Morgunblaðið - 08.12.1976, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.12.1976, Qupperneq 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 17 Útgefandi Fram kvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjórn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100 Aðalstræti 6, simi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Geðdeild Landspítalans Um langan aldur hafa málefni geðveikra verið hornreka f heilbrigðismálum hér á tslandi. Að sumu leyti hefur það stafað af neikvæðu almenningsáliti I garð þeirra, sem hafa þjáðst af geðsýki, að öðru leyti af áhugaleysi þeirra, sem með völdin hafa farið hverju sinni. Afleiðingin hefur orðið sú, að um langt árabil hefur ekkert stórátak verið gert I uppbyggingu sjúkrahúsa fyrir geðsjúka. Geðdeild- in við Borgarspftalann er undantekning en hún tðk til starfa sumarið 1968 og bætti úr brýnni þörf, enda þótt hún hafi yfir takmörkuðum rúmaf jölda að ráða. Á seinni árum hefur smátt og smátt orðið breyting á viðhorfi almennings til þessa sjúkdóms. Nú f dag eru æ fleiri, sem Ifta á geðsjúkdóma sem hverja aðra sjúkdóma en ekki feimnismál af þvf tagi, sem ekki megi sjá dagsins Ijós. Ætla hefði mátt, að samfara breyttu og jákvæðara almenningsáliti hefði skapazt grundvöllur til þess að gert yrði myndarlegt átak á þessu sviði heilbrigðismála, þvf að engum getur dulizt að þörfin er brýn. Nú er talið, að samtals skorti um 530 rúm fyrir geðveikt fólk á Islandi. Er þá átt við heildarþörfina, þ.e. fyrir sjúklinga, sem þurfa á skammtfma vistun á geðdeild að halda, fyrir langdvalarsjúklinga á hjúkrunarheimilum, og fyrir drykkjusjúka. Af þessum 530 rúmum er talið að vanti 280 rúm fyrir skammtfma vistun, á hjúkrunarheimilum skortir um 120 rúm fyrir sjúklinga til langdvalar, um 100 rúm vantar á sérstakar geðveikrastofnanir og 30 rúm á drykkjumannahæli. Sá rúmafjöldi sem til er í landinu er mjög takmarkaður. Þannig hefur Kleppsspftalinn yfir að ráða 126 rúmum til skammtfma vistunar og geðdeild Borgarspftalans 31 rúmi. Af þessum 126 rúmum, sem Kleppsspftali hefur yfir að ráða, eru 18 notuð fyrir drykkjusjúka og 50 fyrir langdvalarsjúklinga. Þá hefur Kleppsspftali yfir að ráða 104 rúmum á svonefndum geðhjúkrunarheimilum, sem ætluð eru til langdvalar og geðdeild Borgarspftalans hefur yfir að ráða 86 slfkum rúmum. Þá er samtals 81 rúm á drykkjumannahælum. Allt eru þetta dauðar tölur en á bak við þessar tölur má finna mesta ófremdarástand, sem til er f heilbrigðismálum á Islandi og hefur svo verið um margra áratuga skeið. A tfmum mikilla framfara f heilbrigðismálum og félagslegum málefnum er ekki vansalaust að spftalaaðstaða fyrir geðsjúka skuli vera svo takmörkuð sem raun ber vitni um. Þetta ófremdarástand er blettur á samfélagi okkar. A tfmum Viðreisnarstjórnarinnar var ákveðið, að ný geðdeild skvldi rfsa við Landspítalann. Byggingarframkvæmdir hófust f ársbyrjun 1974. Lokið var við að steypa bygginguna upp á sl. sumri. Eins og nú horfir er ekki útlit fyrir, að nokkurt sjúkrarúm verði tekið f notkun f hinni nýju geðdeild á næsta ári og raunar verður