Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1976, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1976 38 Myndin er tekin á spilakvöldi hjá Bridgefélagí Reykjavíkur. Bene- dikt Jóhannsson er ekkert ýkja brúnaþungur þessa stundina, enda hefir honum og félaga hans gengið vel f meistarakeppni félagsins. Talið frá vinstri: Benedikt Jóhannsson, örn Arnþórsson, Hannes Jónsson og Guðlaugur Jóhannsson snýr baki f myndavélina. Guðmundur og Óli Már enn efstir í meistara- tvímenning BR TÓLF umferðum af fimmtán er nú lokið í meistarakeppni Bridgefélags Reykjavfkur — en síðustu þrjár umferðirnar verða spilaðar á fimmtudaginn kemur. Staða efstu para er nú þessi: Meistaraflokkur: Guðmundur Pétursson — Óli Már Guðmundsson' 84 Hörður Blöndal — Þórir Sigurðsson 67 Jón Baldursson — Guðmundur Arnarson 63 Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason 51 Benedikt Jóhannsson — Hann- es Jónsson 47 Fyrsti flokkur: Logi Þormóðsson — Þorgeir Eyjólfsson 116 Ríkharður Steinbergsson — Bragi Erlendsson 99 Páll Hjaltason — Sverrir Ármannsson 86 Guðbrandur Sigurbergsson — Jón P. Sigurjónsson 64 Guðmundur Pálsson — Sig- mundur Stefánsson 31 Næsta keppni félagsins verð- ur tvímenningur þriggja kvölda þar sem reyndari spilarar og ungir byrjendur spila saman. Nánar verður sagt frá keppn- inni á sunnudaginn kemur. Sveit Braga efst í hraðsveita- keppni hjá TBK FYRSTU umferðirnar í hrað- sveitakeppni hjá TBK voru spilaðar sl. fimmtudag. Röð efstu sveita er þessi: Sveit: Braga Jónssonar 566 Haralds Snorrasonar 547 Gests Jónssonar 536 Sigurbjörns Ármannss. 533 Sigurður Kristjánss. 520 Bjarna Jónssonar 512 Næstu umferðir verða spilað- ar á fimmtudaginn kemur — en keppnin stendur í fimm kvöld. Fréttir frá Bridge- félagi Húsavíkur AÐALFUNDUR félagsins var haldinn 16. september. Síðan var byrjað með tvímennings- keppni, sigurvegarar urðu: Guðmundur Hákonarson og Þórður Ásgeirsson með 552 stig, aðrir Magnús Andrésson og Jóhann Kr. Jónsson með 538 stig, 3ju Jón Árnason og Krist- inn Lúðvíksson með 517 stig, 4ðu Þóra Sigurmundsdóttir og Björn H. Jónsson með 488 stig. Að einu kvöldi óloknu í hrað- sveitakeppninni er staðan sú að efst er sveit Guðmundar Hákonarsonar með 738 stig, í öðru sæti sveit Jóns Árnasonar með 719 stig og þriðja sveit Páls Ólafssonar með 649 stig. Fimmtudaginn 11. nóv. hefst firmakeppni félagsins, og nú er skorað á alla sem hafa gaman af að spila bridge að vera með, skráning fer fram hjá Birni Þorkels í Fiskbúðinni. Dóra og Kári unnu tvímenningskeppni hjá Húnvetningum LOKIÐ er 5 kvölda tvimenn- ingskeppni deildarinnar með sigri Dóru Kolka og Kára Sigur- jónssonar. Þau hlutu alls 618 stig. I öðru sæti urðu Inga Bernburg og Ólafur Karlsson, hlutu 616 stig. Að þessu sinni var keppt um farandbikar gefinn af Heklu h/f, en hand- Hún er hjartanleg þessi unga dama þegar hún sýnir okkur sexið. Margt er nú af ungu fólki I bridgefélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. hafar að þessum bikar tvö síð- ustu ár hafa verið hjónin Sigríður Ólafsdóttir og Sigurð- ur Gunnarsson. Þá veitir deild- in fyrstu og önnur verðlaun sem vinnast til eignar. Röð 10 efstu paranna var sem hér segir: 1. Dóra — Kári 618 stig 2. Inga — Ólafur 616 stig 3. Haukur og Sigurþór 600 stíg 4. Jakob — Jón 586 stig 5. Haukur — Ólafur 581 stig 6. Karl — Georg 568 stig 7. Jóhann — Gunnlaugur 55' stig 8. Hreinn — Bragi 557 stig 9. Kristján — Valgarð 552 stig Framhald á bls. 53 Hlutí þingfulltrúa Fáks á þinginu. Fremst á myndinni er Halldór Eirfksson, þá Margrét Johnson, Örn Johnson, Sveinbjörn Dagfinnsson, Ingi Lövdal og ÞorlákurOttesen. Um 100 fulltrúar sátu þing L.H. um síðustu helgi ÞING Landssambands hesta- mannafélaga, hið 27. I röðinni, var haldið um sáðustu helgi á Höfn I Hornafirði. Að þessu sinni sátu þingið tæplega 100 fulltrúar en að viðbættum gest- um úr nágrannasveitunum og þeim, sem lengra voru að komnir, voru nær 130 manns saman komin á Höfn vegna þinghaldsins. Á þinginu voru samþykktar fjölmargar tillögur um málefni hestamanna og tveir stjórnarmanna L.H., Har- aldur Sveinsson gjaldkeri og Jón M. Guðmundsson ritari voru endurkjörnir. Varamenn þeirra voru einnig endurkjörn- ir, þeir Arni Guðmundsson á Beigalda