Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 16

Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 Nauðsyn á vernd fiskstofnanna Góðir fundarmenn. Liðið starfsár hefur verið viðburðarrikt og annasamt hjá stjórn samtakanna. Kemur þar margt til, einkum þó sjóðakerfis- breytingin og ráðstafanir henni tengdar og kjarasamningar við sjómenn. Léleg aflabögö. — Afkoman slæm en betri en 1975 Árið hefur einkennst af léleg- um aflabrögðum alls þðrra báta- flotans og afli hefur reynst jafn- vel enn minni en árið áður, sem var þó eitt lélegasta aflaár, sem komið hafði. Afli togaranna er nokkru meiri en áður, sem stafar af fjölgun þeirra. Afkoma fiskveiðanna er mun betri á þessu ári en á árinu 1975, en þrátt fyrir það er afkoman með þvl versta, sem hún hefur verið í mörg ár. Bátaflotinn, að loðnuveiðum frátöldum, er nú rekinn með um 1300 milljóna króna halla og er þá reiknað með um 1500 milljónum króna í endurmetnum afskriftum. Afkoma loðnuveiðanna var mjög slæm s.I. vetur vegna mjög lágs loðnuverðs, sem stafaði af lágu markaðsverði. Markaðsverðið hef- ur nú hækkað verulega og horfur fyrir loðnuveiðar því mjög góðar. Afkoma minni skuttogara er nú skást af hinum ýmsu útgerðarþáttum og halli þeirra talinn vera um 360 milljónir króna, þegar endurmetnar af- skriftir eru áætlaðar um 860 milljónir króna. Astæðan fyrir betri afkomu þeirra er, að afla- brögð hafa reynst mun betri en hjá öðrum fiskiskipum, þótt þau séu mjög misjöfn á einstök skip og eftir landshlutum. Stóru skuttogararnir eiga við mikla rekstrarerfiðleika að stríða, þrátt fyrir nokkra opinbera fyrir- greiðslu og halli þeirra um 385 milljónir króna eða jafnhá upphæð og afskriftum nemur. Ástæða er til þess að geta þess i þessu sambandi, þegar rætt er um afkomu fiskveiðanna, að greiðslu- afkoman er nokkru betri vegna þess að greiðslubyrðin er nokkru lægri af stofnlánum báta en nem- ur endurmetnum afskriftum. Framleiðslu- verðmæti 1976 Nýgerðar áætlanir Þjóðhags- stofnunar benda til þess, að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði um 52 milljarðar króna á þessu ári samanborið við 37 milljarða króna á árinu 1975. Aukning framleíðslunnar í ísl. krónum er því um 15 milljarðar króna eða um 40%. Þjóðhagsstofnun skiptir þessari hækkun I þrennt, þ.e. 18—19% hækkun á útflutnings- verðlagi í erlendri mynt, 14—15% hækkun á verði erlends gjaldeyris og 4—5% vegna aukins framleiðslumagns. Eðlilegt gæti verið að álykta, að þessir fjármunir lægju einhvers staðar óskiptir í handraða, en því er ekki svo varið. Um 10 milljarðar króna hafa farið til greiðslu aflaverðmætis, sem vex milli áranna úr 16.7 milljörðum í 26.6 milljarða. Við mat á afkomu- breytingu fiskvinnslunnar milli áranna 1975 og 1976 þarf að draga þá hækkun frá, sem orðið hefur á launum og öllum öðrum rekstrar- kostnaði milli áranna. Koma þar til beinar verðhækkanir vegna verðlagsþróunar innanlands og gengissigs fsl. krónunnar og auk þess kostnaðarauki vegna auk- inna umsvifa í nýjum greinum, eins og síldarsöltun og sumarloðnu, en þessar greinar eiga drjúgan þátt í hækkun heildarútflutningsverðmætisins. Þegar upp er staðið i árslok, stöndum við frammi fyrir því, að innistæðu frystideildar Verð- jöfnunarsjóðs hefur verið