Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
Björgunarsveitum
miðar lítt—80 þorp
eru enn einangruð
Muradive, Tyrklandi, 26. nóv. Reuter.
BJÖRGUNARSVEITIR halda
áfram að reyna að komast til af-
skekktra staða á jarðskjálfta-
svæðunum f Tyrklandi, þar sem
þúsundir höfðust við úti undir
beru lofti sl. nótt i kulda og
trekki. Einn allsnarpur kippur
varð f dag á þessum svæðum en
manntjón varð ekki, svo vitað sé.
Þeir sem sluppu lífs úr jarð-
skjálftunum á miðvikudaginn
hafa nú tvær nætur f röð orðið að
hafast við f rústum bæja og þorpa
og talið er nú að um 150 þúsund
manns hafi á einhvern hátt orðið
fyrir harðinu á náttúruhamförum
þessum.
Sérþjálfað björgunarlið reynir
nú að komast leiðar sinnar til
þeirra staða sem lítið hefur frétzt
frá vegna þess hve einangraðir
þeir eru. Allar tölur um þá sem
miststu heiinili sín eða búa nú við
sult og þorsta eru byggðar á get-
gátum. Og í fréttum um látna í
jarðskjálftunum segir einnig að
talan 4 þúsund sem sagðir eru
hafa látist muni áreiðanlega
hækka og verða kannski 6 þús-
und. Meirihluti látinna voru kon-
ur og börn. Þó sé ekki víst að það
verði nokkurn tíma fullkomlega
ljóst hversu margir hafi látist.
Mikill fjöldi björgunartækja,
lyfja, hjálpargagna hvers konar
og matvæla hafa borizt til Tyrk-
lands siðan atburðir þessir urðu
og er reynt að dreifa þeim eins og
fyrr segir. En svo læmt er ástand-
ið að enn hafa björgunarmenn
ekki komist til 80 smáþorpa.
YFIRLÝSING frá
Félagi Röntgen-
hjúkrunarfræðinga
Vegna síendurtekinna fullyrð-
inga Röntgentæknifélags tslands
í dagblöðum um að röntgentækn-
ar vinni nákvæmlega sömu störf-
in og röntgenhjúkrunarfræðingar
vill Félag Röntgenhjúkrunar-
fræðingataka fram eftirfarandi:
Röntgenhjúkrunarfræðingar
hafa lokið sérnámi í röntgen-
myndatöku og röntgenlækningum
að loknu 3ja ára almennu
hjúkrunarnámi. Röntgentæknar
hafa hins vegar aðeins lokið sex
mánaða sjúkraliðanámi og 2ja ára
námi í röntgenmyndatöku. Rönt-
genhjúkrunarfræðingar hafa
þannig hlotið miklu meiri mennt-
un i líffærafræði, sjúkdómafræði
og lyfjafrði og almennri mehöndl-
un sukliga heldur en röntgen-
tæknar. Þess vegna hafa röntgen-
hjúkrunarkonur leyfi til að
sprauta sjúklinga og tillyfjagjafa,
en til slfks hafa röntgentæknar
ekki leyfi enda ekkert lært í lyfja-
fræði. Auk þess má benda á að
vegna þess að röntgentæknar
hafa aðeins sérhæft nám í rönt-
genmyndatöku hafa þeir ekki
menntun til að vinna við stórar
„sterilar“ rannsóknir, t.d. hjarta-
þræðingar.
Af þessu er augljóst að röntgen-
hjúkrunarfræðingar :>ru ekki
hæfir til ýmissa starfa á röntgen-
deildum sem röntgentæknar eru
ekki. Við vísum því á bug þeirri
fullyrðingu RTi að röijtgentækn-
ar vinni nákva mlega sörnu störf-
in og röntgenhjúkrunarn-æðing-
ar.f
I yfirlýsint rtist i
Bókmenntir á
Kjarvalsstöðum
SUNNUDAGINN 28 nóvember kl.
4 síðdegis verður U r■' i . bók-
menntakynnin Rithöfundasam-
bands tslands og Kjarvalsstaða.
Að þessu sinni lesa úr verkum
sínum þeir Baldur óskarsson,
Birgir Svan, Hilmar Jónsson og
Jónas Guðmundsson
Bókmenntakynning verður í
fundarsal Kjarvalsstaða og er að-
gangur kr. 200.
dagbiöðum nú í vikunni segir m.a.
að eina krafa röntgentækna sé að
laun þeirra séu „færð til samræm-
is við laun þeirrar stéttar sem við
vinnum við hliðina á“. Ef þetta er
röksemd fyrir kröfu um hærra
kaup er þá ekki sjálfsagt að
krefjast þess að fá sömu laun og
læknarnir sem bæði röntgen-
tæknar og röntgenhjúkrunarkon-
ur vinna við hliðina á?
