Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
CASIO FX
102
heimsins fyrsta tölva með
almennum brotum, brotabrotum
og skekkjureikningi
Verðkr: 11.995.-
STÁLTÆKI
Vesturveri, sími 2 7510
Bergljót - ný skáldsaga eftir
Ingibjörgu Sigurðardóttur
MORGUNBLAÐINU hefur borist
ný ástarsaga eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur. B6kin er gefin út
af forlagi Odds Björnssonar á
Akureyri.
Ingibjörg Siguröardóttir hefur
skrif að margar skáldsögur, eins,
og kunnugt er og á bókarkápu er
þessi nýja skáldsaga hennar
kynnt með svofelldum orðum:
„Þetta er nýjasta ástarsaga
hinnar vinsælu skáldkonu og sú
sautjánda I röðinni."
„Bergljót virðir unga, ókunna
manninn fyrir sér, háan og grann-
vaxinn með ljósliðað hár og
dimmblá augu, fölan yfirlitum en
fríðan sýnum. Honum fylgir eitt-
hvað nýtt og framandi... og hann
átti eftir að verða örlagavaldur í
lifi Bergljótar ..."
Klórad í
bakkann
UT er komin ljóðabókin Klórað í
bakkann eftir Jón Þorleifsson.
Bókaútgáfa Leturs gefur bókína
út, en hún skiptist í 6 kafla með
alls 57 ljóðum. Áður hefur Jón
gefið út Nútimakviksetningu og
Lýðræði eða hvað?
GULLLEITIN
Leitin að gullinu hefur
verið framlengd til 25. desember
¦Ér
¦
Wá
#
ir
** t, n-
&
-ír
fc
-ír
rsLkm l InlMi
Listskautar
Hockeyskautar
Laugavegi 13,
sími 13508.
Gætu orðið
afdrifarík
mistök
BLAÖINU hefur borizt eftirfar-
andi frá hreppsnefnd Glæsi-
bæjarhrepps:
Hreppsnefnd Glæsibæjar-
hrepps lýsir sig eindregið andvfga
framkominni hugmynd um bygg-
ingu álvers við Eyjaf jörð.
Greinargerð:
Eyjafjörður er eitt þéttbýlasta
landbúnaðarhérað á Islandi. Þar
er búið að byggja upp traustan og
þróttmikinn landbúnað, sem
framleiðir fimmtung alls mjólk-
urmagns í landinu og umtalsvert
magn af jarðeplum og kjöti.
Héraðið er, vegna hagstæðra
náttúruskilyrða og framúrskar-
andi veðursældar, mjög vel fallið
til grasræktar og heyöflunar,
enda er drjúgur hluti undirlend-
isins ræktaður og mætti þó enn
auka þar allmiklu við. Það hefur
líka oftsinnis, í harðindisárum,
reynst sannkallað heyforðabúr og
miðlað heyfóðri víðsvegar um
land. Veðurfar í Eyjafirði ein-
kennist af staðviðri.
Á sumrum eru hægviðri tfð og
þá gjarnan með hafgolu siðari
hluta dags. Á vetrum er sunnan
átt ríkjandi, svokallaðir dalvind-
ar. Úrkoma er lítil og útskolun úr
jarðvegi í lágmarki. Slfk veðrátta
getur varað vikum saman og í því
sambandi er.skemmst að minnast
síðastliðins sumars, þar sem vart
kom dropi úr lofti, frá lokum júlí-
mánaðar þar til vika var liðin af
október.
í slíku tíðarfari, innan hinna
háu fjalla er kringja Eyjafjörð, er
augljóst að mengandi úrgangsefni
frá álbræðslu settust mjög að, en
dreifðust ekki né skoluðust burt
eins og í storma- og úrkomusömu
umhverfi.
Nú er það alkunna að hættuleg-
ustu úrgangsefni frá álbræðslum
eru flúorsambönd, sem setjast
sem ryk á gróður og eiga því
greiða leið að búpeningi í högum.
Þar valda þau beinskemmdum,
svo sem hnútum á liðamótum og
tannlosi. Slíkir kvillar eru þekkt-
ir hér á landi, tfmabundnir, við
öskufall samfara eldgosum, og
hafa þeir, í sumum tilvikum,
orsakað afföll á búpeningi lands-
manna.
Búfé, sem elst upp við þvílíkar
aðstæður á tiltölulegá skammt lff
fyrir höndum.
Hreppsnefndin telur þvi stór-
lega varhugavert að setja niður í
Eyjafirði, jafn mengandi stóriðju
sem álbræðslu og gæti slík
ákvörðun reynst afdrifarík mis-
tök, sem ekki yrði kostur að bæta
úr síðar.
Hreppsnefnd Glæsibæjarhrepps.
Mir»
Jólaplöturnar
f ást allar hjá
okkur
[R^^^law.
^Jhá
ÁSTÞÓR^
Bankastræti 8, sími 17650