Morgunblaðið - 08.12.1976, Page 8

Morgunblaðið - 08.12.1976, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 HANDLUKTIR með rafhlöðum VASALJÓS Fjölbreytt úrval MESS. BJÖLLUR SMÁKEÐJUR Mess. og brúnar BÍLDRÁTTARTÓG SNJÓSKÓFUR KLAKASKÖFUR HESSIANSTRIGI GINGE SLÖKKVIT. ASBESTTEPPI BRUNABOÐAR Ánanaustum Sími 28855 Smíðajámslampar Borðlampar Hengilampar Vegglampar Olíuofnar Gasluktir Olíuhandluktir Olíulampar 10“ 15"r, 20"' KULDAÚLPUR VINNUHANZKAR Mikið úrval STIL-LONGS ULLARNÆRFÖT Nælonstyrkt Dökkblá fyrir dömur og herra ULLARTEPPI VATTTEPPI KLOSSAR VINNUSKÓR KULDASTÍGVÉL Forsætisráðherrar Norðurlanda: Norsku olíulindirnar eðli- legur grundvöllur fyrir víð- tækara samstarfi í iðnaðar- og orkumálum Norðurlanda EINS og komið hefur fram f Morgunblaðinu var fundur for- sætisráðherra Norðurlanda haldinn f Helsingfors 3. desem- ber s.l., en fundurinn var hald- inn f boði Martti Miettunen, forsætisráðherra Finnlands. Morgunblaðinu barst f gær fréttatilkynning frá forsætis- ráðuneytinu um fundinn og fer hún hér á eftir: „Forsætisráðherrarnir ræddu alþjóðlegar viðskipta- horfur. Fram kom, að búast megi við tiltölulega hægum efnahagsbata 1977. Þetta hefur í för með sér sérstök vandamál fyrir þau lönd.döönd, sem búa við mikinn viðskiptahalla. Á það til dæmis við um Norður- lönd. Forsætisráðherrarnir töldu þvf mjög æskilegt, að þau lönd, þar sem greiðslujöfnuður- inn er hagstæður, grípi til örvunaraðgerða til að tryggja vaxandi alþjóðaviðskipti. For- sætisráðherrarnir fjölluðu einnig um efnahagsástandið á Norðurlöndum um þessar mundir. Voru þeir sammála um, að stefnan í efnahagsmál- um yrði að miða að þvi að draga úr verð- og kostnaðarhækkun- um og stuðla þannig að þvi að bæta samkeppnisgetu Norður- landa á alþjóðavettvangi og tryggja næga atvinnu. Sam- þykkt var að halda áfram nánu sambandi um mótun efnahags- stefnunnar í hverju landi. Þar með gefast betri möguleikar til að fylgja farsælli efnahags- stefnu i hverju einstöku Norðurlanda. Forsætisráðherrarnir lýstu ánægju sinni yfir þvi, að Nor- ræni fjárfestingarbankinn (NIB) skuli hafa starfað frá því i ágústbyrjun á þessu ári, en ákvörðun um bankann var tekin á fundi forsætisráðherr- anna á siðasta ári. Bankastjóri fjárfestingarbankans gaf skýrslu um störf hans til þessa. Bankinn hefur samþykkt og innt af hendi fyrsta lán sitt og fjallar nú um 15 fyrirspurnir og lánsumsóknir frá fyrirtækjum á öllum Norðurlöndum. Tekist hefur samvinna við lánastofnanir á Norðurlöndun- um, bæði þær sem reknar eru af opinberum aðilum og einka- aðilum. Forsætisráðherrarnir töldu, að með þvi að lána fé til fjárfestingar og útflutningsat- vinnugreina muni Norræni fjárfestingarbankinn veita mikilvægan stuðning við nor- ræna samvinnu í efnahagsmál- um og iðnaði. Forsætisráðherrunum var gerð grein fyrir þeirri úttekt, sem nú er unnið að, á hráefnum og auðlindum Norðurlanda. Forsætisráðherrarnir lögðu áherslu á, hve mikilvæg úr- lausnarefni á þessu sviði væru, bæði fyrir löndin í heild og hvert einstakt þeirra. Með þetta í huga voru forsætisráð- herrarnir sammála um, að svo fljótt sem kostur er, skuli starf- ið að úttektinni leiða f ljós þau svið, þar sem unnt er að efna til nánara norræns samstarfs. Með því má, á árangursríkari hátt en ella, nýta sameiginleg hrá- efni og auðlindir Norðurlanda. Forsætisráðherrarnir reifuðu það, sem nú ber hæst í þróun norræns samstarfs í orku- og iðnaðarmálum. 