Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 7

Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 7 Óskhyggja kommúnista SVO virðist sem ofstopa mennirnir í hópi kommúnista, sem stóðu fyrir tilraunum til „hreinsunar" að stalínisk um sið á siðasta ASÍ-þingi séu haldnir þeirri ósk- hyggju, að þeir tveir sjálf- stæðismenn sem kjörnir voru í miðsjórn ASÍ, þeir Björn Þórhallsson, for- maður LÍV, og Magnús Geirsson, formaður Raf- iðnaðarsambands íslands, muni reynast þeim auð- veldari viðfangs en Guðmundur H. Garðars- son og Pétur Sigurðsson, sem sátu i miðstjórn ASÍ á siðasta kjörtimabili. Þessi óskhyggja ofstopamanna kemur fram i grein eftir einn helzta talsmann þeirra, þriðjudagsgrein Þjóðviljans nú fyrr i vik- unni. Þar segir höfundur: „Þótt tveir fulltrúar sem teljast til Sjálfstæðis- flokksins næðu með naumindum kosningu til miðstjórnar, þé er skerð- ingin á valdi ihaldsins enn meiri en fulltrúafækkunin segir til um. Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson voru sérstakir trúnaðarmenn flokksfor- ystunnar i Sjálfstæðis- flokknum. Þeir höfðu afl til að beita sér og vilja til að þjóna ráðamönnum flokksins. í stað þeirra kemur Bjöm Þórhallsson sem á engan hátt er þeirra jafningi að pólitiskum styrkleika. Bjöm er stjómarformaður Dag blaðsins og hefur sem slikur hlotið mikið hatur Geirsklikunnar sem stend- ur með Visi. Forysta Sjálf- stæðisflokksins mun eiga erfitt með að sætta sig við Björn Þórhallsson sem trúnaðarmann sinn innan verkalýðs hreyfingarinnar enda gefur hann út blað sem i sifellu hefur gagn- rýnt flokksforystu Geirs Hallgrímssonar Hinn full- trúi Sjálfstæðisflokksins, Magnús Geirsson hefur á undanförnum árum færst æ fjær kjarna flokksins. Pétur Sigurðsson var svo óánægður með fylgis- spekt Magnúsar að hann taldi hann hvað eftir annað „vera kominn hálf- an í Álþýðuflokkinn". Þegar Guðmundur H. Garðarsson og Pétur Sigurðsson eru burtu reknir úr miðstjórn ASÍ og sjórnarformaður Dag- blaðsins og hálfur krati komnir Í staðinn, þá er von að forysta Sjálf- stæðisflokksins bölvi og ragni i aðalmálgagninu. Það eru áratugir síðan flokkur hefur fengið jafn- herfilega útreið og Sjálf- stæðisf lokkurinn fékk á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins." Verða fyrir vonbrigðum Ofbeldismenn kommún- ista eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum. Þeir Björn Þórhallsson og Magnús Geirsson eiga báðir að baki langt starf i launþegasamtökunum. Þeir munu báðir reynast traustir og öflugir tals- menn lýðræðishugsjóna og faglegrar verkalýðsbar- áttu i miðstjórn ASÍ. í við- tali við Morgunblaðið i gær, segir Björn Þórhalls- son m.a. um atburðina á ASÍ-þinginu: „Við sjálfstæðismenn höfum alla tið haldið því fram, að allir gætu starfað fyrir verkalýðshreyfinguna burtséð frá flokkapólitík. Hitt er svo annað mál, að ef fyrirætlun kommúnista hefði heppnazt, en hún hafði greinilega verið lengi í undirbúningi, tel ég vist, að það hefði leitt til klofnings Alþýðu- sambandsins, af þvi að íslenzk alþýða er ekki enn orðin vön þvi að láta kommúnista kúga sig. Afleiðingarnar veit enginn um, en hver hefði staða íslenzks verkalýðs orðið. ef hann hefði þurft að ganga fram klofinn?" Og Magnús Geirsson segir i viðtali við Morgun- blaðið í gær: „Aðförin að sjálfstæðis- mönnum var bæði óviðun- andi og heimskuleg og varð slzt