Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 18
\ g MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
Rætt vid formenn félaga sjálfstæðismanna í Reykjavík
„Hverfafélögin
ber jast fyrir sjálf-
stæðisstef nunni’ ’
Rætt við Konráð Inga Torfason
— STARFSVIÐ hverfafélaganna
er að berjast fyrir sjálfstæðis-
stefnunni — þjóðlegri og við-
sýnni framfarastefnu f þjóðmál-
um með hagsmuni allra stétta og
öfluga sameiningu þjóðarinnar
fyrir augum. Mikilvægur þáttur i
starfi hverfafélaganna er að
halda uppi sambandi við sjálf-
stæðisfólk á félagssvæðinu.
Fundir eru haldnir með þing-
mönnum eða borgarfulltrúum og
þannig er haldið uppi kynnum
milli hinna kjörnu fulltrúa og
fólksins f félögunum. Stór þáttur
f starfi stjórnmálafélags f nýju
hverfi eins og Árbæjarhverfi er
að fylgjast með uppbyggingu
hverfisins, þrýsta á þau mál, sem
virðast ætla að dragast aftur úr og
f vissum tilvikum að finna að þvf,
sem miður fer.
Þetta hafði Konráð Ingi Torfa-
son, formaður Félags sjálfstæðis-
manna í Árbæjar- og Seláshverfi,
m.a. að segja er við spurðum hann
um félagsstarf sjálfstæðismanna i
Árbæjar- og Seláshverfi.
— Ég vil að lokum nota þetta
tækifæri til að hvetja allt sjálf-
stæðisfólk til að ganga í sjálf-
stæðisfélögin. Með því öðlast fólk
aukin tækifæri til að hafa áhrif á
stefnumótun og starf þessa öfluga
stjórnmálaflokks, þar sem frelsi
einstaklingsins er I fyrirrúmi til
orðs og athafna. Ég vil eindregið
vara við þeim niðurrifsöflum,
Konráð Ingi Torfason.
sem vilja leggja allt framtak
einstaklingsins í rúst og leggja
kalda hönd sósíalisma og rikisfor-
sjár á alla hluti og koma með þvi í
veg fyrir að fólk njóti þeirra tæki-
færa í þjóðfélaginu, sem æskilegt
er.
Aðalfundir haldnir 1 félögum sjálf-
stæðismanna í hverfum Reykjavíkur
ÍÖLLUM hverfum Reykjavíkur eru
starfandi félog Sjálfstæðismanna og
eiga félögin aðild að Landsmála
félaginu Verði. Hvert hverfafélag
skipar fulltrúar sinn í stjórn Varðar.
Félagar í hverfafélögunum eru nú
u.þ.b. 5000 manns og er þeim, er
áhuga hafa á að ganga í hverfafélag,
bent á að hafa samband annað hvort
við stjórnarmenn viðkomandi hverfa-
félags eða skrifstofu Verðar og Full-
trúaráðsins s. 82963—82900.
Hverfafélögin héldu almennt uppi
mjög virkri starfsemi s.l. starfsár,
sem miðaðist aðallega við fundhöld
um einstaka þætti þjóðmála og borg-
armála, skemmtikvöld, blaðaútgáfu
og viðtalstimum fyrir hverfisbúa.
Hverfafélögin hafa nú öll haldið
aðalfundi sína og hafa flest félögin
hafið vetrarstafsemi sína af fullum
krafti.
Á flesta aðalfundina hafa mætt
borgarfulltrúar eða alþingismenn og
rætt fjölmörg mál á vettvangi lands-
mála og borgarmála
Aðalfundimir hafa verið haldnir
sem hér segir og eftirtaldir kjörnir i
stjórn:
í Nes- og Melahverfi.
Fundurinn var haldinn að Hótel
Sögu Vilhjálmur Heiðdal var kjörinn
formaður en aðrir í stjórn: Egill Snorra-
son, Danilína Sveinbjörnsdóttir, Kristin
Magnúsdóttir, Kristjón Kristjónsson,
Lúðvíg Hjálmtýsson og Pétur Einars-
son Valgarð Briem, varaborgarfulltrúi,
flutti ræðu
Skrifstofa félagsins er að Öldugötu
1 5, sími 25635.
í Vestur og Miðbæjarhverfi.
Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð
Brynhildur K Andersen var kjörin for-
maður og aðrir í stjórn: Áslaug
Cassata, Ásgeir Bjarnason, Guðmund-
ur Gunnlaugsson, Karl Jóhann Ottós-
son, Pétur Sigurðsson og Pétur Snæ-
land
Skrifstofa félagsins er að Öldugötu
1 5, sími 25635
Jóna
Sigurðardóttir
í Austurbæ og Norðurmýri.
Fundurinn var haldinn í Valhöll, Bol
holti 7. Snorri Halldórsson var kjörinn
formaður og aðrir í stjórn: Hermann
Bridde, Sigríður A Valdimarsdóttir,
Gústaf B Einarsson. Páll Sigurðsdson,
Sigríður Ásgeirsdóttir og Unnur Jónas-
dóttir. David Oddsson borgarfulltrúi.
ræddi um borgarmálefni.