1 því sambandi komu sérstaklega til álita fram- tíðarviðhorfin varðandi olíu- og gaslindirnar á norska land- grunninu. Norðmenn gerðu grein fyrir þeim tváhliða við- ræðum og samningaumleitun- um, sem nú fara fram milli Noregs og annarra Norður- landa. Forsætisráðherrarnir reifuðu það, sem nú ber hæst i þróun norræns samstarfs í orku- og iðnaðarmálum. I því sambandi komu sérstaklega til álita framtfðarviðhorfin varð- andi olfu- og gaslindirnar á norska landgrunninu. Norð- menn gerðu grein fyrir þeim tvíhliða viðræðum og samningaumleitunum, sem nú fara fram milli Noregs og ann- arra Norðurlanda. Forsætisráð- herrarnir voru sammála um, að norsku gas- og olíulindirnar væru mikilvægar bæði sem orkugjafi og hráfefni, og þær væru eðlilegur grundvöllur fyr- ir víðtækara samstarfi í iðnaðar- og orkumálum á Norðurlöndum. Áhersla var lögð á nauðsyn þess, að tekið væri tillit til norrænna hags- muna við löndun og dreifingu gass og olíu frá þeim vinnslu- svæðum, sem nú er vitað um, og þeim, sem síðar kunna að finn- ast, til þess m.a. á þann hátt að stuðla að víðtækara iðnaðar- samstarfi. Þegar lengra er litið, getur sú olfa og það gas, sem kann að finnast á landgrunninu norðar undan ströndum Nor- egs, skapað nýja, mikilsverða samstarfsmöguleika. Forsætisráðherrarnir ræddu frekari þróun annarra orku- gjafa og þær varúðarráðstafan- ir, sem eru tengdar kjarnork- unni. Þeir lögðu áherslu á nayð- syn aukinnar norrænnar sam- vinnu á þessu sviði. Forsætisráðherrarnir skipt- ust einnig á skoðunum um þau atriði, sem nú blasa við varð- andi framkvæmd útfærslu efnahagslögsögu og fiskveiði- lögsögu. Látin var f ljós sú von, að þau vandamál, sem útfærsl- unni fylgja innan Norðurlanda, megi leysa á þann veg, að allir aðilar geti vel við unað. Með hliðsjón af 25. þingi Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Helsingfors í febrúar 1977, reifuðu forsætisráðherr- arnir framvindu norrænnar samvinnu almennt. Þeir létu í ljós ánægu yfir því, að ráðherra nefndin mun á þinginu leggja fyrir Norðurlandaráð þrjár til- lögur um starfsáætlanir, er snerta félagsmál og heilsu- gæslu, vi^nuaðbúnað og bygg- ingarsamvinnu. Auk þess verð- ur lögð fram tillaga að sam- þykkt um norrænt samstarf í landamæra-sveitarfélögum. Lögð var áhersla á nauðsyn þess, að samþykktin taki gildi svo fljótt sem kostur er. Forsætisráðherrárnir stað- festu, að norræn samvinna þró- ast á hagkvæman hátt og þar með gefst tækifæri til að auka hana frekar og dýpka. Þeir álitu, að samvinnan væri nú orðin svo víðtæk, að nauðsyn- legt væri að semja heildaráætl- un um allt Norðurlandasam- starfið. Vonast er til, að lokið verði við að semja slfka áætlun, sem ráðherranefndin (sam- starfsráðherrar) hefur hafist handa um, fyrir næsta forsætis- ráðherrafund. Forsætisráðherrarnir voru sammála um, að reglubundnir forsætirráðherrafundir skuli framvegis verða hluti Norður- landasamstarfsins. í boði for- sætisráðherra Svíþjóðar ákváðu þeir að hittast f Stokk- hólmi haustið 1977.