Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
45
Jens í Kaldalóni:
U m skattamál
Það er mikið talað um skatta-
mál, er sagt í blöðum og manna á
milli — og mikill er sá hugar-
léttir, — fyrir þá sem þvi nenna
— en sem oftar slæðast eðlilega
með nokkrir sleggjudómar, bæði
af vanþekkingu og af nokkurri
öfund til náungans. Yfirleitt falla
umræðurnar I þann forna farveg
að meðbræðurnir sviki þetta og
hitt undan skatti, — og komi sér
hjá að borga I samneyzlusjóðinn
svokallaða það sem æskilegt væri,
og þar með að taka undir krossinn
þunga, sem hverjum er gert ár-
lega að bera mikinn hluta hvers
árs með skattaáþján ríkisvaldsins.
Miklu siður heyrist um hitt
rætt, að „hin heilaga kýr“ skatta-
yfirvöldin fari nokkru sinni út
fyrir hið mannlega siðferðiskerfi,
að draga af hinum almenna þjóð-
félagsþegni umfram það sem
kalla mætti mannlegt siðferði, og
hefur mig stundum furðað á þvl,
að hinn almenni borgari virðist
enga samstöðu um það hafa,
hvernig á hann er deilt eða með
hann farið.
Skattstjórar mega algjörlega
fótumtroða mannleg réttindi I
skjóli þeirrar löggjafar sem hið
virðulega alþingi fær þeim I
hendur, og sú ágæta stofnun
hneykslast svo mjög yfir — þ.e. —
alþingi, að mikið til sé sú virðing
fokin út I sandinn, sem raunveru-
lega eigi að bera fyrir þeim virðu-
legu fundarfulltrúum sem þar á
þingi eiga sæti, — og aldrei hafa
svo þar verið samin ný skattalög,
né breyting á þeim gerð, að ekki
hafi átt að vera sú eilífðarbetrum-
bót til lausnar öllum vanda, að
þar speglist glampandi snjallræði
I hverri lagagrein. Þvi verður
manni hugsað aftur til þeirrar
stundar I lífi okkar 60
alþingismanna, er þeir saman
sátu i einingu andans og bandi
friðarins að samþykkja skattalög-
smlði þá, sem nú er talin svo
stórgötótt og möskvaslitin, að
sjálfur fjármálaráðherrann
geysist fram á skeiðvöllin og
boðar að nú verða það fyrsta verk
þessara 60 menninga næst er þeir
heilsast, að rippa I öll göt og gluf-
ur, sem svo fimlega að mörgum
hafi tekist að smjúga I gegnum á
umliðnum árum, og ekki verði við
unað að hleypa i gegn lengur.
Eitt af þvi fræga verkefni, sem
hið háa alþingi lét á þrykk út
ganga fyrir nokkru, að hið opin-
bera skyldi greiða fyrir þá lág-
launuðu, miðað við eitthvað
tekjulágmark, opinber gjöld
þeirra, svo sem útsvar og skatta.
Jú, jú, gott og blessað, og mikill
var fögnuður fátæklinganna og
lágtekjuvesalinganna, að eiga I
vændum svo meðbræðralega
umbun, og hér hefði þó lög-
gjafinn einu sinni tekið sig á af
bróðurlegu kærleiksþeli til að
jafna metin milli hinna fátæku og
ríku. En viti menn, að rúsínan I
pylsuendanum — eða boðskapur-
inn til skattstjóranna, minnsta
kosti I Vestfjarðakjördæmi, —
hljóóaði á þá leið, að ef þú sjötug-
ur bóndakarlinn hefðir verið I
vinnu hjá öðrum — þá hefðirðu
fengið svo mikið kaup, að á þess-
um meðbróðurkærleika hefðirðu
ekki þurft að halda, og bíttu bara
I það súra eplið, þótt bæði sértu
maga- og giktveikur, að á togara
eða I vegavinnu gastu haldið þig,
svo ekki þyrftir að lifa á bón-
björgum hins opinbera. Eða var
það ekki þessi klásúla, sem við
áttum að bera virðinguna fyrir.
Eða leyfði skattstjórinn sér að
gera þetta án fyrirmæla lög-
gjafans.