eytt og ríkissjóður hefur ábyrgst greiðslugetu hennar, sem nemur á heilu ári 2.1 milljarði króna miðað við núverandi verðlag og gengi. Hraðfrystiiðnaðurinn, sem er burðarás atvinnulífsins um allt land og sá þáttur framleiðsl- unnar, sem skilar mestu útflutningsverðmæti eða um 25.1 milljarði eða 48.3% af heildar- framleiðslunni, er kominn á hálf- gert ríkisframfæri. Núverandi markaðsverð nægir frystiiðnaðin- um ekki til þess að greiða það verð fyrir fiskinn, sem hann nú greiðir eða verkafólki þau laun, sem nú eru greidd. Á sama tíma er rætt um, að því er virðist I fullri alvöru, að stórhækka laun og allan tilkostnað og virðist því hin ,,illræmda“ verðbólga eigasér enn marga fylgjendur. Breyting sjóðakerfisins Á síðasta aðalfundi samtakanna var samþykkt, að unnið skyldi að því að lækka verulega hið of- vaxna sjóðakerfi, sem þróast hafði I allt að 16% útflutnings- gjöld. Niðurstaða þessa máls varð á þann veg, sem öllum er nú kunnugt, að útflutningsgjöld til hinna ýmsu sjóða og stofnana voru sameinuð I eitt útflutnings- gjald, sem er 6%. Gjald þetta skiptist nú milli viðtakenda, sem hér segir:i. Aflatryggingasjóður. a) Almenn deild 22% • b) Ahafnadeild 26% 2. Vátryggingasjóður fiskiskipa 27% 3. Fiskveiðasjóður 21% 4. Fiskimálasjóður 0.9% 5. Sjávarrannsóknir og Framleið- slueftirlit 2.3% 6. Samtök sjómanna og útvegsmanna 0.8% Meginbreytingin fólst I því, að leggja niður Olíusjóð og útflutningsgjöld til hans og þar með niðurgreiðslu á olíu, sem hafði numið mismuninum á kr. 5.80 fyrir hvern oliulltra og kr. 25.30, og lækka greiðslu Vátryggingasjóðs fiskiskipa úr 94% I 35% af iðgjöldum skip- anna. Miðað við 52 milljarða útflutningstekjur nemur þessi lækkun útflutningsgjaldanna u.þ.b. 5 milljörðum króna. Þessi breyting hefur þau megináhrif að þeim, sem vel afla og eyða lítilli olíu og hafa litinn vátryggingarkostnað, vegnar bet- ur en áður, en öðrum miður. Jafnhliða þessari breytingu á sjóðakerfinu hækkaði fiskverð. Til þess að fiskverðshækkun kæmi að gagni fyrir útgerðina til þess að standa undir hækkuðum útgerðarkostnaði, þurfti að lækka hlutaskipti sjómanna og til þess höfðu þeir lýst sig reiðubúna I Sjóðanefndinni, sem þeir áttu sæti I, ef sjóðabreytingin næði fram að ganga. Kjarasamningarnir við sjómenn Hófust nú samningaviðræður, sem stóðu nær látlaust I heilan mánuð og lauk með allsherjar- samkomulagi 1. marz milli allra þeirra aðila, sem aðild áttu að málinu, en það voru öll sjómanna- félög á landinu, bæði undir- og yfirmanna. Ljóst var frá upphafi, að um samkomulag gæti ekki orð- ið að ræða, nema það næði til allra aðila málsins, hvort heldur þeir voru með lausa eða fasta samninga, vegna þeirra laga- breytinga, sem gera þurfti og vegna þess að fiskverð er eitt og hið sama alls staðar á landinu. öllum eru kunn afdrif þessara samninga, sem ýmist voru felldir eða samþykktir eða ekki bornir undir atkvæði, en þá hafði verið ákveðið nýtt fiskverð, er byggðist á þvi að staðið yrði við hið gerða samkomulag. Þær lagabreytingar, sem sjóðanefndin lagði tal voru allar samþykktar af Alþingi, án fyrirvara, einnig I trausti þess, að staðið yrði við þann þátt málsins, sem snéri að samningamálum útvegsmanna og sjómanna. Samningaviðræður héldu slðan