Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976
21
æviloka. Setti hann svipmót á
staðinn í fulla sex áratugi.
Eftir að hann kom að Þingeyr-
um tóku að hlaðast á hann marg-
vísleg opinber störf fyrir sveitina
og héraðið og mátti segja, að ekki
væri kosið í neitt starf sveitar-
innar svo að ekki kæmi hann þar
við sögu. Hann var fljótlega kos-
inn í prestsnefnd Sveinsstaða-
hrepps og frá 1928 var hann odd-
viti hennar og hélt því starfi í 30
ár. Þá var hann sýslunefndar-
maður hreppsins eitthvað á
fimmta áratug. Stjórnskipaður
var hann í skattanefnd árið 1917
og hélt þvi starfi meðan sveita-
skattanefndir voru starfandi eða
til ársins 1962. Þá var hann um
skeið formaður búnaðarfélags
sveitarinnar og þá um leið í stjórn
búnaðarsambands sýslunnar. 1
stjórn Kaupfélags Húnvetninga
var hann nokkur ár og endurskoð-
andi Sparisjóðsins á Blöndósi um
skeið. Af þessu, sem hér hefur
verið talið af opinberum störfum
Jóns Pálmasonar, sem að sjálf-
sögðu er þó engan veginn
tæmandi, sést að mikill áhrifa-
maður var hann i sveit sinni og
héraði og að hann naut þar mikils
trausts og álits. Það mun líka mál
manna, sem til þekktu, að hann
hafi gegnt þessum störfum með
dugnaði og skyldurækni.
Eitt er þó ótalið af störfum Jóns
Pálmasonar fyrir samborgarana,
sem ekki sizt mun halda nafni
hans á loft og skipa honum á bekk
með þeim er mestan orðstir hafa
getið sér í sambandi við Þingeyr-
ar og Þingeyrakirkju. Árið 1916
var hann kosinn i safnaðarstjórn
Þingeyrasóknar og gerðist hann
formaður hennar þá þegar. Var
hann síðan formaður hennar
fram á síðustu ár. Með honum i
safnaðarstjórn voru alltaf ágætir
menn, áhugasamir og velviljaðir
kirkju og kristni. Þótt hlutur
þessara samstarfsmanna Jóns sé
ágætur, verður ekki um það deilt,
að allar framkvæmdir, sem voru
mjög miklar á þessu timabili, og
umhirða snertandi kirkjuna og
kirkjugarðinn, hvíldu að sjálf-
sögðu mest á Jóni Pálmasyni sem
formanni safnaðarstjórnarinnar.
Honum ber því fyrst og fremst að
þakka mjög myndarlegar fram-
kvæmdir og mikla alúð i öllum
störfum hans fyrir Þingeyra-
kirkju. Ég er líka sannfærður um,
að ekkert hús var honum jafnhug-
fólgið og healagt sem Þingeyra-
kirkja. Og mér var lika vel
kunnugt um, að heitasta ósk hans
var að fá að hvíla i Þingeyra-
kirkjugarði er lífi hans væri lokið
hérna megin grafar. Þá ósk mun
hann nú fá uppfyllta.
Jón S. Pálmason var glæsi-
menni i sjón eins og margt af
ættfólki hans. Hann var höfðing-
legur í fasi og að mörgu leyti
mikill höfðingi i eðla sinu. Eftir
honum var tekið hvar sem hann
fór. Hann var gestrisinn með
afbrigðum og nutu þess margir og
þar á meðal kirkjugestir, sem
jafnan áttu á heimili hans örlæti
og vinsemd að mæta. Svo stórbrot-
inn maður sem Jón var þá mátti
segja að hann væri sérstaklega
ljúfur og viðfelldinn í allri sam-
vinnu, svo að i þvi efni varð ekki á
betra kosið. Vil ég, sem starfaði
með honum að ýmsum málum I
áratugi, færa honum alúðar-
þakkir fyrir alla þá ánægjulegu
samvinnu. Árið 1923 kvæntist Jón
Huldu Árdisi Stefánsdóttur skóla-
meistara á Akureyri, mikilhæfri
ágætiskonu. Eiga þau eina dóttur
barna, frú Guðrúnu Ölafíu
arkitekt, sem búsett er í Reykja-
vik, gift Páli Líndal borgarlög-
manni. Ennfremur ólu þau Jón og
Hulda upp einn fósturson, Þóri
Jónsson bifreiðastjóra í Reykja-
vík. Þessum vandamönnum Jóns
Pálmasonar svo og systkinum
hans og fjölmörgum vinum
viljum við, ég og fjölskylda min,
færa innilegar samúðarkveðjur.
