Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÖVEMBER 1976 J ANTWERPEN: Grundarfoss EIMSKIP A NÆSTUNNI FERMA SKIP VOR TIL ÍSLANDS SEM HÉR SEGIR: 1 des Skeiðarfoss Urriðafoss Grundarfoss 3 '3 jlj' lungufoss U' ROTTERDAM: (jrj Grundarfoss “i Skeiðsfoss _j! Urnðafoss Grundarfoss 3 j-t Tunyufoss FELIXSTOWE: 3 Mánafoss £jl Dettifoss 1 Mánafoss Dettifoss Mánafoss 6. des IÍ!X 1 3. des [|j 20. des [rr 27. des ^ 30. nóv 7 des K 14 des Yrr 2 1. des 28 des 30. nóv. lr- 7 des UJ K\ ÍJj hAMBORG: JJ Mánafoss j-l Dettifoss -J Mánafoss Sj Dettifoss "Tj Mánafoss 1 4 des 21 des 28 des 2. des 9. des 1 6 des 23. des 30. des PORTSMOUTH: 6 des 20 des 27 des 4 jan J Bakkafoss ÍTji Goðafoss Uj Bakkafoss HSj Selfoss SjHALIFAX: Jil Brúarfoss- 30. nóv H KAUPMANNAHÖFN: Múlafoss 30. nóv _ írafoss 7. des Múlafoss {rji írafoss rfj Múlafoss JS| GOTHENBURG íyi m úlafoss 1 4. des 21 des 28 des 1 des liJJ 8. des j!>| 15 des pJ 22. des 29. des !|í Ilrafoss Múlafoss írafoss Múlafoss HELSINGBORG: Álafoss 1 des jj Álafoss 1 5. des L Álafoss 28. des [[ Álafoss 10.jan Ir KRISTIANSAND: Álafoss 30. nóv L Álafoss 1 6. des . [I Álafoss 30. des [j STAVANGER: Álafoss 12.jan k GDYNIA/GDANSK: £ Skógafoss Fjallfoss VALKOM. Skógafoss Fjallfoss VENTSPILS: Skógafoss 6 des lyj 1 5. des 2. des I 13. des M I 4. des M 14. des Ijm WESTON POINT: Kljáfoss 1 des Kjáfoss 1 5. des REGIUBUNDNAR gír" VIKULEGAR HRAÐFERÐIR FRÁ: [S ANTWERPEN, fá FELIXSTOWE, U GAUTABORG, U HAMBORG, KAUPMANNAHÖFN, 1 n< % 3 ÍOTTERDAM ALLTMEÐ I I i I 1 EIMSKIP Skífan — ný hljóm- plötuverzlun SKlFAN nefnist ný hljómplötu- verzlun sem opnuð var á Lauga- vegi 33 fyrir skömmu. Þar verða á boðstólnum allar tegundir tónlistar, fslenzkar sem erlendrar. Eigandi verzlunarinn- ar er Jón Ólafsson, en hann hefur um eins árs skeið rekið hljóm- plötuverzlunina Vindmilluna í Hafnarfirði og er auk þess fram- kvæmdastjóri hljómplötuútgáf- unnar Júdas hf. — I samtali við Morgunblaðið kvaðst Jón flytja inn erlendu plöturnar fyrir verzl- anir sínar sjálfur beint frá Banda- ríkjunum og leggja áherzlu á að bjóða allar nýjustu plöturnar sem fyrst eftir að þær kæmu ámarkað erlendis. — Verzlunarstjóri Skíf- unnar er Rúnar Marvinsson. Nýja verzlunin að Smiðjustíg 4 — þar sem verksmiðja fyrirtækisins var til húsa f þrjátfu ár. Ný verzlun þar sem áður var verksmiðja Rúnar Marvinsson verzlunar- stjóri (t.v.) og Jón Ólafsson eig- andi verzlunarinnar Skffunnar. KRISTJAN Siggeirsson hf. hefur opnað nýja húsgagna verzlun að Smiðjustfg 4a. Verzlun fyrir- tækisins að Laugavegi 13 verður rekin áfram og er þvf um að ræða verulega stækkun á verzlunarhús- næði. Nýja verzlunarhúsið er á tveimur hæðum, samtals 700 fer- metra gólfflötur, sem tekið er undir verzlunar- og lagerhúsnæði. Húsnæðið, sem nú hefur verið tekið f notkun, var um þrjátíu ára skeið verksmiðja fyrirtækisins og var þá bakhús við Smiðjustíg. Nú hefur húsið að Smiðjustfg 6 verið rifið og á grunni þess hellulagt opið svæði. Húsgagnaverzlun og verkstæði Kristjáns Siggeirssonar er eitt af elstu húsgagnafyrirtækjum lands- ins, stofnað 1919. í verksmiðju þess að Lágmúla 7 vinna um 25 manns, en alls vinna hjá Kristjáni Siggeirssyni hf, fjörutfu og fimm manns. Mestur hluti þeirra hús- gagna er fyrirtækið selur er eigin framleiðsla. Hjalti Geir Krist- jánsson húsgagnaarkitekt er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hjalti Geir sagði á blaðamanna- fundi s.l. fimmtudag að fyrir- tækið hefði selt langmest af svo- kölluðum Variahillusamstæðum og skápum, sem það framleiðir og hefðu verið seld 45 þúsund stykki. Einnig er selt mikið af skrifborðum , en salan á íslenzkum húsgögnum er, að sögn Hjalta Geirs, nokkuð jöfn. Á Hola 10 en ekki 9 SLÆM misritun var f fyrirsögn í frétt Morgunblaðsins um bor- holurnar á Kröflu, en þar stóð að horft væri vonaraugum á holu 9 en átti að sjálfsögðu að standa holu 10, eins og alls staðar kemur fram í fréttinni. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. fyrstu hæð nýju verzlunarinnar eru seld húsgögn frá Svíþjóð, svo kölluð pakka-húsgögn, við hæfi yngra fólks, en þau eru ódýrari en önnur innflutt húsgögn á markað- inum. Að undanförnu hafa staðið yfir verulegar breytingar á verk- smiðju fyrirtækisins, og sagði Hjalti Geir að keyptar hefðu verið vélar, sem myndu auka afköst verksmiðjunnar um þrjátíu pró- sent. Brennivín hefur hækkað minna en kaffi og ýsa ÁFENGISVARNARRÁÐ hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem borið er saman verð á brennivíni, kaffi og ýsu annars vegar f nóvember 1967 og hins vegar 8. nóvember sl. Segir f fréttatilkynningunni að 1 kg af ýsu hafi kostað 15 kr. i nóvember 1967, 1 kg af kaffi 84 kr. og 1 fl. af brennivíni 315 kr. Þá segir að 8. nóvember s.l. hafi 1 kg af ýsu kostað 172 kr., 1 kg. af kaffi 1.110 kr. og 1. fl af brenni- víni 2.600 kr. Að lokum segir: „Ef brenni- vínið hefði hækkað jafn mikið og verð á ýsu ætti það að vera 3.612, kr. og ef brennivin hefði hækkað jafn mikið og verð á kaffi ætti það að vera kr. 4.125 kr.“ Vinahjálp styrkir Fæðingarheimilið BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá Vinahjálp: Árlegur basar „Vinahjálpar“ verður að Hótel Sögu á sunnudag- inn 28. þ.m. kl. 2 e.h. Vandaðar glæsilegar vörur, handunnar af félagskonum verða á boðstólum, ennfremur happdrætti og sæl- gæti. Undanfarin 10—12 ár hefur Vinahjálp gefið ýmsum stofnún- um og sjúkrahúsum tæki og ann- að til að auka hagkvæmni við störf og um leið til þess að bæta aðbúnað sjúkra og fatlaðra. Að þessu sinni hafa félagskon- ur mikinn áhuga á að hlynna að Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar við Eiríksgötu. Heimili þetta er sem kunnugt er annað stærsta fæðingarheimili í borg- inni, þar sem fæðast um 1000 börn á ári, en um 1500 á Fæðing- ardeild Landspitalans. Á síðustu árum hafa orðið mikl- ar framfarir i öllum búnaði sjúkrahúsa. Félagskonur Vina- hjálpar hafa starfað að þvi undan- farna mánuði að útvega upplýs- ingar um tæki sem fylgjast með lfðan barns og móður á meðan á fæðingu stendur. Tæki þessi, „Fetal Monitor", mæla bæði hjartslátt móður og barns auk annars. Höfum við nú fundið heppileg tæki að dómi yfirlæknis heimilisins, og mun það verða næsta verkefni okkar að afla þeirra auk annarra hluta sem heimilið þarfnast. Minnumst þess að yngsta borg- aranum er ekkert of gott, þvi hann er framtið þjóðarinnar. Akranes Til sölu eru parhús við Dalbraut. Húsin seljast tilbúin undir málningu og verða tilbúin til afhendingar á næsta ári Nánari upplýsingar í símum 93-1722 og 93- 1318 eftir kl. 19. Byggingafélagið Nes h. f. Gautar frá Siglufirði skemmta Reykvíkingum HLJÓMSVEITIN GAUTAR frá Siglufirði mun skemmta borgar- búum nú um helgina með leik og söng I Sigtúni. Þeir munu leika þar fyrir dansi á laugardag og sunnudag. GAUTAR munu vera elzta starfandi danshljómsveit landsins, og enn þann dag l dag leika tveir af stofnendum hennar með þeir bræðurnir Guðmundur og Þórhallur. A myndinni t.f.v.: Rafn, Þórhallur, Elfas, Guðmund- ur og Sverrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.