það ekki fyrr en á árinu 1979 að óbreyttum aðstæðum skv. þeim upplýsingum, sem Matthfas Bjarnason heilbrigðisráðherra gaf f Alþingi f gær. Og miðað við þær áætlanir, sem gerðar hafa verið um framkvæmdahraða, bendir allt til þess að byggingu geðdeildar við Landspftalann verði ekki lokið fyrr en á nfunda áratugnum. Þá verður liðið nokkuð á annan áratug frá þvf, að Viðreisnarstjórnin tók ákvörðun um, að geðdeild skyldi rísa við Landspftalann. Á meðan skortir 530 rúm fyrir geðveikt fólk og drykkjusjúklinga á Islandi. Vmislegt hefur að vfsu verið gert á undanförnum árum, en allt er það viðbót hér og víðbót þar. Stóra átakinu miðar hægt. Þessa dagana fjallar Alþingi um f járlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Skv. því á að verja til geðdeildarbyggingar á næsta ári 125 milljónum króna. Lfkur benda til, að sú upphæð hækki eitthvað f meðförum Alþingis en þó ekki nægilega mikið til að tryggja, að sjúkrarúm verði tekin f notkun á næsta ári f geðdeild Landspftalans. Morgunblaðið hefur á undanförnum vikum hvatt alþingismenn til þess að halda útgjöldum rfkissjóðs f skefjum og draga úr opinberum framkvæmdum. En Morgunblaðið hefur jafnframt hvatt þingmenn til þess að huga vel að röð þeirra framkvæmda, sem rfkið stendur að á næsta ári. Með þvf að dreifa fjármagni f margar framkvæmdir vinnst Iftið á hverjum stað. Þetta er nú að gerast f heilbrigðismálum. Kvensjúkdómadeild Land- spftalans var byggð á tiltölulega stuttum tfma vegna þess, að áherzla var lögð á þá framkvæmd. Öll málefnaleg rök hnfga að þvf að nú beri að leggja áherzlu á að Ijúka byggingu geðdeildar við Landspftalann og bæta þannig úr afar brýnni þörf. 1 fyrsta lagi tala tölur um sjúkra- rúmaskort sfnu máli. t öðru lagi er Ijóst, að framkvæmdir á þessu sviði heilbrigðismála hafa setið á hakanum f áratugi. 1 þriðja lagi er óhyggilegt að binda mikið fé f þessari framkvæmd f mörg ár án þess að það komi að notum. 1 fjórða lagi mun hin nýja geðdeild ekki sfður þjóna þörfum landsbyggðar en höfuðborgarsvæðis. Ef menn vilja byggja afstöðu sfna á tilfinningalegum rökum eru þau einnig til staðar. 1 hversu mörg ár enn eiga þeir, sem verða geðsjúkir á einhvern hátt og aðstandendur þeirra að bfða vikum og jafnvel mánuðum saman eftir þvf að sjúklingurinn fái viðunandi aðbúnað á sjúkrahúsi? Ilér er á ferðinni vanrækt verkefni, sem ristir djúpt hjá þeim, sem til þekkja. Matthías Bjarnason um geðdeild: — Höfuðnauðsyn að sjúkradeild opni um leið og göngudeild, sagði Ragnhildur Helgadóttir Matthfas Bjarnason SNARPAR umræður urðu á fundi sameinaðs Alþingis f gær f fram- haldi af fyrirspurn Ragnhildar Helgadóttur (S) til heilbrigðisráð- herra um byggingu geðdeildar Landspftalans. Fyrirspurnir Ragnhild- ar voru á þá lund, hvað liði byggingu geðdeildar Landspftalans?, hve mörg sjúkrarúm fyrir geðsjúka skorti og hvenær yrði hægt að taka sjúkrarúm væntanlegrar geðdeildar f notkun og hvenær áætlaði rfkis- stjórnin að geðdeildarbyggingunni yrði lokið? 