“ Sléttahraun Góð 2ja herb. íbúð á jarðhæð, 70 fm. Þvotta- herb. og búr inn af eldhúsi. Sér fataherb. Vandaðar innréttingar. Verð 6.0 millj. Útb. 4,5 millj. Arahólar 108 fm. 4ra herb. íbúð á 6. hæð. Stórkostlegt útsýni yfir alla borgina. Sameign og lóð fullfrá- gengin. íbúðinni fylgja bílskúrssökklar á lóð. Verð 10.0 millj. Útb. 7.0 millj. Höfum auk þess fjölda eigna af öllum stærðum á skrá. Lítið við eða hringið. lisltlliasili lifnrstrati 22 S. 27133 27151 Knutur Signarsson vidskiptatr Pall Gudjónsson vidskiptafr Kaupendaþjónustan Jón Hjálmarsson sölum. Benedikt Björnsson lögfr. Til sölu Við Sundin 1 30 ferm. ibúð i sérflokki, þvotta- hús og búr á hæðinni. Glæsilegar stofur, tvö svefnherb. í Háaleiti 4ra herb. glæsileg ibúð. bilskúr, útsýni mikið og fagurt. í Seljahverfi Fokhelt einbýlishús. skipti æskileg á sér hæð i Reykjavik. Við Álfheima Vönduð 4ra herb. ibúð á 1. hæð. Við Digranesveg Vönduð 2ja herb. ibúð á 1. hæð. Bilskúrsréttur sér hiti. Við Grettisgötu 3ja herb. endurnýjuð á 2. hæð i steinhúsi. Við Arnarhraun glæsileg og mjög rúmgóð 2ja herb. um 70 fm. ibúð. Við Asparfell glæsileg ný 2ja herb. ibúð Bændum greitt fullt verð fyrir gærur frá 1975 Ríkissjóður leggur fram 40 millj. kr. ÁKVEÐIÐ hefur verið að bændur fái greitt að fullu grundvallarverð, sem Sex- mannanefnd ákvað haustið 1975 fyrir gærur. Sem kunnugt er af fréttum náðu gæru- seljendur ekki yerðlagsgrund- vallarverði við sölh á gærum til innlendra sútunarverksmiðja. Treystu verksmiðjutmar sér ekki til að greiða það verð, sem Sexmannanefnd hafði ákveðið sem heildsöluverð á gærum haustið 1975 og vildu ekki greiða hærra verð en næmi verði til erlendra sútunarverk- smiðja. Var áætlað að af þess- um sökum vantaði u.þ.b. 100 milljónir króna til að bændur fengju fullt verð. í Fossvogi vönduð 2ja herb. íbúð á fyrstu hæð. Við Hverfisgötu 3ja herb. ibúð á annarri hæð i góðu steinhúsi. Sauna bað. í Hafnarfirði gott einbýlishús sex herb. Bilskúr. Hagstætt verð. í Seljahverfi Glæsilegt raðhús fokhelt en frágeng- ið að utan. Vandað lokað bílsk. Teikning á skrifstofunni. Við Vesturberg glæsileg 3ja herb. ibúð á 2. hæð. Sér þvottahús. Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri i landbúnaðar- ráðuneytinu, sagði að þetta mál hefði verið í athugun hjá ráðu- neytinu og nú hefði verið ákveðið að bændum yrði greitt fullt grundvallarverð fyrir gærurnar. Sagði Guðmundur að það, sem á vantaði yrði að nokkru leyti greitt með fram- lagi frá ráðuneytinu eða um 40 milljónir króna en það sem þá væri eftir tækju gærukaupend- ur og sláturleyfishafar á sig að greiða. Þess má geta að heild- söluverð á gærum hefur ekki áður verið ákveðið það hátt að komið hafi til greiðslu á út- flutingsbótum svo sem nú verð- ur. í Grindavík Glæslleg húseign. í Furugerði Ný og vönduð 2ja—3ja herb. íbúð á 1. hæð. Við Barónsstig 2ja herb. góð kjallaraibúð Kvöld- og helgarsími 30541 Þingholtsstræti 15. i Sími 10-2-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.