Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 15 Hart deilt um brey ting- ar á dreifingu mjólkur ÞAÐ MÁL sem mestan tíma tók i Alþingi i gœr var frumvarp Svövu Jakobsdóttur (Abl ), Eyjólfs SigurSssonar (Afl) og Magnúsar T. Ólafssonar (Sfrv) um breytingu á lögum um framleiSsluróS landbúnaSarins. verSskrán- ingu, verSmiSlun og sölu á landbúnaSarvörum o.fl. Frumvarp þetta kveður á um þaS a8 Mjólkursamsölunni verSi skylt að reka áfram a.m.k. 10 mjólkur búSir f Reykjavfk og öSrum þéttbýlisstöSum, næstu 5 árin. eSa til 1. feb. 1982. ' Það kom fram I framsögu Svövu að þar sem um 1 20 starfsstúlkur i mjólk- urbúðum væru óráðnar i önnur störf þegar atvinnustöðum þeirra yrði lokað 1. feb. n.k. væri hér lagt til að Mjólkur- samsölunni yrði gert að taka þátt i lausn þess vanda sem þá blasir við. Vildi Svava lengja umþóttunartimann tii lokunar mjólkurbúðanna til að starfsstúlkurnar fengju betri möguleika til aðlögunar Taldi hún að hag neyt- enda væri einnig betur borgið með lengingu umþóttunartimans, og lagði áherzlu á að Alþingi bæri skylda að takast á við þennan sérstaka atvinnu- vanda starfsstúlknanna i mjólkurbúð unum, þar sem um heila atvinnustétt væri að ræða Magnús Trofi ræddi aðallega þá hlið sem að neytendum sneri, ef til lokunar allra mjólkurbúða samsölunnar kæmi Sagði hann að i Ijós hefði komið að vilji kaupanna til að taka mjólk inn i sínar verzlanir væri afar misjafn, og ef sú yrði raunin, þá myndu neytendur verða að sækja þessa þjónustu um lengri veg og með meiri fyrirhöfn en áður. Sagði hann það enn alvarlegri hlut að þær verzlanir samsölunnar sem óseldar væru i hverfum þar sem eldra fólk byggi. Árásá Mjólkursamsöluna Páll Pétursson (F) tók næstur til máls og sagði tillögu þingmanna fela I sér árás .á Mjólkursamsöluna. Sagði hann þann vanda sem mundi hljótast þegar mjólkurbúðunum yrði lokað ekki vera að kenna samsölunni sjálfri. Hefði hún gert samning við Kaupmannasam- tökin um eignayfirfærslu og þá hefðu samtökin einnig skuldbundið sig til að veita starfsstúlkunum atvinnu. Þvi væri nær að það væru kaupmennirnir sem tækju á sig ábyrgðina. en ekki bænda- samtökin. Sagði hann einnig að 10 búðir yrðu einungis til að hækka dreif- ingarkostnað og þvi væri þetta óraun- hæft Kvað Páll að með lagasetning- unni i fyrra hefði verið tekið fyrir allan rekstur samsölunnará mjólkurbúðum. Eðvarð SigurSsson (Abl) sagðist vera tortrygginn á að mjólkursölunni yrði betur háttað hjá kaupmönnum en hjá Mjólkursamsölunni, og benti á að lög- in i fyrra bönnuðu samsölunni ekki að selja mjólk. Hefði einkaleyfi til mjólkur- sölu verið tekið af henni. Kvað Eðvarð Mjólkursamsöluna bera ábyrgð á þvi atvinnuvandamáli sem væri fyrirsjáan- legt Stefán Valgeirsson (F) kvaðst harma að mjólkursólumálin skyldu hafa þróazt sem raun bæri vitni. Sagði hann þó að þessi tillaga væri á engan hátt tilheyrandi samsölunni, heldur væri við aðra að sakast. Sagði hann einnig að brotið væri blað i þingsög- unni með þvi að ætla að skylda einn eða annan til að reka ákveðinn atvinnu- rekstur Sagði hann og að ekki væri enn hægt að ætlast til að lagt yrði á bændastéttina að hún ræki fyrirtæki