1 svari heilbrigðisráð- herra, Matthfasar Bjarnasonar, kom fram, að áætlaður kostnaður við að Ijúka geðdeildinni liggur ekki fyrir, en ráðherrann sagði, að ætla mætti, að kostnaður við það yrði um 750—800 milljónir króna. Þannig þyrfti þvf að verja um 200 milljónum króna á ári næstu fjögur ár ætti að taka alla deildina f notkun f árslok 1980. Skilning skortir Ragnhildur Helgadóttir (S) sagði ástæðu þess, að hún bæri fram fyrirspurnir sfnar varðandi byggingu geðdeildarinnar, þá, að henni fyrndist ekki alveg ljóst af fjárlagafrumvarpi næsta árs, hver áætlunin væri í þessu efni nú, hvort halda ætti áfram á sömu braut og áður hefði verið mörkuð. Þá sagði Ragnhildur, að það virt- ist kannski allóvenjulegt, að stjórnarþingmaður bæri fram þinglega fyrirspurn til ráðherra um áhugamál sln, en bætti því við að sannleikurinn væri sá, að hér væri um vandamál að ræða, sem hún hefði haft fyrir augum frá þvf f sinni bernsku. Sagði hún að verulega skorti á skilning fólks gagnvart þeim erfiðleikum, sem geðsjúkt fólk ætti við að etja. Fólk, sem byggi við þennan sjúk- dóm væri í stanzlausri vörn og hvorki það né vandamenn þess væru í aðstöðu til að mynda þrýstihóp til að knýja á um lag- færingar i þessum málum. Orðrétt sagði Ragnhildur: „Þess vegna á þessi hópur sjúk- linga hvergi skjóls að vænta nema hjá stjórnmálamönnujn og skiln- ingur stjórnmálamanna verður að byggjast á því, að þeir átti sig á við hver vandamál er hér raun- verulega að etja. Það þýðir ekkert að velta þvi fyrir sér, hversu mörg atkvæði fylgi lausn þessara vandamála. Það er ekki vist að þau séu nein. Hins vegar er hér um mál að ræða, sem stjórnmála- mennirnir bera ábyrgð á hvort leyst verða eða ekki.“ Þá ræddi Ragnhildur um að- gerðir í byggingu geðsjúkrarýmis og sagði, að raunverulega hefði skarið fyrst verið tekið af I ráð- herratíð Jóhanns Hafstein sem heilbrigðisráðherra en i yfirliti yfir sjúkrahúsbyggingar rikisins 1965—1966 er sagt, að ákveðið væri að koma fyrir sérstakri bygg- ingu fyrir geðsjúkradeild á Land- spítalalóðinni, sem þá var verið að skipuleggja. I fréttatilkynningu um heilbrigðismál frá i desember 1969, er sagt, að geðdeild við Landspítalann væri fyrirhuguð næst byggingarframkvæmda heil- brigðismála á Landspitalalóðinni. 1 framhaldi af þessu sagði Ragn- hildur orðrétt: „Um þetta leyti fylgdu, að ég held, öll stjórnmálasamtök með ályktanir og yfirlýsingar um það, að málefni geðsjúkra væri stærsti vandi, sem við blasti á sviði heil- brigðismála og yrði að vinda bráð- an bug að lausn þess vanda. I ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, sem ég man best eftir, var skýr og -korinorð yfirlýsing um það, að næsta stórframkvæmd á vegum rikisspítalanna væri geð- deild Landspítalans. Þá var I byggingu fæðingardeild Land- spitalans og þá voru allir sammála um það, að henni lokinni skyldi geðdeild Landspítalans taka við. Vinstri stjórnin, sem ég hef nú yfirleitt ekki tilhneigingu til að tala hlýlega um hafði vit á því að taka þetta málefni upp í sinn fræga stjórnarsáttmála og þá var gerð áætlun um það og þessi bygg- ing fullhönnuð. Áætlun var gerð um það, að hún skyldi reist í einu stóru átaki á þremur árum.