Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
Guðlaug Sveinbjarnardóttir sjúkraþjálfari:
„Til þess eru
gamlir að
glettast við,
sagði gárunginn"
Ellilífeyrir einstaklinga er nú
22 147 00 kr á mánuði. Hafi
gamalmenni engar atvinnu- eða
eignatekjur. er unnt að sækja urn
aukalifeyri er nemur 1 9 000 00 kr
Ráðstöfunarfé ellilifeyrisþega nemur
því I mörgum tilvikum aðeins rúm-
um 40 000 00 kr á mánuði Fáum
mun til hugar koma að upphæð
þessi nægi til fæðis. klæða og húsa-
skjóls, og afnot síma," dagbtöð,
skemmtanir og ferðalög er^þessum
ellilifeyrisþegum munaður Upphæð
sú. sem hér að framan hefur verið
nefnd, er þó hámark þess sem rikr
og borg hafa til þessa talið unnt að
láta af hendi rakna. Og enginn ætl-
ast til að úr opinberum sjóðum verði
fé veitt á tillits til þess hvað sjóðirnir
hafi að geyma En umhyggja opin-
berra aðila fyrir gömlu fólki er ekki
lengur bundin við elliifeyrínn einan.
Nú hafa þeir gleðilegu hlutir gerst
að riki og borg hafa tekið höndum
saman til að bæta liðan þess aldraða
fólks er hingað til hefur verið talið
heilbrigt
Undir blaktandi fánum og að við-
stöddum helstu framámönnum rikis
og borgar var i byrjun nóvember
hafin starfsemi hjá Heilsuræktinni,
Glæsibæ, sem miðar að þvi að öld-
ungar í Reykjavik fái sér að
kostnaðarlausu hóp- og einstakl-
ingsleikfimi, ásamt ráðleggingum
um heilbrigt fæðuval Meginmark-
mið þessarar starfsemi er að koma i
veg fyrir þá sjúkdóma sem mest hrjá
aldraða. í tilefni upphafs þessarar
starfsemi sýndi borgarlæknir æfing-
ar i rimlum (sjá mynd), en eigi gátu
fjölmiðlar þess hver reynt hefði hið
ráðlagða fæði Og svo mikil er hin
skyndilausa rausn og óvænta um-
hyggja hins opinbera, að komist þeir
öldruðu eigi sjálfir til heilsubrunns-
ins verður þeim séð fyrir flutningi á
kostnað Reykjavikurborgar, þó hún
hafi ekki efni á að borga undir þá
öldruðu að fullu með strætisvögnum
sinum. Að vonum fagnar
almenningur og þá væntanlega sér-
staklega gamla fólkið þessum tiðind-
um.
Það kom fram I grein um Heilsu-
ræktina i Glæsibæ. sem birtist i
Morgunblaðinu 9 nóv 1976, að
fyrirmynd að slíkum rekstri finnst
ekki í Evrópu , svo framtakið er i öllu
falli Evrópumet Það hlýtur lika að
vera heimsmet að hægt sé að veita
fé til fyrirbyggjandi likamsæfinga
aldraðra áður en unnt er að full-
nægja nauðþurftum þeirra. E.t.v.
velta þó einhverjir fyrir sér hvað
valdið hafi þessari nýju útlátsemi
þeirra yfirvalda er héngu i rimlum
og stigu þrekhjól hátiðisdaginn
mikla Það er þekkt staðreynd að
tiðni slitsjúkdóma eykst með aldrin-
um og hæsta hlutfall þeirra. sem
hrjáðír eru af slikum sjúkdómum, er
meðal aldraðra Til þessa hefur aldr
að fólk þurft að greiða fyrir nauðsyn-
lega sjúkraþjálfun að sama marki og
aðrir þjóðfélagsþegaar og ekki er
Guðlaug Sveinbjarnardðttir
mér kunnugt um, að á þvl hafi orðið
breyting.
