Morgunblaðið - 09.12.1976, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
19
Upplýst um gamalt ástar-
ævintýri Ikes í stríðinu
£ ÞAÐ er sérdeilis vinsælt á
seinni tlmum að grafa upp iöngu
liðin kvennamál látinna Banda-
rfkjaforseta og fjalla um þau
fjálglega. Franklin Roosewelt
hefur fengið sinn skammt og
John Kennedy ekki farið var-
hluta af þessu að heldur. Og nú er
röðin komin að Eisenhower heitn-
um.
Nýkomin er ut bðk eftir konu
að nafni Kay Summersby, sem
heitir „Past forgetting: My Love
Affair with Dwight D.
Eisenhower.** Kay summersby
lézt úr lifrarkrabba á sl. ári og
hún ritaði bðkina nokkru áður en
hún dð: „Eg finn mig nú frjálsa
að þvf að segja sögu mfna. Hers-
höfðinginn er látinn og ég er
dauðans maður ... .Eg trúi þvf
ekki að nokkur muni nú Ifta
samband okkar hornauga....“
Lengi hafði orðrðmur verið á
kreiki um að Eisenhower hefði
átt f ástarævintýri f heimsstyrj-
öldinni sfðari með stúlkunni Kay
Summersby, sem var fyrrverandi
fyrirsæta, frskrar ættar. Hún var
langt af einkabflstjðri hans f
strfðinu, þvf að hún gekk f þjðn-
ustu hans árið 1941. Lætur hún að
þvf liggja að hún og Eisenhower
hafi orðið ástfangin við fyrstu sýn
en ekki játað tilfinningar sfnar
fyrr en alllöngu sfðar. Þá voru
þau ein f aðalbækistöðvum hans i
Alsfr. „Fjárakornið hafi það“,
segir hún að Ike hafi
sagt,„geturðu ekki skilið að ég er
vitlaus f þig.“ Segir hún að þau
hafi að svo mæltu fallist f faðma
og kossar hans hafi verið ástrfðu-
fullir og krefjandi og „ég svaraði
atlotum hans af jafn mikilli
ástrfðu.“
Kay segir það hafi verið erfið-
leikum bundið að halda leyndu
sambandi þeirra. Hún segir frá
þvf þegar þau hafi laumast til að
fá sér drykki að næturlagi f dag-
stofu hans, smáatlot f myrkv-
uðum herflutningavélum. Haldist
f hendur f loftvarnarbyrgjum og
svo framvegis. Einu sinni þegar
Eisenhawer kom úr leyfi frá
Bandarfkjunum sagði hann við
hana og glotti við: „1 hvert skipti
sem ég ávarpaði Mamie, kallaði
ég hana Kay. Hún varð æf.“
Key segir að Ike — sem þá var
rúmlega fimmtugur — hafi látið f
Ijós vilja til að eiga barn með
henni. En þegar þau reyndu að
eiga mök saman — hún lýsir
tveimur tilraunum i þá átt —
brást geta hans. Hún segir að
hann hafi rakið það til
margslunginna hjúskaparerfið-
leika sinna. „Þetta varð til að
eitthvað dó inni f mér. ekki sam-
stundis, heldur smám saman."
Summersby segir ekki hvað hafi
gerzt milli Ike og Mamie, „þá
sögu er ekki mitt að segja. En þar
voru sárindi á báða vegu, svo djúp
að þeim tókst aldrei að græða þau
— enda þótt vilja til þess skorti
ekki.“
Eftir að strfðinu lauk, gaf
Eisenhower hana upp á bátinn.
En Summersby kveðst trúa þvf
sem haft er eftir Truman að
Eisenhower hafi tjáð George
Marshall hershöfðingja að hann
hefði I hyggju að skilja við
Mamie og ganga að eiga Kay. En
Marshall hafi talið hann ofan af
þvf. Summersby settist að f
Bandarfkjunum og kveðst nokkr-
um sinnum hafa farið á fund
Eisenhowers, en fundið að hann
var þá ómóttækilegur fyrir henni
og virtist óþægilegt að hitta hana.
Hún giftist sfðar og skildi, varð
loks leikbúningateiknari við leik-
hús á Broadway. Hún dó 66 ára að
aldri f janúar 1975.
Og hver hafa svo orðið viðbrögð
Mamie Eisenhower, sem nú er
áttræð að aldri við bók
Summersby. ,J:g hef talað um
þetta við móður mfna,“ segir
John Eisenhower sonur hennar,"
og hún lætur sér hvergi bregða."
Ljós
mér
skein
BÓKAUTGAFAN Örn og örlygur
hefur gefið út f þýðingu Sigur-
laugar Árnadóttur, endurminn-
ingar frú Sabfnu Wurmbrand,
eiginkonu neðanjarðarprestsins.
1 bók sinni greinir frú Wurm-
brand frá þvf hvernig bjargföst
trú á guðlega handleiðslu veitti
henni styrk til þess að lifa af
ómannúðlega meðferð f fangels-
um kommúnista f Rúmenfu.
Bókin heitir, Ljós mér skein á
dimmum dögum.
Á bókarkápu segir m.a.: Höf-
undur þessarar bókar, Sabina
Wurmbrand, er um margt frábær.
Árum saman verður hún að sæta
hinni hraksmánarlegustu með-
ferð i fangabúðum kommúnista i
heimalandi sinu, Rúmeniu. Pynd-
ingar og hvers konar harðrétti
eru megineinkenni i daganna
þraut. Þjakandi áhyggjur vegna
eiginmanns og sonar leggjast
þungt á hug og hjarta. En bugast
lætur hún aldrei.
Formannarád-
stef na FFSÍ
FORMANNARÁÐSTEFNA Far-
manna- og fiskimannasambands
Islands var haldin um helgina.
Raðstefnan samþykkti nokkrar
ályktanir, sem sendar verða fjöl-
miðlum siðar. Þá samþykkti ráð-
stefnan fjárhagsáætlun fyrir sam-
bandið og Sjómannablaðið Vik-
ing.
Þetta er önnur formannaráð-
stefna FFSÍ, sem haldin er, en
ráðstefnan er haldin það árið,
sem farmannasambandsþing er
ekki. Forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands er Jónas
Þorsteinsson skipstjóri frá Akur-
eyri.
Vörumarkaðsverð
Verð
á jólamarkaði
Opalbrjóstsykur Leyft verð Okkar verð
350 gr. 10 teg >8^ 344
Sirius- suðusúkkulaði 350 gr. 283
Góa blandaðar karamellur 200 gr. .'■'2001 180
Kerti 10 stk. i pakka. . "36^ 302
Kertabakkar ..^rtKS 930
Sprittkerti 10 stk 195
Kommóður
4 skúffur breidd 60 cm hæð 75 cm
6 skúffur breidd 60 cm hæð 107 cm
3 skúffur breidd 75 cm hæð 59 cm
6 skúffur breidd 75 cm hæð 107 cm
Fáanlegar í furu og bæsaðar brúnar
Verð frá kr. 18.000.—
Ruggustólar brúnbæsaðir
2 gerðir bambusruggustóla
Verð frá kr. 13.900. —
NÝJAR
HÚSGAGNASENDINGAR DAGLEGA
Úrval af konfektkössum
á Vörumarkaðsverði
Urval af erlendu sælgæti
á Vörumarkaðsverði
Vörumarkaðurinn hf.
Ármúla 1A
Matvörudeild s. 86111
Húsgagnadeild s. 86112.
Strásykur í kílóapakkningum á 89 krónur pr. kg.