Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 23

Morgunblaðið - 09.12.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 23 Bretar vonast eftir samningi the sunday BRETAR gera sér vonir um að samningar takist milli Efna- hagsbandalagsins og Is- lendinga innan tveggja mánaða samkvæmt frétt f Sunday Tele- graph. Ssmkvæmt öðrum heimildum eru Bretar þess fulivissir að þeir geti hafið aft- ur veiðar 1. janúar. Hins vegar gera Bretar ráð fyrir þvl að þurfa að draga úr aflamagni sfnu samkvæmt þessum fréttum. Og þótt þeir séu vongóðir gætir mikillar beizkju f brezku hafnar- bæjunum. „Við getum ekki hagnýtt okkur nýjan samning fljótt þvf það tekur sinn tíma að gera skipin klár til veiða," segir tals- maður brezkra togaramanna samkvæmt Telegraph. „Við missum af fiskveiðum I heilan mánuð og það verður þröngt i búi í hafnarbæjunum næstu vikurnar." The Times segir, að um þriðjungur þess afla, sem hafi verið landað i Grimsby á und- anförnum þremur mánuðum, hafi komið úr fslenzkum skip- um. Landanirnar eru taldar eina samningavopnið, en blaðið segir að litlar horfur séu á þvi að Finn Olav Gundelach, samningamanni EBE, takist að semja við tslendinga. Brezka stjórnin er sökuð um að vera treg til að finna lausn á vanda brezka sjávarútvegsins og þó er bent á, að ekki hafi skort álitsgeröir og tillögur frá aðilui sjávarútvegsins og yfir- völdur, ■ I Hull, Grimsby og Humberside. Eina vonarglæta sem for- svarsmenn brezka sjávarút- vegsins sjá er útfærsla lögsögu Trawlermen bitteraf Iosing Icelar-) atch :n\otv pRITTC’ fisvo»*G 'eland’s 200-mile Th German and dic agreement EBE f 200 milur 1. janúar. Svartsýnin stafar ekki aðeins af þvi að brezkir togarar hafa orðið að hætta veiðum við Island heldur og vegna þess að austur -evrópskir togarar moka upp fiski rétt utan við 12 milna mörkin og deilt er um kröfu Breta um 50 milna lögsögu innan EBE. Brezkum úthafstogurum hefur fækkað úr 500 í 360 síðan sfðasta þorskastrfð hófst, aflinn Bleak days for the cod fleets. that may never go to seaas hefur minnkað úr 220.000 tonn- um I 100.000 og 1500 sjómönn- um hefur verið sagt upp að sögn The Times. Blaðið segir, að atvinnuleysi muni aukast ef Gundelach tekst ekki að semja við Islendinga og breiðast út til starfsfólks i landi. I Brússel koma landbúnaðar- ráðherrar EBE saman 14. desember til viðræðna um fisk- veiðimál. Amnesty International efn- ir til „árs pólitískra fanga 99 99 Söfnun 2 milljóna undirskrifta hefet á morgun Lundúnum — 8. desember — AP. AMNESTY International hyggst efna til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að sam- þykkja ályktun þar sem þvf er beint til allra rfkisstjórna verald- ar, að haldin séu ákvæði mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og öllum pólitfskum föngum f heiminum verði sleppt. Markmið Amnesty International er að safna 2 milljónum undir- skrifta. Undirskriftasöfnunin hefst á morgun, en 10. desember er árlegur mannréttindadagur EBE ákveður aflaskerðingu Stokkhólmi, 8. desember NTB. EFNAHAGSBANDALAGIÐ býð- ur lfklega sænskum sjómönnum helming þess afla sem þeir fengu á þessu ári á miðum bandalags- landanna að þvf er Svenska Dag- bladet skýrði frá f dag. Bandalagið fer sennilega fram á sama niðurskurð