áfram fram eftir sumri og lyktaði á ný með samkomulagi, sem enn var fellt með fárra atkvæða mun I atkvæðagreiðslu, sem lftil þátt- taka var I, þrátt fyrir að hún væri látan standa I margar vikur. Vitað var, að samningamenn sjómanna áttu við nokkurn vanda að striða við að útskýra samningana fyrir umbjóðendum sínum. Kom þar tvennt til, umsaminn hundraðs- hluti af aflaverðmæti til sjómanna iækkaði, en þrátt fyrir það jukust tekjurnar, vegna þess að skipt var úr hærra verðmæti og nokkrir öfgamenn, sem kölluðu sig samstarfsnefnd sjómanna, þótt ekki væru þeir allir sjómenn, gerðu samninganefnd sjómanna alla þá erfiðleika, sem þeir gátu. Loks 6. september voru gefin út bráðabirgðalög til þess að taka af vafa um með hvaða hætti afla- hlutir sjómanna skuli gerðir upp. í því efni voru samningar þeir staðfestir, sem forystumenn sjómanna I samningaviðræðunum höfðu skrifað undir, ekki einu sinni heldur tvisvar. Undirskriftasafnirnar og fullyrðingar um að lög þessi hafi verið árás á sjómannasamtökin eru þvi marklausar með öllu, þvi þau stafestu einungis það, sem fulltrúar sjómanna höfðu sam- þykkt. Er næsta furðulegt, hve miklu moldvirðri hefur verið þyrlað upp um þetta mál, þegar þær aðstæður eru hafðar I huga, sem urðu þess valdandi, að lögin voru sett. í ljósa þeirrar reynslu, sem fékkst af afgreiðslu þessara samninga hlýtur að koma til álita, að krefjast bess, að fulltrúar sjómanna mæti til samninga- viðræðna með endanlegt umboð til þess að skrifa undir samninga, þvl við þessar aðstæður er óvinnandi. En hvað fólst I þeim samning- um, sem gerðir voru við sjómenn? Vegna sjóðakerfisbreytingarinn- ar var aflahlutur á vertíðarbátum hækkaður um 10.1 % á síld- og loðnuveiðum um 8.5 %, á togur- um um 2%, en á þeim voru tekjurnar hæstar fyrir. Talið er, að aflahlutir sjómanna hafi hækkað á þessu ári um 2.0 mill- jarða króna eða um 46% vegna hlutaskiptabreytinga og fisk- verðshækkana. Á sama tíma hafa kauptaxtar verkafólks og iðnaðar- manna hækkað um 26—27%. Sem betur fer hafa sjómenn ekki orðið afskiptir I kjaramálum áþessu ári og þeir eru vel að því komnir að fá meiri launabætur en aðrir, en þegar afkoma útgerðarinnar er með þeim hætti, sem raun ber vitni, er ekki við þvi að búast, að hægt sé að gera betur. Fiskveiðiland- helgin Fiskveiðilandhelgin hefur verið færð út I 200 sjómílur og hún viðurkennd af öllum þeim þjóð- um, er málið varðar, og Bretar farnir burt af miðunum, þeir sem mesta rányrkju hafa frá upphafi stundað á tslandsmiðum allra þeirra þjóða, er hér hafa stundað fiskveiðar. Þessum mikla sigri fagna út- vegsmenn umfram aðra, þvl þeir skilja betur en aðrir hana miklu þörf okkar fyrir hagnýtingu fiski- miðanna umhverfis landið. Þótt erfiðlega gangi I Isl. sjávarútvegi I dag, sjá menn fram á bjartari tíma, þegar fiskstofnarnir rétta við á ný. I því sambandi verðum við þó sjálfir að gæta hófs og gera allt, er I okkar valdi stendur til þess að tryggja vöxt og viðgang fiskistofnanna. Ástand fiskistofnanna I nýrri skýrslu Hafrannsókna- stofnunar um ástand þorskstofns- ins segir, að allt bendi til að afl- inn á þessu ári verði 340 þúsund lestir og stærð hrygningarstofns- ins verði á næstu vetrarvertíð aðeins um 210 þúsund lestir. Meðalstærð