Morgunblaðið - 09.12.1976, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 09.12.1976, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 Fylgst með hasshund- inum Bojack að störfum á Keflavíkurflugvelli LJósm. Friðþjófur. Bojack er hinn fallegasti hundur eins og sjá má. HASSHUNDURINN Bojack að störfum I pósthúsinu á Keflavfkur- flugvelli. Gæzlumaðurinn heldur tryggilega um hálsbandið og takið eftir litla boltanum I vinstri hendinni. Um þennan bolta snýst allt hjá hundinum. Það er vissara að taka fram að svarta strikið yfir andlit gæzlumannsins er tilkomið af þeirri ástæðu einni, að það var talið geta skemmt fyrir honum við mikilvæg störf að allir vissu hvernig hann lítur út. smygl á slíkum efnum bæði inn á völlinn og út- af honum. Blaðamaður og ljósmyndari voru á ferð á Keflavíkurflug- velli nýlega og í þeirri ferð kynntu þeir sér þær aðferðir, sem varnarliðið beitir til að stemma stigu við innflutningi og með- ferð fíkniefna. Þungamiðjan i fyrirbyggj- andi fíkniefnavörnum á Kefla- víkurvelli eru skipulagðar leit- ir tveggja sérþjálfaðra hass- hunda. Hasshundarnir eru i umsjá sérstakra starfsmanna í öryggisdeild varnarliðsins og fengu Morgunblaðsmenn að fylgjast með leit annars hass- hundsins. Heitir sá Bojack, 3‘/í árs þýzkur Schefferhundur, stór og grimmur. Hinn hass- hundurinn heitir Okey og er hann svartur Labradorhundur, 4 ára. Báðir þessir hundar eru sérþjálfaðir lögregluhundar og þeir eru skráðir- í herinn rétt eins og hermenn, og er skrá- setningarnúmer Bojacks Z 231 og Okey NDD 1, Nákvæmlega er fylgst með heilsufari hund- anna og allar athuganir skráðar i sérstakar heilsufarsbækur, sem færðar eru samvizkusam- lega. Starfsmaður öryggisdeildar- innar fræddi okkur um hund- Howard Matson, blaðafulltrúi varnarliðsins, klappar hasshundin- um Okey. vélum, sem koma til landsins, í öðru lagi að leita I pósti og í þriðja lagi er farið i leitarferðir í íbúðarskála hermanna, og þó aóallega þeirra, sem einhleypir eru. Og hver er svo árangurinn spurðum við. Hann e-r alltaf einhver, hundarnir hafa fundið fikniefni, en þó yfirleitt í smærri skömmtum, enda afar sjaldgæft talið að slík efni séu geymd í stórum skömmtum inn- an vallarhliðsins. En það mikil- vægasta er aðhaldið sem hund- arnir veita, og það er ekki hægt að meta. Starfsmenn öryggis- deildarinnar telja að tilvist hundanna bægi frá áformum fjölmargra hermanna um með- höndlun ólöglegra fíkniefna. Áhættan er svo mikil og refs- ingarnar þá einnig, að flestir sem hugleiða þetta leggja ekki út í ævintýrið. Og allt starf öryggisdeildarinnar að fíkni- efnamálum, er unnið í fullri samvinnu við íslenzka rann- sóknaraðila ef þess er talin þörf. Sem fyrr segir fengu Morg- unblaðsmenn að fylgjast með leitarferð Bojacks i varnarliðs- pósthúsinu á vellinum. Var fróðlegt að fylgjast með aðför- um hundsins. Þessir hasshund- ar eru að sögn gæzlumanns þeirra með vit á við 7 ára barn, þefnæmi þeirra er 10 sinnum meira en manna og heyrnin 25 sinnum betri. I pósthúsinu þef- aði Bojack hátt og lágt og fylgdi skipunum gæzlumannsins út í yztu æsar. Hundurinn hefur væntanlegs fundið lykt af ýmsu tagi, því pakkarnir til hermann- anna hafa sitthvað að geyma, svo sem kökur frá mömmu óg fleira i þeim dúr. En í yfirferð- inni f þetta sinn gaf Bojack engin merki um að hann hefði fundið það sem hann hefur