Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 30

Morgunblaðið - 10.12.1976, Page 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 — Maðurinn afl- ar verðmætanna Framhald af bls. 55 hafa afskipti ríkisvaldsins almennt vaxið jafn mikið á jafnskömmum tíma og á meðan vinstri stjórnin síðasta var við völd. Vorið 1974 voru vandamálin orðin næsta óvið- ráðanleg og vinstri stjórnin gafst upp Reykjavik: Domus, Laugavegi, Heimilistæki, Hafnarstræti Akranes: Þórður Hjálmsson, Skólabraut 22 Borgarnes: KF Borgfirðinga ísafjorður: Straumur Blonduós: KF Húnvetninga Sauðárkrókur: KF Skagfirðinga og hrökklaðist frá völdum. Þá var það að í kosningunum 30. júni 1974 kallaði þjóðin á Sjálfstæðisflokkinn til forystu, eins og svo oft áður, þegar vanda hefur borið að höndum. Flokkurinn stór jók fylgi sitt. bætti við sig yfir 10000 atkvæðum i kosningunum og hlaut 25 þing- menn. Valdaferill vinstri stjórnar- innar sálugu er annars rannsóknar- efni. Það, sem bjargaði stjórninni Akureyri Gunnar Ásgeirsson h/f Egilstaðir: KF Héraðsbúa Seyðisfjorður Stálbúðin Eskifjorður Pöntunarfélag Eskfirðinga Hornafjörður: K.A.S.K. Siglufjörður Verzlun Gests Fanndal Keflavík Stapafell h f Vopnafjörður Kaupfélag Vopnfirðinga framan af voru einstaklega hagstæð skilyrði bæði inn á við og ekki sfður út á við vegna hækkandi verðlags á afurðum og góðra viðskiptakjara almennt, en samt reyndist erfitt að stjórna i þessu einhverju mesta góð- æri sem yfir þjóðina hefur komið. í ársbyrjun 1974 syrti skyndilega f álinn. Verðlag á afurðum fór aftur lækkandi á sama tima og samið var um miklar kauphækkanir er buðu upp 5 fölsk lífskjör. Afleiðingin varð sú, að verðbólguhjólið tók að snúast fyrst fyrir alvöru og því fór sem fór. III Stöðug atvinna þrátt fyrir erfiðleika Núverandi ríkisstjórn tók þvi við erfiðu búi. Þar við bætist að á tveggja ára valdaferli hefur verið við stöðuga erfiðleika að etja fram að þessu, jafnt inná við sem út á við, einkum vegna óhagstæðra viðskipta- kjara gagnvart útlöndum, og verð- bolguvandinn, sem vinstri stjórnin skildi eftir hefur ekki enn verið leyst ur þótt nokkur árangur hafi að visu náðst til bóta, nú síðustu mánuðina. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur tekist að halda uppi svo til stöðugri atvinnu i landinu yfirleitt, á sama tíma og eitt mesta vandamál í nágrannalöndum okkar og helztu viðskiptalöndum hefur verið at- vinnuleysi með öllum þeim hörmungum, sem þvi fylgja. Sumir hafa sagt, að rikisstjórnin hefði í upphafi átt að taka efnahagsmálin fastari tökum. Þetta má vel vera en hætt er við að slíkar aðgerðir hefðu getað komið niður á atvinnu- ástandinu i landinu, og að þá væri öðru visi umhorfs nú en raun ber vitni. En góðu heilli eru nú bata- merki i efnahagslifi landsmanna, nú á miðju kjörtimabili er að koma i Ijós árangur af stefnu stjórnarinnar og viðskiptakjör fara batnandi, ætti það lika að auðvelda að draga úr verð- bólguvandanum, ef rétt er á haldið, stjórnarflokkarnir bera gæfu til að standa vel saman út kjörtimabillið og halda um stjórnvölinn af kjarki og óryggi. Þess er að vænta að Sjálf- stæðisflokkurinn megi bera gæfu til að koma megin stefnumálum sinum sem mest í framkvæmd á þeim tveimur árum, sem eftir eru af kjör- timabilinu. Megi sú verða raunin