Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 32
SÍF selur til Grikklands og Þýzkalands: 600 tonn af þorski og 700 til 1.000 tonn af ufsaflökum SÖLUSAMBANI) íslenzkra fisk- framleiðenda hefur nýlega gert samninga við grfska kaupendur um það bil um 600 lestir af þorski, sem fluttar verða þangað f næsta mánuði. Þessi fiskur er af sömu stærðar- og gæðaflokkum og á undanförnum árum. Knnfrem- ur hefur SlF gert sölusamning um 700 til 1.000 lestir af ufsaflök- um til Vestur-Þýzkalands til af- skipunar fram á vor. Væntanlega nær þessi ufsasala yfir alla framleiðsluna nú í jan- úar og byrjun febrúar. Að sögn talsmanns SÍF er ufsinn venju- lega ekki fiökunarhæfur lengur en fram í febrúar. Um verð sagði hann, að ekki væri talið rétt að greina frá því eins og á stæói, þar sem nú stæðu fyrir dyrum sölu- samningar við fleiri lönd, en ef hliðstætt verð eða hærra næðist annars staðar og náðist að þessu sinni, þá gætu menn sæmilega vel við unað. Tollstjóraskrifstofan: Starfsmadur hættir vegna vörugjaldsmáls STARFSMAÐUR á tollstjðra- skrifstofunni sagði f gær starfi sínu lausu, en áður hafði hann verið settur frá um stundarsakir á meðan rannsókn fór fram á við- skiptum hans við tvo aðila f sam- bandi við innheimtu vörugjalds. Þessar upplýsingar fékk Morgun- blaðið f gær hjá Þorsteini Geirs- syni f fjármálaráðuneytinu. Ekki sannaðist að viðkomandi hafi haft Framhald á bls. 21 Ljósm.: Sigurgeir Jónasson LÚSIFER — Þetta er fyrsta myndin, sem tekin er af lúsifernum f Náttúrugripasafninu f Eyjum. Eins og sjá má á myndinni er fiskurinn að gæða sér á nýrri loðnu, sem kom til Eyja með Sigurði RE. Þá sést greinilega á fálmaranum ofan á höfði fisksins, að toturnar lýsa frá sér, en fram til þessa hafa vfsindamenn aðeins talið að svo væri. Sjá fleiri myndir á bls. 3. Gunnar Thoroddsen í samtali vid Morgunbladid: í»rír slösuðust — tveir alvarlega BANASLYS varö á veg- inum milli Keflavíkur og Garðs í gærkveldi um klukkan 19. Þar lézt rúm- Krafla: Hola 10 hef- ur náð sér af sjálfsdáðum Krafla, 18. janúar — frá Agústi I. Jónssyni blaöamanni Mbl. — HOLA 10 var til skamms tfma talin aflmesta holan á Kröflu- svæðinu en fyrir um viku gerðist það að hún datt mjög niður og gaf aðeins hálft afl miðað við það sem var. Á mánudaginn brá svo við, að holan kom upp aftur og náði sama þrýstingi og fyrr. Er þetta mjög óvenjulegt, að sögn Valgarðs Framhald á bls. 18 lega sjötugur maður frá Keflavík, er bifreið ók á kyrrstæðan bíl, sem hann var í. Þrennt var í hvorum bíl og voru tveir farþegar, annar úr kyrrstæða bíln- um og hinn úr bílnum, sem ók á hann, mjög mikið slasaðir og voru fluttir í Borgarspítalann. Hinn þriðji slasaði var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík. Bifreiðastjórar bílanna slösuðust ekki. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavik varð slysið við Berghóla á veginum í Garðinn. Talið er að kyrrstæði bíllinn hafi bilað og hinn síóan ekið aftan á hann. Maðurinn, sem lézt, var á 71. aldurs- ári, búsettur i Keflavík. Áherzla lögð á hreinsitæki og rætt um stækkun kerskála Allt leynimakk vid Svisslendinga um stórkost- legar framkvæmdir á Austurlandi tilbúningur einn Coldwater: FJÖLMARGAR fyrirspurnir og málaleitanir hafa borizt frá er- lendum fyrirtækjum um stór- iðjuframkvæmdir á Islandi — sagði Gunnar Thoroddsen iðn- aðarráðherra I samtali við Morgunblaðið í gær. Meðal þessara fyrirtækja eru Norsk Hydro og Alusuisse. Reglulegir fundir hafa verið haldnir með fulltrúum Alusuisse frá því er álverið í Straumsvfk var reist og sagði ráðherrann að á næsta fundi myndi hann leggja áherzlu á að hraðað yrði upp- setningu hreinsitækja í Straumsvík og að annar ker- skála álversins yrði stækkaður, sem næmi 10 þúsund tonna árs- Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra framleiðslu. Ráðherrann sagði að sérstakt plagg, sem Alu- suisse hefði sent um stórfellda stóriðju á Austurlandi hefði verið sent Magnúsi Kjartans- syni árið 1972, er hann gegndi ráðherrastörfum en eftir stjórnarskipti hefði hann feng- ið þetta plagg endurskoðað en lftt breytt. Hugmyndir Sviss- lendinganna, sem fram koma f plagginu, hafa ekki verið til umræðu og sagði ráðherrann það trúnaðarbrot Magnúsar og Þjóðviljans að birta það. Gunn- ar Thoroddsen sagði: „Allt tal Þjóðviljans um að ég hafi stað- ið f leynimakki og samninga- viðræðum við Svisslendinga um stórkostlegar framkvæmdir á Austurlandi er tilbúningur einn.“ Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra sagði i viðtali við Morgunblaðið f gær, að á und- anförnum árum hefðu borizt fjölmargar fyrirspurnir og málaleitanir frá erlendum aðil- um um möguleika á að koma hér upp ýmis konar stóriðju. öll slfk erindi fara til viðræðu- nefndar um orkufrekan iðnað, sem sett var á laggirnar haustið 1971. Formaður þeirrar nefnd- ar hefur frá upphafi verið dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka- stjóri. Ráðherra sagði að marg- Framhald á bls. 18 Seldi í fyrra fyrir Þorsteinn Gfslason, forstjóri Coldwater. Gíslason um framkvæmdir þær, sem fyrirtækið hefur látið vinna að í Boston. Sagði Þorsteinn að frystigeymslan, sem tekin var í notkun í maí í fyrra, hefði reynzt mjög vel og komið að góðu gagni. Unnið væri að seinni áfanga þeirrar uppbyggingar, sem ráð- gerð væri í Boston, en það er bygging nýrrar fiskiðnaðarverk- smiðju. Á hún að vera tilbúin á þessu ári. Þegar framkvæmdun- um í Boston lýkur, mun heildar- Framhald á bls. 21 27,5 milljarða COLDWATER Seafood Corp., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, seldi í fyrra frystar sjávarafurðir á Bandaríkjamarkaði fyrir 145 milljónir dollara eða um 27,5 milljarða króna, ef miðað er við gengi íslenzku krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar um áramótin. Seldi Coldwater 70 þúsund smálestir af alls konar sjávarafurðum á Bandaríkjamarkaði f fyrra. Salan árið 1975 nam um 100 milljónum doilara og er aukningin þvf um 45%. Þessar upplýsingar veitti Þorsteinn Gíslason forstjóri Coldwater Morgunblaðinu, þegar það innti hann eftir afkomu fyrirtækisins á nýliðnu ári. Ennfremur kom fram hjá Þor- steini, að þrátt fyrir mikla verð- hækkun hjá Coldwater á þorsk- flökum í desember s.l. hefur fyr- irtækið síðan gert stóra sölusamn- inga allt fram til þessa dags. Hækkunin á þorskflökum í des- ember var 13,5 cent á hvert enskt pund eða 14%. Morgunblaðið spurði Þorstein króna Banaslys á Garðsvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.