Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 13

Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 13 dar G. Hagalín „Ekki fæddur í gær"...HELGI SKÚLI KJARTANSSON skrifar um bók Bjöms Þorsteinssonar um þorskastríðin fyndin er frásögnin af ferð þeirra Hagalins og Brynjólfs Eirfkssonar með áfengi á fund Kristjáns læknis. Siðasta spöl- inn fór Brynjólfur með Hagalln á bakinu, en þetta var um kvöld í blindbyl og engir hættu sér út nema hetjur. Brynjólfur var öllu vanur, „einasti staurinn, sem stóðst stórviðri Austur- lands", barnslega einlægur og hjartahlýr eftir frásögn Haga- lins að dæma. Þó að Hagalin sé, slður en svo óánægður með sjálfan sig, enda ekki ástæða til, I ævisögum sínum, er sjálfhæðni töluvert ríkur þátt- ur I Ekki fæddur I gær. Hann gerir grln að sjálfum sér, hátt- um og útliti/Einn besti kafli bókarinnar, Góður dagur, er þess konar lesning sem yljar lesandanum. Þar er sagt frá því þegar Hagalín fer riðandi upp á Hérað til fundar við unnustu- slna, Kristlnu, og verður fyrir freistingu á leiðinni sem aðeins hinir siðferðilega sterku geta staðist. Hagalin hefur sjaldan tekist betur að lýsa kátbroslegu atviki en i þessum kafla og er þá mikið sagt, en ekki skal spillt ánægju væntanlegra lesanda bókarinnar með endur- sögn þessarar sögulegu ferðar. Frá kom þeirra Hvannár- mæðga, Kristínar og móður. hennar til Seyðisfjarðar, er llka fjörlega sagt. Hvað segir til dæmis ekki setning eins og þessi: „En seint gekk Kristln til sængur þau þrjú kvöld, sem hún dvaldist að þessu sinni á Seyðisfirði". Fallegt sólarlag og grónar anganlautir biðu hjóna- efnanna. Sú rómantík sem ein- kenndi Stóð ég úti I tunglsljósi er líka að finna I Ekki fæddur I gær. En Hagalin er stuttorðari og hnitmiðaðri að þessu sinni. Treginn fylgir lika þessari bók, einkum þegar vikið er að móðurinni og syninum. Bókinni Framhald á bls. 27 Björn Þorsteinsson Björn Þorsteinsson: TÍU ÞORSKASTRÍÐ 1415 — 1976 Reykjavík (Sögufélag) 1976 Björn Þorsteinsson fœrist hér í fang verkefni, sem er nokkuð sérstætt í íslenzkri sagnaritun: að rekja, hvernig sókn útlend- inga á íslandsmið hefur orðið deiluefni og átaka —, allt frá 1 5. öld til liðandi árs. Mikið af efni bókarinnar er reist á rann- sókn höfundar allt frá grunni, og annað tengir hann rás sög- unnar, innlendrar og erlendrar, skilmerkilegar en fyrr hefur ver- ið gert. Björn sýnir fram á, að umsvif erlendra fiskimanna • á íslandsmiðum eru miklu meiri örlagavaldur í íslandssögu lið- inna alda en menn hafa al- mennt gert sér grein fyrir, og skipta jafnvel talsverðu máli fyriralmenna Evrópusögu. Björn hefur áður, I doktorsriti sínu, rakið íslandssiglingar Englendinga á 15. öld og átök þeirra við Dani og Þjóðverja, sem þar af flutu. Það efni er hér endursagt í stuttu máli og glöggu, og mun marga undra, hve rík ítök Englendingar fengu á íslandi, en Danakon- ungur hélt landinu með því móti einu að beita Englendinga siglingabanni um Eyrarsund. Þá tekur við sá kafli sögunn- ar, sem mest rými fær, nær hálfa bókina, en það eru átökin um íslandsmið á dögum Hinr- iks VIII. Englandskonungs, sem oftar en einu sinni var boðið ísland til eignar eða um- ráða, en hafði þá ekki ráðrúm til að þiggja og hlaut að lokum að afsala þegnum sínum rétti til verzlunar og útgerðar á ís- landi. Höfundur rekur þá mörgu þræði Evrópustjórnmál- anna, sem hér fléttast saman: málefni Hansaborganna þýzku og afskipti þeirra af Danmörku, siðaskiptadeilurnar, hjúskapar- mál og utanríkisstefnu Hinriks VIII., stríð um ríkiserfðir í Dan- mörku; einnig efnahagslíf land- anna, sem í hlut eiga. íslands- saga þessara áratuga sést í nýju Ijósi, þegar hið evrópska baksvið er þannig dregið fram. Nú fer höfundur