á afla sjó- manna frá Finnlandi, Austur- Þýzkalandi, Sovétrfkjunum og Póllandi og öðrum löndum sem geta ekki boðið gagnkvæm fisk- veiðiréttindi að sögn blaðsins. Samningur um veiðar Svía upp að fjögurra mílna landhelgi Dana verður lfklega áfram í gildi segir blaðið. Norðmenn og Færeyingar fá liklega tilboð um að fá að veiða sem svarar 90% af afla þeirra á þessu ári ef EBE-löndin fá sams konar réttindi innan 200 mflna lögsögu þeirra. Ástæðan til niðurskurðarins er sögð ofveiði á Norður-Atlantshafi þar sem sagt er að vissar fiskteg- undir muni hverfa ,ef afli verði ekki takmarkaður. Þvi mun EBE einnig ákveða að sjómenn aðildarlaganna minnki afla sinn um sem svarar tíu af hundraði miðað við aflann á þessu ári. Ráðuneytisstjóri norska utan- ríkisráðuneytisins, Finn Foster- voll, segir að Norðmenn hafi ekki vitneskju um þá kvótaskiptingu sem Svenska Dagbladet talar um. Norðmenn ræða við EBE 16. og 17. desember og kvótar verða ákveðnir eftir þær viðræður. Norðmenn hafa tekið skýrt fram að EBE-löndin verði að draga verulega úr afla sinum. Sameinuðu þjóðanna. Fyrirhugað er að leggja undirskriftalistana fyrir allsherjarþingið 10. desem- ber 1977, og er þannig ætlun sam- takanna að efna til „árs pólitfskra fanga". Samkvæmt skipgreiningu Amnesty International eru póli- tískir fangar þeir, sem hafa verið frelsi sviptir vegna skoðana sinna, en hafa hvorki beitt ofbeldi né hvatt til ofbeldisverka. Á fundi, sem Amnesty International hélt ásamt frétta- mönnum í Lundúnum í dag, var meðal annarra staddur fyrrver- andi forsætisráðherra Rhódesfu, Garfield Todd, og kvað hann það skoðun sina, að árangurinn af undirskriftasöfnuninni yrði ekki sízt sá að vekja samvizku þeirra 2 Skotinn á flótta Bonn, 8. desember. NTB. MAÐUR, sem virðist hafa reynt að flýja til Vestur-Þýzkalands, var skotinn á Iandamærum Aust- ur-Þýzkalands i morgun. Landamæraverðir heyrðu skot- hljóð og neyðaróp og sáu austur- þýzka landamæraverði bera á milli sfn mann og aka honum burtu. milljóna manna sem nöfn sín mundu rita á undirskriftalistana. Hann sagði, að um þessar mundir væri um hálf milljón pólitiskra fanga, en mannréttindayfirlýsing- in væri þverbrotin i 112 þjóðlönd- um. Sjálfur sat Todd i stofufang- elsi i Rhódesíu i 12 ár, en var sleppt í júnímánuði s.l. og tekur hann nú þátt f ráðstefnunni um framtfð Rhódesíu, sem haldin er f Genf. Handtök- ur íþrótta- manna í Svíþjóð Stokkhólmi, 8. desember. NTB. MARGIR sænskir íþrótta- menn eru viðriðnir stór- felldan þjófnað sem lög- reglan í Stokkhólmi hefur afhjúpað. Tveir menn hafa verið handteknir og annar þeirra hefur játað að hafa tekið þátt í að stela plötu- spilurum og stereo- mögnurum að verðmæti um ein milljón norskra króna og selja þá. Hann kveðst hafa þurft pening- ana til íþróttaþjálfunar. Fimm til tfu aðrir kunnir Iþróttamenn i sérflokki eru grun- aðir um að vera viðriðnir málið. Sökudólgarnir stálu tækjunum úr stórri vörugeymslu og gengu svo fagmannlega til verks að þjófnaðurinn hefði varla komizt upp ef þjófarnir hefðu ekki verið ógætnir þegar þeir seldu þýfið. Þeir seldu plötuspilarana og magnarana vinum sinum og kunningjum viðs vegar í Svfþjóð. Um 200 kaupendur eru grunaðir um þátttöku í svikunum. Þjófarnir hafa lifað hátt