Morgunblaðið - 09.12.1976, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976
VlK>
MORó-dKí
KAFF/NU
PIB
COPfNMCIN
1513
WILLOUSWBV
& fioVLe-
Má ég ekki halda eftir tnánaðarlaununum mlnum, það er
útborgunardagur I dag?
Þ6 ég neyðist til að öskra á þig,
fellur það ekki undir hrotta-(
skap lögreglunnar.
Þú mátt gera allt á þessu heim-
ili! — Búa um rúmið þitt, ryk-
suga stofuna og fara I sendi-
ferðir fyrir mig!
— Heyrði konan til þín þeg-
ar þú komst heim f nðtt?
— Þú getur nærri. Hún sefur
svo laust að hún heyrir þegar
loftvogin fellur.
— 0 —
Tveir prófessorar voru að
tala saman og annar þeirra
kvartaði um að hann gæti
aldrei munað hvað kona sln og
börn væru gömul.
— Það gæti aldrei komið
fyrir sig, svaraði hinn.
— Hvernig ferðu að því að
muna aldur þeirra?
— Það er ekkert auðveldara.
Elzti sonur minn er fæddur
2630 árum eftir stofnun Róma-
borgar. Yngri sonur minn er
fæddur 2255 árum eftir dauða
Xenophons. Dóttir mln er fædd
1823 árum eftir eyðileggingu
Pompejis. Og konan mfn er
fædd 1918 árum eftir morð
Caesars.
— 0 —
— Ég vildi óska að ég ætti
heima á norðurpólnum.
— Hvers vegna?
— Vegna þess að þar er
dagurinn 6 mánaða langur og
þegar komið væri með reikning
til mín myndi ég segja: „Gerið
svo vel að koma á morgun.“
— 0 —
— Llzt þér vel á unnusta
þinn?
— Þú getur þvf nærri, hvort
ég hefði farið að trúlofast hon-
um I fimmta skipti, ef svo væri
ekki.
Til Vegagerðarinnar
BRIDGE
í UMSJA PALS
BERGSSONAR
Að hika er sama og tapa, segir
máltækið. Spilaranum, sem sat i
vestur í spili dagsins, varð það á
og gaf þar með sagnhafa mikil-
vægar upplýsingar, sem voru
nýttar umsvifalaust.
Norður
S. 864
H. 104
T. A10875
L. 542
Vestur
S. 975
H. KG9732
T. G
L. Á107
Austur
S. DG103
H. 86
T. K432
L. 983
• TilVega-
gerðarinnar
„Fyrir skemmstu var opnuð
til umferðar tvískipt akrein gegn-
um Kópavog og suður yfir Arnar-
nes. Þetta var mjög nauðsynleg
framkvæmd í alia staði. Hins veg-
ar er ýmsum frágangi meðfram
brautinni ábótavant, þannig að
beinlínis er stórhættulegt að aka
þarna um.
Láðst hefur að ganga þannig frá
eyjunni milli gömlu og nýju
brautarinnar, að hættulaust geti
talist að aka þarna um. Hvar sem
er á löngum köflum er hægt að
aka milli eyjanna. Þarf ekki að
fara í grafgötur um hvílíkur voði
er þessu samfara í ljósi þess, að
hraði hefur stóraukist eftir breyt-
ingarnar. Menn eru yfirleitt mjög
ruglaðir þegar þeir koma t.d. frá
Reykjavík og ætla að beygja í
austur inn í Kópavoginn. Snar-
hægja menn ýmist ferðina og
reyna að átta sig á hlutunum eða
þá, að þeir taka stefnuna óhikað
einhvers staðar yfir eyjuna, þar
sem færi gefst.
