Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480
Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Fyrirbyggjandi
áfengisvarnir
Svo langt sem heimild-
ir ná aftur í sögu mann-
kynsins virðist áfengi hafa ver-
ið fylgifiskur þess. Sennilega
hafa neikvæðar hliðar á notkun
þess alla tið verið til staðar, þó
að nú keyri um þverbak, ef rýnt
er ofan í kjöl samtímans. Það er
því vissulega meir en tímabært
að staldra við og huga að úr-
bótum.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt efndi nýverið til ráðstefnu
um áfengis- og fíkniefnamál.
Þar voru flutt fimm framsögu-
erindi um þetta þjóðfélagsböl,
málið síðan brotið til mergjar í
pallborðsumræðum og síðan
reynt að nálgast jákvæðar nið-
urstöður um tiltækar varnir.
Segja má að niðurstöður ráð-
stefnunnar hafi verið efnislega
þessar:
Áfengi verður ekki útrýmt úr
þjóðfélaginu, a m k ekki fyrir-
varalítíð, til þess er það of
rótgróið Þjóðarheill krefst þess
hins vegar, að dregið verði
verulega úr neyzlu þess, og að
viðhorf og drykkjusiðir almenn-
ings breytist. Sér i lagi verður
að koma i veg fyrir þá háska-
þróun, sem sagt hefur til sín í
vaxandi mæli á síðari árum, að
neyzla áfengis færist niður í
raðir unglinga og barna. í því
sambandi var á það bent, að
einstaklingur, sem tilhneigingu
hafi til drykkjusýkí, sé að jafn-
aði 10 ár að verða að drykkju-
sjúklingi, hefji hann neyzlu
áfengis fullorðinn, en 10 mán-
uði, hefji hann neyzlu á
unglingsaldrí.
Ráðstefnan lagði áherzlu á
samvirkar, fyrirbyggjandi að-
gerðir, fyrst og fremst á sviði
uppeldis- og fræðslumála. Þar
þurfi ekki einungis að koma til
ábyrg afstaða foreldra og upp-
alenda, heldur jafnframt, og
ekki síður, skólakerfisins, allt
frá grunnskóla og upp úr. Að
íslenzkum lögum hafa og skól-
arnir skyldum að gegna i þessu
efni. Þessu skylduhlutverki
geta skólarnir gegnt i tengslum
við kennslu i heilsufræði og
félagsfræði, auk þess að helga
ákveðna daga í skólastarfi
áfengisvörnum. Hlutur útvarps
og sjónvarps, sem og dag-
blaða, getur og haft afgerandi
áhrif
Þá varar ráðstefnan i senn
við óhæfilegu umburðarlyndi
gagnvart drukknum mönnum
eða tilhneigingu til að afsaka
framkomu þeirra og gerðir,
sem sé i senn heimskulegt og
háskalegt; sem og ónógum,
samfélagslegum aðgerðum til
að veita þeim aðilum nauðsyn-
lega læknisfræðilega umönn-
un, er orðnir séu áfengissjúkl-
ingar.
Vikið er að þætti heimilanna
sem hornsteina þjóðfélagsins;
nauðsyn nægilegs framþoðs á
vínlausum skemmtistöðum,
ekki sizt fyrir unglinga; nauð-
syn á aðhaldi stéttarfélaga og
vinnuveitenda um reglusemi á
vinnustöðum og bættrar lög-
gæzlu á vinveitingahúsum.
Þessi ráðstefna sjálfstæðis-
kvennafélagsins Hvatar hefur
vakið verðskuldaða athygli.
Vonandi verður hún liður í sam-
starfi félaga á breiðum grund-
velli í þeirri viðleitni að skapa
nýtt og heilbrigðara almenn-
ingsálit i landinu til meðferðar
áfengis og fyrirbyggjandi að-
gerða á þeim vettvangi
Kirkjuþing
Kirkjuþing hinnar ís-
lenzku þjóðkirkju er háð
þessa dagana hér í Reykjavík.
