Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 7 Dagvistunar- mál Dagvistunarmál hafa verið mjög á dagskrá undanfarið. bæði I borgar- stjóm Reykjavikur og á Alþingi. j ræSu. sem Elin Pálmadóttir, borgar- fulltrúi. flutti um þetta efni, komu fram athyglis- verðar upplýsingar, sem erindi eiga til almennings. Hún sagði m.a. svo efnis- lega: Dagheimili af venju- legri gerð kostar i bygg- ingu um 90 milljónir króna og leikskóli um 50 milljónir króna. Dag- vistunarrými fyrir hvert barn kostar um 1.4 m. kr. Fjárhagslegir möguleikar sveitarfélaga til að sinna þessu samfélagslega hlut- verki hafa ekki verið ef Idir nægilega og rekstrar- kostnaður er nú allur kominn yfir á sveitar- félögin. Þó hefur miðað nokkuð i rétta átt hér i Reykjavik. Árið 1970 áttu 14.6% og 1974 24% barna á forskólaaldri kost á vistun á dagheimili. Nú er þetta hlutfall komið i 31%. Rekstrar- kostnaður Um rekstrarkostnað sagði Elin. Áætlaður rekstrarkostnaður á barn i dagvistun á næsta ári er 36.000 krónur á mánuði. Þar af greiða foreldrar eða vandamenn 12.000 krón- ur. Borgin greiðir hins vegar 24.000 krónur á barn á mánuði, sem er nokkru hærra en þau 60% sem gert er ráð fyrir i stjórnarfrumvarpi um þetta efni. Þannig greiddi Reykjavíkurborg þennan kostnað niður um 225 m. kr. i ár og áætluð niður- greiðsla á næsta ári er 293 m. kr. Fyrir áætlaðar niðurgreiðslur 1977 má byggja tvö dagheimili og tvo leikskóla. ef miðað er við 50% kostnaðarþátt- töku rikisins i byggingu. Elin sagði að skóladag- heimili hefðu gefið góða raun sem liður i dag- vistunarstarfsemi. Einnig hefur verið sett upp ýmiss konar önnur þjónusta fyrir börn en áður var, svo sem skólahvörfin, heimili fyrir börn sem eiga i sérstökum erfiðleikum (i Bjarkarási og á Kleifarvegi) o.fl. Einnig er nú hugað að dagvistunaraðstöðu fyrir eldra fólk, sem lengi hefur verið aðkallandi. Lögin frá 1973 Þá sagði Elin að með lögum um þetta efni frá 1973 hefði ekki verið nægilega séð fyrir tekju- stofnum til að gera fram- lag rikisins raunhæft. Þá hafi. vegna reglugerðar- breytinga, reynzt nauð- synlegt að fækka um 100 börn á dagvistunarstofn- unum borgarinnar. Verja hefði þurft um 120 m. kr. til að standa i stað hvað viðvék barnafjölda i dag- vistun í borginni. Hinar nýju reglur hefðu og gert það nær útilokað að nýta tiltækt eldra húsnæði til dagvistunar. Sérsmiðað húsnæði skyldi þurfa til. j frumvarpi þvi sem nú liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir þvi að ríkið greiði 50% stofnkostnaðar (sveitarfélag hinn helm- inginn og allan rekstrar- kostnað). Rikissjóðshlut- inn er þó bundinn af fjár- lagaf járveítingu hverju sinni — og sveitarfélag má ekki hefja fram- kvæmdir, nema með fyrir- fram samþykki rikisvalds- ins, ef ríkissjóðshlutinn i stofnkostnaði á að vera tryggur. Boðuð fjárveiting i fjárlagafrumvarpi gerir ekki betur en að standa undir hluta rikisins i fram- kvæmdum, sem þegar var búið að setja i gang árið 1974, sagði Elin Pálma- dóttir. Þá verður litið eftir til nýbygginga á sviði dag- vistunar á árinu 1977. * I mörg horn að líta Þá kom fram i ræðu Elínar Pálmadóttur að i marz og april nk. fara i gang tveir leikskólar í Breiðholti. Dagheimili þar verður senn boðið út. Skóladagheimili tók nýlega til starfa i Austur- bæ og vonandi takast samningar um annað i Breiðholti, sem tafizt hef- ur af orsökum, sem borgin hefur ekki ráðið við. En dagvistunarmál er ekki eini framkvæmdavett- vangur Reykjavikurborg- ar. Þar er i mörg horn að lita. Og fjárhagsgeta ræður ferð. Þrátt fyrir þá staðreynd, að margt er enn ógert, hefui Reykjavik þó sérstöðu meðal íslenzkra sveitar- félaga um frumkvæði i þessu efni. Þvi frumkvæði mun borgin áfram halda. iHlesöur á tnorgun 1. SUNNUDAGUR í AOVENTU — UPPHAFSDAGUR NÝS KIRKJUÁRS. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Altarisganga. Séra Þórir Stephensen. Siödegismessa fellur niður vegna aðventu- kvöldsins, sem hefst kl. 8.30. Barnasamkoma kl. 10.30 I Vesturbæjarskólanum við Öldugötu. Séra Hjalti Guðmundsson. FELLA- OG HÓLASÓKN Barnasamkoma i Fellaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 siðd. Séra Hreinn Hjartar- son. FlLADELFlUKIRKJAN Safnaðarguðþjónusta kl. 2 siðd. Almenn guðþjónusta kl. 8 siðd. Einar J. Gíslason. NESKIRKJA Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Séra Frank M. Halldórsson. Aðventuhelgistund kl. 5 síðd. Sjá nánar i „Félagslífi." GRENSÁSKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Aðventukvöld kl. 8.30 með fjölbreyttri dagskrá, sjá „Félagslif." Séra Halldór S. Gröndal. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Kveðjuguðþjónusta mín. Séra Garðar Svavarsson. HALLGRtMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. LANDSPlTALINN Messa kl 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. BUSTAÐAKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 árd. Hátlðarmessa á 5 ára afmæli kirkjunnar kl. 2 siðd. Veizlukaffi Kvenfélagsins eftir messu. Aðventusamkoma Bræðrafélagsins kl. 8.30 siðd. Ræðumaður Geir Hallgrimsson forsætisráðherra. Séra Ölafur Skúlason dómprófastur. FRlKIRKJAN Reykjavík. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Arelius Níelsson. Aðventu- kvöld kl. 8.30. — Munið Liknar- sjóð. Aóalfundur Langholts- safnaðar verður 5. desember eftir messu. Sóknarnefndin. SELTJARNARNESSÓKN Kirkjudagur sóknarinnar hefst kl. 11 árd. með guðþjónustu i félagsheimilinu. Einsöngur Þórunn Ólafsdóttir. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Kvöldvaka kl. 8.30: kórsöngur undir stjórn Siguróla Geirsson- ar, erindi, séra Jónas Gislason, upplestur, Sigurður Pálsson, og einsöngur og kórsöngur, Ruth Magnússon. Kaffiveitingar. ELLI- OG HJUKRUNAR- HEIMILIÐ Grund Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson messar. ARBÆJARPRESTAKALL Barnasamkoma í Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta i skólanum kl. 2 siðd. Séra Guðmundur Þorsteinsson. HJÁLPRÆÐISHERINN Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 siðd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Kaft. Daniel Óskarsson. HÁTEIGSKIRKJÁ Barna- guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Arngrimur Jónsson. Guð- þjónusta kl. 2 síðd. Séra Tómas Sveinsson. Siðdegisguðþjón- usta kl. 5. Séra Arngrfmur Jónsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 sfðd. I Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. ÁSPRESTAKALL Messa kl. 2 síðd. að Norðurbrún 1. Séra Grimur Grimsson. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. og lágmessa kl. 2 síðdegis. DIGRANESPRESTAKALL Barnasamkoma i Safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastig kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11 árd. og aðventusamkoma i kirkjunni kl. 8.30 siðd. Séra Þorbergur Kristjánsson. KÁRSNESPRESTAKALL Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 2 siðd. (altaris- ganga). Séra Arni Pálsson. BESSASTAÐAKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 sfðd. í umsjá Fél. guðfræðinema. Magnús Björnsson prédikar. Séra Jónas Gíslason þjónar fyrir altari. GARÐAKIRKJA Guðþjónusta kl. 11 árd. Séra Bragi Friðraks- son. MOSFELLSPRESTAKALL Messa i Lágafellskirkju kl. 2 síðd. Altarisganga. Mosfells- kirkja. Kvöldbænir kl. 8 síðd. Séra Birgir Ásgeirsson. FRlKIRKJAN Hafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Vænzt er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Altarisganga. Séra Magnús Guðjónsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA Barnasamkoma kl. 11 árd. Rún- ar Egilsson guðfræðinemi. Að- ventukvöld kl. 8.30. KALFATJARNARSÓKN Barnasamkoma i Glaðheimum kl. 2 siðd. Séra Bragi Friðriks- son. KEFLAVlKURKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Altarisganga. Aðal- safnaðarfundur að lokinni messu. Séra Ólafur Oddur Jóns- son. GRINDAVlKURKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 11 árd. Sóknarprestur. STRANDAKIRKJA Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Magnús Karel Hannesson prédikar. Altarisganga. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA Aðventukvöld kl. 9. Sóknar- prestur. SELFOSSKIRKJA Messa kl. 2 siðd. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA Guðþjónusta kl. 2 síðd. Séra Stefán Lárus- son. HELLA Barnaguðþjónusta í barnaskólanum kl. 11 árd. Séra Stefán Lárusson. AKRANESKIRKJA Barnasam- koma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Einai sson i Saur- bæ messar. Séra Björn Jónsson. Verzlunarhúsnæði Til leigu er verzl. og iðnaðarhúsnæði við Grens- ásveg. Uppl. í síma 1 7888. Æviminningabók Menningar- og Minningarsjóðs kvenna er tilvalin jólagjöf. Kostar aðeins 1800 kr. í bókabúðum. Fæst einnig á skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum við Túngötu. Sími 18156. Menningar- og Minningarsjóður kvenna. ■m w ■ ■ ■ i ■ ■ HHB á Wk i r i ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■■ ■ wmm i i ■1 JM ■■ — ■ ■ i i ■ ■ ■ ■ ra ■■ t nr t 'r it ■■ i ■ ii ■ ■ I i PÖNNUKÖKUR (Griddle Cakes) með smjöri og sírópi ásamt kaffi á aðeins 390 krónur. Tilvalið bæði á morgnana og um eftirmiðdaginn. Sýnikennsla í gerð aðventukransa í dag kl. 14—18. Allt efni í aðventukransinn. ÍÍIIÍlBÍffip^jjlÍÍB^^g^ÍÍsÍú:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.