Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 28
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976
GRANI göslari
Tókst þér að komast til rakarans i gær?
Eitt sinn sat Skoti með kunn-
ingja sfnum inni á kaffihúsi.
Þegar að því kom að gera skyldi
upp reikninginn, heyrðist Skot-
inn segja: „Ég skal borga
þetta." Þjónninn krafði hann
þvf um andvirðið.
Daginn eftir birtu blöðin með
feitletruðum fyrirsögnum:
„Skoti myrðir búktalara".
— Eruð þér alveg viss um, að
ein flaska af þessu meðali nægi
til þess að rækta á mér skall-
ann?
— Já það held ég. Að minnsta
kosti hefur það aldrei komið
fyrir að nokkur maður hafi
keypt meira en eina flösku.
Sé hér eitthvað af vörum, sem
ekki hafa hækkað frá i gær,
ætia ég að fá þær Ifka.
FráChicago.
— Hvernig fór hann Kristófer
að þvi að sleppa?
— Fyrir snarræði. Hann skaut
eina vitnið, sem til var.
Þú afsakar, vina, en ég varð
að taka með mér heim
af stofunni dáiitia heimavinnu.
BRIDGE
I UMSJA PÁLS
BERGSSONAR
SEGJA má að sagnhafi hafi spilað
á 26 spil í stað 52 í spili dagsins.
Gjafari austur, allir á hættu.
Norður
S. 876
H. AD9
T. ÁD106
L. K93
Vestur
S. 54
H.8632
T. 87542
L. 82
Austur
S. ADG92
H. K74
T. 93
L. DG6
Plötusnúðar —
plötusveiflarar?
„Einu sinni var talað um dana-
hatur hér á landi, og mátti rekja
það langt aftur í tímann, ástæðan
er öllum læsum kunn.
En nú er verið að tala um svert-
ingjahatur, öðru nafni kynþátta-
hatur. Blandast þar inn í varnar-
liðið, þeldökkir sjómenn, íþrótta-
menn og að ógleymdum svoköll-
uðum „plötusnúðum". . .
Yfirhöfuð þá er það almanna-
rómur að við þurfum ekki að leita
út fyrir landsteinana til að fá vel
nothæfa „PLÖTUSNUÐA", en nú
vill undirritaður koma með nýtt
nafn yfir þessa ágætu stétt og það
er: Plötusveifiarar. Það er viss
sveifla i allri músík ekki bara
„djassinum“ heldur einnig popp-
inu, fyrir utan það að það er
sveiflukennd — tök, sem eru við
að sveifla hljómplötu á fóninn.
Hins vegar verð ég að játa að
orðið plötusnúður hefur verið
mér að móti skapi vegna þess að
ég fann það ekki upp sjálfur, fyr-
ir utan það að ég tel það stór-
hættulegt þeim sem eru í megrun
því þeim hættir til að borða of
mikið af snúðum.
Undirritaður borðar alltaf
snúða með „glasúr“, en þetta var
nú útúrdúr, já svo er mönnum oft
hætt við að fá dúr á eftir, og þá er
hætt við að konurnar verði geðill-
ar, en ef eiginmaðurinn tekur
sveiflu með henni á stofugólfinu í
takt við „Sunnudagur til sigurs“
þá er engin hætta á að hún verði
ekki ánægð.
Raunar eru plötusveiflarar til á
næstum því hverju heimili, nán-
ari skýring ætti að vera óþörf. að
lokum áfram með plötusvefilar-
ana, eða hvað segja lesendur?
Benedikt Viggóson.
Iðufelli 12
Reykjavík."
Hér fá lesendur umhugsunar-
efni — hvort þeir vilja heldur
hlusta á plötusnúða eða plötu-
sveiflara — en ekki vill Velvak-
andi dæma um hvort orðið er
betra. Það er vissulega nauðsyn-
legt að vera vakandi fyrir nýyrða-
smíði en það er erfitt og vanda-
Suður
S. K103
H.G105
T. KG
L. A10754
Sagnir gengu þannig:
Austur Suður Vestur Norður
1 spaði Pass pass dobl
pass 2 grönd pass 3 grönd
pass pass pass
Vestur, með sitt „yarborough"
spilaði út spaðafimm.
Sagnhafi sá strax, að spaða-
kóngurinn var áttundi slagurinn
og þótti laufið einna líklegast til
að gefa þann níunda. Austurfékk
fyrsta slag á gosa, tók á ás og
sagnhafi fékk síðan á spaðakóng.
Teknir tveir hæstu í laufi. Þegar
drottning og gosi birtust ekki
spilaði sagnhafi laufi í þriðja sinn
í þeirri von, að vestur fengi slag-
inn. Ekki aldeilis. Austur tók nú
spaðaslagi sína, einn niður.
Sagnhafi gerði ekki alvarlega
villu fyrr en hann spilað laufi í
þriðja sinn. 1 þeirri stöðu nægði
að taka fjóra slagi á tigul. Austur
lendir þá í vandræðum, hann á
ekki örugg afköst.