í haust og þeir tveir sem hafa verið hand- teknir hafa meðal annars dvalizt á ítaliu og keypt sér dýra bíla. Lög- reglan hefur lagt hald á bílana. ERLENT Var ófrjósemislyfi sprautað í börn ? Nýju Delhi, Reuter RtKISSTJÚRN Indlands hefur aflýst um sinn bólusetningar- áformum sfnum, en fyrirhugað var að bólusetja skólabörn f stórum stfl gegn bólusótt, kóleru og barnaveiki. Hefur sá grunur komið upp að börnin hafi þess f stað verið sprautuð ófrjósemislyfi. Sú frétt hefur orðið til að vekja hina mestu skelfingu hjá foreldrum sem hafa f löngum röðum tekið börn sfn úr skólum til að koma f veg fyrir þetta. Indira Gandhi forsætisráð- herra neitaði því að mistök hefðu átt sér stað og blöð fluttu langar fyrirsagnir til að full- vissa fólk um að rétt væri að málum staðið. Gandhi sagði að áform stjórnar hennar um að hafa hemil á barneignum væru iðulega notuð af stjórnarand- stæðingum gegn henni tal að vekja tortryggni í garð stjórnar- innar. Engu að síður hefur nú verið ákveðið að fresta frekari bólu- setningum á skólabörnum þangað til orðrómur þessi hefur hljóðnað. Brúðkaup í Stokkhólmi Slokkhólml, 7. desrmbtr. Reuler. BERTIL Svfaprins gekk að eiga leikkonuna Lilian Craig f Drottningholm-höll skammt frá Stokkhólmi f dag. Karl Gústaf konungur veitti frænda sfnum leyfi til gifting- arinnar f október. Brúðhjónin kynntust f Lon- don á striðsárunum. Frú Craig fluttist til Stokkhólms 1957 þegar hún hafði skilið við skozka leikarann Ivan Craig. Hún hefur sfðan verið sambýl- iskona prinsins. Tito óttast ekki innrás um sinn Steven B. Williams, 38 ára gamall maður frá Santa Fe f Nýju Mexfkó stfgur út úr vörubfl sfnum eftir tilraun til að aka gegnum hliðið að lóð Hvfta hússins. Keðjurnar voru notaðar til að festa hjólbarða ofan á bflnum. Lögreglumaður Hvfta hússins til vinstri. Belgrad, 8. desember. Reuter. TITO forseti hefur tryggt ein- dreginn stuðning Frakka við sjálfstæði Júgóslavfu og varað við þvf að árás á landið borgi sig ekki þar sem Júgóslavar séu erfiðir mótherjar. I yfirlýsingu sem var gefin út eftir heimsókn Giscard d’Estaings Frakklandsforseta segir að riki hafi rétt til sjálfstæðis, til þess að velja sér það stjórnmála- og efna- hagskerfi sem þau telji sér hafa og til að ákveða hvort þau gangi i bandalög, gæti hlutleysis eða haldi sig utan valdablokka. Tito sagði i yfirlýsingu áður en Frakklandsforseti fór: „Ég get ekkert um það sagt hvort ráðizt verður á Júgoslavfu f framtiðinni og í svipan veit ég ekki hvaðan slík árás gæti kornið." „Eins og sakir standa er sjálf- stæði Júgóslavíu engin hætta búin,“ sagði Tito. Elliot Richardson, verzlunar- ráðherra Bandaríkjanna, og Max van der Stoel, utanríkisráðherra Hollands og sérlegur fulltrúi Efnahagsbandalagsins, lögðu áherzlu á sjálfstæði Júgóslaviu þegar þeir voru f Belgrad nýlega. Framtfð Júgóslaviu var talin i hættu í haust þegar Tito var veik- ur og ótti manna minnkaði ekki við heimsókn sovézka flokksleið- togans Leonid Brezhnevs sem itrekaði að afskiptaleysi um innanlandsmál væri hornsteinn samskipta Rússa og Júgóslava. Tito vinnur nú ötullega að valdatöku samvirkrar forystu sem geti stjórnað án utanaðkomandi þrýstings og afskipta að honum látnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.