Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 6 þús. tonn- um landað á Norðfirði Neskaupslaður, 18. janúar — LANDAÐ hefur verið hér á Norðfirði um 6 þúsund tonn- um af ioðnu, en á sama tfma f fyrra hafði engin loðna borizt hingað. Löndun hefur verið stanzlaus sfðustu tvo sólar- hringa. Bræðsla hófst f dag. Þrær hér geta tekið 7.5000 tonn, þannig að áreiðanlega Ifður ekki á löngu, unz allt þróar- rými fyllist. — Ásgeir. Furðuhlutur- inn reyndist vera Orion VEGFARENDUR, sem leið áttu um Borgartúnið sáu tor- kennilegan hlut á lofti í gær- morgun um klukkan 07 eða rúmlega það. Flaug þessi hlut- ur í um það bil norðaustur á talsvert miklum hraða. Morgunblaðið fékk upphring- ingar vegna þessa atburðar og sömuleiðis hafði fólk samband við flugturninn. Á þessum tíma flaug Orion-flugvél frá Keflavíkurflugvelli í þessa stefnu með full lendingarljós og gæti þar komin skýringin á þessu fyrirbæri. Góð sala hjá Snorra Sturlusyni SKUTTOGARI Bæjarútgerðar Reykjavfkur, Snorri Sturlu- son, seldi 221 lest af fsfiski, mest þorski, f Cuxhaven f fyrradag fyrir 370 þúsund mörk eða 29.4 millj. króna. Meðalverð á hvert kíló er kr. 133. I gær átti síðan að taka Snorra Sturluson f þurrkví f Cuxhaven, en eins og Mbl. hef- ur áður skýrt frá, skemmdist stefni togarans allverulega neðan sjólfnu f fsnum á Hala- miðum og f Þverál milli jóla og nýárs, er aflinn var sem mestur hjá togurunum á þess- um slóðum. Lygamælar ekki notaðir við rannsókn- ir sakadóms VEGNA fréttar i Mbl. á sunnu- daginn um nýja aðferð við lygamælingar, sem sakadómur Reykjavíkur hefur reynt, hef- ur Halldór Þorbjörnsson yfir- sakadómari óskað eftir að það komi skýrt fram, að sakadóm- ur hefur aldrei notað lyga- mæla við rannsóknir mála. Hins vegar var lygamælir reyndur í fyrrasuma, aðallega á starfsmönnum sakadóms, og raddmælingar voru reyndar fyrir skömmu eins og fram kom í fréttinni. Fyrirlestur umveðurfars- breytingar VEÐURFARSFRÆÐINGUR- INN H. Lamb prófessor, frá Scholl of Environmental Sciences, University of East Anglia f Norwich, heldur fyrir lestur á vegum Félags fs- lenzkra náttúrufræðinga, fimmtudaginn 20. janúar n.k. kl. 20.30 og verður fundurinn haldinn f fyrirlestrasal nr. 158 f húsi verkfræðideildar Há- skólans við Hjarðarhaga. Fyrirlestur Lambs próf- essors nefnist: „Our under- standing of changes Of climate." Orkulög landsins endurskoðuð Þetta eru nokkrir nemendur í Árbæjarskóla, en skömmu fyrir jólin færði Kiwanisklúbburinn Jörfi í Árbæjar- hverfi nemendum barnaskólans í Árbæjarhverfi endur- skinsmerki að gjöf. Jón Árnason skólastjóri tók við gjöfinni fyrir hönd skólans og þessir ungu nemendur hafa komið merkjum sínum fyrir á hlífðarfötunum. • idnaðarrAðherra, Gunnar Thoroddsen, skipaði f gær nefnd til þess að endurskoða orkulög og gera tillögur um heild- arskipulag orkumála landsins. Gunnar Thoroddsen sagði f við- tali við Mbl. f gær að orkulögin væru nú orðin 10 ára gömul, frá 1967, en þau fjalla bæði um Orku- stofnun, Rafmagnsveitur rfkisins og fjölmargt fleira. Sagði ráð- herrann að nú væri orðið tfma- bært að lögin yrðu endurskoðuð. Gunnar Thoroddsen sagði að undanfarið hefðu nokkrar nefnd- ir starfað á vegum iðnaðarráðu- neytisins, landshlutanefndir til þess að kanna viðhorf sveitar- stjórnarmanna til stofnunar landshlutaveitna, sem væru sam- eign sveitarfélaganna og ríkisins. Eitt slíkra fyrirtækja hefur þegar Landbúnadarrádherra: Útflutningur undanrennu- duftsins stórhættulegur fyrir íslenzkan landbúnad — ÞAÐ að fara út f útflutning á þessu undanrennudufti með þeim hætti, sem gert var f haust, er stórhættulegt fyrir fslenskan landbúnað. Um það hvort rfkis- nærri 24 milljónum króna f út- flutningsbætur úr rfkissjóði