Réttast er þó að taka fyrsta slag
á kóng og siðan tígulslagina.
Austur þarf að finna tvö afköst.
Sennilega verður annað þeirra
spaði. Þá má taka á ás og kóng í
laufi og spila síðan spaða. Austur
er nú alveg fastur í netinu og
verður að gefa níunda slaginn á
hjarta.
Glöggir tvímenningsspilarar
hafa eflaust séð, að tiu eru
öruggir eins og spilið liggur.
Mundu að lesa bænirnar þínar góði, langi þig ekki
að dreyma hana mömmu.
Maigret og þrjózka stúlkan
Framhaldssaga eftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
30
— Þið hafið svei mér farið
dult með þetta.
Þau koma auga á húsið og
hann sér að stór bfll tækni-
manna er að aka frá húsinu og
Lueas stendur einn eftir.
— Hvaða menn voru I bfln-
um?
— Ymsir tæknimenn og sér-
fræðingar....
— Auðvitað ... fingraförin.
Hún er vel heima. Enda hcf-
ur hún lesið fjölmargar saka-
málasögur.
— Jæja, Lucas minn góður?
— Það er fátt að frétta hús-
hóndi góður ... maðurinn hef-
ur verið með hanzka eins og þér
höfðuð reyndar sagt fyrir....
Þeir náðu fari af skónum
hans ... splunkunýir skór sem
hann gæti ekki hafa verið bú-
inn að nota meira en tvo eða
þrjá daga.
Felicie hefur farið til her-
hergis sfns að taka af sér slörið
og hafa fataskipti.
— Ekkert nýtt, húsbóndi ...
Mér finnst eins og þér...
Hann þekkir húsbónda sinn
vel! Maigret hefur þann eigin-
leika að hann getur breitt úr
sér og sogað að sér Iffið. Hann
Iftur f kringum sig og horfir á
húsið sem hann þekkir orðið
svo vel.
— Hvernig væri að fá sér
hressingu.
Þeir fara niður f kjallarann
og hann tappar vfni á flösku og
þeir standa við dyrnar út f garð-
inn og dreypa á vfninu.
— Þfna skál Lucas. ...
Felicie er komin niður aftur
og hefur sett upp svuntu og nú
athugar hún hvort aðkomu-
mennirnir hafi rótað í eldhús-
inu.
— Viijið þér ekki búa til
kaffi handa vini mínum honum
I.ucasi. Eg verð að fara f Gull-
hringinn, en ég læt aðstoðar-
mann minn vera um kyrrt og
gæta að yður. Við sjáumst f
kvöld. Sælar á meðan....
— Hún horfir á hann kvfðin
og tortryggin eins og hann
bjóst raunar við:
— Ég fullvissa yður um að ég
fer bara f Gullhringinn.
Hann gerir það en tefur þar
ekki lengi. Þar sem engan bíl
er að fá biður hann Louvet að
keyra sig f vörubílnum sfnum
til Parísar....
— Til Place des Ternes. ...
Akið eftir Rue du Faubourg
Saint Honore.
Enginn er f veitingastofunni
þegar hann ber að garði og
þjónninn hefur kannski fengið
sér blund frammi þvf að þegar
hann loksins kemur er hann
úfinn um hárið og geispar stór-
um.
— Vitið þér hvar maðurinn
bjó sem var hérna áðan og þér
fluttuð boð til frá stúlkunni
sem var með mér?
Bjálfinn heldur auðvitað að
hann sé afbrýðissamur elsk-
hugi eða reiður faðir. Hann
verður ringlaður og vill ekkert
segja. Maigret sýnir lögreglu-
skilrfki sfn.
— Ég get svarið að ég veit
ekki hvað hann heitir.... Hann
vinnur hérna f grenndinni, en
býr ekkí f hverfinu, því að hann
kemur aðeins f hádeginu.
Maigret hefur engan áhuga á
að hfða til næsta dags.
— Vitið þér heldur ekki hvað
hann er?
— Við skulum sjá. ... Einu
sinni heyrði ég hann tala við
húsráðanda hér ... Ég skal gá
hvort hann er heima.
Fleiri virðast hafa að vera
hvfla sig en þjónninn. Húsráð-
andinn kemur flibbalaus og
strýkur úfið hárið frá andiit-
inu.
— Númer þrettán? ... Hann
er f einhverjum skinnabransa.
... Hann sagði eitthvað í þá
áltina, ég man ekki út af
hverju. Hann vinnur hjá fyrir-
tæki á Avenue de Wagram....
Maigret finnur fyrirtækið
Gellet & Mautoison, innflutn-
ings og útflutningsfyrirtæki
með skinnavörur. Hann fer
þangað. Glamur f ritvélum á
skrifstofunum. Þar er heldur
rokkið vegna þess að glcrið í
rúðunum er grænt á lit.
— Þér hljótið að eiga við
herra Charles ... andartak....
llann er leiddur um ótal
ganga og niður stiga þar sem er
óþægileg l.vkt af leðri og skinn-
um og að Iftilli skrifstofu sem á
stendur „Skrifstofu gjaldkera".