Símakostnaður
vesælla bænda í
Vestfjarðaumdæmi
Hefur ekki löggjafinn llka sett
reglur um það, að við vesælir
bændur I Vestfjarðaskattumdæmi
megum ekki tala I slma I þarfir
búsins okkar fyrir meira en kr. 10
þúsund á ári. Ég tel ekki 260
krónurnar, á hvað forsendum sem
þær eru nú byggðar sem umfram
eru, og ekki er hálfvirði hunds-
hvoftsbita, eða gerir skattstjórinn
þetta á eigin ábyrgð án laga og
réttar. Eða getur nokkur opinber
stofnun, að ég ekki nefni sjálft
alþingi, auglýst fyrir alþjóð þá
sáraumkunarverðu fávizku sina,
að láta sér detta i hug, að nokkurt
bú sem því nafni getur heitið, geti
komist af án þess að eyða meira
en 10 þús. kr. I símakostnað á ári,
þegar það getur kostað 5—6 þús-
und kr. I slmakostnað að leita
eftir einum varahlut I heyvinnu-
vélarnar sínar, og einn ágætur
bóndi hér I Djúpi varð að kosta 24
símtöl til þess að mega flytja
nokkur tonn af heyi heim til sin
frá Isafirði.
Ég á son, og dóttur líka, og það
er góð eign útaffyrir sig. Sonur-
inn á 3 kýr, og hefur komið heim
og heyjað fyrir þeim tlma á
sumrin, og hirt þær á félagi með
föður sínum langa vetur.
Auðvitað lagt inn mjólkina úr
þeim til sölu, svo sem til hefur
fallið. Nú brá hins vegar svo við,
að þau systkinin skiptu þannig
með sér verkum, að dóttirin kom
heim, heyjaði fyrir kúnum og
hirti þær á sama hátt, lagði
mjólkina inn á sinn reikning, svo
sem lög, að allir héldu, gerðu ráð
fyrir. Samdist svo með þeim
systkinum að bróðirinn lánaði eða
leigði systur sinni kýrnar. En
ekki féll þessi tilhögun I þann
ramma, sem löggjafinn hafði sett
skattstjóranum okkar. Á nokkurs
dóms eða sáttar strikaði hann
tekjur dótturinnar út, sem af
kúnum fengust, og færði þær yfir
á soninn, þvl svo framarlega sem
hann átti kýrnar, skyldi hann
einnig úr þeim mjólkina eiga líka.
Ef þarna er ekki um að ræða
heimild I lögum frá hinu virðu-
lega alþingi, þá spyr ég: hafa þá
skattumdæmin leyfi til að gera
hvað þeim sýnist utan við lög og
rétt?
En ég á líka annan son, hann á
hjá mér 10 ær, sem hann hefur
lánað mér fyrir ekki neitt allar
götur síðan 1973, að ég missti
megnið af fé mlnu. Þessi sonur
minn hefur talið ærnar þær arna
sér til eignar, en auðvitað engar
tekjur, þar sem ég hefi haft af
þeim arðinn, en ber ábyrgð á að
skila honum sömu kindatölu. En
hvað heldurðu. Að svona hrylli-
leg. skattsvik geti staðist fyrir
hinum „æðta“ dómi skattyfir-
valdanna. Honum voru n.l„
blessuðum dregnum minum,
áætlaðar 28 þúsund kr. I tekjur
vegna ókeypis eldis á kindunum
sínum. Þarna skyldi hið heilaga
réttlæti blífa. En það var heldur
ekki búin sagan með kýrnar. því
rúslnan I þeim pylsuenda var sú,
að skattstjórinn blessaður bætti
við tekjur minar kr. 80.700,00
fyrir að hirða kýrnar sem dóttir
mín hirti allan veturinn sjálf I
gagnkvæmri samhjálp við mig. Ég
veit heldur ekki til þess fyrr en
nú, að ef barn manns á kind, sem
það leggur svo lambið undan inn
á reikning sinn I viðkomandi
sláturhúsi, og fær þann arð þar
með, sem ærin gefur af sér, að þá
skuli skattstjóra heimilt að bæta
við ókeypis fóðri kr. 2800,00
umfram aðrinn af kindinni. Ef
löggjafinn hefur lagt svona hluta
fyrir skattayfirvöldin sln, þá verð
ég að biðja þá virðulegu löggjafa
að fyrirgefa mér það, þó ég beri
takmarkaða virðingu fyrir öllu
sem þeir gera.