“ Svar Ráðherra Matthfas Bjarnason, heil- beigðisráðherra, svaraði fyrir- spurn Ragnhildar og fer svar hans hér á eftir: „I sambandi við þessa fyrir- spurn, sem einskorðast við mál- efni geðdeildar Landspitalans, þá vil ég minna á að óskað er eftir skýrslu um framkvæmd laga um heilbrigðisþjónustu með tilvitnun til 31. gr. þingskapa (áður sam- þykkt þingsályktunartillaga — innskot Mbl.). Gert er ráð fyrir að þegar sú skýrsla liggur fyrir og hefur verið útbýtt, þá verði um- ræður um hana. Málefni geðdeild- ar verða að sjálfsögðu einn þáttur þeirra upplýsinga, sem fram koma í þessari skýrslu, sem nú er verið að vinna á vegum ráðuneyt- isins, en tekur að sjálfsögðu veru- legan tfma, þar sem um svo fjöl- þætt verkefni er að ræða. Hvað líður byggingu geðdeildar Landspitalans sérstaklega, þá er því til að svara, að frá því að byggingarframkvæmdir hófust á árinu 1974 hefur byggingin geng- ið fram með eðlilegum hætti fram á mitt ár 1976 og i samræmi við framkvæmdasamninga þar að lút- andi. Tillögur Heilbrigðis- og trygg- ingarmálaráðuneytisins um fjár- veitingar til geðdeildar á fjárl. þessa árs voru lækkaðar I með- ferð Alþingis úr 188 millj. i 78 millj. og olli þessi lækkun því, að ekki var hægt í byrjun þessa árs að gera ráð fyrir öðru en að bygg- ingarframkvæmdir við geðdeild mundu stöðvast, þegar lokið var þáverandi samningsáfanga, en það var að gera húsið fokhelt og glerja það. Þegar á ljós kom á síðastliðnu vori, að aðrar framkvæmdir, sem byggingarstjórn á lóð Landspitala hafði með höndum, mundu tefjast vegna seinkunar í sambandi við nýtt skipulag Reykjavíkurborgar og færslu Hringbrautar, þá óskaði byggingarstjórn eftir því við Há- skóla Islands að heimilt yrði að nota hluta af fé því, sem gert var ráð fyrir að færi til bygginga vegna háskólans á Landspftalalóð á þessu ári, til þess að halda áfram framkvæmdum við geð- deild Landspítalans og var gert ráð fyrir að fá að láni um 50 millj. kr. í þessu skyni. Samþykki fékkst til þessarar ráðstöfunar fjárins með þvi skilyrði að það yrði endurgreitt af fjárveitingu ársins 1977 og var hafist handa á sl. vori um að gera útboðslýsingar af áframhaldandi vinnu við geð- deild en það verður að upplýsa að þessi aðferð við fjárveatingar hef- ur gert það að verkum að það hönnunarstarf, sem upphaflega var gert vegna geðdeildar, hefur hvergi nærri komið að þeim not- um, sem upphaflega var gert ráð fyrir, vegna þess að bjóða hefur orðið út miklu minni byggingar- áfanga en fyrirhugað var. Vinna við gerð þessara útboðs- gagna fór fram á sfðastliðnu sumri og var lokið þannig að út- boð fór fram nú í haust og voru opnuð 15. nóv. Það er ekki hægt að svara þvi á þessu stigi máls hvenær byggingu geðdeildar verður lokið. Eins og fyrr sagði, þá voru tillögur ráðu- neytisins um fjárveitingar til geð- deildar skornar mjög verulega niður I meðförum Alþingis á sið- asta ári. I fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi, eru fjárfram- lög til byggingar geðdeildar skornar niður úr 185 millj. I 125 millj. eða um 60 millj. Ég hef lagt á það áherzlu að í fjárlögum næsta árs