Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 17

Morgunblaðið - 09.12.1976, Síða 17
IVÍORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 17 Síldveiðar við tsland og íNorðursjó Síldveiðar okkar við tsland i haust gengu mjög vel og alls veiddust um 17 þús. lestir eða nokkru meira, en ráð var fyrir gert vegna þess hve rekneta- veiðarnar gengu vel siðustu dagana, sem veiðar voru leyfðar. Allar reglur voru nú virtar af viðkomandi aðilum og virðast menn vera að sætta sig betur við þær takmarkanir, sem settar hafa verið. Utflutningsverðmæti síldarinnar mun verða rúmir 2 milljarðar krona og aflaverðmæti til skipanna um 1 milljarður króna. Uthlutun veiðileyfa olli miklum deilum og er það eðlilegt, þegar um svo takmörkuð réttindi er að ræða og raun ber vitni. Stjórn L.I.U. mun leggja fyrir þennan fund tillögur um, hvernig veiði- leyfum til nótaveiða verði úthlut- að á næsta ári og er þár gert ráð fyrir að þeir aðilar, sem ekki hafa fengið leyfi 2 s.l. ár sitji fyrir öðrum um leyfi á næsta ári. Einnig mun stjórnin leggja fram tillögur um breytingu á lögum um fiskveiðilandhelgina til þess að jafna aðstöðu hinna mismunandi skipastærða og þá fyrst og fremst að auka réttindi millistærðar af bátum, sem mjög virðast hafa verið afskiptir við setningu núgildandi laga. Síldveiðar í Norðursjó gengu einnig vel og veiddist það magn, sem okkur var veitt leyfi til að veiða þar. Verðlag á síld var nú mun hagstæóara en s.l. ár og var heildarverðmæti síldarinnar tæp- lega 1 milljarður króna. Við höfðum ávallt gert okkur grein fyrir, að þessum veiðum yrðum við að hætta, þegar landhelgin yrði færð út hjá þeim þjóðum sem land eiga að Norðursjó. Um áframhald þessara veiða fer því eftir því hvort við sjáum okkur hag i samningum um gagnkvæm veiðiréttindi við Efnahagsbanda- lag Evrópu sem eðlilegt virðist að kanna til þrautar. Loðnuverðar að sumri og hausti Loðnuveiðar að sumar- og haustlagi virðast geta gjörbreytt afkomu okkar stærri báta. Reynsla sú, sem fengist hefur á þessu ári, gefur nýjar vonir um að þessir bátar hafi framtiðarverk- efni við þessar veiðar. Mikilvægt var í upphafi veiðanna í sumar, að sjávarútvegsráðuneytið gaf nokkrum bátum tryggingu fyrir ákveðnu aflaverðmæti og varð það tvlmælalaust til þess að stuðla að þeirri tilraun, sem gerð var. Hins vegar virðist gæta nokkurs misskilnings um, að þessar veiðar hafi dregið úr sókn í þorskstofn- inn. Ég álit að enginn þeirra báta sem loðnuveiðar stunduóu hefðu stundað þorskveiðar og einnig að loðnuveiðar hefðu ekki verið stundaðar, ef við hefðum búið við sambærilegt afurðaverð á loðnu og á s.l. ári. Það, sem réð úrslit- um, var hið háa verð á loðnuaf- urðum og byggist áframhald þessara veiða þvi á þvi að verðlag haldist hátt og ísrek hamli ekki veiðunum. Utflutningsverðmæti sumar- og haustloðnuaflans er áætlað um 1900 milljónir króna og verðmæti til bátanna um 900 miiijÓRÍr króna. Líkur benda til, að þátttaka I loðnuveiðum muni vaxa á kom- andi vetrarvertið vegna hækk- andi verðlags og mun það valda minni sókn í þorskstofninn. Ljóst er, að tafm t^.^örkuðu mögu- leikar til þess að landa afla I ver*- smiðjur mun valda verulegri afla- skerðingu miðað við veiðimögu- leika flotans. Nú mun ljóst vera, að bræðsluskipið Norglóbal kem- ur ekki hingað til lands I vetur, og er hætt við, að aflamagnið skerð- ist um þær 60—70 þús. lestir, sem unnar hafa verið í þvi, hvort und- anfarinnatveggja ára. Vanrækt endurnýjun verksmiðja Má furðulegt telja, að engin uppbygging skuli hafa átt sér stað i verksmiðjum okkar og mjög tak- markaðar endurbætur hafa verið framkvæmdar. Stöndum við nú nágrönnum okkar langt að baki