. Við suðuþvott verður þvotturinn alveg hreinn og hvitur. Ajax þvottaefni þýóir: gegnumhreinn þvottur meó öllum þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.