verði varið fé til að ljúka göngudeildinni þann- ig að hún geti tekið til starfa á næsta ári og 10 milljónum króna verði varið til frágangs á lóð geð- deildarinnar. Þingmenn geta reynt að gera sér grein fyrir þvi sjálfir, hve það lengir byggingartima geðdeildar ef tillögur ráðuneytisins um fé til framkvæmda verða áfram lækk- aðar á sama hátt og gert hefur verið. Það skal upplýst að í lok októ- ber sfðastliðins hafði verið greitt til geðdeildar rúmlega 260 millj. króna. Nákvæmar endanlegar áætlanir um hvað kostar á verðlagi dagsins I dag að ljúka geðdeildinni liggja ekki fyrir, en ætla má að kostnað- ur við það sé um 750—800 millj. lega var gerð grein fyrir stefnu- mörkun heilbrigðisráðuneytisins i sambandi við vistunarrýmisþörf almennt m.a. fyrir geðsjúka. Þar var gert ráð fyrir því, að 210 sjúkrarúm þyrfti fyrir 100 þús. íbúa vegna geðlækninga, 125 rúm á 100 þús. íbúa á hjúkrunarheim- ilum fyrir geðsjúka og 100 rúm fyrir 100 þús. Ibúa á sérstökum geðveikistofnunum og drykkju- mannahælum. Um þessar tölur má að sjálf- sögðu deila, sumum finnast þær of lágar, öðrum of háar og kemur þar margt til álita og einkum það hve göngudeildarþjónusta er öfl- ug og hve heimahjúkrun, heimilishjálp og stuðningur sveitarfélaga á sviði félagsmála er öflugur. Siðan hefur bæst sérstök deild fyrir áfengissjúklinga á Vifils- staðaspitala og verið gerðar skipulagsbreytingar í sambandi við áfengissjúklinga á Kleppsspít- ala, þá hefur og fjölgað nokkuð þvi rými, sem hefur verið til ráð- stöfunar fyrir geðsjúklinga á Reykjalundi og í Asi I Hveragerði og sérfræðingur I geðlækningum hefur tekið til starfa við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Þessar aðgerðir hafa þó aðeins gert meir en að halda I horfinu frá þvi er var á frinu 1972 og geri ég ráð fyrir að meginniðurstaða í riti heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins nr. 3/1973 sé nokk- urn veginn óbreytt, en þar var gert ráð fyrir að það skorti um 200 vistunarrými á geðsjúkrahús- um, um 140 vistunarrými á geð- hjúkrunarheimilum og um 140 vistunarrými á sérstökum stofn- unum fyrir gíeðveila og drykkju- menn. Enginn skyldi þó skilja orð mán svo, að þessir sjúklingahópar fái enga þjónustu i dag. Áhrifa þessa skorts fyrir þennan sérstaka hóp sjúklinga kemur að sjálfsögðu fram I öllu sjúkrahúskerfinu og vil ég fyrst og fremst nefna þar Hin nýja geðdeild Landspftalans eins og hún stendur nú. Til þess að geðdeildin gæti öll verið komin i not I árslok 1980, þyrfti að veita til hennar um 200 millj. króna á ári í næstu 4 ár. Auðvelt er að taka deildina í not í áföngum, ef nægilegu fé er veitt til hennar', þannig að göngu- deild hennar gæti tekið til starfa I lok næsta árs og tvær sjúkradeild- ir á árinu 1978. Verði hins vegar haldið áfram þeirri stefnu, sem mörkuð var með fjárveitingum ársins í ár, koma sjúkradeildar ekki í gagnið fyrr en á árinu 1979 eða jafnvel á árinu 1980. Fyrirspyrjandinn spyr hve mörg sjúkrarúm vanti fyrir geð- sjúka á tslandi. Áður en bygging geðdeildar hófst, þá fóru fram miklar umræður um þörf á sjúkrarými fyrir