á, þá er ég sannfærður um að dómur þjóðarinnar i næstu alþingiskosning um verður á þenn veg, að með við- reisn efnahagsvandans á einstaklega erfiðum timum, farsælli lausn land- helgisdeilunnar svo viðkvæmt sem það mál hefur verið, traustri stefnu i utanrikismálum og öflugri og stefnu- markandi byggðastefnu i landinu, þá hafi Sjálfstæðisflokkurinn átt nokkurt erindi i stjórnarforystu á þessu kjörtimabili og verið þess trausts verður sem þjóðin veitti honum i siðustu kosningum, þegar mikill vandi blasti við. —Vangaveltur um bifreiðasmíði Framhald af bls. 50 byltingu. Innlendir bifreiöasmiö- ir hafa ekki bolmagn til að taka þátt í þeim hamförum sem vagna- kaup hafa stundum veriö, en þaö er ekki dregið í efa af þeim sjálf- um né ýmsum öðrum sem til þekkja, að komi verkefnin jafn- ara, sé ekkert því til fyrirstöðu að eðlileg uppbygging eigi sér stað. Þau tiltölulega smáu fyrirtæki sem nú starfa í greininni eru að vonum hikandi í sinni uppbygg- ingu eins og markaðsmálum er háttað. Sömuleiðis ætti að ýmsu leyti að vera þægilegra fyrir vagn- eigendur sjálfa að starfa eftir slíkri spá, jafnvel þó slíkar spár séu ekki einhlítar og gera verði ráð fyrir að sveiflur I báðar áttir eigi sér stað. Hinsvegar er fjármögnun þess- ara verka. Eins og málum er nú háttað fær vagnkaupandi lánað úr samkeppnislánasjóði 50% af verði yfirbyggingar til tveggja ára. Lán þessi eru hugsuð sem aðstoð við verktakann við að lána verkkaupa hluta kaupverðs yfir- byggingarínnar, þannig að það er verktaki sem tekur lánið og end- urlánar verkkaupa. Þessi lán eru það sem raunverulega hefur kom- ið í veg fyrir að innlend fram- leiðsla á þessu sviði hefur ekki lagst niður en lánin eru að margra dómi ekki nægjanleg, jafnvel svo fjarri því að það standi í vegi fyrir eðlilegri endur- nýjun stærri fólksflutningsvagna. Þetta er því ekki eingöngu hags- munamál bifreiðasmiða heldur Langþráðu takmarki náð Byggðasaga Austur-Skaftafellssýslu 3. bindi: Öræli og Hafnarhreppur Nú loksins er öll byggða- sagan komin út. Ómetan- legur gimsteinn í fjársjóð minninganna. Þeir, sem unna átthögum sínum, eiga nú þess kost að fá heitustu ósk sína upp- fyllta, — sögu æsku- stöðvanna á einum stað í þremur glæsilegum bind- um. Öll þrjú bindin fáanleg í takmörkuðu upplagi. BOKAUTGAFA GUÐJONSO, LANGHOLTSVEGI 111, REYKJAVÍK, SÍMI 85433 OSTER hrærivél með hakkavél, mixara og tveimur glerskálum Hagstætt verð Vörumarkaðurinn hf. ARMÚLA 1A. Matvórud S 86 111. Húsgagnad. S 86-112. Vefnaðarvörud. S. 86 113. Heimilistækjad. S. 86-11 7. kannski ekki síður eigenda hóp- ferðavagna, sérleyfishafa og al- menningsvagnafyrirtækja. Að lokum vil ég minnast á eitt málefni sem þó er að öllum lfkind- um torleyst, en sýnir þó einn þátt aðstöðumunar sem komið getur niður á innlendum verktökum þó málefnið sé þeim allsendis óvið- komandi sem slíkt. Þetta er tollaf- greiðsla undirvagns. Komi undir- vagn yfirbyggður til landsins, (þ.e. fullbúinn,) er hann tilbúinn til notkunar fáum dögum síðar til að ávaxta fyrir eiganda sinn það fé sem í hann hefur verið lagt. Hinsvegar ef undirvagn kemur óyfirbyggður er hann tollgreidd- ur á sama hátt, en u.