Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 1976 63 Starfsfólk Auglýsingastofunnar hf. og gestir í afmælishófi f nóv. 1976 Auglýsingastof- an hf. 15 ára UM ÞESSAR mundir eru 15 ár liðin sfðan fyrst var boðin vfðtæk auglýsingaþjónusta hér á landi á vegum augfýsingastofu. Á haustmánuðum 1961 var elsta fyrirtækið af þeim sem veita al- hliða auglýsingaþjónustu stofnað af Gfsla B. Björnssyni teiknara og nefnt Augfýsingastofan hf. Fyrirtækið hefur I tilefni af þessum tfmamótum gefið út tvö rit, Auglýsingar i 15 ár og „Ad- vertising in Iceland". í fyrrnefnda ritinu er gerð grein fyrir I hverju starfsemi aug- lýsingastofu er fólgin, hvað þáð er sem vinnst með því að skipta við auglýsingastofu og gerð stutt grein fyrir brautryðjendastarfi og núverandi starfsemi Auglýsinga- stofunnar hf. I þvi síðarnefnda eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir erlenda auglýsendur. í ritinu Auglýsingar í 15 ár er minnst á brautryðjendahlutverk fyrirtækisins og starfliðs þess, sem hefur verið fólgið I þjálfun og menntun teiknara þ.a.m. í tengslum við auglýsingadeild Myndlista- og handfðaskóla ís- lands; frumkvæði að og þátttöku i félagsstarfi, baráttu fyrir að fá sett lög og samþykktar reglur um réttindi og skyldur auglýsinga- stofa og starfsliðs þeirra sem raunar er ekki til lykta leidd, út- gáfu- og kynningarstarf af ýmsu tagi. Auglýsingastofan hf. hefur einnig átt drjúgan þátt f að fá gerða samninga við fjölmiðla sem styrkja fjárhagslegan grundvöll vandaðrar og vel skipulagðrar auglýsinga- og kynningarstarf- semi, og gera samskipti fjölmiðla við auglýsendur einfaldari og ör- uggari. I umræddu riti er það talið „hlutverk auglýsingastofu að tryggja vaðski-ptavinum sínum, auglýsendum, vandaða og vel skipulagða vinnu er leiðir til meiri sölu og viðskipta en þeir annars eiga kost á að ná“. Jafn- framt er eftirfarandi skoðun lýst: „Auglýsinga- og kynningarstarf skilar ekki árangri nema það sé i samræmi við veruleikann, það sem verið er að kynna. Að rétt og vel sé skýrt frá mikilsverðum staðreyndum". Góður árangur af starfi þeirra fjölmörgu aðila sem tengjast aug- lýsingaþjónustu, allt frá fyrstu áætlunum og drögum til birting- ar, er talinn byggjast á ,,-góðu samstarfi og skipulagningu. Starfsfólkið verður að vera opið fyrir hygmyndum og viðhorfum annarra. Verkefnin þarf að vinna í réttri röð. Fyrst söfnun hug- mynda, val og úrvinnsla sem leið- ir til mótunar frumdraga, sfðan umræður um þau og loks endan- feg mótun og birting." ÞeSs er getið að I ár hafi Aug- lýsingastofan hf. ,,-stigið nokkur skref sem auka þjónustumögu- leikana og víkka starfssviðið". Stofnað var hliðarfyrirtæki til að annast gerð sjónvarpsaugfýs- inga, SYN hf. Auglýsingastofan hf, gerðist aðili að norrænu sam- bandi auglýsingastofa Scan Vik- ing og einnig alþjóðlegu sam- bandi auglýsingastofa, Affiliated Advertising Agencies Inter- national. Aðild að þessum samtökum ger- ir fyrirtækinu kleift að njóta sam- starfs, fyrirgreiðslu og upplýs- inga um auglýsingastarfsemi og markaðsmál I helstu viðskipta- löndum okkar. Á 10 ára afmæli Auglýsinga- stofunnar hf. gaf hún út rit um merki fyrirtækja og skrift. í 15 ára afmælisritinu er, auk þess efnis sem hér hefur verið greint frá, yfirlit um hluta þess efnis sem skapað hefur verið á vegum fyrirtækisins, einkum blaða- og timaritaauglýsingar frá siðustu 2—3 árum. Og nokkur dæmi eru um sjónvarpsauglýsingar. Eins og getið var gefur Auglýs- ingastofan hf. nú einnig út annað rit á ensku „Advertising in Ice- land", sem einkum er ætlað það hlutverk að gefa erlendum aug- lýsendum og auglýsingastofum hagnýtar upplýsingar um markað- inn á íslandi og skilyrði fyrir árangursríku auglýsingastarfi. 1 fyrri hluta ritsins eru almennar upplýsingar um land og þjóð, sögulegar og menningarlegar forsendur samfélagsgerðarinnar og megineinkenni atvinnulífsins. 1 seinni hlutanum er gefið yfir- lit um fjölmiðla og auglýsinga- verð og þar er all Itarleg greinar- gerð um sérkenni islenska mark- aðsins. Núverandi stjórn Auglýsinga- stofunnar hf. skipa: Gísli B. Björnsson, Halldór Guðmundsson og Guðjón Eggertsson. Hjá stofunni starfa nú 14 manns, og fjöldi þeirra hefur starfað þar í mörg ár. "^“^Gallabuxumar™"*" sem endast & endast LAUGAVEGUR ®-21599 BANKASTRÆTI 12*-14275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.