Ástandið er þvi þannig þegar
þetta er ritað. að sértu veikur og
gamall skaltu borga fyrir endurhæf
ingu, en sértu aftur á móti sæmilega
heilbrigður og 6 7 ára eða eldri,
borga riki og bær fyrir æfingar hjá
einu tilteknu einkafynrtæki Þeir
sjúku verða að kosta sinn flutning á
þjálfunarstað sjálfir, hinir fá flutning
á kostnað hins opinbera Geta menn
nú velt fyrir sér hversu eðlileg þessi
þróun er
Þegarlitið er á þessar staðreyndir,
fer að hvarfla að manni að áhuginn
á likamsrækt aldraðra sé af eim-
hverjum annarlegum toga spunn-
inn Það sýnir sig að riki og borg
hafa aðeins áhuga á að veita þessa
þjónustu þeim sem vilja fara í
Heilsuræktina i Glæsibæ, til að
hressa upp á heilsufarið Væri ekki
jafn sjálfsagt, að þeir sem eru 6 7
ára og eldri og vilja stunda aðra
líkamsrækt. t d sund, golf eða
skíðagöngur, gætu gert það sér að
kostnaðarlausu og látið borgina sjá
um flutning ef ferðirnar valda þeim
erfiðleikum Niðurstaðan hlýtur að
verða sú, að það sé fyrst og fremst
áhugi yfirvalda á rekstri Heil.su
ræktarinnar. sem veldur þessum
miklu framförum Sendiráð íslands í
Danmörku tók að sér að útvega
stofnuninni hæfa starfskrafta Er það
i fyrsta sinn sem sendiráð hefur
milligöngu um útvegun sjúkra-
þjálfara til landsins. þótt oft hafi
sjúkraþjálfun á Landspitala og
Borgarsjúkrahúsi verið i molum
vegna skorts á þjálfurum, að ekki sé
talað um aðra staði þar sem endur-
hæfing fer fram eða ætti að fara
fram íslenzkir sjúkraþjálfarar gleðj-
ast nú mjög yfir þvi að nýjar leiðir
hafi opnast til útvegunar þjálfara
hingað til lands. Það hefur löngum
verið áhyggjuefni okkar að mikill
fjöldi fólks, sem þarf bráðnauðsyn-
lega á sjúkraþjálfun að halda fær
litla sem enga þjónustu vegna skorts
á mannafla. Má geta þess, að utan
Stórreykjavikur eru aðeins 7 sjúkra-
þjálfarar starfandi. Það verður nú
vafalaust ekki ofverkið þeirra i utan-
rikisráðuneytinu, ef þeir fá aðstoð
sendiráða okkar erlendis, að útvega
nokkra þjálfara i viðbót til að sinna
þessum brýnu þörfum landsmanna.
Reykjavíkurborg hefur hingað til
ekki haft áhuga á að greiða fyrir
sjúkraþjálfun aldraðra. Nú hefur
losnað svo um fé. að borgin vill
greiða 40% af kostnaði við æfingar
há Heilsuræktinni. Sjúkrasamlag
greiðir 60%, eins og það hefur alltaf
gert fyrir þjálfun af þessu tagi Nú
vill borgin ekki vera með neitt nurl
og greiðir fyrir 50 manns á dag án
tillits til þess hvort enginn, einn eða
50 fá þar þjálfun. Sjálfur borgar-
læknir. vafalaust yfirhlaðinn störfum
tekur að sér að vera ráðgefandi
læknir á staðnum. þar til önnur
lausn fæst. Einhvern tima var það
gert að skilyrði fyrir samningi við
Heilsuræktina að þar yrði endur-
hæfingarlæknir (orkulæknir), en það
má vafalaust sjá i gegnum fingur
með slikt þegar vinir eiga i hlut.
Við skulum vona að allur þessi
fyrirgangur hafi þau áhrif, að um
leið og Heilsuræktin, sem er einka-
fyrirtæki, fær aukið rekstrarfé og
velmegun eigendanna er tryggð,
batni hagur aldraðra hér á landi.
Ekki er óliklegt að við athugun á
fæðuvali aldraðra komi i Ijós að
þegar ræðst mest af fjárhag og erfitt
verði að breyta því nema auknar
verði beinar greiðslur til ellilifeyris-
þega Sennilega verður það þó gert
að skilyrði að viðkomandi stundi
likamsrækt innan veggja Heilsu-
ræktarinnar
Skrifað i Reykjayík f lok
nóvembermánaðar.
Skúli G. Johnsen borgarlæknir reynir aðstöðuna í Heilsuræktinni
Valdimar Kristinsson:
Þéttbýli og iðnaður á Suðvesturlandi
„Efling Akureyrar og myndun
borgar á Austurlandi er, ásarnt
lagningu góðs hringvegar, lykill-
inn að gróskumikilli byggð í öll-
um landsfjórðungum." Svo segir í
inngangi að grein eftir undirrit-
aðan um „Borgir og byggðajafn-
vægi", sem birt var í 2. hefti Fjár-
málatíðinda 1973.
Þar er rætt um forsendur fyrir
nýrri byggðadreifingu í landinu.
Nú eru nokkrar likur á að þessar
forsendur skapist seint eða jafn-
vel aldrei. Hagkvæmasta virkjun
á Norðurlandi, í Laxá, var drepin
i dróma, og stóriðju í Eyjafirði er
mótmælt hástöfum af mörgum
vegna viðkvæmni lifrikis og
mannlifs í héraðinu. Ef hið
félagslega umhverfi þolir ekki
hlutfallslegar breytingar á við
þær, sem oft hafa átt sér stað I
Reykjavík og nágrenni, þá þýðir
ekkert að vera að tala um eflingu
þéttbýlis á Norðurlandi er dugi til
mótvægis við höfuðborgarsvæðið.
Um nýtingu orkulinda á
Austurlandi og eflingu byggðar
þar er enn svo lítið vitað, að ekki
er hægt að gera sér raunhæfa
grein fyrir þvi máli á næstunni.
Og loks gerist svo lítið í varan-
legri vegagerð, og framtíðarhorf-
ur I þeim efnum svo bágar, að
ekki er að vænta verulegra áhrifa
á byggðamálin af þeim ástæðum í
fyrirsjáanlegri framtíð.