í þessari iðngrein. Ekki getur það talist hvatning frá stjórnvöldum til endurbóta eða endurnýjunar í þessari iðn- grein, að greiða þarf allt að 80% aðflutningsgjöld af hinum þörf- ustu hlutum i verksmiðjurnar. I þessu sambandi er einnig vert að minnast þess, að kaupendum flök- unar- og flatningsvéla er gert að greiða 22% söluskatt I tolli af þessum þörfu vélum, en á sama tima áforma stjórnvöld að aflétta þessum gjöldum með öllu af vél- um til iðnaðar og svo dæmi séu nefnd er það átt við vélar til sæl- gætisiðnaðar og til blöndunar á ávaxtasafa. Má með sanni segja, að stjórnvöldum hafi þar tekist að skilja hismið frá kjarnanum, eða hitt þó heldur. Athyglisverðar tilraunir hafa verið gerðar á árinu við úthafs- rækju- og kolmunnaveriðar, og virðast rækjuveiðarnar lofa góðu, en kolmunnaveriðar munu ráðast af möguleikum til þess að selja þennan fisk til manneldis, en á því virðast enn vera verulegir erf- iðleikar. Humarafla reyndist unnt að auka um 500 lestir í sumar vegna fyrri friðunaraðgerða. Enn er humarinn, sem veiðist hlutfalls- lega of smár og verður því að fara að öllu með gát i aukningu á þess- um veiðum á næstunni. Fiskveiðasjóður Með breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð, sem samþykkt var s.l. vor, var L.I.U. veitt aðild að stjórn Fiskveaðasjóðs, auk sam- taka sjómanna og fiskvinnslu- stöðva. Hefur þar náð fram að ganga gamalt baráttumál samtak- anna. Einnig var þá samþykkt, að heimila stjórn Fiskveiðasjóðs að lána út á gamla báta við endur- sölu, en það er mál, sem samtökin hafa einnig lengi barist fyrir. I hið vandasama starf I stjórn Fisk- veiðastjóðs valdi stjórnin Björn Guðmundsson, útgm., Vestmanna- eyjum. Jafnhliða sjóðakerfis- breytingunni s.l. vetur fékkst samþykkt lækkun á vöxtum Fisk- veiðastjóðs úr 11% i 8% vegna lána með veði í fiskiskipum. Hafa ber í huga, að lán Fiskveiðasjóðs eru gengistryggð og verðtryggð með visitölu að hluta og auk þess greiðir útvegurinn um 630 milljónir króna til Fiskveiðasjóðs i formi útflutningsgjalds Lokaorð Ég hefi hér rætt um þau helztu mál, sem til meðferðar hafa verið á liðnu ári og þá aðeins drepið á þau þýðingarmestu. Margvísleg vandamál virðast vera framundan og ber þar hátt boðaða hækkun á oliu, sem mun valda útgerðinni miklum erfið- leikum, ef af verður. Brýna nauðsyn ber til að rétta hag útgerðarinnar frá þvi, sem nú er, og virðist það ekki auðgert við ríkjandi aðstæður. Það fer ekki hjá því, að það valdi oft vonbrigð- um, að finna það skilningsleysi, sem rikir á málefnum útvegsins, þegar til þess er litið, að allir þeir aðilar, sem útgerðin á viðskipti við, blómstra, eins og blómi í eggi og er þá sama hvort um er að ræða oliufélög, tryggingarfélög, skipaféiög, er flutja afurðirnar úr landi, veiðarfærasölur, dráttar- brautir eða viðgerðarverkstæði. I þessu sambandi má einnig nefna, að aldrei virðist hægt að fá sann- gjörn skipti milli útgerðar- og fiskvinnstuGgr::ít5erðinávallí með skarðan hlut frá því borði. t sambandi við fiskverðsákvarðanir á útgerðin samleið með sjómönn- um um leiðréttingu sinna mála. Það er næsta torskilið, hvernig það má vera, að útgerðin skuli ávallt vera sú hornreka, sem raun ber vitni. Ég þakka samstarfsmönnum minum í stjórn L.I.U. fyrir ánægjulegt samstarf á liðnu ári og starfsfólki L.I.U. færi ég beztu þakkir fyrir vel unnin störf. Að svo mæltu segi ég 37. aðal- fund L.t.U. settan. markadurinn í Hallarmúla og allar Pennabúðirnar opnar til kl. 6 í dag HAFNARSTRÆTI 8, HALLARMÚLA 2, LAUGAVEGI 84. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU ■m AltíLYSINGA- SÍMINN KH: 22480

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.