Morgunblaðið - 09.12.1976, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.12.1976, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976 KEA opnar stórverzlun Akureyri 1. desember. KAUPFÉLAG Eyfirðinga opnar I dag nýja verzlun i Hrlsalundi 5 á Akureyri. Henni er einkum ætlað að þjóna íbúum Lunda- og Gerða- hverfa, sem eru vestast I bænum, en áætlað er, að þar muni búa um 2500 manns, þegar þau eru full- byggð. Verzlunarhúsið er á tveimur hæðum, og er hvor um sig 800 fm. að stærð. A efri hæðinni verða matvörur og aðrar þær vörur, sem útibú KEA i bænum selja al- mennt, auk ýmislegs sérvarnings. Þar verða sérstakar tilboðsvörur, sem skipt verður um annað veifið, auk nokkurra vörutegunda í heil- um pakkningum á kjörmarkaðs- verði. Verzlunin verður 'búin öllum nýjustu tækjum og innrétt- ingum, sem miða að þægindum fyrir viðskiptavina og greiðari af- greiðslu. Peningakassarnir og kassaborðin eru af nýjustu gerð, og sælgæti og tóbak verður ekki afgreitt þar, heldur í kaffiteríu til hliðar við anddyri. Hún rúmar 30—40 manns og hefir á boðstól- um, auk sælgætis og tóbaks, kaffi, heitar pylsur, gosdrykki, ís, bæj- arblöðin, dagblöð o.fl. Inngangur- inn i verzlunina er þannig gerður, að fólk i hjólastólum á hægt með að komast inn og út. Verzlunar- ráðunautar SÍS, Baldur Jónasson og Jörgen Nielsen, unnu að skipu- lagningu og uppsetningu verzlun- arinnar. Verzlunarstjóri er Stein- grímur Ragnarsson. Ur anddyri hússins er gengið niður á neðri hæðina, en þar verða ýmsar vörur frá Vöruhúsi KEA, svo sem leikföng, búsáhöld, heimilistæki og gjafavörur, þar að auki innlend og erlend eldhús- tJr nýju KEA-búðinni við Hrfsalund. Haf í dropa 99 99 — ný bók eftir Sigvalda Hjálmarsson KOMIN er út ný bók eftir Sigvalda Hjálmarsson, „Haf í dropa“, þættir um yoga og austræna hugsun. I lokaorðum segir höfundur að bókin sé rituð upp úr nokkrum erindum, sem hann hafi flutt i útvarpi á síðustu árum. „Hver rit- gerð er sjálfstæð," segir hann, „en þó ganga ákveðin efnistengsl i gegnum bókina alla.„ Bókinni er skipt í 11 kafia, og eru heiti þeirra sem hér segir: Hvað er mystisk reynsla?, Hvað er yoga?, Austræn viðhorf, Molar úr dulfræðum miðalda, Yoga handa nútímanum, Spurningin um örlög manna, Spurningin um framhaldslif, Spurningin um máttarverk, Boðskapur dögunar- innar, Hin mystiska hreyfing og Lokaorð. Þá eru skýringar og skrá yfir nokkrar bækur. Bókin er' 144 bls. að stærð. Utgefandi er Hliðskjálf. gögn. Verzlunarstjóri verður Jóg- van Purkhus. — Á neðri hæð verður einnig deild frá húsgagna- verzluninni „örkinni hans Nóa“ með fjölbreytilegu úrvali hús- gagna. Vestan við verzlunarhúsið er malbikað bílastæði fyrir 120 bíla. Ekið er inn á það bæði frá Þing- vallastræti og Hrísalundi, en út- akstur er eingöngu að Hrísalundi. Viðskiptavinir geta farið með keyptan varning í innkaupavögn- um verzlunarinnar út á bílastæðið og að bílum sánum. I hluta af steyptri stétt við vörumóttöku eru hitalagnir fyrir frárennslisvatn væntanlegrar hitaveitu, þannig að þar á ekki að festa snjó. Allar teikningar hússins voru gerðar I Teiknistofu SÍS nema burðarteikningar, sem gerðar voru í Verkfræðiskrifstofu Sig- urðar Thoroddsen, Akureyri. Tré- smíðameistarar voru örn og Helgi s/f, og múrarameistari var Gunn- ar Óskarsson. Ljósgjafinn h/f sá um raflagnir, Karl