Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
19
Sjötugur í dag:
Jóhann Frímann
fyrrum skólastjóri
Jóhann Frfmann, fyrrum skóla-
stjóri, er sjötugur f dag. Hann
fæddist 27. nóvember árið 1906 í
Hvammi f Langadal, sonur
Frfmanns Björnssonar, bónda
þar, og Valgerðar Guðmunds-
dóttur, konu hans. Menntaþráin
svall honum ungum í brjósti, og
leið hans lá snemma f gagnfræða-
skólann á Akureyri, sem þá hét,
en er nú menntaskólinn á Akur-
eyri. Hann lauk gagnfræðaprófi
þaðan 1923 og hóf nám í mennta-
deild, sem þá var nýtekin til
starfa, en hvarf þaðan til lýð-
háskólans í Askov, þar sem hann
var f tvö ár. Hann ferðaðist á
þessum árum og reyndar sfðar
líka vfða um Evrópu, var t.a.m.
um skeið í klausturskóla í
Clervaux f Luxemburg. Hann
naut þess að láta strauma sam-
tímans og hlýja vinda mennta og
menningar heimsins leika um sig,
svalg af áfergju allt það, sem
svalað gat þörf hans og þrá eftir
frjórri og heilbrigðri Hfsnautn.
Hann var hrifnæmur og jákvæður
gagnvart nýjum stefnum, hugsun-
um og hugmyndum, en gætti þess
jafnan þá eins og sfðar að láta
eigin dómgreind sía þær. Hann
gleypti ekkert hrátt eða heilt,
játaðist engu óséðu, heldur lagði á
eigið mat og eiginn dóm valdi
síðan eða hafnaði.
Ekki gat hjá því farið að sam-
tímamenn kæmu auga á þennan
óvenjulega unga mann, kosti hans
og gáfur, og reyndu að virkja
hendur hans og anda í þágu ein-
hverra þeirra mörgu verkefna og
málefna, sem á þessum árum biðu
þess, að unnin væru og leidd fram
til sigurs. Atvikin höguðu þvf svo,
að iðnaðarmenn á Akureyri, sem
þá nutu forystu Sveinbjarnar
Jónssonar og fleiri góðra manna,
fengu Jóhann til liðs við sig.
Hann gerðist kennari við Iðnskóla
Akureyrar árið 1927 og skóla-
stjóri sama skóla ári sfðar. Skól-
inn var þá að flytjast af hrakhól-
um inn í nýtt hús, sem Iðnaðar-
mannafélagið hafði reist yfir
hann við Lundargötu og sól skein
f heiði.
Skemmst er af þvf að segja, að
Jóhann hóf Iðnskólann til vegs og
virðingar og veitti honum rögg-
sama forystu af vfðsýni, hjarta-
hlýju og skörungsskap nær óslitið
til ársins 1955. Jafnframt vann
hann mikið að stéttarlegum
málefnum iðnaðarmanna á Akur-
eyri enda var hann gerður
heiðursfélagi Iðnaðarmanna-
félags Akureyrar árið 1956. Hefir
margur hlotið þess háttar heiður
af minna tilefni.
Þegar Gagnfræðaskóli Akureyr-
ar var stofnaður árið 1930 fékk
hann húsnæði f húsi Iðnaðar-
mannafélagsins og var rekinn I
náinni samvinnu og sambýli við
Iðnskólann árum saman, já, allt
fram á sfðustu ár. Einnig var um
það samið, að Jóhann Frfmann
skyldi verða fastakennari við
Gagnfræðaskólann. Var hann
þannig fyrsti kennarinn, sem
slfkri stöðu gegndi við skólann, og
sá eini fyrstu árin. Hann var líka
önnur hönd skólastjóranna, fyrst
Sigfúss Halldórs frá Höfnum og
síðar Þorsteins M. Jónssonar.
Jóhann studdi Þorstein dyggilega
og vel f hinni hörðu baráttu f
húsnæðismálum og sfðar réttinda-
málum skólans, og það fengu allir
að reyna, bæði samherjar og
hinir, sem við var að eiga, að það
munar um stuðning og atfylgi
Jóhanns Frímanns, þvf að hann á
í sjóði sfnum gnægðir skarpleiks
og skaphita, hygginda og mála-
fylgju. Þess hefir lfka margur
góður málstaður fengið að njóta.
