Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 19
MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 1977 19 ísL prófessor hef- ur klifið hæstu fjöll DR. Ástvaldur Eydal, fyrrv. prófessor við háskólann i San Franscisco, er að vinna að sjöundu bók sinni, en hún fjallar um mikið áhugamál hans, fjallgöngur. í frétt í Lögbergi- Heimskringlu kemur m.a. fram, að Ástvaldur, sem varð sjötugur i haust, hafi á siðustu tveimur árum klifið fjögur hæstu fjöllin i Mið- og Suður-Ameríku, þar á meðal Chimborazo í Ecuador, sem talið er vera hæsta fjall jarðar, þ.e. ef mælt er frá miðpunkti jarðarinnar. En þetta fjall er yfir 6786 metrar á hæð. Þetta þykir ekki lítið afrek, ekki sist af manni á hans aldri. Dr Ástvaldur Eydal er fæddur og sú sjötta út hjá Kaliforníuháskólaút- uppalinn á Steinsstöðum í Skaga- gáfunni. Sérgrein hans er fiskveiðar, firði, stundaði nám í MA og varð og þá einkum síldveiðar Sl. vor stúdent frá Menntaskólanum í hætti hann kennslu við San Reykjavík 1930 Háskólanám Franscisco háskóla stundaði hann í Kaupmannahöfn, Hamborg og Stokkhólmi, þar sem Kona dr Ástvalds Eydal er Ingrid hann varð doktor I landafræði. Og Jóhannsson. Yngsti sonur þeirra, síðan aftur frá Washingtonháskóla í Anders, er við nám í Háskóla ís- Seattle fyrir ritgerð um fiskveiðar l lands. En dæturnar þrjár eru giftar, Norður-Atlantshafi. Hann hefur ritað Ingunn búsett I Reykjavík en Sigrún fimm bækur í sinni grein, og kemur og Áslaug í Svlþjóð. Dr. Ástvaldur Eydal kleif hæsta tind fjögurra fjalla I Mið- °g Suður-Ameriku á sl. 2 árum. 1. 21. febr. 1975 Chimberago, sem er 20.700 feta hátt eða 6786 metrar. 2. 15. marz 1975 Pico de Orizaba 18,700 fet. 3. 23. marz 1975 Propocatepeil (17,890 fet) 4. januar 1976 Cotopaxi 19,700 fet. 20 sjóliðar drukknuðu Barcelóna, 17. janúar.NTB. AÐ minnsta kosti 20 bandarisk- irsjóliðar drukknuðu og nokkurra er saknað eftir að landgöngu- prammi frá herskipum úr 6. flota Bandaríkjanna rakst á spánskt flutningaskip i höfninni f Barcelona og sökk. Um 120 manns voru um borð i prammanum. Slys- ið varð um morgun, skömmu fyrir birtingu og sáu þeir sem i prammanum voru ekkert til skipsins fyrr en það sigldi á pramman miðjan. 18 manns liggja i sjúkrahúsi. Var pramminn noK aður til að flytja sjóliða milli lands og skipa. Colombo og Nýju Delhl, 17. janúar. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR Indlands og Sri Lanka tilkynntu i dag um út- færslu efnahagslögsagna land- anna i 200 mílur. Eru útfærslurn- ar i framhaldi af lögum, sem sam- þykkt voru í þingum beggja landa um 200 mílna lögsögu. Góð afkoma kísiliðjunnar Björk. Mývatnssveil. 17. janúar Framleiösla Kisiliðjunnar árið 1976 var 21.500 lestir. Hins vegar er afkastageta verksmiðjunnar 24 þúsund tonn, en sökum sölutregðu á s.l. ári varð að draga úr framleiðslunni. Söluverðmæti Kísilgúrs á árinu varð 860 milljónir kr. cif. Afkoma verksmiðjunnar var góð og er þetta þriðja árið í röð, sem verk- smiðjan er rekin með hagnaði, s.l. ár var áttunda rekstrarárið. Framkvæmdastjórar verk- smiðjunnar eru nú Vésteinn Guðmundsson og Þorsteinn Ólafs- son, sem tók við af Birni Friðfinnssyni seint á s.l. ári. Bjoðum við hann hér með vel- kominn með fjölskyldu sina. Kristján Rhódesía: Suður-Af ríka tilbúin til hernaðaríhlutunar ef skæruhernaður eykst Lest ók á langferða- bifreið, 36 biðu bana Mexfkóborg, 17. janúar.AP. 36 MANNS biðu bana, er járn- brautarlest keyrði inn I lang- ferðabíl, sem reyndi að komast yfir teinana áður en lestin kom að vegamótum f Tlanepantia f út- jaðri Mexíkóborgar á sunnudags- morgun. Voru flestir farþeganna á leið til markaðarins I Mexfkó- borg. Meðal látinni voru 11 börn. 14 manns slösuðust, sumir alvar- lega. Einn þeirra, sem komust af, sagði að farþegarnir hefðu hrópað á ökumanninn að stanza, en hann hefði ekki hlustað á þá og verið í kappkeyrsiu við lestina. Blóðbað ef brezku hermennirnir fara segir Mason írlandsmálarádherra London, 17. janúar. NTB. ROY Mason trlandsmálaráðherra segir í skýrslu, sem dreift verður innan Verkamannaflokksins og verkalýðshreyfingarinnar f Bret- landi, að N-lrland geti orðið að nýrri Beirút, ef brezku hermenn- irnir 14000, sem á N-lrlandi eru, verða kallaðir á brott. Segir ráðherrann að ef brezku hermennirnir verði kallaðir á brott muni öfgahreyfingarnar á N-írlandi reyna að þurrka hver aðra út og slíkt myndi hafa i för með sér blóðbað, sem hæglega gæti náð til annarra hluta Bret- lands. Mason vísaði algerlega á bug fréttum um að Bretar hygð- ust fækka um helming í liði sinu á N-lrlandi. 