Við Fífuhvammsveg er hættan
mest, þar er nú einstefna í norður
þegar að Hafnarfjarðarveginum
kemur. En aðstæður eru þannig
við þessi gatnamót að hægt er að
aka af Fífuhvammsveginum, síð-
an 30 — 40 metra á móti einstefn-
unni og svo yfir eyjuna og yfir á
einstefnuna til suðurs. Nota auð-
vitað margir sér þetta. Verst er
þó, að við áðurnefnd gatnamót er
merking, sem gefa á til kynna
einstefnu til norðurs með slíkum
hætti, að gamlir jaxlar sem ekið
hafa þarna í suðurátt árum sam-
an, sjá hana ekki, heldur aka
ótrauðir móti einstefnunni. Marg-
ir eru þó svo heppnir, að átta sig
þegar hvæsandi ryðúlfur með
blikkandi augu mætir þeim, má
þá sjá tilgang með hindrunar-
lausu eyjunum, þar sem forða má
sér yfir á rétta einstefnu.
Nú er spurningin, hvort hér á
fyrst að gera bragarbót á, þegar
stórslys hefur orðið?
Jón Stefánsson."
0 Róandi áhrif
„Kæri þáttur.
Mig langar til að lýsa undrun
minni yfir bréfi einu er birtist í
Velvakanda þann 30.11 frá
Reykjavíkurborgara er hefur
andúð á tónlistinni sem hljómar
flestum til óblandinnar ánægju í
Austurstrætinu og á Laugaveg-
inum.
Tónlist hefur löngum verið tal-
in hafa róandi og þægileg áhrif á
fólk, frekar en að raska vinnu-
gleði þess. Islendingar heyra
örugglega ekki of mikið af góðri
tónlist og er ég á þeirri skoðun að
fleiri verzlanir ættu að spila fyrir
vegfarendur og þá ekki endilega
þess háttar tónlist sem spiluð er í
tízkuverzlunum, heldur frekar
klassíska, því hana kunna fleiri
að meta.
Góða nótt og það var ánægjulegt að vera hjá ykkur.
— Ég bið að heilsa manninum þínum.
Suður
S. AK2
H. ÁD5
T. D96
L. KDG6
Sagnirnar voru fá. r. Suður opn-
aði á 2 gröndum og norður hækk-
aði i þrjú. Utspil vesturs var lágt
hjarta og tía blinds fékk slaginn.
Það lá beint við að fara i laufið og
sagnhafi fékk slaginn á kóng, eft-
ir hik vesturs. Nú var eðlilegt og
rétt að spila tíguldrottningu en
eftir hikið var sagnhafi viss um
hver átti laufásinn. Vestur var nú
þvingaður til að taka á ásinn og
hann spilaði sig út á tígulgosa.
Austur neyddist til að gefa þann
slag og einnig næsta, sem sagn-
hafi fékk á tígulníu. Staðan var
nú þessi.
Blindur Vestur Austur Suður
S. 864 S. 975 S. DG103 S. ÁK2
H. 4 H. KG93 II. 6 H. ÁD
T. Á108 T. — T. K4 T. 6
L. — L. — L. — L. 6
Sagnhafi hafði fullt vald á spil-
inu. Tók á spaðaás og kóng, lauf-
sex og hjartaás. Austúr fékk nú
slag á spaða en blindur fékk tvo
síðustu slagina á tígul.
Kikið var vestri dýrt. Spilið
kom fyrir í tvímenningskeppni
nýlega og núllið var hæfileg eink-
unn.
— P.B.
Maigret og þrjózka stúlkan
29
virðir Maigret rannsakandi fyr-
ir sér. kallar á þjónirin og hvlsl-
ar einhverju að honum og
þjónninn virðist svara ein-
hverju á þá leið að hann viti
það ekki, þvl að þau hafi ekki
komið á staðinn fyrr....
Og á meðan stendur Felicie
upp, sjúk af skelfingu og geng-
ur I áttina að snyrtiherberginu.
Er henni svo brugðið að hún
þarf að kasta upp?
Meðan hún er frammi horfast
þeir I augu, Maigret og maður
númer 13. Kannski hann iangi
innst inni til að gefa síg á tal
við lögregluforingjann?