hrygningarstofnsins frá árinu 1955 til 1975 hafi verið um 600 þúsund lestir. Leggur þvi stofnunin til, að á næstu tveimur árum verði ekki leyft að veiða meira en 275 þús. lestir af þorsk- afla hvort ár. I skýrslunni segir, að ef sókn í þorskinn verði ekki minnkuð frekar, þá sé útlit fyrir að hrygningarstofninn árið 1978 verði aðeins 150 þúsund lestir og því spáð að aflinn á vetrarvertlð sunnan- og vestanlands verði sáratregur á næstu árum, ef ekki verði gripið til neinna frekari sóknarminnkandi aðgerða. Á síðasta aðalfundi nefndi ég, að um tvær meginleiðir væri að velja, ef við vildum tryggja endurreisn þorskstofnsins, þ.e. að hlýta ráðum fiskifræðinga og veiða ekki meira en þeir mæltu með og stöðva veiðar, þegar því marki væri náð, sem er þó ófram- kvæmanlegt, eins og við allir vit- um, eða takmarka sóknina I árs- byrjun við þau mörk, að umrætt magn entist þeim, sem veiðar stunduðu út allt árið. Þetta voru taldar hinar mestu hrakspár og uþþgjöf, en ég hefi enn ekki skipt um skoðun I þessu efni. Allt tal um það, að þjóðin hafi ekki efni á að taka þessum erfiðleikum, hefnir sln um siðir. Ekki höfum við frekar efni á að taka þeim erfiðleikum, sem verða ef við of- veiðum þorskstofninn I þeim mæli, að viðgangi hans sé teflt i algera tvlsýnu. Margvlslegar friðunaraðgerðir hafa verið gerðar á þessu ári, eins og lokun svæða, þar sem smár fiskur heldur sig, og lokun hrygningarsvæða, auk stækkunar möskva I botn- og flotvörpu og ráðgerð frekari stækkun möskva um næstu áramót. I ljós hefur komið, að þessar aðgerðir hafa ekki dregið það mikið úr afla að komið hafi að gagni til vaxtar og viðgangs stofninum. Enn frekari takmarkanir virðast því þurfa að koma til, ef ná á settu marki. Hin velheppnaða hrygning þorsksins s.l. vetur gefur mönnum þó nýjar vonir og ætti að staðfesta það mikilvæga atriði, að hrygningar- stofninn sé ekki orðinn það lltill, að hann geta ekki gefið af sér góðan árgang, ef skilyrði I sjónum eru hagstæð. 1 stjórn L.l.Ú. hafa komið fram hugmyndir um aflakvóta af þorski á hvert skip og bann við notkun flotvörpu um sinn á þorskveiðum, meðan stofninn er að ná sér. Aflakvóti á skip hlýtur að vera andstæður öllum dugandi skip- stjórum og sjómönnum yfirleitt, þótt vel hafi gefist þegar um út- hlutun á mjög takmörkuðu magni er að ræða, eins og gert hefur vrerið á síldveiðum s.I. 2 ár. Bann við notkun afkastamikils veiðar- færis eins og flötvörpu er einnig andstætt öllum vilja til framfara, en hlýtur þó að vera ásættan- legra. Ljóst er, að aukin notkun flotvörpu hefur f.för með sér stór- aukna sókn I þorskinn, því með henni er fiskurinn eltur uppi I sjó, þegar hann leitar frá botni. Heyrt hefi ég þessu líkt við tilkomu astictækisins við sfld- veiðar þegar farið var að kasta á síld, þótt hún væði ekki en á því byggðust veiðarnar áður fyrr. Allir vitum við hvað \ferð um síldarstofninn, þótt ekki teljum við að hann hafi verið allur veiddur. Stóraukin útgerð skut- togara hefur valdið aukinni sókn í millifisk og smáfisk og hljótum við því að ihuga hvort ekki komi til greina að leggja flotvörpuna til hliðar um sinn. Ræða Kristjáns Ragnars- r r sonar formanns L.I.U. við setningu aðalfundar í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.