geðsjúka og leyfi ég mér i því sambandi að vitna til greinar, sem Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, ritaði í Morgun- blaðið í nóv, 1972, þar sem ýtar- r Ragnhildur Helgadóttir Sjúkradeildír ekki í notkun fyrr en 1979—1980 með óbreyttri stefnu í fjárveitingum slysadeild Borgarspitalans og lyf- læknisdeildir sjúkrahúsanna I Reykjavik, sem annast bráðar inntökuvaktir, svo og allar lang- dvalastofnanir, bæði hjúkrunar- deildir og dvalarheimili fyrir aldraða. Með tilkomu hjúkrunar- deildarinnar að Hátúni 10 var nokkuð bætt úr fyrir sumum þess- ara sjúklinga. Ég ætla að láta þessa umræðu um geðdeild Landspítalans nægja að sinni og visa aftur til þess, að gera verður ráð fyrir að almenn umræða um heilbrigðismál og framkvæmdir á sviði heilbrigðis- mála verði i sameinuðu þingi, þegar skýrla sú, er ég minntist á I byrjun máls míns, liggur frammi.“ Þörfu máli hreyft Magnús Kjartansson (Abl.) tók næstur til máls og sagði að hér væri hreyft þörfu máli. Miðað hefði verið við I upphafi að geð- deild Landspitalans tæki til starfa 1978 en strandað hefði á fjár- magni til framkvænda. Sagði þingmaðurinn eftirlitsstofnanir fjármálaráðuneytisins hafa tafið það að hægt væri að nota það lánsfé, sem fengizt hefði frá Há- skóla tslands til framkvæmda. Magnús sagði að þó að nú væri timar erfiðleika I fjármálum væri engan veginn verjandi að láta steinsteypu standa án þess að hún væri nýtt. Nægilegt fé ber að leggja fram Jóhann Ármann Héðinsson (A) tók undir með Magnúsi að hér væri hreyft þjóðþrifamáli. Vegna orða heilbrigðisráðherra um niðurskurð á fjárframlögum til heilbrigðismála sagði Jón að nú væri gert ráð fyrir að verja á fjárlögum næsta árs 1900 milljón- um króna til sjúkrahúsabygginga en ráðuneytið hefði aðeins lagt fram áætlanir, sem svöruðu 1770 milljónum. Hvatti þingmaðurinn til þess að nægjanlegu fé yrði varið til byggingar geðdeildar Landspítalans i fjárlögum næsta árs. Að hvaða gagni kemur göngudeildin? Ragnhildur Helgadóttir (S) tók aftur til máls og þakkaði ráðherra svör hans. Gerði Ragnhildur m.a. að umtalsefni þau orð ráðherra að hann stæði að því að farið hefði verið fram á 55 milljón króna framlag til þess að hægt yrði að ljúka við að ganga frá 3/5 bygg- ingarinnar undir tréverk og ljúka við göngudeild. Sagði þingmaður- inn rétt að þetta væri myndarleg- ur áfangi en spurði hvort menn hefðu hugleitt, að hve miklu leyti þessi áfangi kæmi geðsjúku fólki að gagni. Orðrétt sagði þingmaðurinn um þetta efni: „Leysir fullbúin göngudeild vanda bráðsjúks geðveiks fólks I Reykjavik nema sjúkrarúm fylgi? Leysir fullbúin göngudeild vanda nokkurs geðveiks manns utan af landi nema sjúkrarúm fylgi? Það er nefnilega svo, að þótt fólk utan af landi eigi aðstandendur i Reykjavik, þá þýðir ekki að benda því á það, að geðveikur sjúklingur geti fengið inni hjá aðstandend- um sinum á meðan hann fær með- ferð á göngudeild i Reykjavík. Það taka engir aðstandendur geð- veikt fólk inn á sig á meðan þeir eru til læknismeðferðar. Þeir verða að fá sjúkrarúm. Mönnum dettur kannski i hug, að það sé til ein stofnun