Það leiðir huga okkar að því
hlutverki sem kirkjan hefur að
gegna i þjóðlífinu Því er stund-
um haldið fram, að það sé ekki
ve.igamikið og að íslendingar
séu, á heildina litið, ekki trú-
rækin þjóð Hér er um mikinn
misskiluing að ræða
Kristin viðhorf og kristin sið-
fræði hafa um langan aldur sett
svip sinn á íslenzkt þjóðlif, mót-
að hugarfar og breytni alls al-
mennings, þó mýmörg dæmi
mannlegrar breytni hafi varpað
skugga þar á Menning okkar,
bókmenntir og aðrar listir, bera
meiri eða minni svip þessara
kristnu viðhorfa. Jafnvel þeir
okkar á meðal, sem minnst
gera í orði úr kristnum áhrifum,
leggja ósjálfrátt kristíð mat á
menb og málefni, því það er
hluti af arfleifð þeirra og menn-
ingarlegu uppeldi. Og í hraða
og haldleysi riútíma þjóðfélags-
ins er enn ríkari þörf fyrir þann
boðskap og það öryggi, sem í
einlægri trú felst, þeirri trú,
sem þjóðkirkjan og raunarfleiri
kirkjudeildir boða þjóðinni, þó
nokkur blæbrigðamunur kunni
að vera á túlkuninni Kjarninn,
upphafið, er sá sami, hvern ytri
búning sem mennirnir velja
boðskapnum Og íslendingar
eru örugglega jafn móttækileg-
ir fyrir kenningunni og aðrir, þó
færri orð séu um höfð
islenzk þjóðkirkja þarf í senn
að sýna frjálslyndi og fast-
heldni i starfi sínu og boðun
Hlutverk hennar í samtímanum
er máske ábyrgðarmeira en
nokkru sinni fyrr Morgunblað-
ið árnar kirkjuþingi farsældar í
störfum og þjóðkírkjunni
áframhaldandi heílladrjúgra
áhrifa i þjóðlifinu.
Rússar beita öllum rökum
sem þeir finna, fagurgala jaft
hótunum, til að fá Kinverja að
sættast við sig án tafar og segja
að Bandarikjamenn reyni að
koma í veg fyrir það. Ýmsir
sovézkir leiðtogar virðast halda
að dauði Maos sé einstætt tæki-
færi, sem verði að nota fljótt og
ákveðið, því að óvist sé að ann-
að eins tækifæri gefist um
langa framtið. Moskvu-útvarpið
lætur rigna gifurlegum áróðri
inni. Hann sagði að margir
þeirra hefðu fengið þjálfun
sína I Sovétríkjunum og vissu
hvað „hernaðarleg og efnahags-
leg aðstoð“ Rússa hefði gert
fyrir Kina. „Því er talið í
Moskvu," sagði hann, „að þeir
geri sér enn grein fyrir nauð-
syn þess að ná samkomulagi við
sovézka nágranna sina.“
Sáttaboði Rússa fylgdi hótun.
Eldri kynslóð sovézkra leiðtoga,
var sagt, hefur sett traust sitt á
Rússar vingast
við Kínverja
yfir Kina og lofar rausnarlegri
aðstoð og ódauðlegri vináttu.
Þessu fylgja líklega raunhæfari
sáttaumleitanir eftir leynileg-
um diplómatiskum leiðum.
Breytingar á áróðri gefa
stundum betur til kynna hvað á
seyði er á bak við tjöldin en
leynilegar upplýsingar eða
skortur á slikum upplýsingum
eins og I þessu tilfelli. Áróðurs-
herferðir Rússa eru nákvæm-
lega samræmdar annarri starf-
semi rússnesku utanríkisþjón-
ustunnar og þess má finna
mörg dæmi frá liðinni tíð að
nýrri stefnu, sem fyrstu merki
sáust um í útvarpssendingum,
fylgdu leynilegar sovézkar að-
gerðir, sem komu ekki í ljós
fyrr en síðar.
Sovézkar útvarpssendingar
til Kína um gamla vináttu og
hugsanlega framtiðarsamvinnu
hafa leyst af hólmi fyrirlestra í
þrætustíl sem áður var útvarp-
að þangað. í einni útsending-
unni sagði að Rússar hefðu
þjálfað 11.000 kinverska sér-
fræðinga á tiu ára tímabili sem
lauk þegar vinátta Kínverja og
Rússa fór út um þúfur. Hvatt
var til þess að slík samvinna
yrði tekin upp að nýju þar sem
það væri báðum þjóðunum til
hagsbóta. í annarri útsendingu
var minnzt þeirrar aðstoðar,
sem Kínverjum var veitt til
þess að koma upp kjarnorku-
iðnaði, og gefið i skyn að von
gæti verið á meiri slikri aðstoð.
Á það er lögð rik áherzla að
hrekja þá staðhæfingu „heims-
valdasinna“ að framtíðarhags-
munir Kina og Sovétríkjanna
stangist á i grundvallaratriðum
og raunverulega sættir séu þvi
óhugsandi. Því er jafnvel hald-
ið fram að Kína og Sovétríkin
eigi sameiginlega „stéttarhags-
muni“ og að liðin vinátta og
samvinna geti á ný orðið að
veruleika og leitt löndin til
„hinnar sameiginlegu baráttu
gegn hinum sameiginlega
óvini.“
Boðskapurinn leynir sér
ekki. Rússar gera sér vonir um
„endurvakningu hins volduga
bandálags Sovétrikjanna, Kina
og annarra sósialistaríkja gegn
heimsvaldasinnum“ — þróun
sem þeir segja að viss öfl í
Bandaríkjunum hindri.