Skrifstofa félagsins er i Valhöll,
Bolholti 7.
í Hlfða- og Holtahverfi.
Fundurinn var haldinn í Valhöll.
Bolholti 7 Ásgrímur P Lúðvíksson var
kjörinn formaður og aðrir í stjórn: Bogi
Ingimarsson, Axel Tulinius. Bogi J
Bjarnason. Jónas Eliasson, Jónina Þor-
finnsdóttir, og Valdimar Ólafsson.
Jóhann Hafstein. alþm, flutti ræðu á
fundinum
Skrifstofa félagsins er í Valhöll, Bol
holti 7
í Laugarneshverfi.
Fundurinn var haldinn í Valhöll,
Bolholti 7 Halldór Sigurðsson var
kjörinn formaður og aðrir í stjórn
Garðar Ingvarsson, Guðrún Jónsdóttir,
Kristján Bender, Páll Björnsson,
Margrét Árnadóttir og Þórður Einars-
son. Ragnhildur Helgadóttir, alþm,
flutti ræðu
Skrifstofa félagsins er í Valhöll, Bol-
holti 7
í Langholti.
Fundurinn var haldinn að Langholts-
vegi 124 Halldór Jógsson var kjörinn
formaður og aðrir í stjórn: Árni B
Eiríksson, Arnar Ingólfsson, Elín
Pálmadóttir, Sigmar Jónsson, Sigríður
Sigurðardóttir og Þóroddur Th.
Sigurðsson Þorsteinn Pálsson, rit-
stjóri, ræddi um blöð í lýðræðisþjóðfél-
agi
Skrifstofa félagsins er að Langholts-
vegi 1 24, s 3481 4
í Háaleitsihverfi.
Fundurinn var haldinn í Valhöll Bol-
holti 7. Guðni Jónsson var kjörinn
formaður og aðrir í stjórn: Ásgeir Halls-
son, Hilmar Guðlaugsson, Klara
Hilmarsdóttir, Jón B Stefánsson.
Ásgrímur P.
Lúðvíksson
Ragnar Júliusson og Stella Magnús-
dóttir Ragnhildur Helgadóttir, alþm ,
fjallaði um stjórnmálin og störf Al-
þirigis
Skrifstofa félagsins er í Valhöll
Bólholti 7.
í Smáfbúða- Bústaða-
og Fossvogshverfi.
Fundurinn var haldinn i Valhöll. Bol-
holti 7 Jóna Sigurðardóttir var kjörinn
formaður og aðrir í stjórn: Gísli
Jóhannsson, Gunnar Jónasson,
Hróbjartur Lúthersson. Leifur ísleifs-
son, Óttar Októsson og Þorvaldur
Mawby Páll Gíslason, borgarfulltrúi,
flutti ræðu
Skirfstofa félagsins er að Langagerði
21
í Árbæjar- og Seláshverfi.
Fundurinn var haldinn í Félags-
heimili rafveitunnar. Konráð Ingi Torfa-
son var kjörinn formaður og aðrir í
stjórn: Guttormur Einarsson, Jón
Olafsson, Haukur Olafsson, Guðjón
Reynisson, Gisli Baldvinsson og
Sigrún G. Jónsdóttir.
Skrifstofa félagsms er að Hraunbæ
102 b, s 81277
í Bakka og Stekkjahverfi.
Fundurinn var haldinn að Seljabraut
54 Eirikur Kristinsson var kjörinn for-
maður og aðir í stjórn: Erla Þórðardótt-
ir, J kob Jóhannesson, Inga Magóus-
dóttir, Kristín Norðfjörð. Grétar
Hannesson og Steinþór Ingvason
Magríus L Sveinsson, borgarfulltrúi,
flutti ræðu
Skrifstofa félagsins er að Seljabraut
54, ll.hæð
Í Fella- og Hólahverfi.
Fundurinn var haldin að Seljabraut
54 Gunnar Hauksson var kosinn for-
maður og aðrir i stjórn: Edgar
Guðmundsson, Berta Biering. Helgi
Árnason, Hilda Björk Jónsdóttir,
Jónína Hansen og Sveinjón Ragnars-
son. Markús Örn Antonson, borgar-
ráðsmaður, fjallaði um borgarmálefni.
Skrifstofa félagsins er að Seljabraut
54, II. hæð
í nýstofnuðu félagi I
Skóga og Seljahverfi.
Fundurinn var haldinn að Seljabraut
54 Bjarni Guðbrandsson var kosinn
formaður og aðrir í stjórn: Július Haf-
stein, Guðmundur H.Sigmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Ingibjörg
Vilhjálmsdóttir. Óli Björn Kjærnested
og Rúnar Sigmarsson. Birgir ísl
Gunnarsson, borgarstjóri, flutti ávarp
og svaraði fyrirspurnum.