Að lokum kveð ég minn látna
vin með þakklæti fyrir ýmsar
velgerðir og vináttu á liðnum
árum og fel anda hans varðveizlu
Guðs um eilífð alla.
Blessuð sé hans minning.
Þorsteinn B. Gfslason
frá Steinnesi
Tómas Þórðarson
VaUnatúni-Mmning
F. 17.1. 1886
D. 17. 11.1976
Tómas Þórðarson, fyrrum
bóndi i Vallnatúni undir Eyja-
fjöllum, er andaðist á Land-
spitalanum 17. þ.m., verður til
moldar borinn frá Ásólfsskála-
kirkju I dag. Tómas fæddist 17.
jan. 1886 á Rauðafelli og voru
foreldrar hans Þórður Tómasson,
bóndi og formaður, og kona hans,
Guðrún Tómasdóttir frá Varma-
hlíð. Þau voru alls 17 börn þeirra
Rauðafellshjóna og var Tómas
næstyngstur þeirra. Nokkur barn-
anna féllu frá á unga aldri og þau,
sem upp komust, dreifðust í ýms-
ar áttir eins og gengur. Meðal
annars fóru tveir bræður Tómas-
ar til Ameríku, svo sem margir
gerðu á þeirri tfð. Öll voru þessi
systkin dugnaðar- og manndóms-
fólk, sem hvarvetna kom sér vel
áfram og lá ekki á liði sinu. Hafði
Tómas ekki síst þá eiginleika til
að bera í ríkum mæli.
Ungur hélt Tómas úr föður-
garði, með þvf að hann var tekinn
í fóstur af þeim hjónum, Þóru
Torfadóttur og Einari Tómassyni,
móðurbróður sinum í Varmahlíð.
Einar dó árið 1889. Giftist Þóra
þrem árum síðar mági sínum Sig-
urði. Ölst Tómas upp hjá þeim á
annáluðu myndar- og menningar-
heimili. Snemma vandist hann
allri vinnu og þótti fljótt liðtækur
að hverju sem hann gekk. Var
hann jafnvigur til starfa hvort
sem var til lands eða sjávar.
Meðal annars reri hann fjölmarg-
ar vertíðir í Vestmannaeyjum og
var manna eftirsóttastur I skip-
rúm. Þar lenta hann oft í
harðræðum eins og fleiri, svo að
stundum mátti vart tæpara
standa. En Tómas bjargaðist
alltaf og átti það því mest að
þakka, hversu bráðröskur hann
var og snarráður. Einna tæpast
stóð þetta þó, er hann bjargaðist
naumlega af vélbátnum Haffara,
þegar hann fórst I stórsjó og fár-
viðri við Eyjarnar árið 1916. Þótti
sú björgun ganga kraftaverki
næst, en hvatleikur Tómasar,
hreysti og gifta voru slák, að alltaf
rættist úr fyrir honum á hinn
besta veg.
Tómas var slikur maður, að allt
lék í höndum hans. Hann var
mikill verkmaður, ágætur smiður
á tré og járn, bjargmaður frábær,
svo að fáir stóðu honum á sporði,
og einstaklega laginn að hverju
sem hann gekk. Jafnan var hann
hress og glaður á að hitta, raun-
góður og greiðvikinn, viðræðu-
góður, tryggur og vinfastur. Þá
var hann mjög skýr, las jafnan
mikið og var margfróður.
Sérstakt yndi hafði hann af
tónlist og söng og kunni að
gleðjast á góðri stund. En í aðra
röndiná var hann alltaf alvöru-
maður, sem i öruggri trúarvissu
treysti á guðlega forsjón og hand-
leiðslu.
Árið 1919 urðu mikil þáttaskil i
lífi Tómasar. Þá kvæntist hann
Kristinu Magnúsdóttur frá Ysta-
Skála, hinni ágætustu konu. Sama
ár reistu þau bú i Vallnatúni, þar
sem þau bjuggu síðan samfleytt i
fjóra áratuga Var hjónaband
þeirra gott og farsælt og heimilis-
bragur allur til sannrar fyrir-
myndar. Gestrisin voru þau og
glaðvær og gott til þeirra að
koma. Einnig dvöldust hjá þeim
nokkrir aldurhnignir ein-
staklingar, sem fáa áttu að, og
nutu þar góðvildar og frábærrar
umönnunar til hinstu stundar.
