Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JANUAR 1977 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 010C KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI MiuvunTK-an'u*.. hluta fasteignagjalda sinna og í Reykjavik leggja nú húseigendur leið sína i Gjaldheimtuna i strið- um straumum til að gera skil. En það er eitt atriði eða tvö sem vekja spurningar þegar maður fer að huga að því máli. Þegar maður nálgast Gjaldheimtuna má sjá röð fólks langt út á Tryggvagötuna, og allir eru að greiða sín gjöld. Fyrst hringar biðröðin sig upp á gólfi afgreiðslusalarins og þegar ekki er lengur rúm þar verða menn að standa í ganginum og síðan úti á götu. Það er gott með- an ekki þarf að loka Tryggvagöt- unni! En er ekki hægt að hafa Gjald- heimtuna opna aðeins lengur á svona annatímum. Hún er opin lengur einn dag í viku, en það er ekki nóg þegar svona stendur á. Fólk getur ekki eytt stórum hluta vinnudagsins í að standa og bíða. Einnig má nefna það að inni geng- ur afgreiðslan það seint fyrir sig að sú spurning vaknar hvort ekki sé hægt að gera hana fljótvirkari með einhverjum ráðum. Þá er það enn undarlegt að allir skuli þurfa að fara í Gjaldheimt- una til að greiða þetta lítilræði, er ekki hægt að fá þetta heimsent á gíróseðli, eins og tíðkast með margvíslegar greiðslur í dag. Það er náttúrlega hægt að fara í banka og fá seðil og útfylla, en það þarf að benda betur á þá leið og bezt væri ef seðlarnir væru sendir heini. 0 „Svartadauða stjórnin“ ,,I tilefni af tilkynningunni um hækkun á áfengi og tóbaki kemur upp i hugann gömul vísa. Fyrriparturinn er kauðalegur, enda til þess gerður að koma seinni partinum að, eins og oft vill verða. En seinni parturinn er svona: „Situr í nauðum sífellt snauð, svartadauða — stjórnin." Og á þetta við um allar ríkis- stjórnir á islandi síðan 1934. Tóbak og brennivíkn eru síður en svo nauðsynjavara — nema fyrir ríkisstjórnina. Dreifbýlismaður." Sjávarafurðadeild Sambandsins: Semur um sölu á 2000 lestum af frystri loðnu til Japans Sjávarafurðadeild Sambands fslenzkra samvinnufélaga hefur samið um sölu á 2000 tonnum af frystri loðnu til Japans f vetur, og einnig mun hafa verið samið um nokkurt magn af frystum loðnu- hrognum. Verðmæti þessara afurða getur orðið 250—300 milljðn’ir króna. Að sögn Ólafs Jónssonar, að- stoðarframkvæmdastjóra sjávar- afurðadeildar Sambandsins, er ekki ljóst hvernig flokkun á loðn- unni verður háttað i vetur, en hins vegar væri þó ljóst að Japanir hefðu sett strangari kröfur um meðferð loðnunnar en áður, og markaðurinn væri nú á allan hátt erfiðari vegna vaxandi samkeppni. Á siðustu vetrarloðnuvertíð frystu frystihús innan Sjávar- afurðadeildar Sambandsins 855 tonn af loðnu fyrir Japansmarkað en að líkindum hefði frystingin orðið meiri ef ekki hefði komið til verkfalls á miðri vertið. Það voru þeir Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurða- deildarinnar og Árni Benedikts- son framkvæmdastjóri er gerðu hinn nýja samning og eru þeir væntanlegir frá Japan um helg- ina. Þessir hringdu . . . % Rafmagnsleysi á Skeiðum Bóndakona á Skeiðum: — Það var mjög óþægilegt fyrir okkur um daginn þegar rafmagn- ið fór af hér fyrir austan að fá ekkert að vita neitt hvort eða hvenær von væri á því aftur. Raf- magnið fór um kl. 22:00 á laugar- dagskvöidið og kom ekki aftur straumur á fyrr en kl. 13:00 á sunnudag. Það var mjög óþægi- legt í sambandi við mjaltir að fá ekki að vita neitt um hvenær þess væri von að fá þetta í lag og það urðu margir hér í sveitinni gram- ir Rafmagnsveitum ríkisins fyrir að láta ekki heyra neitt frá sér varðandi þessar bilanir. Apnað atriði í sambandi við raf- magnsleysi og það er í sambandi við símann. Okkur hefur skilizt að þegar rafmagn fer af þá sé síminn í lagi, hvort hann gangi fyrir ein- hverjum rafhlöðum eða hverju það veit ég ekki, en kl. 9:00 á sunnudagsmorguninn þegar við ætluðum að leita frétta af þessum rafmagnstruflunum, var síminn orðinn óvirkur. — Það hefur komið fram í fréttum að rétt er að rafmagn fór af í SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti f sumar- dvalarstaðnum Sotsji við Svarta- haf f Rússlandi 1976 kom þetta athyglisverða endatafl upp f skák hollendingsins Ree og I. Zaitsevs frá Rússlandi, sem hafði svart og 45 . . . .h4! 