25. nóv. 1976
F.h. Félags röntgenhjúkrunar-
fræðinga
Nanna Friðgeirsdóttir.
— Crosland
Framhald af bls. 1.
Og fyrstu viðbrögð Samtaka
brezkra togaraeigenda við niður-
stöðum viðræðnanna í Reykjavik
voru höfð eftir talsmanni þess:
„Þar sem við þekkjum Islendinga
kemur þetta tæpast á óvart, en
auðvitað veldur þetta okkur von-
brigðum. Það virðist nú ekki vafa-
mál, jafnvel þótt útlit sé fyrir
einhvers konar samkomulag, að
mikið harðæri fari í hönd um ára-
mótin í togarahöfnum okkar í
Hull og Grimsby og í Fleetwood."
Talsmaðurinn bætti þvi við að
Efnahagsbandalagið væri ábyrgt
fyrir þeim mikiu félagslegu og
efnahagslegu vandamálum sem
nú kæmu upp og ofangreind
bæjarfélög ætlast til þess að
bandalagið bæti þeim skaðann og
geri sitt til að létta af þeim
vandanum.
Crosland sagði og i yfirlýsingu
sinni um viðræður Gundelachs
við íslendinga, að það hefði komið
i ljós að ógerningur hefði verið að
tryggja veiðar á Islandsmiðum frá
1. desember. En enda þótt svo
hefði orðið raunin á, væri hann
trúaður á að viðræður þær sem
hæfust í Briissel um miðjan
desember myndu bera árangur.
Ekki væri á þessu stigi hægt að
láta sér um munn fara einhverjar
ákveðnar aflatölur sem um yrði
samið, en starf Gundelachs hefði
orðið til að dýpka skilning milli
aðila á þvi að viðunandi lausn
fyndist.
WUGHEILAR ÞAKKIRi
færi ég öllum þeim. sem sýndu mér vinarhug á
sjötugsafmæh minu 10. þ.m. Sérstakar þakkir
færi ég sóknarnefnd og kvenfélagi Háteigssóknar
fyrir veglegar gjafir og þá vinsemd að halda okkur
hjónum virðulegt samsæti á Hótel Sögu á
afmælisdegi mínum. Þátttakendum öllum þakka
ég ógleymanlega ánægjustund.
JÓN þorvarðssonI
Finn Olav Gundelach ræddi í gærmorgun við Geir
Hallgrímsson forsætisráðherra á skrifstofu hans í
stjórnarráðinu. Myndin er tekin við það tækifæri. —
Ljósm.: RAX
— Brezku togararnir
fara 1. desember
Framhald af bls. 1
ar myndu sjá til þess að afla-
minnkun hvors aðila á svæði hins
yrði ekki of skyndileg.
Morgunblaðið spurði Gundelach
á hvern hátt Efnahagsbandalagið
ætlaði að gæta hagsmuna brezka
fiskiðnaðarins eftir 1. desember.
Hann svaraði þvi til að EBE gætti
hagsmuna brezka fiskiðnaðarins
sem annarra bandalagsríkja með
þeirri sameiginlegu fiskimála-
stefnu, sem verið hefði í mótun
undanfarið. Hann kvað hana enn
ekki fullmótaða, en hvað varðaði
innri vandamál ríkjanna 9 lægju
nú fyrir tillögur til ráðherranefnd-
ar bandalagsins. Gundelach sagði
að vissulega hefði það verið til
mikilla óþæginda, hve langan tima
það hefði tekið að móta sameigin-
lega fiskimálastefnu bandalagsins
og þvi hefði ekki verið unnt að
taka upp samningaviðræður við
ríki utan bandalagsin fyrr. Næsta
skrefið í þessari stefnumörkun
bandalagsins væri útfærslan í 200
mílur 1. janúar 1977. Sameiginleg
fiskimálastefna gætti hagsmuna
Breta sem annarra, en hið innra
samkomulag hennar væri til þess
að koma i veg fyrir glundroða á
miðum bandalagsins. Hann kvað
þvi unnt að skella skuldinni á
bandalagsríkin sjálf fyrir að hafa
ekki gengið frá fiskimálastefn-
unni fyrr — þetta kæmi m.a. niður
á því fólki, sem spurt væri um.