og Þórður s/f um pípulagnir, Stefán Jónsson og Björn Jónsson um málningu, Oddi h/f um loftræsi- og kæli- lagnir, Reynir s/f um einangrun og pappalögn á þakí og Skipa- smlðastöð KEA smíðaði þær inn- réttingar, sem ekka voru keyptar frá útlöndum. Byggingastjóri var Gísli Magnússon, byggingameist- ari. Byggingarkostnaður við húsið með öllum tækjum og búnaði er tæplega 120 milljónir króna. Ástralíu- dollarinn hækkaður Canberra, 7. desember. Reuter. GENGI Ástraiíudollars var hækk- að um tvo af hundraði i dag, níu dögum eftir að gengi hans var Iækkað um 17.5 af hundraði. Gengi Astralíudollars var skráð 1.0362 bandarískir dollarar miðað við 1.2329 dollarar daginn fyrir gengisfellinguna. Gengi hans var skráð 1.0105 f gær miðað við 1.0174 daginn efíir gengisfelling- una. Fjármagnsflótti til útlanda var ein helzta ástæðan til gengisfell- ingarinnar en þar sem dregið hef- ur úr honum var ákveðið að hækka gengið að sögn talsmanns ástralska fjármálaráðuneytisins. Stúdentaráð fordæmir STUDENTARAÐ Háskóla Is- lands samþykkti eftirfarandi, á fundi sfnum 29. nóvember 1976, segir I fréttatilkynningu til Mbl. „Stúdentaráð skorar á alþýðu landsins, að taka upp baráttu gegn þeirri geigvænlegu rány-kju sem stunduð er á miðunum kring- um landið. , Einsýnt er orðið, að íslenskt út- gerðarauðvald ætlar ekki að tak- marka veiðar sfnar fyrr en hrun fiskistofnanna neyðir þá til þess. Taka verður völdin af þeim öfl- um, sem nú stjórna fiskveiðum landsmanna og hefja þegar skyn- samlega nýtingu fiskstofnanna. Ekki er hægt að bfða eftir að grundvellinum verði kippt undan lífsafkomu þjóðarinnar. Stú- dentaráð vekur athygli á þeirri yfirlýsingu sj ávarútvegsráðherra, að lítið mark sé takandi á niður- stöðum okkar færustu fiskifræð- inga. Aðvaranir þeirra eru að engu hafðar. Við viljum benda á að ekki hefur ráðherra véfengt niðurstöður vísindamanna, er þeir hafa talið óhætt að auka sókn í fiskstofna, svo sem síld. Stúdentaráð fordæmir að að- eins skuli tekið mark á niðurstöð- um vísindamanna þegar þær þjóna hagsmunum auðvaldsins. Stúdentaráð minnir á, að f dag er verið að versla með fiskstofn- ana til að tryggja hagsmuni ís- lenskra stórkaupmanna í löndum EBE. Stúdentaráð fordæmir allt samningamakk við EBE.“ AUGI.VSINGASÍMINN ER: 22480 JNtrðunblabib PLÖTUR SEM EIGA EFTIR AÐ SNÚAST ,Speglun" EIK Hljómsveitin Eik með breiðskífuna sem fólk hefur beðið eftir. Komin í verzlanir um allt land. FYRR MÁ NÚ PLATA EN HLJÓMPLATA ÖÍR BÚ U(Ö9V>I 69M, BÍBlqBlÖÍ BQBl 6[QQ9vT i íni9d öiR Ö9m lií nns>l>l6q6lö[ unnuQ qo enö[ Eiki Haukur Seli Seildi „Saga til næsta bæjar" Deildarbungubræður Bræðurnir frá Bungu með létt og skemmtilegt efni fyrir öll tækifæri, enda ósmeykir við jólaköttinn. Hljómplata fyrir bræður sem systur, jafnt til sjávar sem sveita Ks Áætlaður útkomutimi 1 5. des. Axel Einarsson sem undanfarin ár hefur látið lítið heyra frá sér í poppbransanum, er hér á ferðinni með sólóplötu, sem vafalaust mun koma mörgum músikunnendum á óvart. „Fyrst á röngunni" HAUKAR Hin landskunna hljómsveit Haukar me8 hressa Rock and roll plötu sem þeírfisf* lofaB aUdáendum slnum I nokkur ár og er hun nu loksins komin á svsöiö. UaiiacvvunCÍU. Dreifing hljómplötuútgáfa G. Melsted Simi 84988—73842. 5ðcpíil í)az]ör

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.