Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 4 dagar ef tir af jólasundmóti öryrkja -3*4 Jólasundmót öryrkja 1976 25. nóv. - 13. des. fn.fn) (aldur) (hflimilisfang) Sundstaour: Örorka vegna:_ SendJsT^^ ___ til Í.S.Í. \^ Box 864, Reykjavík. (tilgreiniA t.d. lómun, fötlun, blinda. vangefni o.s.frv. Þétttöku staofestír „Að vera með er stærsti sigurinn' Ljósmynd Frióþjófur Einn aí nemendum Öskjuhlíðaskðla f jólasundmðt inu. — VIÐ vinnum stanzlaust að þvf að fá öryrkjn til að vera með. Reynum að fá þetta fólk til að trúa á sjálft sig, hætta að loka sig inni eins og svo margir þvf miður gera. Það er stað- reynd að öryrkjar almennt geta miklu meira en þeir trúa sjálf ir og jólasundmótið er góð hvatning f þessa átt. fig hef trú að að það verði kveikjan að virkari þátttöku öryrkja og geri þá um leið að virkari þjóð- félagsþegnum. Það er Júlíus Arnarsson iþróttakennari, sem mælir þessi orð, en auk þess að vera iþróttakennari i Garðabæ hefur hann verið þjálfari Iþrótta- félags fatlaðra. Hann hefur mikið fylgst með fþróttaiðkun- um fatlaðra og annarra öryrkja og var m.a. viðstaddur Ólympfuleika fatlaðra f Kanada i sumar. — Sundíþróttin er tvímæla- laust grein númer 1. fyrir fatl- að fólk og það hve jólasundmót- ið er i rauninni auðvelt i fram- kvæmd ætti að fá fleiri til að f ara af stað. Okkur vantar alltaf kynningu og auglýsingu á starfi okkar og án ef a bætast i hópinn hjá okkur nokkrir, sem húg hafa á að æfa, að þessu sund- móti loknu. Þannig var það eft- ir að Iþróttafélag fatlaðra sendi tvo þátttakendur á sundmót í Svíþjóð, eftir að fréttir höfðu birzt um það í blöðum urðu fleiri til að mæta á æfingar hjá okkur segir Júlíus, en íþrótta- félag fatlaðra er með æfingar í sundlaug Árbæjarskóla á mið- vikudagskvöldum og siódegis á laugardögum. Sundið er ekki eina iþrótta- greinin, sem Iþróttafélag fatl- aðra er með á stefnuskrá, en þar sem hér er verið að ræða um jólasundmót öryrkja, þá verður ekki fjallað um aðrar greinar að sinni. Á Ólympfuleikunum í Kan- ada fsumar kynntust þeir félag- ar Július Arnarson og Arnór Pétursson því hvað mikið fatlað fólk getur gert í íþróttum. — Það var í einu orði sagt stór- kostlegt að sjá kannski einfætt og einhent fólk á fullri ferð í sundlauginni og virtist ekkert láta bæklun sina hafa áhrif á sig, segir Július. I skýrslu sem Arnór Péturs- son tók saman um Öiympiuleik- ana I Kanada greinir hann frá þvi helzta sem bar fyrir augu þeirra félaga og á einum stað segir hann: — Munurinn var mjög mikill á þeim beztu og þeim lökustu, eins og virtist vera I öllum greinum. Sá mun- ur sýndi manni og sannaði að kjörorð leikanna ,JJér sigra all- ir, að vera með er stærsti sigur- inn" var svo sannarlega stað- reynd." Að þessum orðum sögðum sláum við botninn í þetta spjall, en minnum á að síðustu forvöð eru að taka þátt í jólasundmót- inu eru á mánudaginn, en jóla- sundmótinu lýkur á mánudags- kvöldið. Því má bæta við að skrifstofustúlkur iþróttasam- bans tslands hafa undanfarna daga haft nóg að gera við að skrifa nöfn þátttakenda og senda út viðurkenningarborða um allt land og stöðugt bætist hóp þátttakendanna. Kveikt á Hamborgar- jólatrénu álaugardag LAUGARDAGINN 11. des- ember n.k. kl. 16.00 verður kveikt á Hamborgarjðla- trénu, sem Reykjavíkur- höfn hefur nú eins og mörg undanfarin ár fengið sent frá Hamborg. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wikingerrunde, sem er félags- skapur fyrrverandi sjómanna, blaða- og verslunarmanna í Ham- borg og nágrerini. Uwe Marek, blaðamaður frá Hamborg, er hingað kominn ásamt konu sinni til þess að af- henda tréð, sem að venju verður reist á hafnarbakkanum við Hafn- arbúðir. Afhendingin fer fram á laugardaginn kl. 16.00 að við- stöddum borgarstjóranum í Reykjavík, sendiherra Þýska sam- bandslýðveldisins á Islandi og öðrum gestum. Gunnar B. Guð- mundsson hafnarstjóri mun veita trénu móttöku. Lúðrasveit Reykjavlkur mun leika við Hafnarbúðir frá kl. 15.45. Fíkniefnamálið: Aðeins einn í varðhaldi AÐEINS einn maður situr nú i gæzluvarðhaldi á vegum flkni- efnadómstólsins vegna rannsókn- ar á hinu umfangsmikla fíkni- efnamáli sem þar hefur verið til meðferðar siðustu mánuði. Er þetta Bandaríkjamaður, sem tal- inn er hafa verið hvað mest við- riðinn dreifingu fikniefna innan Keflavlkurflugvallar. Var hann upphaflega úrskurðaður i 35 daga gæzluvarðhald en það sfðan fram- lengt um 30 daga til viðbótar slð- astliðinn miðvikudag. !_.• •*•*•*--•_•*. •*•*•*•••*•' >•_••_ • t •-••.-.•. .•,••.•«•••. •:•..•:•.•.' •.•.*.•.' .•.•.•!•-•!•!•!•!•! •!< >_• • • • • i •_•_•_• • • • i • •••••• •*•' '• •*•* *•*•* ~ .•••••. .*.V - • • • • • • ¦ • • - • • • • >*•••••< • ••••• •••< ••?.•.' • • • • • • • ••••• Kuldajakkar • • «_• • • •••••• •••••• •••••• • • • - ¦¦ - ' • • • • • • • • . ¦ • • *•*- •*•' - • • • ¦ » • • i* • * • • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.