Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
Aðventistar:
Reynum að ná til
þeirra landa, þar
sem hörmungarn-
areru mestar...
SAMBAND sjöunda dags aðvent-
ista á sér orðið yfir einnar aldar
sögu. Árið 1863 var fyrsti
söfnuðurinn myndaður I Nýja-
Englandi í Bandarfkjunum, f
honum töldust vera þrjú þúsund
og fimm hundruð manns. Upp frá
því dreifðist regla sjöunda dags
aðventista út til gamla heimsans,
Evrópu, og f dag eru um tvær
milljónir og sex hundruð þúsund
aðventistar í söfnuðum út um all-
an heim eða f hundrað og níutfu
löndum. Þar af eru aðeins tuttugu
prósent þeirra f Bandarfkjunum.
Varaforseti heimssambands sjö-
unda dags aðventista heimsótti
söfnuði þeirra hér á landi um
miðjan nóvember siðastl. og
ræddi Morgunblaðið stuttlega við
hann og forstöðumann safnaðar-
ins á Íslandi, Sigurð Bjarnason.
Varaforseti heimssambandsans
F.W. Wernick skýrði stuttlega frá
víðtæku hjálpar- og liknarstarfi
aðventista um allan heim . „Það
er okkar trú,“ sagði Wernick
meðal annars, ,,að sem kristnir
menn eigum við að gera allt, sem í
okkar valdi stendur til að lina
þjáningar meðbræðra okkar alls
staðar í heiminum". Eins og áður
hefur komið fram eru söfnuðir
aðventista starfræktir út um allan
heim, þar á meðal í Afriku Mið-
austurlöndum, Asiu, Sovét-
rikjunum og S-Ameriku. Wernick
skýrði frá þvi að síðastl. ár hefði
þrem milljónum og sjö hundruð
þúsund bandarikjadölum verið
varið til hjálparstarfa í fjörutíu
löndum.
„Við reynum að ná til allra
þeirra landa, þar sem hörmung-
arnar eru mestar, þar sem náttúr-
uhamfarir hafa verið eða
styrjaldir geisað. Þegar borgara-
styrjöldin stóð sem hæst í Beirút í
Libanon, stóð deild okkar, sem við
köllum Afríku- og Mið austur-
jÉlflftwl
Islenskar
æviskrár
frá landnamstima
til ársloka 1965.
VI bindi er komio út
Gætið þess við pöntun VI bindis, að
tilgreina gerð bands. Á skrifstofu
félagsins getið þér fengið bækling
sem gerir m.a. grein fyrir þeim
ýmsu gerðum bands sem bjóðast.
PÖNTUNARSEÐILL
HID ÍSLENSKA BÓKMENNTAFÉLAG
VONARSTRÆTI 12, REYKJAVÍK, SÍMI 21960
Sendið mér 6. bindi af ISLENSKUM ÆVISKRAM
gegn póstkröfu.
Setjið X við þá gerð af bandi sem þér óskið.
□ A db DC GD
Verð til félagsmanna ib. kr. 4000 + sölusk.
— — □ ób — 3840 + sölusk
Verð til utanfélagsmanna ib kr. 5000 + sölusk
— — □ ób. — 4800 + sölusk
Hið islenska bókmenntafélag.
NAFN
HEIMILI
SlMI..................
Enn er unnt að fá öll bindin, en
upplag er þó mjög takmarkað.
íslenskar æviskrár er eitt mesta verk
sem nokkru sinni hefur verið gefið út
hér á landi um ættfræði og persónusögu.
F.W. Wernick, varaforseti heims-
sambands Sjöunda dags aðvent-
ista, ásamt Sigurði Bjarnasyni,
forstöðumanni aðventista I Is-
landi. Myndin er tekin, er Wern-
ick kom ( stutta heimsókn til Is-
lands um miðjan nóvember.
Ljósm. Mbl. Rax.
landa deildina, fyrir gifurlegu
hjálparstarfi þar. Það var alls
ekki auðvelt verk og endanlega
var starfsliðinu ekki vært lengur í
Beirút og það flúði til Kýpur, þar
sem það hélt áfram starfsemi
sinni. Meðaltal söfnunarfjár í
Bandarikjunum síðastliðið ár, var
um hundrað og sextiu dalir á
hvern einstakling. Var því fé öllu
varið til hjálparstarfa á vegum
sjöunda dags aðventista."
Sagði Wernick ennfremur að
alls væru innan heimssambands
sjöunda dags aðventista um eða
tæplega 25 þúsund söfnuðir.
„Stór liður í starfi aðventista,"
sagði Wernick, „er að stuðla að
aukinni og betri menntun. Skólar
á okkar vegum eru öllum opnir,
hvort sem þeir tilheyra aðvent-
istasöfnuðum eða ekki.“ Sem
dæmi um það , sagði Wernick að I
Indlandi væru starfræktir nokkur
hundruð skólar og væri meiri
hluti nemenda ekki i söfnuði sjö-
unda dags aðventista. Einnig
sagðist hann hafa heimsótt tvo
skóla á þeirra vegum í Hong Kong
síðastl. ár og hefðu þar verið um
sextán hundruð nemendur. Um
það bil fimmtiu framhaldsskólar
eru á vegum aðventiista út um
allan heim. Barnaskólar eru um
3700 og háskólar tveir, báðir I
Bandaríkjunum.
„Staðreyndir allra sannra vís-
inda eru í samræmi við Biblíuna,"
sagði Wernick, „og þar af leiðandi
okkar trú. Hin andlega uppbygg-
ing er því mikilvæg og einnig sú
líkamlega. Að okkar áliti er
mannslíkaminn ekki síður heil-
agur en andinn og því ber að
meðhöndla hann sem slikan." Að
sögn Wernicks eru um þrjú
hundruð og fimmtiu spítalar á
vegum aðventista, út um allan
heim, svo og heilsugæslustöðvar.
Um fimmtíu bókaútgáfufyrirtæki
eru starfrækt á þeirra vegum.
Sigurður Bjarnason, forstöðu-
maður sjöunda dags aðventista á
Islandi, sagði að hér á landi væru
alls sjö hundruð meðlimir og söfn-
uðir væru sex. Skólar á vegum
aðventista á Islandi eru I Reykja-
vík, Keflavik, Árnssýslu og svo
Hlíðardalsskólinn I ölfusi, en sá
siðastnefndi er bæði barna- og
gagnfræðaskóli.
Hjálparstarf aðventista á
Islandi sagði Sagurður að væri
aðallega fólgið í söfnun á fatnaði
fyrir bágstadda. Síðastl. ár sagði
hann, að safnað hefði verið fatn-
aði fyrir tvö þúsund einstaklinga
að verðmæti ein milljón króna.
Auk þess hefur verið úthlutað
peningum og mat. Til Grænlands
sendu islenzkir aðventistar
síðastl. ár um tvö tonn af fatnaði,
sem Varnaliðið tók að sér að
flytja og dreifa þar. Bókaútgáfa
islenzkra aðventista er einnig
blómleg. Nú eru þeir að undirbúa
6. hefti af sögum Bibliunnar fyrir
börn — en þegar hafa verið gefin
út niu þúsund bindi af fyrsta
hefti þess bókaflokks. Einnig eru
þeir nú að gefa út nokkrar þýddar
bækur, þar af eina eftir banda-
ríska rithöfundinn E.G. White.