Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1976 17 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáaugiýsingar Range Rover '73 Til sölu i 1 . flokks ástandi, Sími 22662 eftir kl. 5. Gleraugu töpuðust 24/11 á Hofsvallagötu. Finnandi cjeri aðvart Sólvallag. 23. sími 13236. Portrett Tek að mér að teikna portrett- myndir. Sími 14929. Sigurður Eyþórsson listmál- ari. Barngóð kona búsett nálægt Bárugötu ósk- ast til að gæta 5 ára telpu allan daginn frá 1. des. Uppl. í síma 27828 eftir kl. 18. Bilkerra óskast keypt Uppl. i sima 1 7888. Tvítug stúlka óskar eftir vinnu strax í 4 mánuði og ef til vill lengur. Hef kvennaskólapróf og 5. og 6. bekkjar próf. Góð mála og vélritunarkunnátta. Allt kemur til greina. Uppl. i sima 28467 Aðstoðarstúlka Óskast á hárgreiðslustofu Önnu Sigurjónsdóttur. Hálfs- dagsvinna. Uppl. i sima 44220 eða 73675. Sandgerði Til sölu nýstandsett einbýlis- hús. Laust strax. Ennfremur gott nýlegt einbýlishús. Garður litið einbýlishús. Laust strax. Ennfremur 120 fm ibúð. Ein- býlishús í smíðum. Keflavik 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir, sumar lausar strax. Ytri Njarðvik glæsileg 3ja herb. íbúð og góð 4ra herb. risíbúð með bílskúr. Innri Njarðvík 3ja til 5 herb. íbúðir, einbýl- ishús og húsgrunnar. Vogar hús í smíðum og byggingar- lóðir. Eigna og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222, Friðrik Sigfússon, fast- eignaviðsk. Gísli Sigurkarlsson, lögm. KFUM Amtmannsstíg 2 B Almenn samkoma á vegum kristilegs stúdentafélags sunnudagskvöld kl. 20.30. Vitnisburður Þóranna Sigur- bergsdóttir. Ræðumenn: Halldór Reynisson, Sigurður Árni Þórðarson. Allir vel- komnir. Grensáskirkja — Aðventukvöld Aðventukvöld verður í safn- aðarheimilinu sunnudaginn 28. nóv. kl. 20.30. Dagskrá ma. Árni Gunnarsson ritstjóri — Hugvekja. Hvassaleitisskólinn syngur. Fermingarbörn lesa. Orgel- leikur — Jón G. Þórarins- son. Blokkflautukvartett barna. Kirkjukórinn leiðir í söng. Sóknarprestur. Heimatrúboðið Austurgötu 22 Hafnarfirði Almenn samkoma sunnudag- inn kl. 5.00. Verið öll vel- komin. I.O.G.T. Basar og kaffisala í Templara- höllinni við Eiríksgötu, 2. hæð, kl. 2:30 í dag. Basarnefndin. Munið kristni boðsbasarinn á Laufásvegi 13 (Betaniu) í dag frá 2—6. Samkoma um kvöldið kl. 8.30. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðins- götu 6 a á morgun. kl. 20.30. Allir velkomnir. UTIVISTAREERÐIR Laug.d. 27/11 kl. 13 Göngufjerð með Skerja- firði og skoðuð gömul skeljalög með Einari Þ. Guðjohnsen. Verð 300 kr. Sunnud. 28/11. Kl. 11 Keilisganga eða Sogin og steinaleit (létt ganga). Fararstj. Þorleifur Guðmundsson og Gísli Sig- urðsson. Verð 1 200 kr. Kl. 13 Hólmsá — Rauðhólar og litið í mannabeinahelli. Fararstj. Jón I. Bjarnason. Verð 600 kr. Frítt f. börn m. fullorðnum. Farið frá B.S.Í. vestanverðu. Útivist. Kökubazar verður i K.R.- heimilinu laugard. 27. nóv. kl. 2. K. R.-konur Fél. Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík MUNIÐ spila- og skemmti- kvöldið í kvöld kl. 20.30 í Dómus Medica. Skemmtinefndin. SÍMAfi, 11)98 og 19533. Gengið um Gálgahraun Fararstjóri: Þorgeir Jóelsson. Verð kr. 500 gr. v/ bilinn. Lagt af stað frá Umferðarmið- stöðinni (að austanverðu). Ferðafélag íslands. Elim Greittisgötu 62 Sunnudagaskóli kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. ALGLVSrNGA- SÍMKN ER: 22480 — Síbrotamaður Framhald af bls. 24 upphæð 31 þúsund krónur og ávísanahefti. Hafa komið fram tvær ávisanir úr heftinu, önnur að upphæð 23 þúsund krónur en hin að upphæð 27 þúsund krónur. Piltarnir voru handteknir, og reyndist annar þeirra hafa að baki æði litrikan afbrotaferil upp á siðkastið og var hann þvi úr- skurðarður i allt að 90 daga gæzluvarðhald fyrir sibrot. — Amin Framhald af bls. 1. Hann notaði tækifærið um leið og hann kynnti konungs- tign sina til að taka fram að hann myndi senda Jimmy Carter, kjörnum Bandarikja- forseta, nokkur holl ráð og leiðbeiningar varðandi mál- efni Afriku, jafnskjótt og Cart- er hefði tekið við forseta- embætti. — Hvorugur varpi Framhald af bls. 1. legt samstarf innan hernaðar- bandalagsins. Sovézk blöð hafa að undan- förnu lagt áherzlu á að vesturlönd styrki stöðugt samvinnuna sin á milli og séu sifellt að styrkjast sem stjórnmálaleg eining gagn- vart austurblokkinni. Álita frétta- menn að Sovétrikin vilji nota utanrikisráðherrafundina til að auk pólitíska einingu innan Var- sjárbandalagsins. Rúmenskar heimildir herma þó að Rúmenar hafi krafist þess að slíkir fundir geti ekki gert samþykktir, sem eru bindandi fyrir aðildarríkin. Rúmenar hafa á síðustu árum haft aðra stefnu í utanríkismálum en önnur Varsjárbandalagsriki og bundist nánu sambandi við óháð rfki. — Kötlugos Framhald af bls. 24 koma skjálftahrinurnar sem benda til eldgosa, án þess að hraunkvika komist nokkurn tima upp á yfirborðið i þeirri atrennu, sagði Ragnar Stefánsson að lok- um. Þéttriðið net jarðskjálftamæla er nu á Kötlusvæðinu og fjölgaði mælum þar við tilkomu fram- kvæmdanna við Sigöldu, en þá voru settir upp nokkrir mælar. Einar Einarsson bóndi á Skamma- dalshóli og Guðni Ágústsson í Lóranstöðinni i Vik í Mýrdal fylgjast náið með skjálftavirkni daglega, en allir stærri skjálftar finnast einnag á öðrum mælum, t.d. i Reykjavík. — Komust piltarnir Framhald af bls. 3 um fangelsisgarðinn hafði enginn orðið þeirra var.“ Morgunblaðið reyndi í gær árangurslaust að ná f þá menn við sakadóm Reykjavikur, sem hafa með þetta mál að gera, til að spyrja þá hvort satt .væri að einangrun gæzluvarðhaldsfanga hefði þarna verið rofin af utanað- komandi mönnum. Valdimar Guðmundsson yfirfangavörður Hegningarhússins kvaðst ekkert hafa heyrt um þetta mál og taldi óliklegt að þetta hefði átt sér stað. Hins vegar hefði Erla Bolladóttir verið þarna tvær nætur í klefa, sem komast má að frá fangelsis- garðinum. Þess skal að lokum getið, að í fréttum Morgunblaðsins var tima- ritið Samúel aldrei nefnt á nafn. — Prófessor handtekinn Framhald af bls. 1. Havemann er kommúnisti en var rekinn úr flokknum árið 1964 eftir deilur við forystu flokksins. Hann sagði vestrænum frétta- mönnum um síðustu helgi að rit- höfundurinn Jurgen Fuchs, góðvinur skáldsins Biermanns, hefði verið handtekinn. Havemann sem segist vera sannfærður kommúnisti hefur eins og Biermann haldið uppi skeleggri gagnrýni á stjórnarfarið og flokkinn og hvað eftir annað mótmælt skerðingu á mannréttindum og persónufrelsi Austur-Þjóðverja. Leiddi þetta einnig til að hann var rekinn úr vídindaakademíu Austur- Þýzkalands og sviptur rétti til að kenna