til að styrkja verkalýðshreyfinguna. Þrátt fyrir óskir órólega hópsins innan Alþýðusambandsins er það fólkið i hinum einstöku félögum verka lýðsh reyf inga rin na r, sem ræður ferðinni. Það er ekkert miðstjómarvald innan ASÍ, sem ákveður stefnuna i kjaramálum. Sjálfur átti ég von á, að þessi litli órólegi hópur mundi gera það, sem hann gæti til að eyði- leggja þá einingu sem náðst hefur innan verkalýðsh reyfingarinnar hin siðustu ár." Það er mikill misskiln- ingur hjá öfgamönnum f hópi kommúnista, ef þeir halda að þeir tveir menn sem hér er vitnað til verði veikari talsmenn lýðræðissinna innan mið- stjórnar ASÍ en þeir, sem fyrir voru. Breiddin i forystuliði sjálfstæðis- manna í launþega- samtökunum er meiri en svo Vandaóu valió - veldu Philishave Skeggrót þín er sérstök, hver húð hefur sín einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90- Super 12,dýptarstillingu. Handhægur rennistillir velur réttu stillinguna.sem best hentar þinni húð og skeggrót. Veldu 1—9 og ein þeirra hentar þér. Þess vegna velur þú lika Philishave. Philishave — nafnið táknar heiipsfrægt rakhnifakerfi. Þrjá hringlaga fljótandi rakhausa. Þrisvar sinnum tólf fljótvirka ) hntfa.sem tryggja fljótan, 1 þægilegan og snyrtilegan rakstur. Þrisvar sinnum níutíu raufar, sem gripa bæði löng hár og stutt i sömu stroku. Er ekki kominn tími til, að þú tryggir þér svo frábæra rakvél? Löng og stutt hár i sömu stroku. Nýja Philishave 90-Super 12 kerfið hefur auðvitað hina þrautreyndu hringlaga rakhausa með 270 rakraufum (ðOá hverjum haus). Árangurinn læturekki á sérstanda: Löngp ogstutt hár hverfa í sömu stroku og rak- hausarnir haldast eins ognýirárum saman. Eitt handtak og bartskerinn af stað. Snyrtir barta og skeggtoppa á auga- bragði. Það kunna snyrtimenni að meta. — Hraður og mjúkur rakstur. Nýja Philishave 90- Super 12 hefur tvöfalt fleiri hnífa en eldri gerðir. Árangurinn er hraður rakstur. Auk þess, hefur þrýsting ur sjálfbrýnandi hnífanna á rakhaus- inn verið aukinn. Árangurinn er mýkri ogbetri rakstur. Reyndu Philishave 90-Super 12,og þú velur Philishave. HP 1121 — Stillanleg rak- dýpt.sem hentar hverri skeggrót. B^rtskeri og þægilegur rofi. Auðvitað gormasnúra og vönduð gjafaaskja. PHILIPS Fullkomin þjónusta tryggir Philips kann tökin á tækninni. Nýja Nyja Philishave 90-Super 12 3x12 hnifa kerfið. Verzlunin Hof Opnar nýja verzlun að Ingólfsstræti 1. (Á móti Gamla Bíói) Fallegar gjafavörur frá Austurlöndum einnig garn og hannyrðarvörur. Á gamla staðnum í Þingholtsstræti er stórútsala á qarni og hannyrðavörum. HOF RowenfA Kaffivélar 4 gerðir ROWENTA- UMBOÐIÐ Langþráðu takmarki náð Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3. bindi: Öræfi og Hafnariireppur Nú loksins er öll byggða- sagan komin út. Ómetan- legur gimsteinn i fjársjóð minninganna. Þeir, sem unna átthögum sinum, eiga nú þess kost að fá heitustu ósk sína upp- fyllta, — sögu æsku- stöðvanna á einum stað í þremur glæsilegum bind- um. Öll þrjú bindin fáanleg í takmörkuðu upplagi. BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNSÓ, LANGHOLTSVEGI 111, REYKJAVÍK, SÍMI 85433 AEG HANDVERKFÆRI AEG Cjilil . li 1 1 V«l ■ li 1 1 Fjölbreytt úrval AEG handverkfæra til iðnaðar- bygginga- og tómstundavinnu. Vandið valið og notið sterk og vönduð verkfæri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.