vegna þessa útflutnings. Halldór sagði á almennum bændafundi á Kjalarnesi sl. sjóður greiðir fullar útflutnings- laugardag, að þessi útflutningur á bætur á þennan útflutning get ég ---------------------------------------- undanrennuduftinu hefði verið framkvæmdur án sinnar vitundar og hefði hann ekki fengið að vita um hann fyrr en duftið var farið úr landi. Halldór sagði ennfremur Framhald á bls. 18 verið ákveðið með lögum, Orkubú Vestfjarða, þar sem rikið á 40% en sveitarfélögin 60%. Ráðherr- Framhald á bls. 31 Krafla: Upptök skjálft- anna sunnar en ádur FLEIRI jarðskjálftar mældust á Kröflusvæðinu á sfðustu mæli- önn. þ.e. frá því kl. 15 á mánudag til 15 f gær, en nokkru sinni frá því í hrinunni um mánaðamótin október-nóvember. Alls komu 98 skjálftar fram á mælitækjum á fyrrnefndu tfmabili, og voru 12 þeirra á bilinu frá 2,2 til 3,2 stig á Richter. sex af þessum stærri skjálftum fundust á milli kl. 9 og 10 f gærmorgun, og varð fólk f Reykjahlíðarhverfinu og við Kröflu vart við stærstu skjálft- ana. Upptök þeirra voru sunnar en undanfarið, þ.e. í línu frá Leir- hnúk f Hlíðarfjall Jarðvísindamenn voru í gær við mælingar á sprungum í Leirhnúk og grófu þaðan mælitæki undan snjófargi. Virðist sem talsverð gliðnun hafi orðið þar síðan fyrir fjórum dögum er mælingar fóru siðast fram. 1 gær voru settar upp mælistikur í Gjástykki norðan við Kröflu og á fleiri stöðum. Samkvæmt mælingum í gær heldur landris enn áfram á Kröflusvæðinu. ekki sagt á þessu stigi, þvf beiðni um þá greiðslu hefur ekki enn borist ráðuneyti mfnu, sagði Halldór E. Sigurðsson í samtali við blaðið f gær er hann var spurður, hvort tekin hefði verið ákvörðun um greiðsiu á útflutn- ingsbótum vegna þeirra 100 tonna af undanrennudufti, sem Búvörudeild SlS seldi á sl. hausti til Sviss en 10 krónur fengust fyrir hvert kíló. Skráð heildsölu- verð hér innanlands á undan- rennudufti var þá 250 krónur hvert kfló en komið hefur fram að óskað verður eftir greiðslu á Vegið og metið hér hvenær um hættuástand er að ræða — segir Hallgrímur Pálsson, búðastjóri Kröflu — EF hættuástand kemur upp teljum við hér við Kröflu mestu máli skipta að skipulag og skyn- semi sitji í fyrirrúmi, sagði Hallgrímur Pálsson, búðastjóri Friðrik og Guðmundur gerðu báðir jafntefli ÍSLENZKU stórmeistararnir á al- þjóðlega skákmótinu í Wijk Aan Zee í Hollandi gerðu báðir jafn- tefli í 4. umferð. Guðmundur gerði jafntcfli við Jan Timman og Friðrik við Nikolac eftir að skák- in hafði farið í bið. Friðrik sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að þeir Guðmundur hefðu farið frek- ar rólega af stað. En á mótinu eru margir sterkir skákmenn og því hætt við að töluvert verði af jafn- teflum. Friðrik sagði, að Sosonko frá Hollandi hefði nú tekið afgerandi forystu, þar sem áiitið væri að skák Gellers við Miles frá Eng- landi væri töpuð, en það var eina skákin í 4. umferð, sem fór aftur í bið. Staðan eftir 4. umferð er því þannig, að f fyrsta sæti er Sosonko með 3‘/4 vinning, þá koma Geller, Kurajica og Boehm með 2H vinning. Geller á biðskák við Miles. I 5. til 7. sæti eru Kava- lek, Timman og Friðrik með 2 vinninga. Miles er f 8. sæti með ÍVS vinning og biðskák, þá kemur Guðmundur í 9. til 10. sæti með l'/i ásamt Nikolac, í 11. sæti er Ligternik með 1 vinning og í 12. Barczay með H vinning. F'jórða umferð fór þannig: Boehm og Kurajica gerðu jafn- tefli, Nikolac og Friðrik gerðu jafntefli, Timman og Guðmundur gerðu jafntefli, Ligternik og Kavalek gerðu jafntefli, Sosonko vann Barczay og skák Miles og Gellers fór í bið. Hér fer á eftir skák Timmans og Guðmundar, Timman hafði hvítt: 1. d4 — g6, 2. e4 — Bg7, 3. Rc3 — d6, 4. f4 — Rf6, 5. Rf3 — c5, 6. Dxc5 — Da5, 7. Bd3 — Dxc5, 8. De2 — 0-0, 9. Be3 — Dc7, 10. 