Morgunblaðið - 08.12.1976, Síða 20

Morgunblaðið - 08.12.1976, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 Hjónanna frá Fagradal minnst: Oddný Sveinsdóttir og Kristján N. Wiium Frú Oddný var fædd að Brim- nesi við Seyðisfjörð í Norður- Múlasýslu 26. maí 1884 og andað- ist 2. maí 1976 að heimilí frú Guðbjargar dðttur sinnar að Hamrahlíð 23 á Vopnafirði og manns hennar, Magnúsar Guðmundssonar, gjaldkera við Kaupfðlag Vopnafjarðar. Hjá þeim hjðnum átti Oddný heitin lengst af mjðg öruggt og ástúðlegt athvarf um áratugi eftir lát marins slns. Auk Guðbjargar áttu þau Kristján og Oddný fjðrar dætur aðrar, sem allar eru gefnar gððum mönnum. Nöfn dætranna og manna þeirra eru þessi: Svein- björg Ingileif, ekkja eftir Stefán Gðmundsson húsasmlðameistara, bðrdis gift enskum bankamanni I London, Ralph Smith að nafni, Asta gift Hauki Snorrasyni skrif- stofumanni og Elsa gift Astráði Þórðarsyni múrarameistara. Faðir Oddnýjar var Sveinn Jónsson, sonur Jóns Steingríms- sonar frá Gerði í Suðursveit. Kona Sveins hét Ingileif Jónsdótt- ir frá Bakka I Bakkafirði. Sveinn og Ingileif bjuggu fyrst nokkur ár á Brimnesi við Seyðisfjörð, eða til ársins 1903, en þá fluttust þau að Fagradal við Vopnafjörð og keyptu þá jörð. Jörðin var rýr, hvað landkosti snerti, og túnið aðeins smáskiki. En Sveinn bóndi hóf brátt jarðabætur og varð vel ágengt sökum dugnaðar og fyrir- hyggju. Fagridalur liggur fyrir opnu úthafi og höfn engin, og lending aðeins fær f einstökustu sumarblíðum. Hins vegar voru fiskimiðin skammt undan og gjöf- ul, þegar gaf á sjóinn. Eyjan Bjarnarey liggur fyrir landi, en þar var fuglatekja, æðarvarp, sel- veiði og hákarlaveiði, þannig að allgóð hlunnindi fylgdu eynni. Hjónin í Fagradal voru bæði mjög vel greind, dugleg og ráð- deildarsöm á alla lund, enda bún- aðist þeim vel. Um Svein bónda verður ekki annað sagt, en að Heildverzlun Péturs Péturssonar. Jólagjöfin hennar er gjafasett frá Desert Flower. hann var um margt svo langt á undan sinni samtfð að undrum sætti. Eftir hann liggur mikið af ljóðum og lögum, allt f ljósprent- uðum bókum. Bókamaður var hann mikill og lagði stund á stjörnufræði. Margskonar fjöl- breytt um fróðleik safnaði hann saman og forðaði frá gleymsku. Einstök reglusemi og atorka ein- kenndi allt hans líf. Rithönd hans var frábærlega fögur. Börn þeirra hjóna voru Oddný, Kristbjörg, gift Þórhalli Sigtryggssyni kaup- félagsstjóra við Kaupfélag Þing- eyinga og Andrés, nú látinn, kvæntur Guðrúnu Halldórsdóttur frá Kóreksstaðagerði. Um aldamótin 1900 var skóla- hald hér á landi bæði lftið og lélegt. Hins vegar var það oft og iðulega, að börn efnaðri bændaog frá stærri heimilum, hlutu all- góða menntun í heimahúsum. Oddný í Fagradal var einn vetur i kvennaskóla sem haldinn var á Seyðisfirði um tveggja ára skeið. Og heimili hennar hefir áreiðan- lega orðið henni haldgóður skóli. Frú Oddný var meðalkona á vöxt og yfir henni var alla tíð alveg einstök en þó látlaus reisn, sem einungis höfðingja konur hafa haft til að bera. Hún var skapfestu kona og gerði sér þess ávallt fulla grein, hvað hún vildi. Hún var léttlynd, vel greind, gam- ansöm og sérstaklega viðræðugóð. Allar kvenlegar hannyrðir léku í höndum hennar engu síður en húsmóðurstörfin. Þegar Oddný var rúmlega ní- ræð, hitti ég þessa fornu vinkonu foreldra minnna á Vopnafirði og spilaði þá vist við hana, ásamt tveimur konum öðrum. Við þetta tækifæri Undraðist ég stórkost- lega, hve vel hún bar aldurinn, bæði andlega og lfkamlega. Þessi samfundur var ekkert samkvæmi aldraðra með úr sér gengin skiln- ingarvit. Vistin var spiluð með miklu fjöri, kímni og gamansemi. Sólóar voru sagðar, bæði heilar og hálfar, og nfræða konan lét hvergi hlut sinn með hraðann í spila- mennskunni. Og hún skartaði í upphlut, eins og ung kona að hætti heldri kvenna. Kristján maður Oddnýjar var fæddur 24. apríl 1881 í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Faðir hans hét Niels Jónsson og var trésmið- KASSETTU VIÐTÆKI VBP ■ I ■ ■ — ■ FM/MW/LW FM/MW/LW Innbyggður hljóðnemi. Sjálfvirkur upptökustyrkur. Verð kr. 30.900.