Salómonsdómur
skattyfirvalda
Eitt tr það, sem margir þekkja,
það er sú alkunna speki skattyfir-
valda að segja og beinlínis úr-
skurða, sem algilt lögmál, — að af
framtöldum tekjum geti þessi og
hinn ekki lifað. Slíkan
Salómonsdóm er auðvelt upp að
kveða af þeim sem enga ábyrgð
þurfa að bera á gerðum sinum, en
svo virðist I mörgum tilfellum
sem skattstofum sé heimilt að
dæma margt ósatt sem fram er
talið, og geti sjálfir búið til það
sem þeim dettur I hug, I skjóli
þess að ekki þurfi þeir að standa
reikningsskap dóma sinna, heldur
megi ég eða þú afsanna þá með
málaferlum eða þvlumlíku, sem
allir vita að fæstir nenna að
standa I, að hafa til þess bolmagn.
Eitt af þessum stóru götum,
sem talið er á skattalöggjöfinni
eru hinar svokölluðu fyrningar-
reglur En tökum nú sem sýnis-
horn smádæmi: Pétur kaupir
traktor á 1. milljón, og fær hana
að láni hjá Páli. Pétur á að borga
Páli 100 þús kr á ári i 10 ár, en þá
er traktorinn loks borgaður, og þá
jafnframt ónýtur um leið I flest-
um tilfellum. Nú er ekki því að
leyna, að Pétur má afskrifa
traktorinn um 100 þús. kr. á ári I
þessi 10 ár. En ef hann mætti ekki
afskrifa traktorinn ætti hann þá
bara að borga hann af kaupinu
sínu. Mörg dæmi um afskriftir
mætti taka þessu lík sem öll
renna I þann sama farveg, að
framleiðslan verði að standa
undir tilkostnaðinum.
Maður sem á trillubát, og fer
2—3 mánuði á honum yfir
sumarið á færi, er talinn búa við
snarvitlaust skattakerfi, fyrir það
að mega afskrifa trilluna slna, og
draga frá viðhaldskostnað. Þessir
kallar eigi bíla og geti farið til
sólarlanda, og jafnvel átt hús yfir
sig og sína. Já þvíllkur munaður.
En ég held að enga rlkismenn eða
skattsvikara þurfi til þess að fara
til sólarlanda eða eiga bíl. Hér er
oft mjótt á milli öfga og öfundar,
og ég held þá hitt líka, að ef engar
afskriftir væru til, enginn ætti
bll, og enginn færi til sólarlanda,
þá væri þessi blessaða þjóð litlu
hólpnari I lífi sfnu og líðan allri.
Hitt er svo mergur allra þessara
mála, að skattheimta þessarar
þjóðar er orðin áþján, alger
skattaáþján, frumbyggjar þessa
lands flúðu hingað undan skatta-
áþján, sem þeim þá fannst, en
hvað skyldu þeir segja núna ef á
foldu væru. Ætli að þeim hefði
ekki þótt hart að fá af 90 þúsund
kr. mánaðarkaupinu sínu aðeins
45 þúsund I launaumslaginu slnu,
en afgangurinn tekinn I skattana,
og eiga af því að forsorga 5 manna
fjölskyldu I dag. —
En þegar talað er um skattana
hérna er oftast átt við hina beinu
skatta! En það er llka skattur að
borga 2000 kr. af hverjum lams-
skrokk i skatt til rikisins, eða
700.000,00 af hverjum einnar
milljón kr. bil. Og hvað eru okur-
vextirnir i dag annað en skattur,
sem hver einasti banki gengur frá
með tugamilljónir og hundruð, I
tekjuafgang árlega. Já, hvað er
það I raun annað en skattur, þótt I
annan farveg renni, þegar helst
enginn má eignast pening, og því
er það, að alla vantar lán á lán
Framhald á bls. 47