Þá var Gundelach spurður að
því, hvort það væri öruggt að
brezkir togarar færu út úr fisk-
veiðilögsögu Islands eftij- 1.
desember. Þessari spurningu svar-
aði hann ákveðið með einsat-
kvæðisorðinu „já“.
Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra kvað niðurstöðu fundanna
vera að tslendingar hefðu sam-
þykkt að hefja samningaviðræður
við Efnahagsbandalagið. Hann
kvað langmestan tíma fundanna
hafa farið í það að lýsa ástandi
fiskstofnanna og kvað erfitt að sjá
um hvað i raun væri hægt að
semja. Hins vegar ætti að kanna
það til þrautar. Hann kvað lang-
mestan tíma fundanna hafa farið í
það að lýsa ástandi fiskstofnanna
og kvað erfitt að sjá um hvað í
raun væri hægt að semja. Hins
vegar ætti að kanna það til þraut-
ar. Hann kvað engin tilboð hafa
komið frá Efnahagsbandalaginu
og nú væri ekki ákveðið hvar eða
hvaða dag viðræðurnar færu fram.
Þá væri heldur ekki ákveðið á
hvaða stigi þær yrðu eða hverjir
tækju þátt í þeim. Einar Ágústs-
son sagðist vilja leggja á það
áherzlu, að aðalatriðið f sameigin-
legu yfirlýsingunni, sem lesin
hefði verið upp, væru viðræður
fyrst og fremst um fiskvernd.
Matthias Bjarnason var þá
spurður að þvi, hvað EBE gæti i
raun boðið Islendingum. Matthías
sagði að viðræðurnar hefðu fyrst
og fremst fjallað um fiskverndar-
sjónarmið. Hann kvað fslenzku
fulltrúana hafa skýrt ástandið hér
og brýnt það fyrir gestunum, að
þeir gæfu skýr svör við því, hvað
þeir ættu við með fiskvernd og
hvort tilgangurinn væri að ná sam-
komulagi um möskvastærð, veiði-
svæði og hámarksafla. Slfkt kvað
hann vera sameiginlegt áhugamál
beggja aðila.
Sjávarútvegsráðherra sagðist
hafa lýst þvi, að Islendingar hefðu
þegar sjálfir fullnýtt og það meira
til fiskstofnana við landið, en hann
kvað jafnframt menn þurfa að
meta það hvað Efnahagsbandalag-
ið vildi bjóða. „Það er ekki okkar
að spila fyrst út,“ sagði ráðherr-
ann „heldur litum við svo á að það
eigi Efnahagsbandalagið að gera,
þar sem það séu þeir, sem óskað
hafi eftir viðræðunum."
Þá var Matthías spurður að því,
hvort nauðsynlegt væri að gera
samning við Efnahagsbandalagið.
Hann sagði að tslendingar þyrftu
að ná samkomulagi um fiskvernd
við bandalagið. Það væri nágranni
Islands, þegar fiskveiðilögsaga
Grænlands væri orðin að lögsögu
bandalagsins. Fiskvernd þar væri
þvi mikilvæg fyrir framtiðina.
Þá var lögð fyrir íslenzku ráð-
herrana spurning um það, hvort
skilja mætti yfirlýsinguna, sem í
raun v?eru teknar upp samninga-
viðræður við bandalagið fyrir jól.
Einar Ágústsson svaraði því til að
að þvi er tæki til viðræðnanna um
samvinnu um fiskvérnd, mætti
segja að um samningaviðræður
væri að ræða, en um gagnkvæm
fiskveiðiréttindi kvað hann áfram
yrði um könnunarviðræður að
ræða.
Finn Olav Gundelach skýrði þá
frá því að honum hefði skilist að
spurt hefði verið um það, hvort
EBE hefði gert íslendingum eitt-
hvert tilboð. Hann sagði að vissu-
lega hefði bandalagið gert það.
„Við bjóðum samvinnu um fisk-
vernd og gagnkvæm fiskveiðirétt-
indi.“
Einar Ágústsson tók þá fram að
hann vildi leiðrétta það sem hann
hefði áður sagt um þetta atriði.
Hann hefði átt við, er hann sagði
að engin tilboð hefðu komið, að
þau hefðu ekki verið ákveðin um
sérstök atriði. Undir það tók
Gundelach.
Könnunarviðræðunum, sem hér
er lýst lauk klukkan 15.30 í gær,
en þær hófust aftur þá um morg-
uninn klukkan 11. Áður hafði
Finn Olav Gundelach heimsótt
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra f forsætisráðuneytið.
