Morgunblaðið - 10.12.1976, Síða 12
44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
Alþjóðlegt fomsagna-
þing haldið 1 Ósló
Eftir Eirík
I>ormódsson
cand. mag.
DAGANA 25. júlí til 1.
ágúst s.l. var haldið alþjóð-
legt fornsagnaþing í Ósló.
Aður hafa tvö slfk þing
verið haldin, hið fyrra f
Edinborg 1971, þar sem
einkum var rætt um sam-
band fornsagnanna við
evrópskar miðaldabók-
menntir, og hið sfðara f
Reykjavfk 1973, en þaT var
umræðuefnið fslendinga-
sögur og þjóðfélagið. Að
þessu sinni var fjallað um
konungasögur og var vel
við hæfi að taka það efni
fyrir í Noregi þar sem
flestar þessar sögur
gerðust að mestu leyti þótt
höfundar þeirra væru yfir-
leitt fslenskir. Annars væri
lítil eftirsjá að þvf þótt
menn hættu að togast á um
uppruna sagnanna, mestu
skiptir að menn lesi þær og
rannsaki. Eðlilegt er að
Ifta á þær sem eina
bókmenntalega heild, eins
og forfeður okkar, sem
skópu þær, hafa vissulega
gert. Fornsögurnar eru
sameiginlegur menningar-
arfur fslendinga og norð-
manna.
Á þinginu voru saman
komnir fræðimenn
hvaðanæva að úr heimin-
um, flestir frá Norður-
löndunum, en einnig frá
Bandaríkjunum, Kanada,
Bretlandi, Þýskalandi,
Austurríki, Sviss, Frakk-
landi, Hollandi, Rúmenfu,
Ungverjalandi, Júgóslavíu
og m.a.s. var einn þátt-
takenda frá Japan. AUs
munu fundarmenn hafa
verið um 150, þar af 15 frá
íslandi.
Sá háttur var hafður á, að menn
fengu fyrirlestra fjölritaða í
hendur nokkrum vikum fyrir
þingið og fylgdi hverjum þeirra
útdráttur, þannig að óþarft var að
lesa þá upp i heild á sjálfu þing-
inu, heldur gerðu höfundar
aðeins stutta grein fyrir máli
sínu, en á þennan hátt sparast
auðvitað geysimikill timi. Á eftir
hverjum fyrirlestri voru síðan
umræður, þar sem oft var fast sótt
og vasklega varist, en eftirtekjan
varð að jafnaði sú að menn fóru
stórum fróðari út úr ráðstefnu-
salnum en þeir voru er inn var
gengið.
Ráðstefnustarfið skiptist í tvo
meginhluta, annars vegar
greinargerðir höfunda og
almennar umræður um hin marg-
víslegustu efni, tengd konunga-
sögum, og hins vegar skoðunar- og
kynnisferðir. Lagðir voru fram
meira en 20 fyrirlestrar, þar af 3
af hálfu íslendinga.
Bjarni Guðnason prófessor
talaði um svo kallað Hryggjar-
stykki. Það var ein hin elsta
konungasaga, ritað skömmu eftir
miðja 12. öld af óþekktum höf-
undi, Eiríki Oddssyni. Ritið er
ekki til lengur f upphaflegri
mynd, en efni þess kemur m.a.
Hér sjást þátttakendur ganga upp á elnn hauganna á Borre.
Ötrúlegt hversu víða íslenzk
fræði eiga sér áhangendur
fram í Heimskringlu Snorra
Sturlusonar.
I Hryggjarstykki var mikið sagt
frá Sigurði slembi sem var einn af
mörgum norskum „konungsefn-
um“ þótt ýmsir efuðust um að
hann væri konungborinn i raun
og veru. Lauk svo að hann var
tekinn af lifi með grimmilegum
hætti árið 1139. Bjarni telur að
Hryggjarstykki hafi að nokkru
leyti verið samið i því skyni að
koma Sigurði slembi i dýrlinga-
tölu. Einnig telur Bjarni að Saxi
hafi beint eða óbeint notað
Hryggjarstykki I hinni miklu
Danmerkursögu sinni.
Björn Sigfússon, fyrrverandi
Háskólabókavörður, talaði um
sögurnar og hugmyndir manna
um konungdóminn á árunum
1280—1320.
Jónas Kristjánsson, forstöðu-
maður Stofnunar Arna Magnús-
sonar, fjallaði um svo nefnda
Helgisögu af Ólafi helga Noregs-
konungi, er féll á Stiklarstöðum
árið 1030, sem kunnugt er. Menn
hafa velt þvi fyrir sér hvaðan
ýmislegt efni sögunnar muni vera
komið. Meðal heimilda hennar er
svonefnd Elsta saga Ólafs helga
sem aðeins er til I brotum. Jónas
kemst að þeirri niðurstöðu, að
efni Helgisögunnar sé að mestu
leyti komið frá Elstu sögu meðan
hún var heil. Af því leiðir að
Helgisagan er I rauninni eldra rit
en ýmsir hafa talið og að megin-
hluta byggð á íslenskum og norsk-
um munnmælasögum.