sem einungis myndi hafa það að verk- um að bændur fengju ekki sitt grund- vallarkaup. sem öðrum atvinnustéttum væri þó ávallt tryggt SamsölubúSir yrSu kaupmönnum aShald Ellert B. Schram (S) tók næstur til máls. Sagðist hann gangast fyrir þvi með stolti að hafa átt þátt ! þvi að fyrri lögum um einkasölu á mjolk hefði verið eytt. Sagði hann að með útrým- ingu þeirra hefði verið fyrirtekið mikið misræmi og ranglæti sem rtkt hefði áður. Hefði framleiðendum verið mögulegt að segja með fyrri lögum hvaða búðir fengju að selja mjólk og hverjar ekki. en i því hefði verið fólgið mikið verzlunarlegt misrétti. Sagði hann og að með eyðingu fyrri laga. og þar með meira frjálsræði i sölu mjólkur væri hlutur neytenda betri Tók Ellert það skýrt fram, að núgild- andi lög bónnuðu ekki Mjólkursamsöí- unni að selja mjólk, heldur hefði ein- ungis verið tekið af henni óréttlátt einkaleyfi Sagðist hann ekki skilja að með niðurfellingu einkaleyfis væri fyrr- verandi einkaleyfishafa nauðsynlegt að hætta rekstri. Sagði hann það vera algerlega afstaða og ábyrgð Mjólkur- samsölunnar einnar að hætta rekstri mjólkurbúða. og það hlyti þvi að vera i þeirra verkahring að stuðla að bótum á þvi ástandi sem kynni að skapast þegar þeir loka eigin búðum fyrir fullt og allt. Sgðist Ellert harrha það ef að starfs- stúlkurnar yrðu að gera sér atvinnu- leysisstyrk að góðu, en frumvarpið sem til umræðu væri fæli i sér vissa litillækkun á starfi starfsstúlkna i mjólk- urbúðum ef liðið væri á að búðirnar yrði að hafa opnar lengur sem eins konar atvinnubót. Ellert sagðist hafa haldgóðar upplýs- ingar um gð mjólkursölustöðum í höf- uðborginni mundu fjölga frekar en fækka. eins og ræðumenn hefðu hald- ið fram, með tilkomu lokunar mjólkur- búða Mjólkursamsölunnar Þá sagði hann það vera siðferðilega skyldu Mjólkursamsölunnar að hafa mjólkur- búðir sinar opnar ef hún teldi það i þágu neytenda, en aðalatriðið væri að selja ætti mjólk þar sem hennar er þörf. Sagði Ellert einnig að það mundi veita kaupmönnum aðhald ef samsalan hefði nokkrar verzlanir opnar, og gæti þannig veitt viðnám gegn þeim verð- skilmálum sem sumir ræðumenn telja kaupmenn munu setja upp, þegar einkasalan væri af tekin. Sagði Ellert það hafa verið sina skoðun að umþótt- unartími einkasölunnar hefði mátt ná Styrktarsjóður vangefinna; Æskilegra að framlengja tappagjaldið en auka framlög á fjárlögum MEÐAL þeirra fyrirspurna. sem svaraS var á fundi sameinaðs Alþingis á þriðjudag, var fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl.) um hver væru áform félagsmálaráSuneytis um framtlSarskipan StyrktarsjóSs vangefinna. ÞaS kom fram f svari félagsmálaráSherra, Gunnars Thoroddsens, aS auka þyrfti sem kostur vœri framlög til bygginga á húsnæSi fyrir vangefna og gera þyrfti áætlanir um aukna starfsemi StyrktarsjóSs vangefinna. í sambandi viS fjáröflun til sjóSsins sagSi ráSherrann, aS einkum kæmu tvær leiSir til greina. AnnaS væri aS hækka stórlega framleg til sjóSsins á fjírlögum eSa aS flutja frumvarp um framlengingu þess gjalds, sem StyrktarsjóSurinn hefSi áSur fengiS af sölu gosdrykkja og öls. Taldi ráSherrann slSari leiSina