46. gxh4 Bb4! 47. e6 (Ef 47. Bxb4 þá g3! og vinnur) g3 48. e7 (Eftir 48. fxg3 Bxel 49. e7 f2 50. e8=D fl = D 51. De4+ Ka7 hefur svartur einnig unnið tafl) Bxe7 49. fxg3 Bb4 50. Bf2 Bc5 og svartur vann létt. Jafnir og efstir á mótinu urðu þeir Polugaevsky og Svesnikov, báðir Sovétríkj- unum, með 10 v. af 15 möguleg- um. stórum hluta Árnessýslu í nærri 20 tíma og segir að það hafi tekið mjög langan tima að finna bilunina. 0 Hvar er umsjónar- maður fuglanna? Fuglavinur hafði samband við Velvakanda með þá spurningu í huga hvað væri orðið af um- sjónarmanni fuglanna á Tjörn- inni. Mörg ár hefur verið í starfi hjá Reykjavíkurborg maður til að annast endurnar, en hann sagðist ekki hafa orðið var við hann nú um langt skeið. Fannst honum ekki rétt ef sú væri raunin að þetta starf hefði lagst niður, það væri algjör lífsnauðsyn fyrir fugl- ana að einhver sæi til þess að ekki ógnaði þeim nein hætta og fylgd- ist með velferð þeirra á allan hátt. Og undir það getur Velvakandi tekið að það er nauðsynlegt að einhver fylgist með þessum vin- sælu „borgurum" Reykjavíkur. HÖGNI HREKKVlSI Þetta er nú það versta sem fyrir gat komið! S3P SVGGA V/öGA t \iLVtftAW Nýr Fokker á íslandi I nýjasta hefti Friendship Bulletin, en það er rit Fokker flugvélaverk- smiðjanna i Hollandi, sem m.a. hefur framleitt alla Fokkera Flugfélags íslands og báðar vélar Landhelgisgæzlunnar — er þriggja síðna grein myndum prýdd um ísland. Segir þar frá æfingaferð VFW 614 vélarinnar til Egilsstaða á s.l. ári, en þar æfði þessi nýjasta þota Fokker-verksmiðjanna flugtök og lendingar. VFW-614 er sérstaklega hönnuð fyrir malarvelli og notar stuttar flugbrautir. Til að koma í veg fyrir grjótkast inn í hreyfla vélarinnar, eru hreyflarn- ir, sem eru tveir ofan á vængjunum, en hanga ekki neðan á, eins og verið hefur fram til þessa. Greinin i Friendship Bulletin nefnist „VFW 614 in land of the geysers“. Þar segir frá æfingunum á Egilsstöðum. Sagt er frá austurhluta Islands, t.d. að þar sé að finna 3000 hreindýr. Þá er sagt frá miklum flugsam- göngum íslendinga, óspilltri náttúru landsins, ferð niður á Seyðisfjörð og mikilvægi fisk- afurða fyrir íslendinga. Handbók bænda ’77 komin út HANDBÓK bænda 1977 er komin út. Auk upplýsinga um hverjir skipa stjórnir helstu félaga og stofnana landbúnaðarins, eru i handbókinni rúmlega þrjátíu greinar um einstaka þætti land- búnaðar, s.s. um jarðrækt, fóður og búfé, búfjársjúkdóma, garð- yrkju, byggingar- og bútækni og hagfræði. Þá eru í handbókinni birtir kaflar úr lögum og reglu- gerðum um landbúnaðarmál og nýr þáttur er tekinn inn i hand- bókina að þessu sinni, er nefnist Hagtölur landbúnaðarins. Rit- stjóri Handbókar bænda er Jónas Jónsson. Æskulýðsdagurinn helgað- ur sumarstarfi kirkjunnar Æskulýðsdagur kirkjunnar verður að þessu sinni hinn 6. marz n.k. og verður sumarstarf kirkjunnar málefni dagsins. Þá á að kynna það starf sem fram fer á vegum kirkjunnar á sumrin, sumarbúðastarf, vinnubúðir og fleira og i fréttabréfi frá biskups- stofu, þar sem greint er frá þessu, er leitað eftir samstarfi við lands- hluta og heildarsamtök innan kirkjunnar við undirbúning dags- ins. Er t.d. ráðgert að gefa út oækling og eða blað i dagblaðs- broti til kynningar á þessu starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.