4 hafa fallið á N-lrlandi það sem af er þessu ári þar af 3 brezkir hermenn, en á sl. 7 árum hafa alls 1500 manns látið lífið i átökunum i landinu. Jóhannesarborg, 17. janúar. NTB. STJÓRN S-Afrfku hefur skýrt brezku stjórninni frá því að hún sé tilbúin til hernaðarfhlutunar f Rhódesfu ef meiri harka hleypur í aðgerðir skæruliða þar I landi, að því er blaðið Sunday Express þar í borg sagði í gær. Skv. frá- sögn blaðsins mun Ivor Richards forseti Genfarráðstefnunnar um framtfð Rhódesfu hafa skýrt Romanish- in sigraði í Hastings Hastings, 17. janúar. Rcuter. SOVÉZKI stórmeistarinn Oleg Romanishin sigraði í Hastings- skákmótinu um helgina með 11V4 vinningi af 15 mögulegum, sem er besti árangur, sem sigurvegari i þessu þekkta móti hefur náð. Fékk hann 700 sterlingspund í verðlaun. 2. varð Shimon Kagan frá ísrael með 9V4 vinning, þá James Tarjan frá Bandaríkjunum með 9 vinninga, Adorjan frá Ung- verjalandi og Smyslov frá Sovét- ríkjunum voru xeð 8 vinninga, Miles fráiBretlandi með 7!4 og siðan komu þeir Damjanovic frá Júgóslavíu, Farago frá Ungverja- landi, Vukcevic frá Bandaríkjun- um og Swaig frá Noregi með 6H vinning hver. Pólsk yfirvöld voru viðbúin óeirðunum segir Varnarnefnd verkamanna Varsjá, 17. janúar. NTB. PÓLSKA andófshreyfingin „Varnarnefnd verkamanna" hirti i gær leyniskjal pólsku rikisstjórnarinnar, þar sem fram kemur að pólsk yfirvöld hafi verið viðbúin þvf að til óeirða kæmi eftir tilkynning- una um hækkun á matvæla- verði f júní á sl. ári. Jafnframt birtingunni sendi nefndin frá sér yfirlýsingu, þar sem beðið er um samstöðu og stuðning gegn því, sem kallað er kúgun. pyntingar og lögbrot stjórn- valda. Segir i yfirlýsingunni, að það hljóti að finnast hugrakkir menn á hverjum vinnustað, sem séu tilbúnir til að skipu- ieggja fjársöfnun, réttarfars- og læknishjálp til handa þcim verkamönnum, sem á slfku þurfi að halda. Nefnd þessi var sett á lagg- irnar í september sl. til að að- stoða verkamenn, sem fangels- aðir voru eftir óeirðirnar. Tveir af nefndarmönnum, rithöf- undurinn Jerzy Andrzeyewsky og leikkonan Halina Mikola- yska, eiga yfir höfði sér máls- höfðun, sökuð um að hafa stað- ið fyrir fjársöfnun til handa verkamönnum í fangelsum. Hafa aðrir nefndarmenn skýrt frá þvi að lögreglan hafi beitt þá líkamlegu ofbeldi og gert söfnunarféð upptækt. í yfirlýs- ingunni er skorað á stjórnvöld að náða alla verkamenn og setja á stofn þingnefnd til að rannsaka ásakanir um rudda- skap lögreglunnar við verka- menn. stjórn sinni frá þessum mögu- leika eftir viðræður hans við John Vorster, forsætisráðherra S- Afrfku, fyrir hálfum mánuði. Utanríkisráðherra S-Afriku Hildgaard Möller og David Scott, sendiherra Breta í S-Afríku, neituðu i dag að tjá sig um málið. Blaðið hefur eftir ónafn- greindum embættismanni i Jóhannesarborg, að S- Afrikustiórn muni fvrst um sinn biða og sjá hvað setur í Rhódesíu, en endurskoða hvað gera skuli ef skæruliðar herða aðgerðir sinar. Aður hafði ráðherra i stjórn S- Afriku sagt i samtali við Sunday Express, að S-Afríkustjórn myndi endurskoða afstöðu sína, ef Rúss- ar eða Kúbumenn hæfu íhlutun i mái Rhódesíu. Öryggissveitir S- Afriku i Rhódesíu voru kaliaðar heim 1975. DALE CARNEGIE I í ræðumennsku og mannlegum samskiptum er að hefjast Námskeiðið mun hjálpa þér að: ■Ár Öðlast meira hugrekki og sjálfstraust. ■Ár Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staðreynd- ir. Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sann- færingarkrafti i samræðum og á fundum. ■Ár Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. Talið er að 85% af velgengni þinni sé komin undir því, hvernig þér tekst að um- gangast aðra. + Starfa af meiri lifskrafti — heima og á vinnustað. Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án óþarfa spennu og kvíða. Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale Carnegie námskeiðinu. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT. Innritun og upplýsingar í slma j:TC) 82411 Einkaleyfi á Islandi d,le^LfSTJÓRNUNARSKÓLINN NAMSKEWIN Konráð Adolphsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.