Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 27 Islenzkt skáldatal Síðara bindi komið út KOMIÐ er út Islenzkt skáldatal M-ö eftir Hannes Pétursson og Helga Sæmundsson, en útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóós. Rit þetta er áttunda bindi í Al- fræðum Menningarsjóðs og síðari hluti skáldatalsins, en hinn fyrri kom út 1973. Rakin eru meginatr- iði æviferils helztu skálda, sem ort hafa á íslenzkri tungu frá upp- hafi til vorra daga, en að auki tilgreind rit þeirra og sér í Iagi skáldverk, sem flokkast ennfrem- ur í leikrit, ljóð, smásögur og skáldsögur. Loks er vitnað til veigamestu heimilda um skáld- skap þeirra, er við sögu koma. Verkefni höfundanna tveggja skiptist þannig, að Helgi Sæmundsson fjallar um skáld, sem fædd eru eftir 1874, en Hann- es Pétursson um önnur. Ritaskrá skáldanna lýkur 1. september 1976. Aftast f skáldatalinu eru skrár um helzti) heimildarit og íslenzk- ar sýnisbækur, sem skálskap flytja. tslenzkt skáldatal er prýtt fjölda mynda af skáldum og rit- handasýnishornum þeirra, svo og kápum og titilsfðum bóka. Fúsakver um Leirulækjar-Fúsa FÚSAKVER heitir nýútkomin bók hjá Bókaútgáfu Leturs, en þar er um að ræða kveðskap eftir Leirulækjar-Fúsa. Sveinbjörn Beinteinsson hefur safnað visun- um, en Hringur Jóhannsson hefur myndskreytt bókina. Leirulækj- ar-Fúsi, eða Vigfús Jónsson stud. theol. frá Kvennabrekku, eins og segir í nafnaregistri við Höfuð- greinabók, sem prentuð var á Hól- um 1772. 1 Fúskveri ritar Svein- björn formála um þetta þjóð- sagnakennda skáld. Fátt fer af uppvaxtarárum hans, en sagnir um brellur hans og tiltektir hafa verið langlífar. — Þéttbýli og iðnaður . . . Framhald af bls. 28 iðnaði i nágrenni og jfanframt ferjuhöfn til fjarlægra landa. Góðvegirnir þurfa að ná til Þorlákshafnar úr mörgum áttum. Frá Svínahrauni um Þrengslin, en þar liggur nýlegur vegur, sam á vatar bundið slitlag, frá Hvera- gerði, frá Selfossi og Eyrarbakka um brú yfir ölfusárósa og einnig með suðurströndinni frá Grinda- vik. Siðastnefndi vegurinn er mikilvægur vegna fiskflutninga milli útgerðarstaðanna, en gæti eannig komið að góðum notum, ef fjölbreytileg sjóefnavinnsla yrði á Reykjanesi. Til norðurs þarf að fullgera veginn fyrir Hvalfjörð, siðan út á Akranes og um Borgarnes og upp í Borgarf jörð. Járnblendiverksmiðju hefur verið valinn staður á Hvalfjarðar- strönd og fleiri verksmiðjur eru liklegar til að verða þar í framtið- inni, svo sem perlusteinsvinna og framleiðsla tengd henni. Þar væri líklega ákjósanlegur staður fyrir nýja álverksmiðju, ef henni verður hafnað á Norðurlandi. (Og þangað er litlu lengra að leggja rafmagn frá Blönduvirkjun, en til Eyjafjarðar, ef mönnum sýnist svo.) Höfuðborgarsvæðið væri þá ekki lengur eitt um mestu þensl- una, og jafnframt væri tekið mið af þvi öryggi, er felst i meiri dreifingu mannvirkja og farið væri að þróa jarðfræðilega kyrr- látt svæði. Auk þess virðist Leir- ársveitin, í nágrenni Hvalfjarðar, sérlega hentug til íbúðabyggðar, með heitt vatn Borgarfjarðar ekki fjarri og útivistarsvæði I Svinadal og Skorradal I næsta nágrenni. Stækkun Akraness, þéttbýli í Leirársveit og verulegur atvinnu- rekstur á Hvalfjarðarströnd mundi væntanlega leiða til þess að jarðgöng fyrir bíla yrðu lögð undir Hvalfjörð (liklega sem „rör“ grafin niður i bortnlagió). Þegar svo væri komið yrði álíka langt frá Reykjavik upp i Leir- ársveit, eins og til Keflavíkur og til Þorlákshafnar, eða um það bil 50 km. (En fyrir Hvalfjörð, með