Til þess að skilja hvert þess-
um boðskap er beint er vert að
hafa í huga að á árunum fyrir
1960 voru nokkrir leiðtogar kín-
verska hersins sakaðir um að
vinna að varðveizlu bandalags
Kína og Sovétríkjanna gegn
yfirlýstum vilja Maos. Sams
konar ásökun kom fram hjá rót-
tækum leiðtogum gegn nokkr-
um yfirmönnum kínverska
hersins þegar valdavaráttan
fyrir dauða Maos stóð sem
hæst, að visu dulbúin, þar sem
Eftir
Victor Zorza
bent var á hliðstæð dæmi úr
sögunni og í orði kveðnu ráðizt
á Lin Piao, landvarnaráðherr-
ann sem reyndi að flyja til
Rússlands 1971.
En raunverulegur skotspónn
árásanna var herforingjahópur-
inn sem stjórnaði heraflanum í
fyrra þegar Teng Hsiao-ping
fór með völdin í Peking. Sömu
herforingjar fara með stjórnina
nú undir forystu nýja flokks-
formannsins, Hua Kuo-feng.
Ýmsir kinverskir herforingjar
hafa alltaf haft minna út á
Rússa að setja en aðrir kín-
verskr forustumenn þar sem
þeir vita að Kínverjar eiga á
hættu herfilegan ósigur er til
átaka kemur. Aðrir minnast
hernaðaraðstoðar Rússa áður
fyrr og hafa altaf talið að þeir
geti aðeins fengið nýtízku vopn
handa hermönnum sínum í
Moskvu.
Viktor Louis, málpípa Kreml-
verja sem KGB notar til að
leysa af hendi sálfræðileg verk-
efni, sýndi i grein, sem var
komið fyrir i vestrænum blöð-
um í síðasta mánuði, að boð-
skap Moskvuvaldhafanna er
beint til kinverskra herfor-
ingja. Louis sagði að „talið"
væri samkvæmt heimildum i
Moskvu að Rússar gætu komizt
að samkomulagi við kínverska
herforingja af eldri kynslóð-
kínverka hershöfðingja, sem
þeir hafa þekkt persónulega,“
en yngri kynslóð sovézkra leið-
toga er ekki næstum því eins
tilfinningasöm." Meðan beðið
hafi verð eftir dauða Maos i
Moskvu og breytingum a
stefnu stjórnarinnar í Peking á
undanförnum árum hafi so-
vézku „öldungarnir", eins og
Lous kallaði þá, getað komið í
veg fyrir „óhagganlega ákvörð-
un“ í Kreml. En hann bætti þvi
við að „rangt" væri að bíða eftir
Hua, sem væri miklu yngri.
Þeim sovétleiðtogum, sem hafi
tekið þá afstöðu að bíða átekta,
„verði ekki stætt á því mikið
lengur“. Hann sagði að hin nýja
stefna Kinverja ætti að koma
fram „innan næsta mánaðar“.
Þetta, sagði hann að lokum,
yrði „síðasta tækifæri Kínverja
til að sýna að þeir sem hefðu
barizt gegn óhagganlegri
ákvörðun í Moskvu'* hefðu á
réttu að standa.
Svipuðum sovézkum hótun-
um var einnig komið á fram-
færi fyrir milligöngu Viktors
Louis á árunum fyrir 1970. Á
þeim tima báru hótanirnar
þann árangur að ofsinn í fjand-
skap Kínverja i garð Rússa varð
minni en áður og nú má vera að
talið sé I Kreml að þær beri
jafnvel ennþá meiri árangur að
þessu sinni.
Dr. Kissinger hefur tekið
mark á hótunum Rússa — og
þar með grein Louis þótt hún
hafi aðeins verið „tiltölulega
litill þáttur'' að hans sögn — og
varað Rússa við þvi opinberlega
og greinilegar en nokkru sinni
áður að ráðast á Kina. I Moskvu
var hins vegar ákveðið að for-
dæma viðvörun Kissingers og
kalla hana „ómerkilega" til-
raun til að koma í veg fyrir þær
sættir, sem talið er i Kreml að
séu mögulegar milli Kínverja
og Rússa. Moskvu-útvarpið
sagði að hann hefði reynt að
láta i veðri vaka að Sovétrikin
ógnuðu Kina, þar sem hann
teldi að löndin kynnu að reyna
að færa samskipti sin í eðlilegt
horf.
Ef Kissinger heldur þetta i
raun og veru — og nýlegt sam-
þykki hans til þess að tölvur
verði seldar til Kína eftir bar-
áttu hans gegn slíkri sölu um
nokkurt skeið bendir til þess að
svo sé — þá hefur mikil breyt-
ing orðið á aðstöðu hans á
undanförnum tólf mánuðum.
Hann hélt þvi eitt sinn fram að
sögulegur fjandskapur
rikjanna væri svo sterkur og
þjóðarhagsmunir þeirra væru
svo andstæðir að engin ástæða
væri til að hafa áhyggjur af
hugsanlegum sáttum í fyrirsjá-
anlegri framtíð. Hann er ekki
eins viss nú. Betra seint en
aldrei.