Jóhann var skólastjóri héraðs-
skólans f Reykholti tvö skólaár,
1939—1941, en hvarf eftirþað að
fyrri störfum sfnum. Hann varð
fyrsti yfirkennari Gagnfræða-
skólans á Akureyri 1952, og þegar
Þorsteinn M. Jónsson lét af skóla-
stjórn fyrir aldurs sakir árið 1955,
var Jóhann sjálfkjörinn og óum-
deildur eftirmaður hans. Hann
stýrði Gagnfræðaskólanum með
sama glæsibrag og Iðnskólanum
áður. Á skólastjórnarárum hans
KIRKJUDA GUR í
Seltjarnarnessókn
VELFLESTIR vita trúlega
núorðið, hvað fyrirsögn þessara
orða merkir, svo algengt gerist
það að söfnuðirnir velji sér ein-
hvern dag til sérstakra hátfða-
brigða og fjáröflunar. Ekki sízt
gegna slfkir dagar rfkulegu hlut-
verki, þar sem um nýstofnaðar
sóknir er að ræða, vanbúnar að
flestu f ytri efnum. A Seltjarnar-
nesi er yfir nokkru hafið sjálf-
stætt safnaðarstarf og má sjá þess
nokkurn stað alla sunnudags-
morgna, en þá eru ætfð barnasam-
komur eða aðrar guðsþjónustur f
félagsheimilinu. Ekki verður
málum hrundið fram til heilla f
bættum búnaði og gróskumeiri
verkum, nema að hönd tengist
hönd f lifandi áhuga og fjöldinn
láti sig þessi efni varða. Og sem
betur fer, þá má greinilega
merkja það í aðsókninni að barna-
samkomunum, bæði á Seltjarnar-
nesi.sem vfðar, hversu foreldrar
vilja kjósa börnum sfnum veg og
leiðsögn til þess staðar, þar sem
Guðs orð er haft um hönd og
boðað. I trausti á þennan fúsleika
fólks til að hlúa að þvf, sem þessu
verki heyrir og leiða á til blessun-
ar og mótunar fyrir unga sem
aldna, þá er á sunnudaginn
kemur efnt til fjölbreyttra sam-
funda kristnilifi til eflingar.
Sóknarnefnd ásamt nánustu vel-
unnurum hafa ósleitilega unnið
að undirbúningi á ósérhlífinn
máta og má vænta þess að
uppskeran skili sér í almennri
þátttöku og glöðu liðsinni bæjar-
búa við að gera daginn minni-
legan. Árlega skal þá fyrsti
sunnudagur í aðventu verða
kirkjudagur á Seltjarnarnesi, þar
sem metið verður af þeim samhug
sem sýndur er, hvernig til tókst f
þvf sem að baki er og f annan stað
horft fram og hvatt til átaka við
það sem þarf að verða og gerast f
lífi safnaðar. öll dagskráratriði á
sunnudaginn fara fram f félags-
heimili Seltjarnarness og verða
sem hér segir:
Guðsþjónusta kl 11 árdegis.
Einsöngur Þórunn Ólafsdóttir.
Basar kl. 15 (kl. 3). Þar má
festa kaup á kökum og laufa-
brauði til jólanna, marineraðri
síld, aðventukrönsum og fl.
Aðventukvöldvaka kl. 8H
síðdegis: Kórsöngur: Stjórn:
Siguróli Geirsson. Einsöngur og
kórsöngur í umsjá Rut L. Magnús-
son. Talað orð flytja Jónas
Gíslason lektor og Sigurður Páls-
son skrif.st.stj. Veitingar.
Seltirningar, hefjið aðventuna
með þvf að sameinast til
stuðnings við þann boðskap sem
kristin kirkja flytur. Fyrir
hennar atbeina megum við enn
horfa fram til hátfðar og heyra
þau tíðindi," að kóngur dýrðar
kemur hér — og kýs að eiga vist
með þér“.