við Humboldtháskólann I Austur-Berlín eftir ræðu sem hann flutti, þar sem hann skil- greindi frelsið. Havemann studdi á sinum tíma í ræðu og riti Alexander Dubcek og þá umbótastefnu sem hann og hans menn fylgdu í Tékkóslóvakiu. Hann gagnrýndi harðlega íhlutun Sovétrikjanna I málefni Tékkóslóvakíu eftir innrásina fyrir átta árum. Hann hefur verió kommúnisti frá unga aldri og sat á striðsárun- um í nauðungarbúðum nasista í Brandenburg ásamt með núverandi flokksleiðtoga, Erich Hoenecker. Havemann er 67 ára að aldri. I kvöld sagði i óstaðfest- um fréttum að prófessorinn hefði verið fluttur úr fangelsi og hafður í stofufangelsi heima hjá sér. — Flokksráðs- og formanna- ráðstefnan Framhald af bls. 3 haldið i dag. Starfshópar hefja störf klukkan níu árdegis. „Starfshópur um kjördæma- skipan og kosningalög" kemur saman í kjallara nýja Sjálf- stæðishússins. Umræðustjóri i þeim hópi verður Friðrik Sophusson framkvæmdastj. Starfshópur um „stöðu stjórnmálaflokka í löggjöf" kemur saman í fundarsal á 2. hæð Hótel Esju á sama tíma. Umræðustjóri veróur Ragn- hildur Helgadóttir alþingis- maður. Stjórnmálanefnd kemur sam- an í nýja Sjálfstæðishúsinu, 2. hæð. Formaður Jónas H. Haralz bankastjóri. Ráðstefnan kemur svo saman i heild kl. 13.30 (hálf tvö mið- degis) að Hótel Esju, 2. hæð. Þar verða lagðar fram greinar- gerðir starfshópa og drög að stjórnmálayfirlýsingu. Siðan verða almennar umræður um málaflokka ráðstefnunnar. Stefnt er að ráðstefnuslitum um kl. 18. (sex síðdegis). — Tíu þorskastríð Framhald af bls. 13. því að eignast önnu Boleyn og með henni Elísabetu drottn- ingu. Gerð er grein fyrir upphafi landhelginnar við Island og landhelgisgæslu gegn laun- verslun á einokunaröld. Þar kemur fram, að einokun dana hefur alls ekki verið mjög ströng hér á 17 öld, enda töldu yfirvöld þá nauðsynlegt að bændur öfluðu sér skotsilfurs i skattgjaldið með verslun við hollendinga. Þá sigldu hingað þúsundir og rótuðu hér upp matvælum rétt undan strönd- um sveltandi lýðs. I sviptingum Napóleons- tímans urðu englendingar al- valdir á Norður-Atlantshafi og Danmörk enskt verndarriki að dómi Björns. Á 19. og fram á 20. öld lá Island á yfirráðasvæði enska flotans sem veð fyrir fylgispekt við breska utanríkis- stefnu í Kaupmannahöfn. Fáir urðu til þess að hrófla við Atlantshafsskipan englend- inga. Þó datt frökkum i hug að efla sér bækistöðva á Dýrafirði, þegar einokuninni var aflétt. Jón Sigurðsson lagðist gegn frönsku bækistöðinni og kvað það ekki fyrirætlan sína, að íslendingar brytust úr fangi danastjórnar. Danir sendu nýjasta beitiskip sitt gen breskum togurum, sem orðnir voru umsvifamiklir á íslenskum fiskimiðum 1895. Arið eftir sendu englendingar flotadeild til Islands og kröfð- ust frjálsrar veiði fyrir togara sína á flóum og fjörðum utan 3ja sjómílna marka frá landi. Árið eftir kom flotadeildin aftur, og alþingi og landsstjórn á íslandi var skipað fyrir verk- um með breskum fallbyssum. Þá varð 3ja mílna landhelgin til, því að allir beygðu sig fyrir bretum. Fiskigengd var óhemjumikil á íslandsmiðum fyrsta áratug togveiðanna. Þá hentu bretar miklum hluta af afla sinum aft- ur í sjóinn, en Islendingar gerðu út á „tröllafisk“. Frá þessu er sagt i kaflanum „Of mikill afli“. Þá segir frá upphafi