Hér skal aðeins getið þriggja
erlendra færðimanna er fyrir-
lestra áttu á ráðstefnunni.
Sænski fræðimaðurinn Peter
Hallberg hefur látið mikið til sín
taka á sviði íslenskra fræða.
Hefur hann m.a. skrifað bækur
um Halldór Laxness og verk hans.
Virkið á Borgarfjalli f Túnsbergi eins og menn telja, að það hafi
iitið Ct um 1300.
en einnig hefur hann fjallað
mikið um islensk fornrit. Meðal
annars hefur hann rennt stoðum
undir þá kenningu að Snorri
Sturluson hafi skrifað Egilssögu.
Aðferð Hallbergs er sú að telja
ákveðin orð og orðasambönd f
ýmsum fornsögum, m.a. I Heims-
kringlu og Eglu. Telur hann sig
finna svo miklar samsvaranir á
milli Heimskringlu og Eglu að
báðar hljóti að vera verk sama
höfundar. En fyrirlestur
Hallbergs var um hlutverk beinn-
ar ræðu og samtala I þrem
gerðum Ólafs sögu helga, þ.e. í
Fagurskinnu, Heimskringlu og
Helgisögunni. Snorri kann ákaf-
lega vel með slíkt að fara og notar
það m.a. oft til að veita yfirsýn
yfir liðna tið
Richard Perkins frá Englandi
kom fram með þá hugmynd að
dróttkvæður háttur ætti uppruna
sinn að rekja til róðrarsöngva.
Benti hann m.a. á vísu eina i
Bjarnar sögu Hítdælakappa:
„Hristi handar fasta“ o.s.frv. sem
bæri þess merki að hafa verið
notuð sem róðrarsöngur. Einnig
taldi hann að efni sumra drótt-
kvæðra vísna mætti finna í vísum,
sem enginn efaðist um að væru
vinnu- og róðrarsöngvar.
Þá flutti Sverre Marstrander,
prófessor í fornleifafræði við
Óslóarháskóla, ítarlegt erindi um
minjar sem við Islendingar erum
snauðir af, nefnilega hauga þá á
Vestfold, sem fyrrum voru grafir
konunga eða konungborins fólks,
líklega af Ynglingaætt. Það tiðk-
aðist mjög I heiðnum sið að grafa
alls kyns hluti I jörð með látnum
mönnum og var þá oft ekka til
sparað ef um tiginborið fólk var
að ræða. Það merkilegasta sem
grafið hefur verið úr þessum
haugum eru skip, en hins vegar
urðu haugarnir forðum mjög
fyrir barðinu á ræningjum, og þvi
hefur lítið sem ekkert dýrmæti úr
málmi fundist i þeim.
Daginn eftir fyrirlestur
Marstranders var haldið I ferð um
Vestfold og Hringariki. Komið
var til Borre, en þar getur að lita
um 30 hauga, stóra og smáa.
Stærri haugarnir eru 35—45
metrar I þvermál og allt að 7
metra háir. Norska vegagerðin
hóf malarnám árið 1850 úr einum
hinna stærri hauga og 1852 komu
vegagerðarmenn niður á hlut sem
teljast með hinum merkustu
slikra funda frá vikingatimanum
I Noregi. I þessum haug hefur
verið grafið skip, 17—20 metra
langt, og einnig fundust þar bein
af tveim hestum og hundi, Álitið
er að þessir hlutir séu frá upphafi
10. aldar og telja menn að þarna
hafi smákóngur verið grafinn,
e.t.v. af Ynglingaætt, og hug-
myndir eru uppi um að i öllum
hinum stærri haugum þarna hafi
konungar af þessari ætt verið
heygðir.
Frá Borre var haldið til Ásu-
bergs, þar sem hið fræga Ásu-
bergsskip var grafið úr haug, og
verður þess nánar getið hér á
eftir.
Frá Ásubergi var siðan haldið
til Túnsbergs, sem mun vera elsta
borg Noregs og héldu borarbúar
upp á 1100 ára afmæli hennar
árið 1971. Túnsberg gegnir miklu
hlutverki i norskri sögu fyrri
alda. Þar höfðu konungar iðulega
aðsetur, enda var varnaraðstaða
frá náttúrunnar hendi mjög góð
uppi á svonefndu Borgarfjalli, og
getur þar enn að lita rústir
kirkju, kóngsgarðs, kastala og
hringmúrs, aðallega frá lá; öld.
Þarna sat Sverrir konungur Sig-
urðarson um Bagia í 20 vikur á
árunum 1201—1202 og tókst um
síðir að vinna borgina, en and-
aðist sjálfur litlu síðar. Minna má
á sættargerðina I Túnsbergi 1273
er konungur og erkibiskup gerðu
með sér samning um takmörk
andlegs og veraldlegs valds. Hafði
sú sættargerð áhrif hér á landi í
staðamálum hinum síðari er laúk
1297.
Ré er gamalt heiti á Ramnes-
héraði og þar féll Sigurður jarl
Borgarfjallið f Túnsbergi eins og það er nú, og sjást undirstöður vírkismúra.
Framhald á bls. 39