æskilegri. F. Seljan (Abl.) bar fram fyrirspurnir neytinu var þvi samið frumvarp um sinar en þær voru, áform félagsmála- ráðuneytisins um framtíðarskipan Styrktasjóðs vangefinna: a) varðandi fjáröflun til sjóðsins, b) yfirstjórn hans með hugsanlegri aðild landssamtak- anna Þroskahjálpar og c) verkefni sem sjóðnum yrðu falin I tengslum við hugsanlega eflingu hans? Þá itrekaði fyrirspyrjandi mikilvægi þess að Styrkt- arsjóðnum yrði markaður fastur tekju- stofn og nauðeynlegt væri að sjóðnum yrði skipuð stjórn. Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráð- herra sagði að hér væri hreyft merku máli og ekki væri að ófyrirsynju að þessar fyrirspurnir væru frambornar Raðherra rakti i upphafi máls sins nokkuð sögu Styrktarsjóðs vangefinna en hann var stofnaður með lögum frá 1958 og tekjur sjóðsins voru frá upp- hafi gjald, sem lagt var á gosdrykki og öl. Lög um gjald þetta runnu út i lok júnimánaðar 19 76 og sagði ráðherr- ann að þá hefðu forráöamenn Styrktar- félags vangefinna óskað eftir þvi að lögin yrðu framlengd til 5 ára og gjaldið verulega hækkað. Sagði ráðherrann að við skoðun hefði komið I Ijós að gjaldið hefði þurft að hækka um það bil fjórfalt til að það svaraði verðlagshækkunum frá því það var ákveðið á árinu 1971 en þá var það 1.95 krónur í félagsmálaráðu- þetta efni. að sögn ráðherrans, I fyrra- vetur. Var i frumvarpinu lagt til að gjaldið yrði 8 krónur á hvern jitra I stað 1.95 króna Gunnar sagði. að fjár- málaráðuneytið hefði talið að þetta mál heyrði undir það og því hefði frum- varpið verið sent þvi til fyrirgreiðslu, Sagði ráðherra að þvi miður hefði frumvarp þetta ekki verið lagt fyrir siðasta þing Þegar unnið var að undirbúningi fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár lagði félagsmálaráðuneytið að sögn Gunnars til að framlag til Styrktarsjóðs vangefinna yrði fært til samræmis þvi að tappagialdið hefði fjórfaldazt. fyrst lögin um það hefðu ekki verið fram- lengd. Lagði ráðuneytið til að framlag- ið yrði 120 milljónir króna en sú upphæð var ekki tekin upp í fjárlaga- frumvarpið heldur eru 40 milljónir ætl- aðar til þessa Sagði ráðherra augljóst að sú fjárveiting hrykki skammt til að standa straum af þeim framkvæmdum, sem nú væru á döfinni ! þessum efn- um. Varðandi b-lið spurninga Helga sagði Gunnar að styrkir úr sjóðnum hefðu alltaf verið veittir i samráði við Styrktarfélag vangefinna Nú væri búið að stofna landssamtökin Þroskahjálp og þætti honum eðlilegt og sjálfsagt að þessi nýju samtök fengju þarna aðild að Þriðja lið fyrirspurnar Helga svaraði ráðherra með þeim orðum að jafnvel þó lögin um gjald til sjóðsins hefðu verið framlengd eða yrðu framlengd og gjaldið fjórfaldað. þá yrðu fjárráð Styrktarsjóðsins ekki nægjanleg til að standa straum af framkvæmdum. sem nauðsynlegar væru. Þá greindi ráð- herrann frá til hvaða aðila veitt hefði verið úr sjóðnum til ársloka 1975 en það eru: Til Kópavogshælis 127 millj. Til Sólheimahælis, Grimsnesi, 12 millj., til Styrktarfélags vangefinna 4.8 millj., til Skálatúnsheimilis 40 millj., Tjalda- nesheimilis 10 5 millj., Sólborgar. Ak- ureyri. 