hér i Reykjavik, sem tekur veikt fólk utan af landi til gistingar á meðan það fær með- ferð á göngudeildum. Það sé sjúkrahótel Rauða kross íslands. Sjúkrahótel Rauða kross Islands tekur ekki geðsjúkt fólk. Þess vegna þarf sjúkrarúm. Göngu- deildir þjóna ekki aðeins fyrir- byggjandi tilgangi, að þær þjóna ekki aðeins þvi hlutverki, að þeir sem eru svo létt veikir, að þeir geti verið heima hjá sér,.að þeir fái þar meðferð og svo heima- hjúkrun. Göngudeildir þjóna líka þeim tilgangi, að þeir geti útskrif- ast fyrr og fengið eftirmeðferð á göngudeildinni. Til þess að fá eftirmeðferð, þá þurfa menn að hafa fengið fyrirmeðferð, þ.e.a.s. menn þurfa að hafa fengið sjúkrarúm til afnota. Þess vegna er höfuðnauðsyn, að sjúkradeild, þótt litil sé, svo sem eins og 15 rúm, sé opnuð um leið og göngu- deild.“ Að siðustu minnti Ragnhildur á að þessi mál væru engan veginn pólitískt mál og það hefðu allir stjórnmálaflokkar viðurkennt. Tek ekki geðdeild fram yfir aðrar heilbrigðis- framkvæmdir Matthias Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði að Ragn- hildur hefði fengið til liðs við sig tvo þingmenn sem fljótari væru að taka undir mál, sem horfðu til útgjalda, en að afla tekna til að mæta þeim. Sagði hann sumt fólk vera mjög einskorðað við sin áhugamái og það væru dæmigerð- ir þrýstihópar. Ráðherrann sagði Alþingi hafa gengið frá löggjöf um heilbrigðismál þar sem kveðið væri á um, að úrbætur I heil- brigðismálum úti um land, þar sem aðstæður væru lakastar, ættu að hafa forgang. Matthías lauk máli sínu með að segja, að á með- an hann væri heilbrigðisráðherra ætlaði hann ekki að taka geðdeild- ina fram yfir aðrar framkvæmdir í heilbrigðismálum. Jóhann Hafstein (S) sagði að sér kæmi ekki á óvart þó deilt væri á ráðherra. Hann minntist þess frá sinum ráðherraárum. Minnti Jóhann á stórfellda stækk- un Landspitalalóðarinnar, sem fengizt hefði með samningum við Reykjavíkurborg. Ragnhildur Helgadóttir (S) gerði athugasemdir við orð Matthíasar Bjarnasonar og um að sumt fólk væri svo einsýnt, að það sæi ekki nema eitt mál, sem það hefði áhuga á. Sagði hún illa kom- ið fyrir stærsta stjórnmálaflokkn- um, Sjálfstæðisflokknum, ef einn af ráðherrum hans liti svo á, að málefni, sem bæði landsfundur flokksins og margar aðrar stofn- anir flokksins hefðu gert itrekað- ar yfirlýsingar um að hefði for- gang, að þar væri um einsýni að ræða. Ragnhildur sagðist ekki áð- ur hafa verið kölluð þrýstihópur og sagði að hún hefði kosið þá leið að fara að þessu máli eftir þing- legum leiðum en ekki eftir ýms- um þeim leiðum, sem þrýstihópar í landinu notuðu. Að síðustu benti hún á, að bygging geðdeildarinn- ar við Landspítalann væri ekki sízt til góða fyrir geðsjúkt fólk úti um allt land. Matthias Bjarnason, heil- brigðisráðherra, sagði að þó landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði samþykkt ályktanir um byggingu geðdeildarinnar þá hefði þingflokkur flokksins sam- þykkt þá healbrigðislöggjöf, sem hann lýsti i ræðu sinni áður við þessar umræður. Magnús Kjartansson (Abl.) sagði núverandi ríkisstjórn hefði