Jörðina í Vallnatúni bættu þau
mjög að byggingum og ræktun og
komust allvel af, þrátt fyrir ýmsa
erfiðleika. Börn þeirra hjóna
urðu fjögur. Eru þau öll á lífi og
hafa erft i ríkum mæli manndóm
og dugnað foreldra sinna og for-
feðra. Þau eru sem hér segir:
Kristinn, stálsmiður i Reykjavík,
Þórður, safnvörður og rithöf-
undur í Skógum, Þóra Sigriður,
starfsstúlka á Landspítalanum, og
Guðrún, húsfreyja i Skógum.
Árið 1959 er Tómas var kominn
á áttræðisaldur, brugðu þau hjón
búi i Vallnatúni og fluttust að
Skógum, þar sem þau dvöldust
síðan, meðan ævin entist í skjóli
barna sinna, Þórðar og Guðrúnar,
og tengdasonar sins, Magnúsar
Tómassonar. Það hefur vafalaust
verið með talsverðum sársauka,
sem Tómas hvarf frá Vallnatúni
en í Skógum mun hann þó brátt
hafa kunnað við sig, eignast góða
vini og unað hag sinum vel. Þar
reisti hann sér brátt smiðju og
hamraði járnið meðan það var
heitt, í skeifur og fleira. Einnig
fékkst hann mikið við að smiða úr
tré, flétta reipi og bregða gjarðir.
Bera öll þessi verk einstakri verk-
lagni og góðum smekk hans
fagurt vitni. Við þessi störf og
lestur góðra bóka undi hann sér
löngum og skrafaði þess á milli
við vini og kunningja, sem að
garði bar.
Kristin Magnúsdóttir andaðist
sumarið 1975 og var það mikið
áfall fyrir Tómas. Enda fór það
svo, að ekki varð langt á milli
þeirra hjónanna. Hann hafði alla
'ævi verið einstaklega frískur og
heilsuhraustur, þar til s.l. haust
er hann tók að kenna sjúkleika,
sem ekki varð við ráðið. Nokkrar
vikur lá hann á sjúkrahúsi i
Reykjavík og þar féll þessi liðlega
niræði öldungur, sem raunar varð
aldrei gamall, frá eftir hetjulega
vörn. Segja má að hvíldin sé kær,
þegar aldurinn er orðinn hár og
heilsan brostin. En viðskilnaði
fylgir alltaf sorg og söknuður og
með trega er Tómas Þórðarson
kvaddur af öllum sem til hans
þekktu.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Tómasi öll kynni og ágætt
nágrenni um langt árabil. Ég vil
líka árna honum allra heilla á
nýrri vegferð. Ég veit að hann á
vinum að mæta á bjartri strönd
handan móðunnar miklu. Börnum
hans, tengdabörnum, barnabörn-
um og öðrum ástvinum sendi ég
og fjölskylda mín dýpstu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Tómasar Þórðarsonar.
Jón R. H jálmarsson.
FORD CORTINA 1977
Til
sýnis
Það er komin ný gerð af Cortínu — árgerð
1977. Þið dæmið um útlitið. Við útskýrum
breytingar, endurbætur og
tæknilegar nýjungar. Þær
varða sparneytni, aukið út-
sýni, fljótvirkari loftræstingu. ljósabúnað og
jöfnun á fjöðrun í samræmi við hleðslu.
Allt miðar að auknu öryggi og betri aksturs-
eiginleikum. Hljóðeinangrun. klæðning og
aukabúnaður eru líka saga út af fyrir sig.
Nýja Cortínan verður til sýnis í sýningarsal
okkar að Skeifunni 17, laug-
ardaginn 27.11 og sunnudag-
inn 28.11 kl. 10.00 - 18.00
Til sýnis verða einnig aðrir Ford bílár sem
seldir eru á íslandi og þeirra á meðal hinn
stórglæsilegi Ford-Capri frá Þýskalandi.
Sýndar verða kvikmyndir
um nýju Cortínuna og fleira
FORD UMBOÐID SKEIFUNN117 SIMI85100
Sveinn
Egilsson hf