0-0 — Rbd7, 11. h3 — a6. 12. a4 — b6, 13. Df2 — Bb7, 14. f5 — e6, 15. Dh4 — Hac8, 16. Bh6 — Dc5+, 17. Framhald á bls. 18 við Kröflu, f samtali við Mbl. f gær. Sagði Hallgrímur, að það gerði aðeins illt verra, þegar ver- ið væri að þyrla upp moldviðri í fjölmiðlum, e.t.v. að óathuguðu máii. í gær var unnið að því við Kröflu að lagfæra ræsibúnað á sírenum á þaki kæliturnanna og við skiljuhúsið. Sírenur þessar hafa ekki farið í gang á æfingum undanfarið þegar það hefur verið reynt með fjarstýribúnaði úr búð- um starfsmanna. Er talið að ástæðan fyrir því, að sá búnaður hefur ekki virkað, séu frostin að undanförnu. Þau hafi dregið kraft úr rafhlöðunum. Hins vegar Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, látinn RÍKARÐUR Jónsson, mynd- höggvari, er látinn. Hann var 88 ára að aldri. Ríkarður fæddist í september 1888 í Tungu í Fáskrúðsfirði í S-Múlasýslu, og voru foreldrar hans Jón Þórarinsson, bóndi og smiður á Strýtu við Hamarsfjörð, og síðari kona hans, Ólöf Finns- dóttir. Ríkarður stundaði mynd- skurðarnám í 3 ár hjá Stefáni Eiríkssyni, myndskurðarmeistara í Reykjavík, og samtímis dráttlist- arnám hjá Þórarni Þorlákssyni, listmálara. Hann lauk sveinsprófi á myndskurði 1908, fyrstur manna hérlendis, en stundaði eftir það nám í Kaupmannahöfn, þar sem hann m.a. nam mótun hjá Einari Jónssyni og síðan myndhöggvara- nám hjá Konunglegu listaaka- demíunni til ársins 1914. Eftir að heim kom vann Rikarður að list sinni, Iengst af búsettur i Reykja- vík en einnig á Djúpavogi fáein ár á þriðja áratugnum auk þess sem hann dvaldist eitt ár á ítalíu. Ríkarður mótaði á ferli sínum fjölda andlitsmynda, útimyndir margar og einnig legsteinsmynd- ir. Margar innandyramyndir hans er að finna í þinghúsinu og opin- berum byggingum en hann gerði efnnig mörg myndskurðarverk í kirkjum. Ríkarður stundaði kennslu fyrr á árum í teikningu. Hann var for- maður Listamannafélagsins á stundum og Austfirðingafélags- ins. Ríkarður var hagyrðingur og birtust nokkur ljóð hans á prenti. Ríkarður var kvæntur Maríu Ólafsdóttur. eru sírenurnar sjálfar i góðu ásig- komulagi, og auðvelt að setja þær í gang með ræsi á staðnum, sagði Hallgrímur. Starfsmenn Almannavarnar- ráðs voru við Kröflu í gær- morgun, og gerðu úttekt á ástandi öryggiskerfisins þar. Sagði Hallgrímur, að þeir hefðu ekki bent á nein ákveðin atriði, sem hefðu farið úrskeiðis frá upphaf- legri áætlun og ekki hefði þegar verið, byrjað að lagfæra. í sam- bandi við ræsibúnað sírena beint frá skjálftavaktinni í Reynihlið, sagði Hallgrímur Pálsson, að fólki við Kröflu þætti það tvíbent ráð- stöfun að setja slíkt kerfi upp. — Milli Reynihlíðar og Kröflu er símasamband allan sólarhring- inn alla vikuna og auk þess gott talstöðvarsamband, sagði Hall- grímur. — Við viljum að það sé vegið og metið hér hvenær eigi að telja að um hættuástand sé að ræða, en þó að sjálfsgögðu í sam- ráði við skjálftavaktina. Ef sirenurnar yrðu einhliða settar af stað úr Reynihlíð, teljum við að það myndi jafnvel skapa öngþveiti og setja öryggiskerfið úr lagi. Á sjálfu Kröflusvæðinu er starfandi nokkurs konar al- Framhald á bls. 18 Mikill skort- ur á blóði í Blóðbankanum MIKILL skortur er nú á blóði f Blóðbankanum og á það við alla blóðflokka. Segja má að blóð- þurrð sé þar þótt blóð sé gefið f bankann daglega. Ástæðan er sú, að sérstaklega mikið er um aðgerðir á sjúkrahúsunum og blóð, sem berst Blóðbankanum, fer samstundis til sjúkrahúsanna. Horft hefur til vandræða síð- ustu daga af þessum sökum, en fólk er þó fljótt til að hlaupa undir bagga. Blóðbankinn þiggur aðstoð fólks með þökkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.