væntanlegum lagfæringum á veg- inum, verða um 90 km frá Reykja- vík upp i Leirársveit.) Hér hefur iðnað og fiskveiðar borið á góma, en ekki má gleyma landbúnaðinum. Suðurlands- undirle'’ .. o. Borgarfjarðarhérað eru jtærstu 'andbúnaðarhéruð landsins og jafnframt einhver hin bestu, þegar hentugar heyþurr- kunaraðferðir hafa verið þróaðar. Vel ræktuð munu þessi héruð standa undir þeirri framleiðslu, sem dugir öllu þéttbýli landshlut- ans, enda munu húsdýrin þá ganga meira og minna á ræktuðu landi. Margumtalaður kostnaður við landbúnaðinn herlendis á mikið rót sína að rekja til hinna dreifðu byggða, en i svona miklum ræktunar- og framleiðsluhéruð- um eins og hér gætu orðið verður aðra sögu að segja að ýmsu leyti, enda munu stuttar og góðar sam- gönguæðar téngja saman fram- leiðsluna og markaðinn. Auk áðurnefndra góðvega þarf þá að hugsa til endurlagningar á aðal- vegi um uppsveitir Árnessýslu. Hér hefur verið bryddað á nýrri tegund byggðarstefnu, sem mið- ast mest við tíunda hluta lands- ins, sem er suðvesturhornið. Þar verði fiskveiðar efldar eftir getu, öflugur iðnaður á allmörgum stöðum, mikið land ræktað og lagt víðtækt og gott vegakerfi. I öðrum landshlutum lifi fólk einkum á tekjuháum fiskveiðum og fiskiðnaði, sem vonandi verður svo, með skynsamlegri nýtingu fiskimiðanna, auk nokkurs land- búnaðar og smáiðnaðar, og njóti allrar þeirrar þjónustu sem tiltæk er í strjálbýli. Eigi málin eftir að skipast á þennan veg er reiknað með að megin hluti þeirrar 80 þús. manna aukningar, sem búast má við á landinu til aldamóta lendi á suðvesturhorninu, og þá þarf Suð- vesturland á þvi stjórnmálaafli og kröfugerð að halda, sem ber keim af baráttu fámennu landshlut- anna nú til dags. Hér að framan var getið um líklegan mannfjölda um aldamót og hugsanlega stöðnun fólksfjölgunar síðar. Verði búið að byggja yfir fólkið og skapa því atvinnutækifæri í höfuðborginni og nágrannaherruðum, þá dugir varla minna en óliklegan óliu- fund til að breyta búsetunni veru- lega á ný. Örlögin gætu þvi verið ráðin fyrir aldir. Mætti þetta verða þeim til umhugsunar, sem hafa raunverulegan áhuga á jafn- ari dreifingu landsbúa eftir landshlutum, ef þá einhverjir slíkir finnast meðal stjórnmála- manna eða annarra? P.S. Skyldi fólk, sem reykir, nokk- urn tima hafa áhyggjur af meng- un frá verksmiðjum? Valdimar Kristinsson. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Aðventukvöld 1 Hallgrímskirkju í Saurbæ NÆST KOMANDI sunnudag verður haldin aðventusamkoma 1 Hallgrimskirkju i Saurbæ og hefst hún kl. 21 um kvöldið. Flutt verður vönduð dagskrá f tónum og tali. Kirkjukór Borgarness syngur aðventulög undir stjórn Guðjóns Pálssonar organleikara og Jóns Björnssonar skólastjóra. Asgeir Pétursson sýslumaður flytur ræðu. Samkomunni lýkur með Ritningarlestri og bæn. Góð aðsókn í Háhól á Akureyri Þetta er í fyrsta sinn, sem að- ventusamkoma er haldin i Hallgrimskirkju í Saurbæ og einnig i fyrsta sinn, sem Kirkju- kór Borgarness syngur í kirkj- unni. SÝNINGARGESTIR í hinu nýopnaða Gallery Háhól á Akureyri eru nú orðnir um 500 og 23 verk hafa selzt þar. Á meðfylgjandi mynd sjást nokkur verkin á sýn- ingunni, en yfir hundrað verk fjölmargra þekktustu listamanna þjóðarinnar eru á sýningunni. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa aðventusamkomu og er þess eindregið vænzt, að sem flestir megi njóta. Jón Einarsson sóknarprestur. ; Emanuelle 'POPhúsTd j —mw '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.