ver- ið sérstaklega þjálfaður í að finna, hass, marihuana eða heróin. Að leit lokinni eru hundarnir oft dasaðir, enda æg- ir saman lykt af öllum möguleg- um gerðum. En hver er svo galdurinn á bak við þetta spurðum við gæzlumanninn. Hann er sá, að í þjálfuninni er leitin gerð að leik. Og hjá Bojack er takmark- ið að fá bláan gúmmíbolta, sem honum þykir vænt um og hann Ieikur sér að þegar hann fær hann. Hundurinn veit af bolt- anum í hendi gæzlumannsins og hann veit að hann fær að leika sér að boltanum ef hann finnur fíkniefni eða þá hann stendur sig vel i leitinni, jafn- vel þó hann finni ekkert. Þetta er takmarkið hjá hundinum allan timann sem hann er i starfi, sem er fram til 6—7 ára aldurs, en úr þvi verða hund- arnir lélegir til leitar. Hundarn- ir fá aldrei mat í verðlaun, það gæri brenglað „verðmætamat" þeirra. Þjálfun hundsins er vissu- lega mikilvæg en þá ekki síður þjálfun gæzlumannsins. Hann þarf að þekkja hundlnn út í yztu æsar og allar hans hreyf- ingar. Það er nefnilega ósjald- an sem hundarnir reyna að plata gæzlumanninn til þess að fá boltann svo þeir geti leikið sér að honum. En hundarnir hlýða líka gæzlumönnunum i einu og öllu, og með einu orði geta gæzlumennirnir breytt þeim úr friðsemis hundum f alger villidýr. Morgunblaðs- menn fengu að sjá þá hliðina á Bojack og leist ekki á blikuna. Ekki þýðir fyrir utanaðkom- andi að nálgast gæzlumanninn, hans er vel gætt af hundinum. Það þýddi ekki einu sinni að rétta gæzlumanninum höndina i kveðjuskyni, til þess var áhættan of mikil. leitina að leik KEFLAVÍKURFLUG- VÖLL ber oft á góma þegar rannsóknir á fíkni- efnamálum eru f gangi, enda hefur sannast Gald- urinn ersá að gera ana og starf þeirra og fór með okkur I leitarleiðangur. Hér verður nafn þessa manns ekki nefnt né myndir birtar af hon- um þar sem slíkt gæti valdið honum óþægindum við þau störf sem hann vinnur. Aðal- hundurinn er Bojack og hann kom til landsins í marz s.l. Áður hafði hundurinn verið í 12 vikna þjálfun í Bandarikjunum og var gæzlumaðurinn með honum allan tímann, enda er lögð mikil áherzla á það að þjálfa samvinnu hunds og manns. Þar verður allt að vera hundrað prósent, ef árangur á að nást. Hlutverk hundanna á Keflavíkurflugvelli er þríþætt, í fyrsta lagi að leita í herflug- „Kvæði” — úrval ljóða — eftir Guttorm J. Guttormsson KOMIÐ er út úrval af ljóð- um vestur-íslenzka skálds- ins Guttorms J. Guttorms- sonar (1878—1966), „Kvæði“. Gils Guðmunds- son alþingismaður og þór- oddur Guðmundsson skáld frá Sandi völdu kvæðin og sáu um útgáfuna. Völdu þeir úr fimm áður prentuðum ljóðabókum Guttorms og að auki handriti hinnar sjöttu, sam skáldið lauk fyrir andlát sitt en ekki hefur ennþá verið prent- uð. Gils og Þóroddur rita og for- mála um höfundinn og skáldskap hans. Aftast i Kvæðum eru tilgreinar helztu heimildir um Guttorm J. Guttormsson, ævi hans og skáld- skap. Er það ítarleg upptalning á greinum um skáldið, ritdómum og viðtölum. Utgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjöðs og Þjóðvina- félagsins. Eigendaskipti hafa orðið á versluninni Miðbæjarblóm og er eigandi hennar nú Birgir Kristjánsson. Verzlunín ej til húsa að Háaleitisbraut 68 og hefur á boðstólnum blómaskreytingar og gjafavörur. Opið er alla daga til kl. 19 nema föstudag til kl. 22.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.