islensku landhelgisgæslunnar, og út- færslu fiskveiðilögsögunnar og þorskastríðunum fjórum, sem útfærslunni fylgdu. Þar er að finna skrár yfir aðgerðir land- helgisgæslunnar i 10. þorska- stríðinu, ásiglingar breskra herskipa, klipputæknina og ýmsan annan fróðleik. Bókin er tileinkuð dr. Jakob Benediktssyni. Dr. Jakob Benediktsson verður sjötugur á næsta ári og hann hefur veitt höfundi margs konar tæknilega aðstoð við samningu þessa rits og annarra. Bókin er 260 bls. og prentuð i Leiftri. Sögufélagið gefur hana út. — Svíþjóðarför Framhald af bls. 15 „Gleymið ekki kristni- boði á Norðurlöndum." Á svæði skólans í Sigtúnum er ekki eingöngu „Ansgarshlíð' , heldur eru þar allmargar byggingar, heimavistir. skrifstofuhúsnæði og rektorshús Nýjasta byggingin er St Ansgars kirkjan, helguð Ansgari (nafnið merkir vopn guðanna), sem var fyrsti kristni boði í Sviþjóð Ansgar var af víkinga ættum Faðir hans var liðsforingi i her Karls mikla Móðir hans var kristin Hún dó um aldur fram, er Ansgar var lítill drengur Hann var alinn upp i klaustri. og brutt komu miklir hæfileik- ar hans i Ijós Ansgar var sendlir til Danmerkur að boða kristni, og árið 82 7 fór hann sömu erinda til Sviþjóðar í fylgd með kaupmönnum Hann var rændur á leiðinni, en komst ti! bæjarins Birka á eyju i Leginum rétt hjá Stockhólmi Þar var byggð að hans frumkvæði kirkja árið 830, sem er fyrsta kirkjan á Norðurlöndum — Ansgar dó 865 Siðustu orð hans voru áminning til vina hans um að gleyma ekki kristniboði á norðurslóðum Predikun orðs og þjónusta handar Kynni séra Jóns Melanders af erlendu leikmannastarfi hvöttu hann til að stofna leikmannaskólann Hann fór i kynnisferð til Englands og kynntist þá enska ..kirkjuhernum", sem stofnaður var 1882 Starfsmenn kirkjuhersins lögðu leið sina til hinna heimilislausu. og stofnuðu 46 aðsetur og heimili er veittu húsnæðislausum skjól og at- hvarf j kirkjuhernum höfðu menn glöggt auga fyrir þvi, að ekki var hægt að greina sundur predikun orðsins og þjónustu handarinnar, heldur varð það tvennt að fara saman. Á þetta lagði séra Jón Melander höfuðáherzlu og vitnað I ummæli stofnanda kirkju- hersins ,,Að aðskilja þetta tvennt, hið þjóðfélagslega (sociala atbetet) og predikun gleðiboðskaparins (det evangelisatoriska) er sama og að leysa vélina frá gufukatlinum " Skólinn byggir á samskotum og gjöfum almennings Hvernig er farið að þvi að reka svo stóra stofnun sem leikmannaskólinn er með öllu því. sem hann þarf til sin árið um kring? Þegar við hjónin gengum i gegnum skólastofur og vistarverur skólans, með skólastjóranum Carl Martlings var auðséð, að þar var engu til sparað Einn dag i kirkjuárinu er safnað til skólans i kirkjum Svíþjóðar Það er árviss tekjustofn og ekki svo litill, þegar haft er i huga að sænska þjóð kirkjan er stór, og skólinn nýtur vinsælda Honum berast gjafir úr ýms- um áttum á leikmannadegi og aðra daga Til er það, að menn arfleiði skólann að eignum sinum Gamlir nemendur styðja skólann fjárhagslega Hin fjölþættu námskeið, sem skipu- lögð eru árlangt fram i tímann gera margan leikmanninn hæfari en ella til þess að sinna kalli kirkju og knstni Sviþjóðar Siðustu áminningarorð postula Norðurlanda lofa og starfa i Ansgarshlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.