þ.bil þrír og hálfur mánuður líður þar til eig- andi hans á von á sínum bfl á sama stigi og hinn var á við kom- una til landsins. Þessi tfmi er byggingartfmi yfirbyggingarinn- ar. Eigandi undirvagns sem byggja á yfir hér heima verður sem sé fyrir vaxtatjóni af tollupphæð og söluskatti auk innkaupsverðsins af undirvagninum f 3'A mánuð. Eðlilegt er að bíleigendur hafi atriði sem þetta í huga þegar ákveða á hvaðan á að kaupa, að þarna er um umtalsverðar upp- hæðir að ræða. Af framansögðu má ljóst vera að ýmislegt má og þarf að lagfæra til að minnka þann aðstöðumun sem að þessari iðngrein snýr. Vafalaust eru atriðin mikið fleiri, sum auðleyst, önnur torleyst, en þetta ætti að nægja til að sýna, að óþarft er að orðum auka erfið- leika innlendu smiðjanna til rétt- lætingar innkaupum erlendis frá. Hér hefur aðeins verið minnst á örfá atriði sem betur mættu fara en ekki reynt að gera beinar til- lögur til úrbóta enda þetta ekki rétti vettvangurinn til slíks a.m.k. ekki í fyrstu atrennu. Það sem til þarf er samvinna þeirra aðila sem þarna eiga sam- eiginlega hagsmuni og að þeir, bæði saman og sitt i hvoru lagi, vekji máls á þeim málum sem að þeim snúa. Málefnum þessarar greinar, ekki síður en annarra þarf að koma í það horf að sam- keppni við innflutning sé eða verði byggð á jafnréttisgrundvelli og að jafnframt sé tekið tillit til smæðar fyrirtækja og markaðar. „Annað væri ekki sanngjarnt". Þórarinn B. Gunnarsson. — Minningar frá Moskvu... Framhald af bls. 40 ókeypis, þeir héldu fyrirlestra um „fagurfræði tækninnar", það er að segja þeir buðu vinnu án endurgjalds. Verksmiðjurnar létu i té efni og framleiddu æskilega smáhluti í rúmmyndir, og þaðan voru meira að segja sendir fél- agar úr æskulýðssamtökum, sem aðstoðuðu kappsamlega við undir- búning sýningarinnar, sem hraðað var sem mest. Fyrir utan- aðkomandi virtist svo sem hópur ungs fólks, sveit úr Æskulýðsfylk- ingunni (þegar Nussberg segir frá þessu, hlær hann í tvær sekúndur) væri að fást við nýja list,„nytjalist“ eða „skreytilist", eins og sagt var i blekkingar- skyni. Ég spyr Nussberg: „Með hvaða leyfi hélduð þið svo þessa sýn- ingu? „Alls engu. Við höfum aldrei fengið neitt leyfi. Og það sem merkilegast er, ég hef aldrei sótt um slfkt leyfi til sovézkra yfirvalda." Lev Nussberg hefur á tiu árum meira að segja haldð þrjáíu og fimm sýningar erlendis, sömuleiðis án nokkurs opinbers leyfis, í Vestur-Þýzkalandi, Eng- landi, Hollandi, Ítalíu, Bandaríkj- unum, — svo að alveg sé þagað um Pólland og Tékkóslóvakíu. Hvorttveggja á sina forsögu frá árunum eftir daga Stalíns: það er óttinn við opinber boð og bönn — og minnkandi virðing gagnvart fofskriftum af hálfu ríkisins og flokksins. Það byrjaði með fyrir- rennara Breschnevs, Krustsjov. í marz 1963, þegar ,,hreyfingin“ hélt fyrstu sýningu sína aðeins nokkur hundruð metra frá aðal- stöðvum KGB i Moskvu, var þíð- viðri (Nussberg virðist vera frem- ur hlýtt til Krustsjovs). En það var þíðviðri, sem fylgdi afhjúpun ófagurra hluta og var blandið óvissu. I desember hafði listsýn- ing I Moskvu vakið reiði Krustsjovs, sem úthúðaði af- straktlist og fulltrúum hennar. Á næstu vikum réðst hundahópur gagnrýnenda á hina óháðu og óþægu listamenn, þá sem aðhyllt- ust óhlutstæða list eða fjarlægð- ust mjög hinn sósialistiska realisma. „Þeir voru Svívirtir á hinn ógeðslegasta hátt I blöðunum,“ segir Nussberg, „en þeim var ekki