56 millj.. Bjarkaráss Reykjavík, 1 1 millj., til Egilsstaðaheimilis 400 þús. Samtals eru þetta um 263 millj. kr Að lokum minnti ráðherrann á míkil- vægi Styrktarsjóðsins varðandi upp- byggingu stofnana fyrir vangefið fólk og sagði mörg verkefni bíða úrlausnar Sagði Gunnar að nú væri helzt um tvo kosti að velj i sambandi við fjármögn- um sjóðsins, annars vegar að hækka stórlega þá fjárhæð, sem veitt væri I fjárlagafrumvarpinu til sjóðsins og nefndi ráðherrann að hana þyrfti að þrefalda Hin leiðin væri að flytja frum- varp um framlengingu þess gjalds. sem Styrktarsjóðurinn hefði áður notið og væri þá miðað við 6 krónur á litra i stað 1.95. Sagði Gunnar að slnum dómi væri slðari leiðin æskilegn Auk fyrirspyrjanda kvöddu sér hljóðs þau Sigurlaug Bjarnadóttir og Oddur Ólafsson og i máli sinu lögðu þau áherzlu á að málefni sjóðsins yrðu tekin til endurskoðunar og bætt úr þeim vanda, sem þau væru nú komin i yfir lengri tima og vera i áfóngum Sagði hann ennfremur að sáralitið hefði verið spurt um atvinnu hjá vinnu- miðlun þeirri sem Kaupmannasamtök- in hefðu beitt sér fyrir vegna af- greiðslustúlkna i mjólkurbúðum Sagð ist þingmaðurinn skilja einstök per- sónuleg tilvik sem kynnu að hljótast af lokun búða Mjólkursamsölunnar, en taldi þó að með vilja allra aðila mætti leysa þennan vanda Sagðist Ellert geta fullyrt að þessi vilji væri fyrir hendi meðal kaupmanna. Allir aSilar sam- mála um skipulag mjólkursolu Pálmi Jónsson (S) ræddi nokkuð aðdraganda þeirra laga sem sett hefðu verið um mjólkursölu. Sagði hann það ekki bara vera fyrir skipulegan áróður utan að sem þessi lög hefðu verið samþykkt, heldur væru lögin beint framhald af nefndaráliti sem nefnd um þessi mál skipuð af Halldóri E. Sig- urðssyni, landdúnaðarráðherra, hefði skilað af sér. Sagði Pálmi að i þeirri nefnd hefðu átt sæti fulltrúar allra viðeigandi samtaka. þ.e. Mjólkursam- salan, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Kaupmannasamtökin, og hefðu þeir verið algerlega sammála um þá skipan mála sem lögin kveða á um. Sagði Pálmi og að farið hefðu fram samning- ar milli Mjólkursamsölunnar og Kaup- mannasamtakanna um að yfirfærslur á eignum skyldu fara fram og að Kaup mannasamtökin skuldbyndu sig einnig til að tryggja verulegum hluta starfs- stúlknanna atvinnu Sagði hann sam sölunni ókleyft að halda nokkrum búð- um gangandi vegna tilkostnaðar Sagðist Pálmi ekki vilja gera litið úr vanda starfshópsins, en taldi þann vanda eiga að leysast af einhverjum öðrum en Mjólkursamsölunni og mjólkurbúum úti á landi Taldi Pálmi frumvarp Svövu. Eyjólfs og Magnúsar Torfa óraunhæft, meðal annars vegna þess að engar rökstuddar óskir hefðu komið fram um lengingu umþóttunar- timans, og einnig vegna þess að hæpið væri að raska nú þeirri skipulagslög gjöf sem gerð hafði verið i fyrra með samkomulagi allra viðkomandi aðilja Að lokinni ræðu Pálma Jónssonar tóku til máls öðru sinni þau Stefán Valgeirsson, Svava Jakobsdóttir, Páll Pétursson og Magnús Torfi Ólafsson Fjölluðu þau aðallega um framkomin atriði og áréttuðu ýmis fyrri ummæli, sem fjallað hefur verið um. þingmál NOKKUR ný mál hafa verið lögð fram á Alþingi í þessari viku. Lagt hefur verið