fengið í hendur fullbúna áætlun um byggingu geðdeildarinnar og hefði rikisstjórnin aðeins orðið að útvega f jármagn til framkvæmda. Sagði Magnús að geðdeildin væri ekki eina málið, sem núverandi heilbrigðisráðherra hefði tafið og nefndi I þvi sambandi Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Magnús sagði það rangt að framkvæmdir við geðdeildina stæðu í veginum fyrir framkvæmdum við heil- brigðisstofnanir fyrir landsbyggð- ina, þvi fólk úti á landi hefði ekki siður þörf fyrir geðsjúkrahús- rými. Pétur Sigurðsson (S) sagði mál- flutning fyrrverandi heilbrigðis- ráðherra, Magnúsar Kjartansson- ar, furðurlegan við þessar umræð- Framhald á bls. 18 Ólafur Jóhann Sigurðsson. I>rjár bækur Ólafs Jóhanns í 2. útgáfu BÓKAUTGAFA Menningarsjóðs hefur gefið út þrjár bækur eftir Ólaf Jóhann Sagurðsson í 2. út- gáfu, ljóðabækurnar „Að lauf- ferjum“ og „Að brunnum" I einu bindi og barnasöguna „Spóa“. Fyrir ljóðabækurnar hlaut Ólafur Jóhann bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1976. Hafa bækurnar verið uppseldar um skeið. Dómnefnd bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs komst m.a. svo að orði í greinargerð sinni um skáldskap Ólafs Jóhanns: „I ljóðrænni list og boðskap Ólafs Jóhanns sameinast norræn hefð í ljóðagerð vitund skáldsins um hinn flókna vanda mannsins i nútlmanum. Þessum vanda lýsir skáldið í ljóðum sínum sem trag- iskri andstæðu náttúrunnar og hins tæknivædda samfélags." „Spói“ kom fyrst út 1962, en hefur lengi verið uppseld hjá út- gáfunni. „Ber sagan glögg ein- kenni höfundar: fagran stil og málblæ, ádeilusama fyndni og óvehjulega frásagnargleði", segir m.a. i fréttatilkynningu frá útgef- anda. Bókin er prýdd teikningum eftir Helgu B. Sveinbjörnsdóttur. „Svona erum við” Börnum kynntur mannslikaminn í máli og myndum KOMIN er út myndskreytt bók um mannslikamann, „Svona erum við“ eftir Joe Kaufman i þýðingu örnólfs Thorlacius. Undirtitill bókarinnar er: „Hvernig við verð- um til, hvernig líkami okkar vex og starfar, hvernig við lærum og hvers við þörfnumst til að halda heilsu." I bókinni segir m.a. um tilgang hennar: „Þessari bók er ætlað að veita börnum skilning á likömum sínum — og að hjálpa foreldrum að svara spurningum barna sinna. Hér er kynnt á auðskilinn hátt liffæri og líkamshlutar manna og starfsemi þeirra. Bókin er eink- um sniðin við hæfi ungra lesenda — eða hlustenda — á aldrinum sex til tólf ára, sem kynnast munu hér hugmyndum og hugtökum er tendra athygli þeirra og áhuga. Raunar mun öll fjölskyldan njóta lestrarins og verða margs visari af.“ Bókin er I mjög stóru broti, 93 bls. að stærð. Utgefandi er Set- berg, sem hefur einkarétt á útgáf- unni hér á landi. Kynning á Guó- spekistúkunni Fjólan GUÐSPEKISTUKAN Fjóla i Kópavogi heldur kynningarfund miðvikudaginn 8. des. kl. 21 i Hamraborg. Þar verður starfsem- in kynnt þeim sem áhuga hafa á Guðspekilegum efnum og andleg- um málefnum, svarað verður fyrirspurnum um félagið og Guð- jón B. Baldvinsson flytur erindi sem hann nefnir: Hvert ætlar þú?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.