Guðmundur óskar Ólafsson.
varð nemendafjölgun mjög ör og
húsnæðisþörf skólans þvf hrað-
vaxandi. Það verður að teljast
meðal stærstu sigra Jóhanns, er
honum tókst með hyggindum og
festu f senn að tvöfalda húsnæði
skólans og vel það f linnulausri
höggorustu við fjárveitingavald
og skrifstofuvald. Að þessum
sigri býr skólinn enn f dag og fær
aldrei fullþakkað.
Jóhann lét að mestu af ævi-
starfi sínu, kennslu og skóla-
stjórn, árið 1964 vegna veikinda,
sem þá steðjuðu að. Hann var
vandvirkur og nákvæmur
kennari, eftirgangssamur um góð
vinnubrögð og tók starf sitt alvar-
lega, enda gat hann glaðst af
góðum árangri. Hann er
nemendum sfnum og okkur sam-
kennurum sfnum ógleymanlegur
í kennarastól eða ræðustól, þegar
hann fór á kostum andrfkis og
myndauðugs máls og hreif hugi
nemenda sinna og annarra
áheyrenda með sér á fluginu.
Jóhann Frfmann hefir ekki
einasta verið áhugamaður um
skólamál, heldur einnig um
almenn menningarmál, félags- og
framfaramál. Hann var bæjar-
fulltrúi 1934—1938, kosinn af
lista iðnaðarmanna, og var lengi f
stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar
og f skólanefnd Húsmæðraskóla
Akureyrar, svo að eitthvað sé
nefnt. Þá vann hann mikið við
Dag, blað framsóknarmanna á
Akureyri, og var ritstjóri þess á
þriðja ár. Hann hefir þýtt nokkr-
ar bækur á fslensku, einnig smá-
sögur og kvæði, og sjálfur er hann
skáld gott. Söngkórar hafa oft
notið góðs af snjöllum sönglaga-
textum Jóhanns, og tvær kvæða-
bækur hafa komið út eftir hann,
Mansöngvar til miðalda (1929) og
Nökkvar og ný skip (1934).
Einnig hefir birst leikritið Fróðá,
sem hefir verið sýnt á leiksviði
hjá Leikfélagi Akureyrar og Leik-
félagi Reykjavíkur.
Jóhann Frímann gekk að eiga
Sigurjónu Pálsdóttur, eina hinna
fögru og listelsku Staðarhóls-
systra á Akureyri, sumarið 1929.
Hún hefir sfðan verið honum sól
og skjól og saman hafa þau tekið á
móti gjöfum lffsins, notið
gleðinnar saman og borið
byrðarnar saman. Þau reistu sér
hús á grunni Staðarhóls, æsku-
heimilis húsfreyjunnar, og
þangað liggja f dag hlýir straumar
vináttu og þakklætis frá ótal sam-
ferðamönnum, sem eiga þeim
hjónum gott að gjalda.
Við hjónin erum f hópi þeirra,
'sem telja sér það til gildis að hafa
fengið að njóta vináttu þeirra, og
sendum þeim Sigurjónu og
Jóhanni, börnum þeirra og
skylduliði, einlægar kveðjur og
óskir um bjarta daga. Ég man enn
þá stund, þegar Jóhann heilsaði
■mér forðum á stigapallinum f
G.A. og bauð mig velkominn með
þéttu handtaki fyrsta starfsdag-
inn minn I þvf húsi, sem hefir
verið vinnustaður minn siðan f
nærri þrjá áratugi. Ég þakka
Jóhanni föðurlega og bróðurlega
leiðsögn öll þessi ár, einlæga vin-
áttu og ótal samverustundir f leik
og starfi.
Gagnfræðaskólinn á Akureyri
hyllir í dag frumherja sinn, leið-
toga og hollvin með þökk og virð-
ingu.
Sverrir Pálsson.
Vinsælu
Barnaog
unglingaskrifboroin
Ódýr, hentug og falleg.
Gott litaúrval.
Sendum hvert á land sem er.
Biðjið um myndalista.
STÍL-HÚSGÖGN
AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI ciMI 44600
5 ára reynsla
/4
óóréttii
'trimla-gluggatjöiclin
SOLARIS
STRIMLAR
einungis hjá
Lindargötu 25-5ímar 13743 og 15833