fljótar yfir sögu, allt þar til togarar koma til skjalanna, enda eru ekki háð þorskastrið á því skeiði, en nokkuð er þó að segja af haf- réttarmálum og landhelgis- gæzlu. Hér kemur líka til um- ræðu skútuútgerð Frakka og málaleitan þeirra 1855 að fá bækistöð til fiskverkunar í Dýrafirði. Björn bendir :, að það sé stærra mál en talið hafi verið, og dregur hann fram mjög athyglisverða afstöðu Jóns Sigurðssonar til þess. Með tilkomu togaranna dregur enn til tíðinda á íslands- miðum. Björn hefur margt að segja frá landhelgisgæzlu Dana við ísland, sumt eftir heimild- um, sem ekki hafa verið notað- ar áður. Hann trúir því ekki, að Danir hafi samið við Breta um þriggja mílna landhelgi við ís- land árið 1901 til þess að greiða fyrir svínakjötssölu, heldur hafi Bretar þá verið bún- ir að sýna með hótunum og herskipasendingum, að víðari landhelgi yrði ekki raunhæf. Bðkmenntlr eftir HELGA SKÚLA KJARTANSSON V Túlkun Björns á þessum við- burðum er verulegt nýmæli og virðist sannfærandi. Loks segir frá landhelgis- gæzlu íslendinga sjálfra og frá stækkun landhelginnar frá 1950, sem Bretar mættu með þvingunaraðgerðum i hvert sinn. í þeirri frásögn er fátt óvænt (nema helzt saga tog- víraklippanna), en greinargott yfirlit i stuttu máli. Þorskastríðasaga Björns Þor- steinssonar er verulegt framlag til þjóðsögunnar, og hún er einnig læsileg bók og á köflum bráðskemmtileg, einkum þar sem segir af Hinriki VIII., kon- um hans og öðrum samtíma- mönnum. Að vísu eru kaflar bókarinnar nokkuð ósamstæðir að blæ, sumir ágripskenndir-' saman borið við hina breiðu frásögn af 1 6. öldinni, og mjög misjafnt, hve rækileg rannsókn liggur til grundvallar. Höfuð- kostur bókarinnar er sá, hve víða yfirsýn höfundur hefur yfir efni sitt og hve sýnt honum er um að gera flókið samspil at- vika og aðstæðna lifandi fyrir sjónum lesandans. Sá hæfileiki nýtist bezt i fyrri helmingi bókarinnar. Síðari hlutinn er ójafnari, túlkun sumra hluta frumleg og skörulega rökstudd, en kallar á miklu nákvæmari heimildakönnun en hægt er að krefjast í yfirlitsriti sem þessu. Þorskastríð í sögulegu samhengi ........................ hennar Hafði Madelein eitrað matinn, eða hafði spennan sem ríkti á óðalinu eftir árásirnar aukið á grunsemdir Falcons? Theresa Charles fer hér á kostum, þessi bók hennar er ein sú mest spenn- andi sem við höfum gefið út. Gartland Fómfús ásl Ste»Sgsj» Örlögin börðu vissulega að dyr- um, þegar Shefford læknir flutti sjúklinginn dularfulla heim á heimili sitt. Og það voru margar spurningar sem leituðu á huga Önnu Shefford: Hvers vegna hafði Sir John einmitt valið hana? Hvers vegna vildi hann einmitt kvænast henni,fátækri, utnkomu- lausri læknisdóttur, forsjá þriggja yngri systkina? Rauðu ástarsögumar Hirfíft Sötk-iÍKitVí VIÐ BLEIKAN AKUR Hugljúf og fögur, en um fram allt spennandi ástarsaga bóndans unga, hans Andrésar, barátta milli heitrar og æsandi ástar hinn- ar tælandi Margrétar og dýpri en svalari ástar Hildar,hinnarlyndis- föstu og ljúfu heimasætu stór- býlisins. - Heillandi sænsk herra- garðssaga. kLsk-makik >oiiu SYST/R M\RÍ\ Nunnan unga var hin eina, sem möguleika hafði á að bjarga Hfi særða flugmannsins, sem svo óvænt hafnaði í vörzlu systranna. En slíkt var dauðasök, því ungi flugmaðurinn var úr óvinahern- •um og þjóðverjarnir voru strangir. Óvenjuleg og æsispennandi ástarsaga. SIGCE STARK Engir karímenn. takk Sex ungar stúlkur, sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum og eru fullar haturs I garð karlmanna almennt, taka eyðibýli á leigu og stofna Karlhataraklúbbinn. ...En þær fengu fljótlega ástæðu til að sjá eftir að hafa tekið þessa ákvörðun....

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.