Morgunblaðið - 19.01.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 19.01.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 25 fclk í fréttum + A „Jólagleði“, er Alafoss h/f hélt fyrir starfsfólk sitt skömmu fyrir jól, voru sex starfsmenn þess sérstaklega heiðraðir fyrir langa og dygga þjónustu. Það voru þau (talið frá vinstri) frú Vilborg Guðbrandsdóttir sem unnið hefur f 40 ár hjá fyrirtækinu, systir hennar frú Sigurlín Guðbrandsdóttir, er einnig hefur unnið það í 40 ár, frú Elfsabet Jónsdóttir, hefur unnið í 30 ár, frú Jóhanna Hannesdóttir sem hefur unnið hjá fyrirtækinu í 45 ár, Guðjón Hjartarson verksmiðjustjóri sem hefur verið hjá fyrirtækinu í 30 ár og Karl M. Jensson prjónameistari f 25 ár (hann vantar á myndina). Konurnar hafa alia tíð unnið á saumastofu Alafoss, og eru enn með fulla starfsorku. + Hinir heimsfrægu leikar- ar og dansarar Gene Kelly og Fred Astaire hafa verið orðaðir við Oscar-verðlaun fyrir leik sinn í myndinni „That’s Entertainment” sem sýnd var hér f Gamla bfói í haust. + Elvis Presley heyrði í út- varpinu að lögregluþjónn á mótorhjóli hafi misst fótinn f umferðarslysi. Hann sendi honum eitt þúsund doliara á stundinni. + Leikkonan Zsa Zsa Gabor sem orðin er 56 ára gifti sig nýlega f sjöunda si#n. Hún segir að fimmta hjónaband- ið hafi verið mistök en það sjötta hreint og beint slys. + Þa8 er ekkert hundallf sem þessi hundur lifir. Gncar heitir hann og er kvenkyns þrðtt fyrir nafniS og eigandinn er danski málarinn Erik Pedersen. Cæsar er eini vinurinn minn, segir Pedersen, sem er pipar- sveinn. og hann hefur þolað með mir súst og sætt þessi sex ir sem við höfum veriS saman. Þegar hann kaupir buff I matinn. kaupir hann eitt handa sjilfum sér og tvö handa Cæsari. Cæsar ferSast me8 húsbónda slnum hvert sem hann fer og situr þi I kassa framan ð mótorhjólinu. Á aSfangadagskvöld eru alltaf gjafir undir jólatrénu handa Cæsari og ð slSustu jólum fékk hún armbandsúriS sem hún er meS ð myndinni. Réttarvernd opn- ar skrifstofu í Mðbæjarskólanum FÉLAGIÐ Islenzk réttarvernd hefur opnað skrifstofu, þar sem almenningi eru veittar lögfræði- legar upplýsingar og aðstoð. Skrifstofan mun I byrjun verða opin þriðjudaga og föstudaga frá kl. 4—7. Hún er til húsa í Mið- bæjarskólanum. Starfsmaður félagsins hefur verið ráðínn Þorsteinn Sveinsson lögmaður. Eins og segir i lögum félagsins er markmið þess „að berjast fyrir mannréttindum og veita þeim réttarvernd, sem órétti eru beittir." Hyggst félagið ná þessu takmarki með því „að veita einstaklingum siðferðislega og fjárhagslega aðstoð til þess að ná rétti sinum og hafa milligöngu um lögfræðilega fyrirgreiðslu" og væntir stjórn félagsins þess, að nýja skrifstofan og lögfræðingur fái betur staðið undir nafni. Formaður Réttarverndar er Bragi Jósefsson og aðrir í stjórn eru Inga Birna Jónsdóttir, vara- formaður, Gunnlaugur Stefáns- somritari, Valborg Böðvarsdóttir gjaldkeri, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, Sigvaldi Hjálmars- son, Gísli G. Isleifsson, Jörmund- ur Ingi og Guðný Bergsdóttir. Stjórn ökukennarafélags tslands, varamenn og endurskoðendur. Fremri röð talið frá vinstri: Trausti Eyjólfsson, Kjartan Jónsson, Jón V. Sævaldsson, formaður, Magnús Helgason, Guðmundur G. Pétursson. Aftari röð; talið frá vinstri: Guðjón Ó. Hansson, Gunnar Sigurðsson, Guðbrandur Bogason, Stefán Magnússon, Óiafur Guðmundsson, Jóhann Guðmundsson og Þórhallur Halldórsson. Ökukennarafélag Islands 30 ára ÖKUKENNARAFÉLAG tslands varð 30 ára I lok síðasta árs. Var af þvl tilefni haldið afmælishóf og segir I frétt frá félaginu að það hafi þótt takast mjög vel. 1 kaffi- samsæti þar sem boðið var frum- kvöðli að stofnun félagsins, stofn- endum, gömlum formönnum, framámönnum umferðarmála I Reykjavlk, Bifreiðaeftirlitsmönn- um og ökukennurum, var Ilalldór Auðunsson gerður að fyrsta heið- ursfélaga Ö.l. og afhenti Jón Sævaldsson, formaður félagsins, honum skrautritað skjal þvl til staðfestingar. Þá var gestum einnig afhent afmælisrit félags- ins og frumkvöðli, stofnendum og fyrrverandi formönnum einnig afhent afmælisfáni félagsins. Það voru Jón Oddgeir Jónsson og Viggó Eyjólfsson sem voru frumkvöðlar að stofnun félagsins, en Viggó lézt fyrir nokkrum ár- um. í „Ökukennaranum", sem er tímarit Ökukennaraféiags Is- lands, er í afmælisútgáfu rakin saga félagsins og hefur Sigurjón Valdimarsson tekið hana saman. Þar er einnig greint frá starfsemi félagsins svo sem Fræðsiumiðstöð Ö.l. sem hefur starfað frá árinu 1968, sagt frá Hjálparsjóði Ö.Í., kynnisferð til Þýzkalands og rætt við Geir P. Þormar, sem er einn af stofnendum Ö.í. þá eru einnig i ritinu fréttir í stuttu máli. Sala Sementsverksmiðjmmar minnkaði um 6.2% á s.L ári SALA Sementsverksmiðju ríkis- ins á sementi minnkaði um 6.2% á síðasta ári miðað við árið á und- an. Alls seldi verksmiðjan 149.563 lestir á árinu á móti 159.391 lest árið 1975. Heildarvelta fyrirtækisins var hins vegar 2.142.2 millj. kr. árið 1976, en var 1.550.6 millj kr. 1975. Svokallað Faxasement var ein- Selt portlandsement Selt hraðsement Selt faxasement (Sigalda) Selt annað sement göngu selt til Sigölduvirkjunar og í frétt frá Sementsverksmiðjunni segir, að þeim viðskiptum sé nú að mestu lokið. Þá segir að sala á Portlandsementi og hraðsementi hafi verið svipuð 1975 og 1976. Þá er áætlað að sementssala þessa ars nemi um 133.000 lestum. Annars skiptist salan á sementinu þannig: 1975 1976 Hækkun/Lækkun 110.586 tonn 112.082 t 1.3% 23.838 tonn 20.292 t 14.9% 20.718 tonn 17.149 t 17.2% 4.249 tonn 40 t 159.391 tonn 149.563 t 6.2%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.