gert neitt annað mein. Þeir voru ekki sviptir vinnustofum sinum, þeim var ekki stefnt fyrir rétt, hlutu enga dóma, voru ekki barðir. Hið gagn- stæða, öllu fremur, því að þeim mun meira sem þeir voru skamm- aðir, þeim mun meira uxu þeir í áliti meðal þorra manna — meira að segja allsháttsettra. Og eftir nokkra mánuði fengu þeir hin áhugaverðustu og ábatasömustu verkefni við bókaskreytingar, bókaskápur og margt fleira." An þessa sögulega baksviðs hefði frumkvöðull „hreyfingar- innar“ ekki getað leyft sér þá ögrun, sem fólst í sýningunni i desember 1974. Var Nussberg handtekinn? Nei. Var sýningin bönnuð aftur undireins? Já, tveimur dögum siðar var henni lokað, nefnilega eftir að KGB I umdæminu hafði frétt, að það væri eitthvað, sem “væri bogið við þetta". Framkvæmdastjórar æskulýðssamtakanna og fulltrúar frá flokkstjórn umdæmisins komu á vettvang til að skoða hina kærðu yfirlitssýningu. Þeir skoðuðu allt, gengu nær, hvað er þetta, hvað snýst þarna, hvað á þetta að vera, eitthvað óskiljan- legt, en hlýtu þó að vera eilthvað í sambandi við visindi. En eigi að siður greinilega miklu skárra en vinstri list af annarri gerð eins og surealisma, primtivisma og ann- arra isma. Þarna ríkti þó — sögðu menn og fullyrtu til að sýna sátt- fýsi — samræmi, vísindalegt, tæknilegt, stærðfræðilegt, eðlis- fræðilegt samræmi formanna, sem færi ekki eins I taugarnar á fólki og margs konar aðrir öfgar. Þátttakendum sýningarinnar var skipað að taka sumt burt, en bæta einhverju við skýringarnar annars staðar. En frá upphafi höfðu listamennirnir lagt á það áherzlu i skýringum sinum, að hér væri um „skreytilist" að ræða að mestu. Eftir nokkrar minni háttar breytingar mátti síðan opna sýninguna aftur, og hún stóð i þrjár vikur, til 26. desember. Yfir 7000 gestir komu. Nussberg segir, að það hafi krafizt mikillar og hárnákvæmrar samningalipurðar, slægðar og kænsku að vera I fyrirsvari þessa hóps út af hinum fífldjörfu fyrir- tækjum hans. í fyrstu, á fyrstu þremur, fjórum árum hreyfingar- innar voru ýmsir vinir okkar, sem gegndu áhrifastöðum í þjóðfélag- inu, okkur mjög mikils virði. Þeir gátu dregið úr höggunum eða tekið þau af okkur. „það var miklu mikilvægara en siðar, eftir að við fengum stuðning að vest- an.“ Þegar menn voru valdir í sam- starfshóp Nussbergs, var ekki spurt fyrst og fremst, hvað þeir gætu. Dagleg störf skiptu ekki máli. Það var ekki einu sinni spurt um hæfileika. Það var ekki meginmálið. Mergurinn málsins var hinn siðferðilegi mælikvarði: Hver er afstaða þeirra til listar- innar, til Sovétveldisins, til manna og svo meðal annars til dauðans? Mér virðist Nussberg hafa flutzt úr landi, af þvi að hann hafi verið orðinn leiður á „skæruliða- starfseminni", þeim þvingunum og hættum, sem henni fylgdu. Félagsskapur hans og þeirra, sem áttu við sömu þvinganir að búa, var honum að lokum ekki nægilg uppbót fyrir skapandi starf án nokkurra boða og banna. Utlegð Nussbergs og Neisvestnys er ekki sambærileg við útlegð margra Rússa eftir októberbyltinguna og borgara- styrjöldina 1917 til 1921. Hér var enginn asi, enginn engin augna- bliksákvörðun, ekkert óhugsað. Þetta var þaulhugsað og mótað eins og mynd eftir Neisvestny. — svá — þýtt úr ,4>ie Zeit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.