Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 5

Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 5 Ingólfs Apótek flyzt búferlum INGÓLFS Apótek mun í byrjun næsta árs flytjast úr Fischersundi í Hafnarstræti 5, þar sem áður var Ferðaskrifstofa Geirs Zoéga. Samningar þessa efnis voru undirritaðir nú í vikunni, en Ing- ólfs Apótek hefur verið í Fischer- sundi síðan 1958. Að sögn Werners Rasmussen lyfsala er húsnæðið í Hafnarstrætinu mun hentugra til lyfsölureksturs en það húsnæði, sem apótekið hefur verið í. Firmakeppni TR í hraðskák: Friðrik og Guðmund- ur meðal keppenda TAFLFÉLAG Reykjavíkur efnir tii firmakeppni í hraðskák, og hefst mótið í dag fimmtudag kl. 20 i húsakynnum félagsins. Hefst keppnin á undanrásum sem einnig munu standa föstudag, laugardag, sunnudag og mánu- dag. Geta skákmenn hafið keppni hvaða ofangreindan dag sem þeir kjósa. Báðir íslenzku stórmeist- ararnir í skák, Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson, munu taka þátt í þessari keppni, og auk þeirra verða flestir sterk- ustu skákmenn þjóðarinnar meðal keppenda. Um 250 fyrirtæki taka þátt í þessari keppni, en keppnin, sem er með útsláttarfyrirkomulagi, hefur verið árviss atburður i starfi T.R. og er mikilvægur hlekkur i fjáröflun þess. Jarðskjálfta- hrinunni lokið á Kötlu- svæðinu? — UNDANFARIÐ hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni f Mýr- dalsjökli og svo virðist sem hún sé á undanhaldi, sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur I viðtali við Morgunblaðið I gær. Ragnar sagði að honum fyndist nú, að Ifkur á Kötlugosi hefðu minnkað verulega, en engin leið væri að segja um slikt með vissu. Siðan 29. siðasta mánaðar hefur skjálftum farið fækkandi með hverjum degi, en stærsti kippur- inn siðan þá mældist 3.6 stig á Richter þann 30. nóvember. Nú mælast 2—3 skjálftar á þessum slóðum á sólarhring. — Þó farið sé að draga úr jarðskjálftahrin- unni, sem hófst i ágústmánuði, þá er of mikið sagt að hún sé búin og enn er fylgzt mjög náið með fram- vindu mála fyrir austan, sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur. AOGl-ÝSINGASÍMINN ER: 22480 j JR*rexinbI«bib Fullar verzlanir Nýjar vörur teknar upp daglega til jóla Opið til kl. 8 annað kvöld og til kl. 6 á laugardag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.