og Pétur Hjálmsson. Albert Jóhannsson, formaður L.H., flutti þinginu skýrslu stjórnar. Kom þar fram að stjórn L.H. staðfesti á árinu nýtt Islandsmet í 250 metra skeiði, 22.5 sek. og var methaf- inn Óðinn frá Gufunesi, eign Þorgeirs Jónssonar. Einnig var staðfest metjöfnun Fannars, Harðar G. Albertssonar á þess- ari vegalengd. Staðfest var nýtt met i 350 metra stökki en met- hafinn þar er Loka frá Utgörð- um, eign Harðar G. Albertsson- ar og hljóp hún vegalengdina á 24.9 sek. Albert tók fram af gefnu tilefni að bæta þyrfti með ýmsum hætti úr þeirri að- stöðu, sem dómnefndir á kapp- Kynbóta- hross verði dæmd í A- og B- flokkum MEÐAL þeirra tillagna, sem þing L.H. samþykkti var til- laga um breytt fyrirkomu- lag á dómum kynbótahrossa. Var tillagan á þá leið að þingið fól stjórn L.H. að leita eftir samkomulagi við Búnaðarfélag Islands um að breyta reglum um mat kyn- bótahrossa þannig, að stóð- hestar og hryssur 6 vetra og eldri yrðu flokkuð i tvo flokka eins og vanaðir hest- ar. Annars vegar yrði um að ræða að dæmd væru sér f A-flokki alhliða hross en i B-flokki klárhross með tölti. Ung kynbótahross, 4 til 5 vetra, eiga samkvæmt tillög- unni eingöngu að verða dæmd eftir sköpulagi og ganghæfni á öðrum gangteg- undum en skeiði. Tillaga þessi var samþykkt með 29 atkvæðum gegn einu. reiðavöllunum hafa til að ákveða veðurhæð og vindátt. Alls störfuðu sjö nefndir á vegum L.H. á árinu. Sex þeirra störfuðu sem milliþinganefndir og skiluðu þinginu greinargerð- um um störf sín en sjöunda nefndin starfar að málefnum Skógarhóla. Utgáfa Hestsins okkar, tíma- rits L.H., stendur um þessar mundir með blóma hvað snertir fjárhaginn og skilaði blaðið rúmlega einnar milljónar króna hagnaði á sl. ári. Albert varpaði fram þeirri spurningu, hvort ekki væri ástæða til að verja þessum tekjuafgangi til að stofna varasjóð sem gæti orð- ið blaðinu stoð á næstu árum í stað þess að verja þessum tekjuafgangi til að mæta aukn- um útgáfukostnaði næsta reikningsárs. Reiðskólastyrk var úthlutað á Alls nam styrkurinn, sem veitt- ur er af Alþingi, 200 þúsund krónum og fékk Fákur, Reykja- vik, 88.900, Gustur, Kópavogi 59.240-, Léttir, Akureyri 30.240, Neisti, Blönduósa 12.500 og þrjú önnur félög fengu frá 4.200 krónum og niður í 1.960 krónur. Fjárveiting til reiðvega nam alls 1.118.400 krónum á árinu og var þessari upphæð skipt milli 14 félaga. Albert lét þau orð falla að fjárveitingar Al- þingis hefðu staðið óbreyttar frá fyrra ári, þrátt fyrir harða baráttu stjórnarinnar og harm- aði hann að ekki skyldi komið til móts við hinn almenna áhuga, sem hvarvetna kemur í ljós, þegar íþróttir hesta- mennskunnar eru annars veg- ar. Haraldur Sveinsson, gjald- keri L.H., skýrði reikninga sam- bandsins var niðurstöðutala rekstrarreiknings fyrir árið 1975 1.651.877 krónur. Stærstu tekjuliðir voru árgjöld sam- bandsfélaga rúmlega 830 þús- und og vextir 311.586 en þeir eru tilkomnir vegna þess fjár, sem L.H. fékk til sinna umráða eftir póstferðina á árinu 1974 og á að verja þessu fé til útgáfu- starfsemi. Helstu kostnaðarlið- ir voru skrifstofukostnaður 366 þúsund krónur, þinghald og fundir 327 þúsund. Tekjuaf- gangur varð 378.923.-. Eins og áður gat skiluðu sex milliþinganefndir þinginu greinargerðum um störf sín og tillögum um viðkomandi mála- flokka. Nefndirnar, sem skil- uðu af sér á þingi, störfuðu m.a. að samningu tillagna um breyttan dómstiga kynbóta- hrossa, samningu reglna um þátftöku unglinga í hestamót- um, að athuga breyttan tíma ársþinga og störf þeirra og lög- fróðir menn skiluðu greinar- gerð um rétt hestamanna til umferðar um landið og á áning- arstöðum. Nefnd vann að samn- ingu dómstiga fyrir unghross í tamningu og önnur að endur- skoðun á reglum um gæðinga- dóma. Hér verður látið staðar numið að sinni að segja frá þingi L.H. en vonandi gefst tækifæri til að skeggræða og kynna hinar ýmsu tillögur, sem þingið sam- þykkti í næstu þáttum. — t.g. umsjón: TRYGGVI GUNNARSSON Þingfulltrúar skoða nýtt félagssvæði Hestamannafélagsins Horn- firðings og ný hesthús félagsmanna. Næsta sumar verður haldið á þessu svæði Fjórðungsmót austfirskra hestamanna. árinu til sjö hestamannafélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.