Skrifstofa félagsins er að Seljabraut
54. II hæð
Halldór
Sigurósson
Guóni
Jónsson
Eirfkur
Kristinsson
Vilh jálmur
Heiódal
Gunnar
Hauksson
Snorri
Halldórsson
Halldór
Jónsson
„Félögin eru
annað og meira en
kvörtunarklúbbar’ ’
Rætt við Bjarna Guðbrandsson
— 1 STÓRU borgarhverfi, sem
enn er f byggingu, er augljóst að (
mörg horn er að líta en það hefur
jafnan verið eitt aðalhlutverk
hverfafélaga sjálfstæðismanna að
gæta hagsmuna fólks gagnvart
yfirvöldum og þá einkum borgar-
yfirvöldum. Þetta er ekki vegna
þess að borgin sé erfiðari
viðfangs en aðrir, heldur af því að
við hana eiga húsbyggjendur
mest samskipti. Félögin eru auð-
vitað annað og meira en
kvörtunarklúbbar. Þau eru fyrst
og fremst stjórnmálafélög, sem
gefa hinum almenna borgara
Bjarni Guðbrandsson.
tækifæri til áhrifa á þjóðmál,
sagði Bjarni Guðbrandsson, for-
maður Félags sjálfstæðismanna (
Skóga- og Seljahverfi f
Reykjavfk, er blaðið ræddi við
hann um verkefni og hlutverk
hverfafélaganna.
— Áður fyrr voru formenn
stjórnmálafélaga gjarnan ráð-
herrar og aðrir stjórnarmenn
þingmenn og borgarfulltruar og
almenningur var logandi hrædd-
ur við að láta ljós sitt skína á
slíkum stað. I hverfafélögum
sjálfstæðismanna er þessu öðru
vísi farið. Forystumenn þeirra
eru venjulegt fólk úr hópi
hverfisbúa sjálfra. Þar geta þvi
allir komið með sin mál án þess að
óttast að vera léttvægir fundnir
við hlið einhverra ofurmenna.
Það er einmitt þetta, sem ég tel
vera skýringuna á þvi að fólk
hefur flykkzt þúsundum saman í
hverfafélögin á undanförnum ár-
um.
— Þátttaka í stjórnmálafélög-
um verður sífellt þýðingarmeiri,
sagði Bjarni — Það verður æ
nauðsynlegra að hinn almenni
borgari fylgist með þvi sem er að
gerast á vettvangi stjórnmálanna.
Og þá ekki bara frá hendi fjöl-
miðla heldur af eigin raun. Þvi tel
ég sérstaka ástæðu til að hvetja
alla stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins til að gerast virkir félag-
ar í hverfafélögum sjálfstæðis-
manna.
„Vekur áhuga á
sameiginlegum
hagsmunamálum og
framgangi þeirra”
Rætt við Brynhildi K. Andersen
— FÉLÖG sjálfsíðismanna I
hverfum Reykjavikur hafa þann
tilgang að kynna afstöðu Sjálf-
stæðisflokksins til hinna ýmsu
málefna borgarinnar og þjóðmála
I heild. Þess vegna höfum við (
stjórn Félags sjálfstæðismanna f
Vestur- og Miðbæjarhverfi staðið
fyrir fundum til að gefa fólkinu í
hverfinu okkar kost á að ræða þau
mál, sem ofarlega eru á baugi
hverju sinni. Með þessu móti
gefst fólki tækifæri til þess að
koma á framfæri óskum sfnum og
ábendingum til þeirra, sem eru f
forsvari fyrir þeim málefnum,
sem til umræðu eru.
Viðmælandi okkar að þessu
sinni er Brynhildur K. Andersen,
formaður Félags sjálfstæðis-
manna I Vestur- og Miðbæjar-
hverfi.
— Félagsstarfsemi eflir per-
sónuleg kynni fólksins, og vekur
áhuga á sameiginlegum hags-
munamálum og framgangi þeirra.
I hverfafélögunum geta verið all-
ir sjálfstæðismenn á félagssvæð-
inu. Ég tel það mjög mikilvægt, að
fólk á öllum aldri sameinist í
félögum sem þessum, þannig að
það geti tekið virkari þátt í þeirri
uppbyggingu, sem þjóðmálabar-
átta er svo snar þáttur i.
— Stjórnmálastefna er hugsjón
á sinn hátt og hver einstaklingur
befur sína hugsjón og sitt lifsvið-
horf. Sem betur fer eru ekki allir
steyptir I sama mót, þá væri og
lítilla framfara að vænta, og
stefna og flokkar væru þá ekki til.
Brynhildur K. Andersen.
Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokk-
ur, sem býður hverjum einstakl-
ingi að njóta sín á sem lýðræðis-
legastan hátt, flokkurinn hefur
víðtæka stefnumörkun, höfðar til
allra stétta þjóðfélagsins og um-
fram allt virðir hann sjálfsögð
mannréttindi. Þess vegna er það
eðlilegt, að menn sameinizt í þeim
flokki, sem þeir telja, að leiði sig
til bættra lífskjara og þjóðfélags-
legra framfara.