fram í efri deild frumvarp til laga um heimild fyrir rlkisstjórnina til þess að fullgilda fyrir tslands hönd viðbótarsamning við samning milli Islands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um aðstoð í skattamálum. Er í þessu frum- varpi ríkisstjórninni heimilað að fullgilda samning milli þjóð- anna um aðstoð i skattamálum, sem undirritaður var í Stokk- hólmi 21. júli 1976, og hafa ákvæði þessa samnings laga- gildi hérlendis þegar hann hef- ur verið fullgildur, segir enn- fremur í fumvarpinu. I sameinuðu þingi hefur ver- ið lögð fram tillaga til þings- ályktunar um niðurfellingu gjalda af efni og búnaði til stofnframkvæmda hitaveitna, og er þessi tillaga borin upp af þremur þingmönnum Alþýðu- flokksins. Þar er einnig komin fram tillaga til þingsályktunar um útgáfu fiskikorta, en sú til- laga er borin upp af þeim Sverri Hermanssyni (S) og Pétri Sigurðssyni (S). Er þar skorað á rfkisstjórnina að hlut- ast til um að hafinn verði undir- búningur að útgáfu sérstakra fiskikorta með Loran-C staðar- linum og öðrum þeim upplýs- ingum, sem að gagni mega koma við fiskveiðar. Loks eru komnar fram tvær fyrirspurnir i sameinuðu þingi. Annars veg- ar fyrirspurn frá Jóni Skafta- syni (S) til utanrikisráðherra um hvað liði framkvæmd þingsályktunar um viðgerðar- og viðhaldsaðstöðu flugvéla á Keflavíkurflugvelli, hins vegar fyrirspurn til samgönguráð- herra frá Pálma Jónssyni (S) um hvað liði framkvæmd þings- ályktunar, sem samþykkt var á Alþingi 29. aprfl 1974, um athugun og tillögur til úrbóta á vanda þeirra, sem stunda veit- inga- og gistihúsarekstur að vetrarlagi utan mestu þéttbýlis- svæða landsins. Á fundi sameinaðs þings á mánudag voru lögð fram tvö ný mál. Annars vegar tillaga til þingsályktunar um landhelgis- mál frá Lúðvík Jósepssyni (Abl) Benedikt Gröndal (Afl.) og Karvel Pálmasyni (Sfrv.) og var hún á þá leið að vegna þeirrar vitneskju sem fyrir lægi um veika stöðu helztu fisk- stofna við landið lýsi Alþingi yfir þvi að nýir samningar um veiðiheimildir útlendinga i fiskveiðilandhelgi íslands komi ekki til greina. Hins vegar þingsályktunartillaga um fljót- virkari og ódýrari meðferð minni háttar mála fyrir héraðs- dómsstólum, en hún var frá Braga Sigurjónssyni (Afl), Tómasi Arnasyni (F) Eðvarð Sigurðsyni (Abl) og Magnúsi F. Olafssyni (Sfrv). Tvær þingsályktunartillögur voru lagðar fram á fundi sam- einaðs þings í gær. Sú fyrri er frá EUert B. Schram (S) og fjallar um byggingu dómshúss. I tillögunni er rikisstjórninni falið að hefja undirbúning þ.e. lóðarval, hönnum og f jármagns- öflun að byggingu dómshúss yf- ir héraðsdómstólana I Reykja- vik, rannsóknarlögreglu rikis- ins og embætti rlkissaksóknara. Stefnt skal að því að byggingu hússins verði lokið fyrir 1981. I siðari tillögunni, sem Ellert B. Schram (S), Ragnhildur Helgadóttir (S) og Sverrir Hermansson (S) flytja, er rikis- stjórninni falið að hlutast til um, að ríkissjóður veiti sér- stakri upplýsinga- og rannsóknastofnun verzlunar- innar hliðstæða f jármagnsfyrir- greiðslu og aðrar höfuðatvinnu- greinar I landinu eru þegar að- njótandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.