- 3 ára ábyrgð laugavegi 89 13008 ur. Kona hans hét Kristfn Marfa Jónsdóttir fræðimanns f Njarð- vík. Kristfn Marfa létzt af barns- förum, þegar hún fæddi Kristján. Eftir lát konunnar bjó Niels áfram í Njarðvfk. Niels var þjóð- hagasmiður og lágu eftir hann margir og góðir gripir af ýmsu tægi. Ennfremur smfðaði hann nokkrar kirkjur á Austurlandi og jafnvel vfðar. Þótti hann i öllu dugandi maður. Niels kvæntist aftur og átti með seinni konunni þrjú börn. Af trésmfðunum mun Niels hafa þótt tekjurnar litlar. Brá hann þvf á það ráð að þessara tíma hætti að flytja til Vestur- heims og fór einn í bili, en konan og börnin urðu eftir I Njarðvík. Heimildir skortir um það, hversu lengi Niels var einn fyrir vestan. En áður en langur tími leið skrif- aði hann konunni og lagði svo fyrir, að hún kæmi til sín með alla fjölskylduna. Eftir þessu að dæma hefir honum vegnað vel i nýja landinu. Þegar Niels flutti vestur tók hann upp ættarnafnið Wium, en það nafn var alkunnugt um Aust- urland. Og þegar hann skrifaði Kristjáni syni sínum af fyrra hjónabandi, skrifaði hann dreng- inn Wfum. Niels lagði svo fyrir, að Kristján kæmi með stjúpu sinni og hét honum nýju reiðhjóli, ef hann kæmi. En af vesturför drengsins varð þó aldrei af orsök- um, er nú skal greina: Þegar við fæðingu var litli snáðinn tekinn í fóstur af hjónunum Guðrúnu Sveinsdóttur, ættaðri frá Mývatni, og Birni Einarssyni á Kóreksstöðum í Hjaltastaðaþing- há f Norður-Múlasýslu. Þessi hjón voru föðuramma og afi undirrit- aðs. Og enda þött mér sé málið þetta skylt, eru fyrir því allra bestu heimildir, að alllöngu fyrir og um aldamótin 1900-og um þau, var Kóreksstaðaheimilið talið ris- mikið, ef ekki rismest á öllu Fljótsdalshéraði og þótt víðar væri farið. Er hér átt við bústofn- inn allan, sem var geypimikill, fólksfjöldann, góða greind hús- bændanna, hjartahlýju, gestrisni og höfðingsbrag. Guðrækni og góðir siðir voru þarna í heiðri hafðir. Á þessu heimili var Kristján Wfum upp alinn nær óslitið fram um tuttugu og fimm ára aldur. Þau afi minn og amma áttu fjóra syni: Einar, Svein, Hall- dór og Hall. Allir voru þeir nokkru eldri en Kristján. Engu að siður tókst snemma með þessum fimmmenningum mjög innilegt fóstbræðralag, sem entist með órofa vináttu og tryggð til æviloka hvers um sig. Þegar flytja átti Kristján til skips í veg fyrir vesturfaraskipið, sem statt var á Seyðisfirði með stjúpu og hálf- systkini unga drengsins, er það í minnum haft, að á leiðinni lagði snáðinn þrisvar til stroks í átt til Kóreksstaða. Þetta strok varð til þess, að fylgdarmaðurinn sá sér ekki annað fært, en láta að vilja drengsins. Þessi löngu liðna saga talar sínu máli og þarf engra skýr- inga. Amma mín og afi urðu bæði háöldruð. Man ég vel eftir þeim alla tíð frá því að ég var á þriðja ári. Síðustu æviárin hafði afi minn litla fótavist og loks enga. Kom þá í hlut Kristjáns að hlúa að gamla manninum, en það gerði hann af mikilli ástúð og natni, svo að afa minn vildi t.d engan annan láta búa um sig daglega. Þetta segir lfka sitt. Þeir Kóreksstaðabræður voru allir vinsælir og það að verðleik- um. En í þessu efni varð fóstur- sonurinn enginn eftirbátur, eins og ráða má af þvi, sem að framan er sagt. Kristján varð mér snemma minnisstæður allt frá fjögurra ára aldri. En eftir þetta áttum við eftir að kynnast mikið. Kristján Wfum unni af heilum huga öllu, sem var gott, fagurt og göfugt. Hann var mikill bókamað- ur og átti gott bókasafn og úrval vandaðra tfmarita. Hann var mjög góðum gáfum gæddur, fróður og viðlesinn, en forðaðist að lesa nema allra beztu bækur, en hon- um bauð við öllum ruslbókmennt- um. Hann studdi öll góð málefni með ráðum og dáð í hvivetna. öll góðgerðastarfsemi var honum hjartfólgin og I blóð borin. Hann var bindindismaður á vin og tóbak alla ævi og lagði þeim mál- um öflugt lið, hvenær sem tæki-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.