Felicie er lengi frammi. AJIt-
of lengi að þvi er Maigret
fínnst. Þjónninn hefur einnig
verið alltof lengi I burtu. Mai-
gret hefur veitt því athygli að
hann er rauðha-rður....
Loks er eins og númer 13 sé I
þann veginn að taka ákvörðun.
Um svipað leyti kemur Felicie
aftur. Hún reynir að brosa t'l
hans. Þegar hún gcngur að
borðinu til hans, la-lur hún
slörið falla fram yfir andlitið.
Hún sezt ekki niður.
— Eigum við að koma?
— Ég hef pantað kaffi. Yður
fínnst svo gott kaffi, er það
ekki?
— Ekki núna ... kaffi myndi
gera mig óstyrka....
Hann lætur eins og hann trúi
henni og kaliar á þjóninn og
horfir beint framan I hann
meðan hann gerir upp.
Þjónninn roðnar. Það fer ekki á
milli mála! Hún hefur beðið
þjóninn fyrir einhver skilaboð
til númer 13. Kannski hefur
hún skrifað eitthvað niður á
blað og beðið hann að láta
manninn ekki fá það fyrr en
þau eru farin.
— Við förum heim til
Jeanneville núna, er það ekki?
Ilún hefur gripið I hönd hans
og virðist I geðshræringu.
— Ég er svo þreytt. ... Allt
sem á mig hefur verið lagt slð-
ustu klukkutímana....
Hún fyllist óþolinmæði þegar
hann stendur hreyfingarlaus á
gangstéttinni eins og hann viti
ekki gjörla hvaða ákvörðun
hann eigi að taka.
— Um hvað eruð þér að
hugsa? Hvers vegna komið þér
ekki?
Það fer lest eftir hálftima ...
Hún er ótýsanlega hrædd.
Hönd hénnar sem hvflir enn á
handlegg Maigret skelfur og
hann verður gripinn löngun til
að sefa hana. Hann ypptir öxl-
um.
— Jæja, allt í lagi þá ... til
Gare Saint Lazare, bflstjóri....
Frá hvaða hræðslu hefur
hann forðað henni? I bilnum
verður hún allt I einu grípin
þörf til að tala og tala og tala.
— Þér sögðuð að þér mynduð
ekki vfirgefa mig. ... Þér sögð-
uð það ábyggilega, er það ekki?
Eruð þér ekki hræddir við að
lenda I þrasi út af mér. ... Þér
eruð kannski ekki giftir. Jú,
hvaða bjálfi er ég ... þér eruð
með hring og allt það.
Hann sezt við hlið hennar I
lestinni og finnur tíl nokkurs
samvizkubits. Þó veit hann að
hann getur alltaf haft upp á
manninum númer þrettán
seinna. Lestin skríður af stað
og Felicie virðist létta ósegjan-
lega þegar þau eru lögð af stað.
Framhaldssaga eftir Georges.
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
t Poissy ganga þau saman fram-
hjá kránni og vertinn stendur
úti, þekkir Maigret og deplar
til hans augunum.
Lögregluforinginn getur
ekki á sér setið að strlða Felicie
ofurlltið.
— Vitið þér hvað, mig langar
til að spyrja hann hvort Staur-
fótur gamli hafi aldrei komið
og njósnað um yður á sunnu-
dagskvöldum....
Hún gripur um hönd hans og
herðir gönguna.
— Það er óþarfi... hann kom
mörgum sinnum.
— Þarna sjáið þér hvort hann
hefur ekki verið afbrýðissam-
ur....
Þau ganga upp bratta brekk-
una. Nú fara þau framhjá búð-
inni hennar Melanie Choichoi
og Maigret heldur áfram I
stríðnistón:
— Ætti ég að fara inn og
spyrja hana hvað hún hafi oft
séð yður úti að rússa með
Jacques Petillon?
— Hún hafur aldrci séð okk-
ur!
Að þessu sinni er hún viss I
sinni sök!