Auðvitað geta orðið breytingar
á aðstöðu og hugsunarhætti en
eins og málin horf a við um þessar
mundir er líklegast að utan
höfuðborgarsvæðisins og ná-
grannahéraða þess verði áfram að
mestu leyti að byggja atvinnulif á
fiskveiðum og fiskvinnslu. Það er
að vísu ekki í kot visað fyrir fbúa
margra bæja og þorpa, þar sem
vonir standa til að innan nýju
Iandhelginnar megi í framtíðinni
fá mikinn, árvissan afla er gefi
ágætar tekjur. En ólfklegt er að
fólkinu fjölgi að ráði við þessa
atvinnuvegi, hins vegar verði
tekjur þess öruggari og meiri en
áður.
Fólksfjölgunin hlýtur aftur á
móti fyrst og fremst að beinast að
þeim stöðum, þar sem f jölbreytni
atvinnulífsins er meiri. Mun stór-
aukin menntun, meðal annars á
háskólastigi, stuðla enn frekar að
þeirri þróun.
Fari svo að ekki reynist sam-
staða um að koma upp fjölbreyttu
og þróttmiklu atvinnulífi annars
staðar en á suðvesturhorni lands-
ins, þá verður að taka þvl, og
fjárhagslega getur sú tilhögun
reyndar gefið hvað mest í aðra
hönd fyrir þjóðarbúið, þar sem
fyrirtæki geta best stutt hvert
annað I nábýli. Reyndar þætti það
ekki mikið úti I hinum stóra
heimi þótt til dæmis fjórðungur
milljónar manna dreifðist á svo
sem 10 þús. fkm lands. En næstu
2—3 áratugir gætu einmitt ráðið
úrslitum í byggðamálunum fyrir
aldir og þvl er meira í húfi núna,
en margir munu gera sér grein
fyrir.
Islendingar eru um 220 þús. um
þessar mundir. Fyrir alllöngu var
fjölgunin slík, að Hkur bentu til
að Ibúar landsin yrðu 360—380
þús. um næstu aldamót. Nú hefur
dregið það mikið úr fjölguninni,
að 300 þús. er sennileg tala og
margt bendir til að stöðnun gæti
orðið í íbúaf jöldanum við svo sem
350 þús. manns á fyrri hluta
næstu aldar. Margvíslegar þjóð-
félagsaðstæður stuðla að þessu,
svo sem áform flestra ungra
kvenna um að taka fullan þátt I
atvinnulífinu.
Ef þessar mannfjöldaáætlanir
eru nærri lagi, þá bætast ekki
nema um 80 þús. manns við ibúa-
fjöldann til aldamóta. Hlutfalls-
lega séð er þetta ekki lítil f jölgun
á Evrópskum mælikvarða, en hún
er helmingi minni en við áttum
von á fyrir ekki svo löngu sfðan,
og það breytir að sjálfsögðu miklu
um allar hugmyndir varðandi
byggðaþróun næstu áratugina.
Fólksfjöldanum er vissulega
misskipt á landið. Á höfuðborgar-
svæðinu búa um 118 þús. manns
eða nær 54% þjóðarinnar. I öllu
landnámi Ingólfs, sem afmarkast
af ölfusá og Hvalfirði, búa um
133 þús. manns eða rúm 60%, og á
Suðvesturlandi, frá Eyjafjöllum
út á Reykjanes og upp I Borgar-
fjörð, að Vestmannaeyjum með-
töldum, búa 156 þús. eða yf ir 71 %
landsmanna. En segja má að þetta
svæði sé um tfundi hluti landsins
að flatarmáli, eða um 10 þús. fkm.
Hafni aðrir landshlutar hag-
kvæmum virkjunum og stórum
iðnfyrirtækjum er ekki um annað
að ræða enn að þróunin á þessum
sviðum haldi áfram á Suðvestur-
landi. Eins og áður segir yrði það
sjálfsagt fjárhagslega hag-
kvæmasta lausnin fyrir þjóðina I
heild, enda er þessi landshluti
ekki stærri en svo, að viðráðan-
legt ætti að vera að leggja um
hann gott vegakerfi, sem er skil-
yrði fyrir nánum samskiptum
fólksins og fyrirtækjanna á svæð-
inu. Er þessi vegagerð reyndar
þegar komin töluvert áleiðis.
Góðvegur hefur verið lagður
frá Reykjavík til allra bæja á
Reykjanesskaga og einnig um
Hellisheiði austur að Þjórsá. Eðli-
legt takmark á næstunni er Hvols-
völlur, þar sem umferðin skiptist
að nokkru.
Þorlákshöfn er orðin góð fiski-
höfn og ferjuhöfn til Vestmanna-
eyja og gæti orðið inn- og út-
flutningshöfn með verulegum
Framhald á bls. 27
•^|» 01) G A > N E'Jjg f SUÐVESTURLAND
\m*S 0 G ÖCVEGI« NÚT ISAI
OG FR AMT i«A»
AKKANES ^"^^ Jf A
HEYKJAVÍK OQ'Æ'
5o# Cv /sTlFOSS 7S+
-^>0*<o^ /5 *vf"*
*W H^GRINDAVIK ~ —
^v