Sýning Péturs
framlengd
Að undanförnu hefur Pétur
Stefánsson sýnt 25 pennateikn-
ingar á Mokka-kaffi við Skóla-
vörðustíg. Agæt aðsókn hefur ver-
ið að sýningunni og átti henni að
ljúka nú um helgina en hefur nú
verið framlengd um eina viku.
Bílstjóri gefi
sig fram
FÖSTUDAGINN 26. nóvember,
um klukkan hálftólf að morgni,
var hvítur sendiferðabíll á
Hafnarfjarðarvegi á leið til
Reykjavíkur. Við Arnarneslæk-
inn mætti hann rauðum vörubíl,
líklega að gerðinni Volvo, með
segl á palli. Einhver hlutur frá
vörubifreiðinni kastaðist frá
henni um leið og bílarnir mættust
og stórskemmdi sendiferðabílinn
að framan. Er ökumaður vörubíls-
ins svo og vitni beðin að gefa fram
við rannsóknarlögregluna í
Hafnarfirði, simi 51566.
Kreppa
Bern, 26. nóvember. Reuter.
EFNAHAGUR Sviss lenti í sinni
mestu kreppu síðan á striðsárun-
um á siðasta ári, þegar
brúttóþjóðarframleiðslan féll um
7,6% miðað við árið 1974, ef mið-
að er við fast verðiag. A fljótandi
verðlagi var minnkunin 1,5%.
Kreppan stafaði aðallega af
hækkuðum kostnaði í byggingar-
iðnaði, samdrætti innan hans og
minni eftirspurn erlendis frá.
Nýr bækl-
ingur um
rafmagn
RAFMAGN — það sem allir þurfa
að vita- er heiti á bæklingi, sem
Rafmagnseftirlit ríkisins hefur
gefið út. Bæklingur þessi er þýdd-
ur úr ensku en höfundur hans er
Francis Mc. Kinney, sem þegar
hefur gefið út á 3 tug bæklinga til
að vara við slysum og hættum af
völdum rafmagns. I bæklingnum
er að finna upplýsingar um eðli
rafmagns, áhrif þess og minnt er
nokkur atriði, sem hafa verður í
huga, þegar fólk kemur fyrir
tækjum s.s. heimilistækjum.
— Danmörk
Framhald af bls. 1.
Ríkisstjórnin neitaði þvi og þar af
ieiðandi var talið að svo gæti farið
að ríkisstjórnin myndi boða til
nýrra kosninga. Allir voru sann-
færðir um að Jörgensen myndi
grípa til þess þar sem stjórnin
hafði brotið í bága við samþykkt
sina við hina flokkana „ágústsam-
komulagið" svonefnda, en þar
hafði línan verið lögð í launamál-
um og ekki gert ráð fyrir að laun
hækkuðu meira en sem svaraði
tveimur prósentum.
Jörgensen sagði I ræðu sinni i
dag að sú stefna sem stjórnin
hefði reynt að fylgja hefði orðið
fyrir ýmiss konar ógnunum og úr
ýmsum áttum, bæði vegna verk-
fallanna, svo og með hliðsjón af
pólitískum kröfum sem myndu
verða til þess eins að vekja enn
frekari ókyrrð á vinnumarkaðn-
um. Sagði hann þær kröfur brjóta
algerlega i bága við þær megin-
reglur sem í gildi eiga að vera.
Hann sagði að þær raddir hefðu
heyrzt að dæma hefði átt verka-
mennina til að greiða skaðabætur
og höfða mál á hendur þeim.
Ríkisstjórnin hefði hafnað sliku.
Það væri í sjálfu sér alvarlegt að
leggja niður vinnu sina, en það
væri ekki glæpur.
„Kosningar leysa engan
vanda,“ sagði Jörgensen í ræðu
sinni sen var útvarpað og sjón-
varpað beint frá þinghúsinu.
Hann sagðist ekki hafa trú á því
að styrkleikahlutföllin eftir kosn-
ingar yrðu önnur en nú og þar af
leiðandi engin ávinningur að
kosningum nú. Rikisstjórnin
mundi áfram kanna möguleika á
því að ná víðtækari samstöðu, að
sögn Jörgensen.
Ekki leikur á tveimur tungum
að Jörgensen litur mjög alvarleg-
um augum á stöðuna í dönskum
stjórnmálum nú, þvi að hann lauk
máli sinu I dag með þvi að hvetja
til að samvinnu og samhug væri
gefið enn eitt tækifæri.